Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
Póstur og sími er stofn-
un allra landsmanna
- segir Jón A. Skúlason, póst- og símamálastjóri, sem er
sjötugur í dag og lætur senn af störfum fyrir aldurs sakir
Jón A. Skúlason
Jón A. Skúlason, póst- og
símamálastjóri á
sjötugsafmæli í dag. Hann
lætur af störfum fyrir aldurs
sakir 1. september nk. Hann
hefur gegnt starfi póst- og
símamálastjóra frá 1. maí
1971. Blaðamaður hitti Jón
A. Skúlason að máli á
skrifstofu hans i
Landsímahúsinu við
Austurvöll.
Frá því ég kom frá útlöndum
hefur lífsstarf mitt verið í þágu
Pósts og síma, síðustu fimmtán
árin hef ég sinnt þessu," segir Jón
og á við embætti póst- og símamála-
stjóra.
„Eg sinnti áður ýmsum verk-
fræðistörfum ásamt starfi mínu hjá
stofnuninni," heldur Jón áfram, „en
eftir að ég var skipaður póst- og
símamálastjóri hef ég eins og lög
gera ráð fyrir ekki gegnt öðrum
störfum nema Setu í Almanna-
vamaráði ríkisins.
Mér fannst ég alltaf vita að ég
myndi læra verkfræði," segir Jón,
„og sú varð raunin. Ég sigldi til
Kaupmannahafnar og hóf nám í
Tækniháskóianum þar að afloknu
stúdentsprófi 1937. Ég lauk prófi
í rafmagnsverkfræði frá Tæknihá-
skólanum í janúar 1943. Ég valdi
rafmagnsverkfræðina vegna þess
að atvinnumöguleikar voru í síma-
og útvarpsverkfræði. Að læra raf-
magnsverkfræði tók fimm og hálft
ár þegar talin er með árs vinna á
verkstæði sem tilheyrði náminu.
Nám íslendinga í verkfræði í Kaup-
mannahöfn var þá bundið við fjóra
námsmenn á ári. Skólafélagar mínir
og bekkjarbræður og Sigurður Jó-
hannsson, Árni Hafstað og Vil-
hjálmur Guðmundsson. 1943—45
var ég við verkfræðistörf í Kaup-
mannahöfn, en 1945 var ég aðstoð-
armaður við rannsóknir á
hljómburði við Tækniháskólann í
Stokkhólmi. Um stríðsárin í Kaup-
mannahöfn er það að segja að ég
varð eins og aðrir að þola þau.
Ekki kom annað til greina en vera
áfram í borginni og ljúka nárni."
Hvað tók við þegar þú komst
heim?
„Þegar ég kom heim frá Stokk-
hólmi í júlí 1945 hóf ég störf hjá
símanum, fyrst í radiodeild, síðar í
línudcild. I línudeild sá ég um línu-
kerfið í sveitum. Árið 1956 þegar
símakerfið hafði þróast þannig að
sjálfvirk tækni tók við urðu tækni-
deildimar tvær. Ég var yfirverk-
fræðingur símatæknideildar, en
Sigurður Þorkelsson radiotækni-
deildar. Síðar urðum við fram-
kvæmdastjórar þessara deilda. Árið
1977 varð skipulagsbreyting sam-
kvæmt lögum um stjóm og starf-
rækslu póst- og símamála.
Framkvæmdastjórar stofnunarinn-
ar urðu þá fjórir eins og nú er og
deildimar skiptust í fjármáladeild,
tæknideild, umsýsludeild og við-
skiptadeild. Rekstrarhluti skiptist í
Qögur póst- og símaumdæmi."
Áðspurður um símamál á
síðari helmingi fimmta áratugar
sagði Jón:
„Þá vom línusambönd um loftlín-
ur, en nýbúið var að leggja jarðsíma
frá Hvalfirði um Borgarfjörð til
Hrútafjarðar. Á heiðum voru jarð-
símar. Mikil áfoll voru á loftlínum
og viðgerðir vandasamar og kostn-
aðarsamar. Það sem mér þótti
erfiðast var að gera áætlanir um
sjálfvirka kerfíð þegar línur milli
símstöðva voru af skomum
skammti. Nú er símaumferð svo
mikil að línukerfið annar henni ekki,
einkum á vissum tímum þegar
síminn er mest notaður. Það er
verkefni dagsins í dag að koma til
móts við kröfur tímans og fjölga
línum. Lagt hefur verið kapp á að
flýta uppsetningu stafrænna
stöðva, ekki síst nú þegar allt landið
er að verða sjálfvirkt."
