Morgunblaðið - 22.08.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.08.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 17 Þegar ég skundaði af stað þangað var kallað á eftir mér og var þá sú norska komin aftur. • Reyndum við að finna leið sem var ekki alit of mikið á brattann, en hún var vand- fundin. Við náðum þangað þó að lokum. Brekkumar voru að baki og við vorum komnar á sléttlendi. Undur voru þama fallegar bygging- ar og nei sko! Þama var klukka máluð á stéttina. Með því að standa á réttum mánuði sagði skuggi manns til um tímann. Innan dyra voru alls kyns tæki og var ætlast til að gestir spreyttu sig á tilraunum og uppgötvuðu sjálfir alls kyns eðl- is- og lífeðlisfræðiieg lögmál. Þegar safninu var lokað höfðum við hvergi nærri komist yfir að sjá allt sem þama var boðið upp á, en við vorum hins vegar alveg orðnar uppgefnar við að einbeita okkur að leiðbeining- unum. Það hlaut að vera margra daga vinna að prófa öll þessi tæki. Við höfum trúlega ekki verið einar um þá ályktun því aðgöngumiðinn gilti i hálft ár. Degi var tekið að halla og nú varð að nota tímann vel þar sem þetta var síðasti dagurinn minn hér. Ekki hafði mér unnist tími til að lesa þær bækur sem ég hafði um borgina, en það sem heiliaði mig mest var Golden Gate-brúin og stóru, grænu svæðin tvö á kort- inu, sem ég gerði ráð fyrir að væru garðar. Annað þeirra var kallað Golden Gate Park og hafði ég heyrt að þar væri margt fallegt að sjá. Hitt svæðið var kallað Presidio og vissi ég ekkert um það. Ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi með því að ganga f gegnum Presidio að Golden Gate brúnni. Héldum við af stað gangandi, en fljótlega komst sú norska af því að þetta myndi verða of langur gangur fyrir hana þar sem hún var hálf lasin, svo aftur skildust leiðir. Gekk ég nú og gekk, en ekkert gekk að finna þennan garð. Hins vegar voru þama háar vírgirðingar og brátt kom ég að þar sem voru Hversu margir skyldu hafa hugsað um flótta frá Alcatraz? Það var þreytandi að ganga allar þessar brekkur svo við ákváðum að reyna sporvagnana (cable cars). Þessir gömlu sporvagnar ganga upp og niður brekkumar og setja skemmtilegan svip á borgina þar sem leyfílegt er að standa í tröppun- um utan dyra. Þegar á endastöðina kemur þarf vagnstjórinn að fara- út og snúa vagninum með handafli á snúanlegum hringhlera til að koma honum á sporið að nýju. Ferðinni var heitið upp að Lomb- ard-stræti. Bílamir hurfu svo til í blómahafið, en í þetta sinn var ætlunin að ganga niður. Gangstétt- in lá reyndar ekki í hlykkjum eins og gatan, en var þess í stað tröpp- ur vegna brattans. Mér flaug í hug kirlqutröppumar á Akureyri. Eftir þetta tókum við sporvagn niður í Kínahverfi. Var þar margt um manninn eins og fyrri daginn og hægt að versla mjög ódýrt mið- að við annað verðlag í borginni. Svo skildu leiðir þar sem ég var orðin mjög svöng og vildi fá mér að borða, sem hún hafði ekki áhuga á. Auðvitað varð kínverskur mat- sölustaður fyrir valinu. Var ég eini gesturinn fyrst í stað og datt mér í hug að þeir byggjust líklega ekki við fleiri gestum þann daginn því diskurinn var svo kúfaður sem ég fékk. Eftir að hafa gert hrísgijóna- fjallinu eins góð skil og mér var unnt gekk ég í gegnum Kínahverf- ið. Gamall Kínveiji sat úti á stétt og spilaði austurlenska tónlist á mér óþekkt hljóðfæri. írani