Morgunblaðið - 12.08.1986, Side 45
aða kvenfélags, sem gerðist
umsvifamikill íj'áröflunaraðili hinn-
ar verðatidi kirkju, sem óbyggð var
og ekkert átti. Utvegun muna til
sölu á bazar eða til annarra þarfa
var af hendi frú Rannveigar ekki
skorin við nögl frekar en neitt annað.
Ekki er hægt að lýsa, hve slíkur
stuðningur var ómetanlegur og ekki
er hægt að greina frá í fáum orð-
um, hve mikla orku og ósérplægni
þessar fyrstu kvenfélagskonur
lögðu á sig við engar aðstæður, til
að veita hinni nýstofnuðu kirkju
allt það gagn sem þær máttu.
Þá vil ég af alhug þakka allt
örlæti og vináttu þeirra hjóna, sem
þau auðsýndu okkur hjónunum alla
tíð. Oftar en einu sinni buðu þau
okkur fjölskyldunni einkabíl sinn til
afnota með bílstjóra daglangt á
þeim tíma sem einkabílar voru yfir-
leitt ekki almenningseign. Við
minnumst ferða með þeim norður
í land á óðalið Þingeyrar og ótal
margra ánægjustunda heima og
heiman, ásamt allri þeirra hjálpsemi
og aðstoð fyrr og síðar. Örlæti
og elskusemi þessara hjóna verður
seint með orðum lýst. Sigfus
Bjarnason lézt árið 1967 á bezta
aldri og varð öllum vinum sínum
harmdauði. Við lát hans gerðist frú
Rannveig stjómarformaður stórfyr-
irtækisins, sem hún gegndi til
dauðadags, en hún lézt á Borg-
arspítalanum. Heilsa hennar hafði
yfirleitt verið góð, þar til síðasta
árið, og banalega stutt.
Frú Rannveigu og Sigfúsi varð
4 bama auðið, 3 sona og dóttur,
sem öll lifa og starfa við Heklu hf.
og bera foreldrum sínum fagurt
vitni. Barnabömin em 13. Bömum
hennar, tengdabömum, bamaböm-
um, svo og öllum ættingjum sendi
ég og fjölskylda mín innilegar sam-
úðarkveðjur, um leið og við þökkum
frú Rannveigu alla hennar velvild
og tryggð í gegnum árin. Með henni
er gengin góð og falleg og göfug
kona. Guð blessi hana og varðveiti.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Ólafsdóttir
Thorarensen
Þegar lát frú Rannveigar Ingi-
mundardóttur barst okkur til eyrna
setti okkur félaga hennar í félaga-
samtökunum Vemd hljóða. Við
vissum reyndar að hún hafði ekki
gengið heil til skógar síðustu miss-
erin, en að kallið kæmi svona fljótt
kom okkur á óvart.
„Við verðum ekki hér til eilífðar
svo að það er réttast af oss að
hjálpa hver öðrum meðan unnt er.
Vér eigum öll samleið. Höldumst
því í hendur." Samkvæmt þessari
hugsun lifði Rannveig Ingimundar-
dóttir. Hún var einstaklega góð
manneskja, sterk, hjálpsöm, æðm-
laus og hæglát. Henni var ekki
gjamt að beina sjónum að sjálfri
sér, heldur að fjölskyldunni sinni
sem hún unni svo heitt, og þeim
sem minna mega sín, þar skynjaði
hún skylduna við sjálfa sig.
Rannveig starfaði með félaga-
samtökunum Vernd í tæpa 3
áratugi og lagði þar ómetanlegan
skerf af mörkum til blessunar fyrir
þá fjölmörgu sem hafa verið að
feta sig inn á betri lífsbraut, og
líknaði öðmm. Hún var góður og
tryggur félagi sem alltaf var til
taks þegar til hennar var leitað, og
einn af þeim félögum sem hafa
verið kjölfestan í Vemd í gegnum
tíðina.
Nú þegar leiðir okkar skilur er
okkur þakklæti efst í huga.