Hvaða ávinningur er að staf-
rænum stöðvum?
„Áður en stafrænar stöðvar eru
settar upp þarf að fjölga línum.
Símaumferð er orðin svo þung eins
og fyrr segir. Helsti kostur staf-
rænna stöðva er að afkastageta
þeirra er miklu meiri, kerfið býður
upp á meiri möguleika og síðast en
ekki síst er það ódýrara. Erfitt _er
að fá varahluti í gamla kerfið. ís-
lendingar voru snemma með í
stafrænum kerfum. Tala má um
algjöra byltingu í símamálum.
Símakerfið er jafn fullkomið hér og
best gerist erlendis. Segja má því
að Islendingar séu meðal forystu-
þjóða í fjarskiptum. Stafrænu
stöðvarnar valda því að gjaldsvæði
verður víðáttumeira, gjaldsvæðin
stækka. En það er að mínu viti
ekki tímabært nú að gera landið
að einu gjaldsvæði, hvað sem síðar
verður. Innanbæjartaxti um allt
land kæmi til með að kosta 1000
miiljónir króna. Ég legg áherslu á
að aðalmarkmiðið er að fjölga línum
og gera sambönd fullkomnari með
Ijósleiðarasamböndum."
Ljósleiðari, hvað er það? Ljós-
berinn kemur upp í hugann.
„Ljósleiðari er nokkurs konar
Ijósberi. í stað kopars í eldri gerðum
strengja koma glerþræðir og upp-
lýsingar eru sendar eftir strengjun-
um sem ljósmerki. Glerþræðimir
eru á þykkt við mannshár, en flutn-
ingsgeta þeirra er margfalt meiri
en annarra strengja. Sem dæmi
má nefna að við getum nú flutt
2000 talrásir á tveim af þeim sex
þráðum sem eru í strengjunum,
einnig má nota sama kerfi til að
flytja íjórar sjónvarpsrásir. Nú er
kominn á markað búnaður til flutn-
ings á 8000 símarásum eftir tveim
glerþráðum. Ljósleiðarakerfi hefur
nú verið lagt milli stöðva í
Reykjavík og verið er að leggja það
austur fyrir íjall og síðan verður
það lagt milli landshluta. Það er
stafræna kerfið sem gerir þetta allt
mögulegt."
Eru fleiri nýjungar á ferðinni
í símamálum?
„Sjálfvirkur farsími tók til starfa
3. júlí sl., en handvirka afgreiðslan
verður áfram fyrst um sinn. Nú er
hægt að hringja beint úr bílnum,
bátnum eða sumarbústaðnum hvert
sem er í heiminum. Móðurstöðvar
munu rísa um allt land í ár og á
næsta ári. Sjálfvirka farsímakerfið
hefur mikið gildi fyrir notendur
þess, ekki síst hvað varðar öryggi
og að því viljum við keppa. Til
dæmis geta sjómenn við strendur
landsins hringt beint til ættingja
sinna án þess að hlustað sé á sam-
tölin. Næsta skref tækninnar verður
eflaust „friðþjófur", lítið símtæki
sem svarar uppkalli og menn bera
á sér. Gagnaflutningskerfið er líka
tekið til starfa innanlands fýrir
nokkru, sambönd voru opnuð við
Danmörku og Bretland í júní og
nýlega voru opnuð sambönd við
fleiri Evrópulönd og Bandaríkin.
Gagnaflutningsnetið tengir saman
tölvur og tölvubúnað og auðveldar
og flýtir fyrir hvers konar starf-
semi, eins og til dæmis banka- og
bókhaldsmálum, flugsamböndum,
veðurfregnum og hvers kyns upp-
lýsingamiðlun innanlands og utan.
Tölvuvæðing ryður sér til rúms á
öllum sviðum og fylgir stofnunin
henni eftir. Hvað varðar sambönd
til útlanda má geta þess að þau eru
nú rúmlega 200, hafa aukist stór-
Iega.“
En hvað um póstmálin?
„Miklar framfarir hafa orðið á
póstsamgöngum og hafa flugsam-
göngur verið snar þáttur síðustu
árin. Sérstakt póstflug er frá
Reykjavík til allmargra staða, nefna
má Sigluíjörð, Vestfirði og Strand-
ir. Einnig er póstflug innan Vest-
fjarða og um Norðurland og
Austurland."
