Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
41
settum mexíkönskum embættis-
mönnum. Þegar fyrirtæki mitt hef-
ur síðan staðið í samningum við
yfirvöld hefur oft verið gott að
þekkja réttan mann á réttum stað.
Þetta er ekki síst mikilvægt hér í
Mexíkó þar sem viðskipti fara ekki
alveg eins fram, eins og venja er í
Evrópu og N-Ameríku!“
Fangelsi í Mexíkó
Nú hefur þú verið ræðismaður í
27 ár, þannig að þú hlýtur að hafa
lent í ýmsu í samskiptum þínum
við íslendinga.
„Já, það hefur næstum eingöngu
verið ánægjulegt. Þó hafa stundum
komið upp leiðindamál og þar eru
mér minnisstæðust tvö eða þrjú
atvik þegar íslendingum var varpað
í fangelsi fyrir að reykja matjúana
hér í Mexíkó. í öll skiptin þrættu
þeir fyrir það en inn var þeim stung-
ið samt. Það var þessum ungu pilt-
um til happs að ég var málkunnugur
ríkissaksóknaranum og fékk þá
lausa gegn greiðslu sektar og lof-
orði um að þeir myndu yfirgefa
landið. Ég vil því eindregið vara
íslendinga við því að komast í kast
við lögin hér því það er ekki víst
að ég verði alltaf til staðar til að
Á götu i Mexíkó.
koma þeim úr klípu. Lög og reglur
eru ekki eins skýrar í Mexíkó og á
íslandi og það er aldrei gott að lenda
í lögreglunni hér.“
„Eitt er það sem allir ættu að
gera áður en þeir koma til Mexíkó
en það er að taka Ijósrit af vega-
bréfi og vegabréfsáritun og geyma
það á öðrum stað en upprunalegu
skjölin. Ef til þess kæmi vegabréf-
inu væri stolið er nóg að sýna
ljósritið og maður er laus úr landinu.
Ef fólk hefur ekkert í höndunum
getur það tafist í fleiri daga því
kerfið er mjög stirt. Síðan vil ég
bara minna fólk á það sem ég sagði
áðan, að passa sig að komast ekki
í kast við lögin og svo þetta venju-
lega að borða ekki hvað sem er.“
Hvað er þér svo minnisstæðast
frá þínum starfsferli sem ræðismað-
ur íslands í Mexíkó?
Fengið fálka-
orðuna tvisvar
„Það hefur svo margt gerst.
Ætli mér sé ekki minnisstæðast á
hveijum tíma það sem nýlega hefur
gerst. Það var t.d. mjög mikill heið-
ur fyrir mig að hitta hr. Steingrím
Hermannsson, forsætisráðherra,
síðastliðið haust þegar hann kom
hingað til Mexíkó á ráðstefnu. Það
var mér líka sönn ánægja að taka
á móti íslendingunum frá Háskóla
Islands og Almannavörnum sem
komu að athuga skemmdimar eftir
jarðskjálftana miklu síðastliðið
haust. Skýrsla þeirra er víst næst-
um tilbúin og veit ég að mexíkönsk
yfirvöld bíða spennt eftir niðurstöð-
um hennar. Oft er gagnrýnt að
peningum sé hjálpa eigi til eftir
hörmungar sé illa varið en eitt er
víst að styrk þeim, sem íslenzka
ríkisstjórnin veitti í þetta verkefni,
er vel varið. Framtak íslendinga
hefur verið lofað meðal þeirra
stjórnarerindreka og diplómata sem
ég umgengst og einnig hef ég heyrt
þetta frá fleiri stöðum. íslendingar
mega vera stoltir að eiga vísinda-
menn í fremstu röð á þessu sviði
og vegna þessarar hjálpar hefur
hróður íslands flogið víða.
Ef ég á hinsvegar að velja eitt
atvik fremur öðru þá held ég að
það sé í þau tvö skipti sem forseti
Islands hefur sæmt mig hinni ís-
lenzku fálkaorðu. Það voru ein
mestu tímamót í lifi mínu og það
lá við að mér fyndist ég vera meiri
íslendingur þá en Bandaríkjamaður
eða Mexíkani."
— Hr. David N. Wiesley ræðis-
maður Islands í Mexíkó, takk kær-
lega fyrir samtalið.
paðtekurtœpa
íktukkustund
að framkalla filmuna þína í verslunum
Hans Petersen hf. í Bankastræti,
Glæsibæ og Austurveri.
1S$.
...ogp ú
mátt txeysta því
að með nýju Kodak-tækninni náum við
því besta út úr filmunnni þinni.
HANS PETERSEN HF
Bankastræti - Glæsibæ - Austurveri
PLAST
TRÖLLAPLASTIÐ
—Varist é^eftirií