Við hjá félagasamtökunum
Vemd söknum Rannveigar Ingi-
mundardóttur sárt og sæti hennar
þar verður vandfyllt, en sárastur
er söknuðurinn hjá bömunum henn-
ar og fjölskyldum þeirra, en sú er
huggun þeim harmi gegn, að þau
eiga sér minningu um góða móður
og geta haldið áfram að hlú að
henni í sjálfum sér, því þar mun
hún áfram lifa.
Ástvinum hennar vottum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Jóna Gróa Sigurðardóttir,
formaður Verndar.
„Þar sem góðir menn fara eru guðs-
vegir.“ Þessi orð eiga vel við þegar
Rannveigar er minnst, því hún var
góð og göfug kona í þessara orða
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. AGUST 1986
fyllstu merkingu. Margs er að
minnast frá okkar fyrstu kynnum
fyrir rúmum fimmtíu ámm, það
skal ekki rakið nú nema að litlu
leyti. Við giftum okkur báðar sama
árið og bytjuðum búskap, hún í
Reykjavík en ég á Akranesi. Eigin-
maður hennar, Sigfús Bjarnason
síðar stofnandi og forstjóri Heklu
hf., var bróðursonur mannsins míns.
Því var mikill samgangur milli
heimila okkar, sérstaklega fyrstu
árin, og þar var Rannveig alltaf
frekar veitandinn. Eg þurfti oft að
skreppa til Reykjavíkur með böm
mín ung pg oftast lá leiðin á Víði-
mel 66. Ofá skiptin beið Rannveig
mín í bíl á bryggjunni og tók böm-
in lasin eftir sjóveiki í arma sína,
keyrði okkur heim á sitt fallega
heimili, hlúði að og huggaði, allt
andstreymið var þá gleymt. Ungur
sonur minn þurfti á sjúkrahúsvist
að halda í Reykjavík. Ég gat af
skiljanlegum ástæðum ekki komið
til hans daglega, en það gerði Rann-
veig í minn stað, hughreysti og
giaddi. Svona var Rannveig í öllu,
mátti ekkert aumt sjá, vildi alla
gleðja. Fyrir þetta og alla góða við-
kynningu vil ég nú af alhug þakka
er leiðir skilja. Mikill er missir fjöl-
skyldu hennar, alveg sérstaklega
munu þær sakna hennar dótturdæt-
umar ungu, sem heimili áttu hjá
ömmu ásamt móður sinni síðustu
árin. Við hjónin vottum öllum að-
standendum Rannveigar innilega
samúð.
Pálína Þorsteinsdóttir
Starfsemi félagasamtakanna
Verndar byggðist frá upphafi fyrst
og fremst upp af fórnfýsi, og sjálf-
boðavinnu, eins og flest þau samtök
önnur sem höfðu mannúðarmál á
stefnuskrá sinni hér á landi.
Fyrstu 20 árin var oft þröngt í
búi, og litlu úr að spila.
Rannveig Ingimundardóttir var
ein þeirra kvenna, sem gerðist
snemma virkur þátttakandi, og
gerði sér Ijósa grein fyrir hvar skór-
inn kreppti í samfélaginu.
Aðaluppistaða við stofnun sam-
takanna var þátttaka kvenfélaga
víðsvegar um landið. Þau sendu
fulltrúa á aðalfund, heimsóttu vist-
heimilið, og sendu þangað matvæli
og aðrar gjafír.
Á sama hátt kom það oft fyrir
að Vernd hljóp undir bagga — ef
slys eða bruna bar að höndum úti
á landsbyggðinni, sendi gjafir og
fatnað, sem að gagni mætti koma
nauðstöddum, vegna þessara
tengsla.
Það kom oftast í hlut Rannveigar
Ingimundardóttur að sjá um þennan
þátt.
Mér er minnisstætt hve mikla
vinnu og umhyggju hún lagði í þetta
starf. Hverri flík var snúið við. Allt
var mælt og vegið af umhyggju og
kærleika. Orð voru ekki mörg. En
hjartahlýjan augljós. Það var mikil
Guðs gjöf að hafa þessa rólegu
góðu konu sér við hlið í þessum
og svo ótal mörgum tilvikum. Störf
Rannveigar í þágu bágstaddra lýstu
betur en nokkur orð lífsreynslu
hennar og þekkingu á kjörum ann-
arra.
