Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
V estur-Þýskaland:
Sprengingar við
eiturefnatank
Duisburg, Vestur-Þýskalandi, AP.
TVÆR litlar sprengingar urðu
er verið var að logsjóða við tank
undir triklóroetylene-vökva í iðn-
aðarborginni Duisburg í Ruhr-
héraði á miðvikudag. I upphafi
var talið að baneitrað gas hefði
myndast og lekið úr tanknum út
í andrúmsloftið. Þvi voru 38
starfsmenn efnaverksmiðju
Mannesmann Demag fluttir á
Bethesda sjúkrahúsið í borginni.
Læknar eru enn að rannsaka
starfsmennina en segja að þeir
Grænland:
Aukín loðnu-
vinnsla
Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgirn-
bladsins á Grænlandi.
TYGE KJÆR, skrifstofustjóri at-
vinnumálaskrifstofu grænlensku
heimastjómarinnar, álítur að
magn loðnu við vesturströnd
Grænlands sé svo mikið, að reisa
eigi þar fiskimjöls- og lýsisverk-
smiðju.
Til þess að slík verksmiðja beri
sig, er yfirleitt reiknað með að vinna
þurfí úr um 250,000 tonnum af loðnu
á ári. Tyge Kjær heldur því fram,
að ef ekki veiðist nóg af loðnu við
vesturströndina, eigi Grænlendingar
að stunda veiðar við austurströndina,
þrátt fyrir að stjórnvöld á Græn-
landi, íslandi og Noregi hafi ekki náð
samkomulagi um nýtingu loðnu-
stofnsins þar.
Verksmiðjan gæti einnig unnið
loðnuhrogn fyrir Japansmarkað, en
Grænlendingar hafa í ár flutt þangað
um 500 tonn af hrognum.
hafi ekki orðið fyrir eitrun og
yfirvöld segja að ekki hafi fund-
ist merki að gasið hafi lekið út.
Ferdinand Lemper, talsmaður
yfírvalda í Duisburg, segir að engin
merki hafí fundist um myndun hins
lit- og lyktarlausa gass við mæling-
ar umhverfís tankinn sem spreng-
ingamar urðu við.
Giinter Kommel, saksóknari í
Duisburg, sagði að hafín væri rann-
sókn á því hvort sprengingamar
hefðu orðið vegna „glæpsamlegs
hirðuleysis".
Einkenni fosgen-gaseitrunar eru
brunatilfínning í hálsi og bijósti.
Menn verða andstuttir, vökvi safn-
ast saman í lungum og getur valdið
bráðum bana.
Triklóretylene ertir bæði skinn
og augu og getur leitt til þess að
hjartað hættir að starfa. Vökvinn
er ekki eldfímur og er notaður til
að leysa upp og í efnalaugum til
að ná blettum úr fatnaði og óhrein-
indum af málmi.
— ft .♦
Byltinerarkennd þyrla
Stratford, Connecticut, AP. ** 0 A **
SIKORSKY flugvélaverksmiðjurnar sýndu
fyrsta sinni nýja þyrlutegund, sem fiogið getur
mun hraðar en hingað til hefur verið hægt.
Senn hefst reynsluflug og kemur þá í ljós hvort
hún reynist eins og til er ætlast.
Þyrlan á að geta hafíð sig til flugs lárétt, eins
og venjulega, og „hangið" í lofti yfír sama stað.
Hægt er síðan að stöðva þyrilinn og nota spaðann
sem vængi. Verður þyrlan þá knúin áfram af tveim-
ur þotuhreyflum, sem eru utan á skrokknum.
Með þessu móti verður hægt að fljúga þyrlunni
á allt að 1.000 km hraða á klukkustund, en hámarks-
hraði flestra þyrla er nú um 300 km/klst.
Uganda:
Tugþúsundir bænda flosna
upp vegna nautgripaþjófa
Kampala, AP.
VEL VOPNAÐIR nautgripaþjóf-
ar hafa neytt rúmlega hundrað
þúsund bændur I Uganda til að
yfirgefa jarðir sínar og rænt
hálfri milljón nautgripa undan-
farna tiu mánuði. Þetta kemur
NOTADU TÆKIFÆRID
fram í forsíðufrétt blaðsins New
Visioa, sem er í eigu ríkisins.
