Morgunblaðið - 12.08.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.08.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 GRIMSBY TOWN í HEIMSÓKN í NESKAUPSTAÐ Áhangendur Þróttar á vellinum í Neskaupstað. Nokkrir leikmenn Grimsby Town og aðdáendur um borð ■ Óðni. Eftirminnileg sigling með Oðni ÞEGAR Grimsby Town kom til Neskaupstaðar að morgni föstu- dagins hélt liðið beint á æfingu á malarvelli heimamanna. Eftir hádegismat var farið í siglingu með varðskipinu Óðni sem kom til Neskaupstaðar gagngert til að fara með hópinn í siglingu. Sigling þessi tók um þijár klukkustundir. Siglt var inn á Mjóa- §örð og aðeins út fyrir Austurland og fannst mönnum mikið til koma fegurð austfirskra fjalla. „Þetta mun að öllum líkindum vera skemmtilegasta sigling sem við höfum farið og við munum minnast hennar svo lengi sem okk- ur endist aldur til,“ sagði Michel Brown, þingmaðurinn breski sem var með í förinni. Hann minntist einnig á þorsk- astríðin og sagði að hann vissi að þeir væru ekki fyrstu Bretamir sem hér væru um borð, „en við erum hér við mun skemmtilegri aðstæður en flestir þeir sem hér hafa verið á undan okkur“. Brown nefndi einnig það afrek er skipverjar á Óðni björguðu breskum sjómönnum er bátur þeirra fórst hér við land og notaði tækifærið og þakkaði áhöfn- inni fyrir afrekið. Þegar leikmenn kvöddu áhöfn Óðins gáfu þeir henni nokkur háls- tau með merki félagsins og héldu síðan til kvöldverðar. Áður en haldið var í siglinguna æfðu leikmenn á mölinni eins og áður segir og voru þeir lítt hrifnir af vellinum eins og gefur að skilja því þeir leika eingöngu á grasi og hafa aldrei séð malarvöll. Þegar þeir hlupu inná völlinn greip sá fyrsti um höfuðið, gretti sig og sagði: „Jesus Christ." Tvær úr klappliðinu. halda strákunum hjá okkur. En til þess að þetta verði þá þarf reglu- gerðarbreytingu," sagði Guðmund- ur Bjarnason 4 formaður Þróttar í Neskaupstað. — segir Guðmundur Bjarnason formaður Þróttar symuna í ár sé nema um 500-600 þúsund. Það eru að koma upp sterk- ir yngri flokkar hjá okkur núna eftir nokkurra ára hlé. Ég vil þakka breyttu fyrirkomulagi á þjálfara- málum þeirra yngstu þennan árangur. Við höftim síðustu tvö árin látið meistaraflokksþjálfarann vera með 6. flokkinn í nokkurs kon- ar knattspymuskóla og það er greinilegt að það skilar sér. Annars hefur gengið frekar illa að halda í stráka þegar þeir koma upp í eldri aldursflokka og ég hef ákveðna skoðun á því hvernig bæta má úr því. Ef til dæmis Þróttur og Austri frá Eskifirði fengju að senda sameiginleg lið í íslandsmót 2. ald- ursflokks, þó svo strákarnir léku með sínum félögum í meistara- flokki, þá tækist okkur betur að GUÐMUNDUR Bjarnason er formaður Þróttar í Neskaupstað og hefur hann átt dijúgan þátt í því að undirbúa komu Grimsby Town hingað til lands ásamt nafna sínum Ingvasyni sem er formaður knattspymudeildar Þróttar. Við ræddum við Guðmund á laugardag- inn og spurðum hann fyrst hvemig þetta æfintýri hefði byijað allt saman. „Þetta byijaði allt saman í vetur þegar við höfðum samband við for- ráðamenn Fylkis Ltd. í Grimsby og báðum þá um að grennslast fyrir um hvort einhveijir knattspymu- menn þar hefðu áhuga á að koma til Neskaupstaðar og leika knatt- spymu í sumar með Þrótti. Pilturinn hjá Fylki gekk svo beint til verks að hann sneri sér til Grimsby Town til að athuga þetta og þá kviknaði þessi hugmynd. Við höfðum nú ekki mikla trú á því að þetta tæk- ist en það tókst engu að síður. Markmið okkar er fyrst og fremst að reyna að efla knattspyrnuáhug- ann hér fyrir austan." — Vom ekki margar hindranir sem þurfti að yfirstíga áður en þetta varð að vemleika? „Jú, jú. Það hefur verið í mörg hom að líta, annars er Magni Krist- jánsson búinn að vera aðaldriffjöðr- in í þessu og þó við höfum unnið talsvert þá er það ekkert á við hvað hann er búinn að gera. Það var auðvitað ýmislegt sem við höfðum áhyggjur af. Það var ákveðið strax að Grimsby yrði að leika einn leik hér fyrir austan við okkur og við höfðum dálitlar áhyggjur af því að þeir vildu ekki leika á malarvelli en þeir tóku strax vel í það og það varð aldrei neitt vandamál í sam- bandi við völlinn. Veðráttan hefur líka verið okkur sérlega hagstæð því völlurinn hér fer á flot ef það rignir mikið og undanfarna daga hefur verið gott veður og það bjarg- aði því áhyggjuefni." — Hvað með fjárhagshliðina, nú hlýtur þetta að vera dyrt fyrir- tæki sem þið ráðist út í. Hefur lítið félag eins og Þróttur ráð á þessu? „Já, það er rétt að þetta kostar peninga en Þróttur tekur enga fjár- hagslega áhættu með þessu. Ef það verður einhver ágóði af heimsókn- inni þá fáum við hann en ef einhver halli verður þá em það aðrir aðilar sem sjá um það þannig að Þróttur skaðast ekki hvemig sem allt fer.