Ég þakka Rannveigu vináttu
hennar fyrr og síðar. Starf hennar
fyrir lítilmagnann sem Vernd hafði
afskipti af á þessum árum
Guð gefi henni góða heimkomu,
í heim sem hún bjó sér með lífi og
starfi.
Ég votta fjölskyldu og ástvinum
hennar samúð mína.
Þóra Einarsdóttir
fyrrv. form. Verndar
I dag kveðjum við elskulega
mágkonu okkar, Rannveigu Ingi-
mundardóttur, sem lést í Borg-
arspítalanum 3. ágúst eftir stutta
legu.
Kynni okkar af Rannveigu hófust
er Sigfús bróðir kom með hana sem
unnustu sína á heimili foreldra okk-
ar fyrir rúmum fimmtíu árum. Þá
var hún ung, falleg og gædd sínum
sérstöku persónutöfrum. Þeim eig-
inleikum hélt hún þó árin færðust
yfir.
Rannveig og Sigfús gengu í
hjónaband 27. október 1934, sam-
búð þeirra einkenndist alla tíð af
ást og virðingu. Saman byggðu þau
upp einstaklega fallegt heimili á
Víðimel 66. Þar ólu þau upp fjögur
böm sín, Ingimund, Sverri, Sigfús
og Margréti, sem öll bera foreldrum
sínum fagurt vitni. Sigfús lést árið
1967 langt fyrir aldur fram aðeins
fimmtíu og fjögurra ára. Þau hjónin
stofnuðu heildverslunina Heklu árið
1934. Undir stjóm Sigfúsar óx fyr-
irtækið til þess að verða eitt af
best reknu og þekktustu fyrirtækj-
um landsins.
Eftir lát Sigfúsar tóku börn
þeirra ásamt móður sinni við stjórn
Heklu og er það enn rekið með
sama myndarskap og áður, það
segir sína sögu um samheldni fjöl-
skyldunnar.
Sérstaklega naut Rannveig sín
vel sem húsmóðir, því hlutverki
helgaði hún krafta sína og fjölmarg-
ir munu þeir vera sem minnast
gestrisni hennar og hjartahlýju.
Ogleymanleg verða okkur fjöl-
skyldu- og vinaboð þeirra hjóna á
Víðimelnum.
Að leiðarlokum þökkum við
Rannveigu mágkonu okkar sam-
fylgd og vináttu og biðjum henni
Guðs blessunar á æðri vegum.
Börnum hennar og Qölskyldum
þeirra sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Mágkonur
t
Móðir okkar,
GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR,
Skeiðarvogi 22,
andaðist í Borgarspítalanum 8. ágúst.
Börn hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur,
ÖRN VALDIM ARSSON
framkvæmdastjóri,
Logalandi 25,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavík miðvikudaginn
13. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Katrín Árnadóttir,
Víbekka Arnardóttir, Viggó Jónsson,
Árni Arnarson, Þóra Sveinsdóttir,
Örn Arnarson, Árni Jón Eggertsson,
Valdís Arnardóttir,
Vibekka Jónsdóttir,
Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Jón Ó. Ragnarsson,
barnabörn og systurbörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA VILHELMÍNA JÓNATANSDÓTTIR,
er lést á heimili sínu Trönuhólum 16 (áður Nökkvavogi 50,
Reykjavík) 30. júlí sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju-
daginn 12. ágúst kl. 15.00.
Hörður í. Magnússon, Erling Magnússon,
Magnús Magnússon, Elísabet K. Magnúsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og amma,
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR,
Víðihvammi 14,
Kópavogi,
verður jarðsett frá Dómkirkjunni 13. ágúst kl. 10.30. Þeim sem
vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd.
Stefán Karlsson,
börn og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
ff
Éq vildi qjaman komast í klípu...!
ff
sagði harðfiskurinn...
N
Ý VEKÐLÆKKUN: „hún kostar ekki nema svo sem eins og tvœr krónur núna“