nokkur slóst í för með mér og sagði mér að treysta ekki nokkrum manni hér í borg. Leiðin lá gegnum svæði þar sem klám var í hávegum haft á stórum skiltum. Að lokum fann ég Coit-tum, en þangað var ferðinni heitið. Tuminn er um 65 m á hæð og stendur að auki upp á hæð og er því útsýni frábært þegar upp í tuminn er komið. Næst lá leiðin til Exploratorium, sem er stórt og mikið vísindasafn. „Hlið austursins" markar innganginn í Kinahverfið. í fangelsinu á Alcatraz. grágrænrósóttir herbílar. Eg hlaut að vera á einhveiju hersvæði og reyndar komst ég seinna að því að svo var þegar ég fór að kíkja í bækumar. Það eina sem ég vissi nú var að mig langaði til að kom- ast út af þessu svæði sem fyrst, en brúin færðist hægt nær. Loks fann ég stíg sem virtist liggja að brúnni. Eitthvað hef ég verið orðin lítil í mér því þegar ég gekk fram á tvo skeggjaða, tötralega menn, sem vom að kveikja eld við strönd- ina, hélt ég að þar væm útilegu- menn og vantaði þá líklega kjöt í matinn, þar sem hér var fátt um sauði. Þetta reyndist ástæðulaus ótti enda ekki á rökum reistur, en ég þóttist góð að sleppa við pottinn. Heldur hresstist ég í huga þegar ég loksins komst upp á brúna, en hún reyndist löng fyrir þreytta fæt- ur. Á brúnni vom ágætis gang- brautir og útsýni fallegt til allra átta. Bílar bmnuðu fram og aftur yfir brúna, sem nötraði undir fótum. Þegar yfír brúna kom rölti ég upp á hæð nokkra til að sjá betur yfir. Sólin var sest og brátt fóm ljósin í borginni og á brúnni að skína. Það var kominn tími til að hugsa til heimferðar. Áður en ég hafði komist að niðurstöðu um hvemig henni skyldi háttað gaf maður sig á tal við mig og brátt komu þrír aðrir aðvífandi. Þetta vom verk- fræðingar á ráðstefnu og vom nú að skoða sig um í borginni. Buðu þeir mér að sitja í til baka, sem ég þáði með þökkum þar sem allur móður var nú farinn úr mér. Var nú ekið vítt og breitt um borgina og fannst aðkomumönnunum mikið til um allar brekkumar. Hlógu þeir og skríktu eins og strákar í rússí- bana þegar ekið var niður Lomb- ard-stræti. Fannst mér skrýtin umferðar- menningin í borginni því við hver gatnamót sem við komum að þurftu allir að stoppa. Hér virtust hvorki vera umferðarljós, aðalgötur né „hætta til hægri". Álls staðar vom stoppmerki og var „leikurinn“ fólg- inn í því að sú gata sem fyrst fékk bíl gat sent tvo bíla yfir gatnamót- in í einu - einn úr hvorri (gagn- stæðri) átt, en þá kom röðin að hinni götunni, svo aftur að þeirri fyrri og þannig koll af kolli. Ferðin endaði á Fisherman’s Wharf þar sem allir vom orðnir svangir. Góðir veitingastaðir vom troðnir út úr dymm og beið fólk fyrir utan eftir að komast inn. Á endanum röðuðum við okkur því á barborð með kynstrin öll af kröbb- um fyrir framan okkur. Vom þeir hið mesta lostæti þegar mér hafði lærst að bijóta skelina utan af þeim. Eftir ágætis máltíð kvaddi ég og þakkaði fyrir mig, en ekki var við það komandi að ég fengi að borga fyrir mig. Snemma næsta morgun hélt ég af stað á nýjar slóðir, reynslunni ríkari. Ekki hafði ég orðið fyrir vonbrigðum með San Francisco og gat ég nú tekið undir með hinum — Hún er falleg og þess virði að heimsækja. Texti og myndir: GUÐRUN MARGRÉT PÁLSDÓTTIR Lombard-stræti — blómabeð eða akbraut? Nú átt þú að fara i hina áttina, góðurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.