Hvernig fer dreifing pósts
fram utan þéttbýlis?
„Landpóstar sjá um dreifingu í
sveitir og annast nú alla venjulega
póstþjónustu. Segja má að þeir séu
akandi pósthús."
Póstþjónustan hlýtur að krefj-
ast aukins húsrýmis?
„Útibúum hefur Qölgað í
Reykjavík, eru til dæmis tvö í Breið-
holti. Með tilkomu nýju póstmið-
stöðvarinnar í Ármúla hefur öll
aðstaða batnað og margt verið gert
til að flýta afgreiðslu pósts. Eins
og allir vita og af augljósum ástæð-
um fer megnið af pósti landsmanna,
bæði innlendum og milli landa, um
Reykjavík. Það er því afar áríðandi
að öll aðstaða þar, tækjakostur og
vinnuskipulag, sé sem allra best.
Utan Reykjavíkur hefur einnig ver-
ið unnið að endurbótum þótt vissu-
lega megi gera betur."
Er vinnuaðstaða góð í póst-
miðstöðinni?
„Vinnuskilyrði póstmanna eru nú
betri í nýjum og endurbættum húsa-
kynnum með nútíma tækjakosti.
Tölvuvæðing kemur þar við sögu
eins og annars staðar. í póstmið-
stöðinni eru ný tæki, haganlega
gerðir skápar fyrir sundurlestur
pósts og vagnar og bakkar til flutn-
inga innanhúss og milli pósthúsa.
Allt stuðlar þetta að því að um-
hverfið verður meira aðlaðandi og
hreinlæti eykst. Þess er skylt að
geta að leitað var til frönsku póst-
málastjómarinnar um skipulag og
hagræðingu í póstmiðstöðinni og
nutum við góðs af reynslu Frakka
í þessum efnum.“
Hvernig hefur póstnúmera-
kerfið mælst fyrir, er það ekki
óþarft í svo fámennu landi?
„Póstnúmerakerfið er mjög til
bóta og það er forsenda fýrir vél-
flokkun síðar meir. Áríðandi er að
fólk skrifi fullt póstfang á sending-
ar sínar svo að þær verði ekki fyrir
töfurn."
Hvað um nýjungar í póst-
málum?
„Póst- og símamálastofnunin
leitast við á hverjum tíma að upp-
fylla þarfir viðskiptavina sinna og
vill síst af öllu vera eftirbátur ann-
arra í því að notfæra sér tækninýj-
ungar. Nefna má nýjungar eins og
póstfax og forgangspóst. Með póst-
faxi berast myndsendir pappírar og
teikningar á innan við mínútu til
viðtakenda um allan heim. For-
gangspóstur tryggir örugg og fljót
skil mikilvægra skjala og varnings."
Hvað um þátt þinn í því að
póstgíróþjónusta var tekin upp?
„Póstgíróið var nýhafið þegar ég
tók við embætti póst- og símamála-
stjóra. Greiðslukerfið sem það
býður upp á á vel við póstkerfið,
enda er hvers konar peningamiðlun
og fjármunaflutningur ríkur þáttur
í póstþjónustu og hefur alltaf verið.
Póstgiróþjónusta er í raun og veru
eðlilegt framhald og einföldun hinn-
ar gamalgrónu póstávísanaþjónustu
og gerir fjármunamiðlunarkerfí
póstþjónustunnar enn virkara og
hagkvæmara.
Jafnframt því sem póstgíróþjón-
usta hófst var af hálfu ríkisvaldsins
ákveðið að koma á samstarfi milli
Póst- og símamálastofnunar, banka
og sparisjóða um rekstur sameigin-
legrar gíróþjónustu. Þetta sam-
starfsfyrirkomulag hefur vissa
augljósa kosti, en vafasamt hvort
það hefur verið póstgíróþjónustunni
til framdráttar. Það mun heldur
ekki hafa stuðlað að því að á kæm-
ist það millifærslukerfi sem að var
stefnt, þ.e. að þorri fólks hafi gíró-
reikning og láti millifæra af gíró-
reikningum sínum inn á aðra
gíróreikninga."
Hvernig er þcssu háttað er-
lendis?
I þeim löndum þar sem gírókerfi
er útbreitt hefur hver einstaklingur
og hvert fyrirtæki gíróreikning.
Menn fylla síðan út færslubeiðnir
sínar í ró og næði heima hjá sér og
í staðinn fyrir að fara í banka eða