“ Þess má geta hér að þeir hjá Þrótti í Neskaupstað hafa verið iðn- ir við að fá erlend félög til sín í gegnum árin. Föst samskipti em við knattspymumenn í Sandavogi og hafa verið í tvo áratugi. Félögin heimsækja hvort annað annað hvert ár og hafa Austfirðingar jafnan fjöl- mennt á völlinn í Neskaupstað þegar þessi lið eigast við, eins og þeir reyndar gerðu þegar Grimsby lék við Þrótt á laugardaginn. En hvemig gengur rekstur Þróttar í sumar og telur Guðmundur að knattspyrnan sé á uppleið hjá þeim? „Reksturinn gengur bærilega, enda er þetta ódýrt sumar hjá okk- ur. Ætli kostnaðurinn við knatt- I Markmiðið að reyna að rífa knattspyrnuna aðeins upp í- Magni ákvað meira að segja veðr- ið eins og góðum skipstjóra sæmir — sag*ði Jón Olgeirsson ræðismaður í Grimsby MAGNI Kristjánsson, skipstjóri á Berki frá Neskaupstað, er sá maður sem hvað mestan þátt á í því að knattspyrnuliðið Grimsby Town kom hingað til lands í heimsókn. Jón Olgeirsson, ræðis- maður íslands í Grimsby, lagði einnig sinn hlut þar að málum en hann á einnig fisksölufyrir- tækið Fylki Ltd. í Grimsby og í gegnum það fer mest allur fiskur sem Síldarvinnslan á Neskaup- stað selur þar í borg. Við ræddum við þá Magna og Jón fyrir leik Þróttar og Grimsby á Neskaupsstað á laugardaginn og spurðum þá fyrst hvernig stæði á því að 2. deildar Iið í Englandi væri komið alla leið austur á Neskaupsstað til að leika knatt- spyrnu við 3. deildar lið Þróttar. „Við höfum um langt skeið átt ánægjuleg viðskipti við sjómenn frá Islandi og þegar forráðamenn Þróttar báðu okkur um að grennsl- ast fyrir um hvort ekki væru einhvetjir sem hefðu áhuga á að leika með Þrótti í sumar fannst okkur tilvalið að athuga hvort Grimsby Town væri ekki tilbúið að koma og leika nokkra ieiki og koma þar með á sambandi í knattspyrn- unni líka, eins og í fískinum,“ sagði Jón Olgeirsson. „Mike Lyons, framkvæmdastjóri Grimsby og leikmaður með liðinu, átti ef til vill hugmyndina því þegar leitað var til hans spurði hann strax hvort ekki væri tilvalið að fara með allt liðið og leika nokkra leiki. Þetta væri tilvalið fyrir þá til að byggja U[ip liðið fyrir komandi keppnistí- mabil og ná upp góðum liðsanda. Grimsby er ekki ríkt félag og þar líta menn á þessa ferð sem nokkurs- konar hlunnindi til handa leikmönn- um. Ferðin er fyrst og fremst farin til þess að efla liðsandann og þjappa strákunum saman," bætti hann síðan við. í för með knattspyrnuliðinu eru einnig þingmaður, blaðamaður og menn úr stjóm félagsins en alls var það 27 manna hópur sem kom hing- að til lands. Eins og áður sagði hefur Magni Kristjánsson unnið manna mest í að gera þessa heim- sókn að veruleika. Hvemig stóð á því að hann hefur lagt svo mikið á sig í sambandi við þessa heimsókn? • „Ætli að þorskastríðið eigi ekki mestan hlut þar að máli. Ég var háseti í fyrsta stíðinu en skipstjóri í tveimur næstu þannig að ég hef tekið þátt í þeim öllum. Ég hef siglt mikið á Grimsby í gegnum árin og áhöfnin hjá mér og starfsfólkið hjá Jóni eru góðir kunningjar þannig að þegar þetta kom til tals ákvað ég að slá til og vera með í þessu ævintýri. Ekki alls fyrir löngu las ég í ensku blaði grein þar sem ve- rið var að minnast þess að tíu ár eru nú liðin frá því síðasta þorska- stríðinu lauk. Grein þessi var öll hin vingjamlegasta í garð okkar íslendinga og mun vingjarnlegri en ég bjóst við og þessi grein ýtti einn- ig á eftir mér að vera með í þessu. Sem meðlimur í Þrótti fannst mér ég verða að gera eitthvað fyrir félagið þegar leitað var til mín um að vera með. Ég hef líka alla tíð haft mikinn áhuga á fótbolta. Fer á alla leiki hér og á Eskifirði ef ég get og hef gaman af,“ sagði Magni. k

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.