I fréttinni er vitnað í bónda, sem
flosnað hefur upp af landi sínu
vegna ribbaldanna og býr nú í
flóttamannabúðum í Obalanga.
Hann grátbænir stjómina að binda
enda á þessa ógnaröld og stöðva
nautgripaþjófana, sem taldir eru
vera tíu þúsund. Sagt er að rumm-
ungamir séu úr hinum herskáa
Karamojong ættbálki og eru þeir
hirðingjar. Hermenn fyrri ríkis-
stjóma Uganda hafa síðan gengið
í lið með þeim.
Obalanga er um 320 km norð-
austur af Kampala, höfuðborg
Uganda, og þar vom stærstu hjálp-
arbúðir af átta í héraðinu. Þijátíu
tii fjörutíu þúsund manns lifðu þar
á aðstoð frá endurhæfíngarráðu-
neyti Uganda og bandarískum
trúboðum.
Foringi ættbálks í héraðinu, Ge-
orge Okwalinga, segir í New Vision
að fólkið þarfnist öryggis og varna:
„Það er óþarfí að senda okkur mat
og aðra hluti þegar þeir enda í
höndum árásarmanna. Ef ríkis-
stjómin getur veitt okkur vemd
getum við ræktað meira og tekið
framförum."
Menn af Karamojong ættbálki
neyddu ítalska presta um helgina
til að hætta rómversk-katólsku
námskeiði norðaustur af Obalanga
og myrtu tvo þátttakendur í nám-
skeiðinu.
Karamojong ættbálkurinn hefur
ávallt stundað nautgripaþjófnað en
honum óx fískur um hrygg eftir
að hermenn gengu til liðs við hann
með gnótt sjálfvirkra riffla og ann-
arra vopna eftir að Idi Amin
einræðisherra fór frá völdum 1979.
Stórútsala
á tískufötum frá fjölda fyrirtækja
Opið frá kl. 10-19 og laugardaga frá kl. 10-17.
H-HÚSID
KoewóGi~
Auðbrekku 9. Sími 4 44 40
Sovéskur aðstoðarráðherra:
Handtekinn
fyrir smygl
Moskva.
SOVÉSKT dagblað staðfesti á fimmtudag að Sushkov, fyrrver-
andi aðstoðarráðherra utanríkisverslunar Sovétmanna, hafi
verið handtekinn vegna brota á tollareglum.
Ekki var sagt neitt meira um
málið, eða hvar Sushkov væri nið-
urkominn. Ráðherrann fyrrver-
andi ferðaðist, starfs síns vegna,
mikið til annarra landa og höfðu
þær sögusagnir gengið um skeið,
að hann hefði verið handtekinn er
hann reyndi að smygla japönskum
rafeindatækjum í gegn um tollinn
á Sheremetyevoflugvelli í Moskvu.
Yfirvöld hafa hingað til ekkert
viljað um málið segja og í janúar
var aðeins sagt í ráðuneytinu að
Sushkov ynni þar ekki lengur.
Sushkov er gegnt hafði þessu
ráðherraembætti síðan 1974, kom
síðast fram opinberlega svo vitað
sé í desember sl. Þá var haldinn
í Moskvu fundur sovésk-banda-
rískrar viðskiptanefndar er hann
veitti formennsku ásamt Banda-
ríkjamanni.
Dagblað sovésku ríkisstjómar-
innar, Izvestia, sagði að brot á
tollareglum hafí verið algeng þar
til í fyrra, er yfirstjóm þeirra
mála hafí verið flutt úr höndum
stjómenda utanríkisverslunar og
til ríkisstjómar landsins. Síðan
hafi komist upp um umfangsmikið
smygl. Blaðið sagði einnig að ný-
lega hefði tollvörður á Moskvu-
flugvelli verið heiðraður þar sem
hann kom upp um tilraunir til
smygls, er kostað hefði ríkið um
1,8 milljónir dollara ef það hefði
heppnast. Ekki var sagt nánar frá
málsatvikum.