Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 27

Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 27 AKUREYRI F egnrstu garðarnir fá viðurkenningii GARÐYRKJUFÉLAG Akureyrar hefur veitt cigendum g-arða við þrjú íbúðarhús viðurkenningar fyrir vel gerða garða og einu fyrirtæki. Þá hefur tveimur verið veittar bjartsýnisviðurkenning- ar fyrir störf að garðrækt. Knattspyrnufélag Akureyrar og kirkjugarðarnir fengu einnig viðurkenningu, þá var þremur ein- staklingum veitt viðurkenning. Á laugardag verður svo garða- skoðun á vegum félagsins i samráði við garðeigendur. Systkininn í Baldurshaga fengu viðurkenningu fyrir einstakt þolgæði og framúrskarandi framtak f gróðursetningu. [búarnir við Borgarhlíð 6, fengu viðurkenningu fyrir samstöðu um að fegra umhverfið. Félagsheimili KA fékk sérstaka viðurkenningu. Að þessu sinni fá garðamir við Eyrarveg 2 og Hamragerði 10 sérstaka viðurkenningu en eig- endur þeirra eru Aðalheiður Þorleifsdóttir og ísak Guðman og Auður Þórhallsdóttir. í umsögn um garðana segir að þeir séu ólík- ir, en eigi þó margt sameiginlegt. Báðir hafi þeir sál og séu fallegir hvor á sinn hátt. Plöntuval sé fjöl- breytt og plöntunum haganlega fyrir komið og greinilega hlúð að hverri plöntu. Báðir garðamir séu komnir nokkuð til ára sinna en hafi alltaf staðið upp úr í viðhaldi og snyrtimennsku og verið eig- endum til sóma í áratugi. Eigendumir við Borgarhlíð 6 fengu einnig viðurkenningu, um þann garð er sagt að þetta sé nýleg lóð við raðhús og samstaða íbúa um að fegra umhverfi greini- leg. Aðkoman að húsinu sé sérstaklega skemmtileg, hellu- lagnir og bílastæði haganleg, götulýsing smekkleg og blómabeð lífgi upp á aðkomuna. Lóðin sé afgirt og skjólgróðri sé plantað. Samstaða um að planta í stall á lóðamörkunum og fegra hann með tijágróðri sem falli vel að um- hverfinu. Vandanum sé ekki velt yfír á bæjarfélagið eins og víða vilji brenna við. Fyrirtækið Höldur fær einnig viðurkenningu. Um það segir að það sé með lóðir og fyrirtæki víða um bæinn. Aðdáunarverð snyrti- mennska hafí alltaf fylgt fyrir- tækinu í öllum framkvæmdum sem hafí verið miklar á síðustu árum. Allt sé dubbað upp í nýjan búning og gert aðlaðandi fyrir viðskiptavini, jafnt hús sem lóðir. Einkalóðir eigendanna séu einnig til fyrirmyndar, vel hirtar og snyrtilegar. Gefa mætti Vilhelm Ágústssyni og Eddu Vilhjálms- dóttur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa komið garðstofu fyrir á snyrtilegan hátt í tengslum við hús sitt. Bjartsýnisviðurkenning félags- ins er ný af nálinni og veitt fólki sem færist meira í fang en al- mennt sé talið skynsamlegt í almennri ræktun og umhirðu heimilisgarða. Magnús Jónsson Aðalstræti 6, fær bjartsýnisviður- kenningu fyrir að hafa með óbilandi trú og bjartsýni gróður- sett tijáplöntur ýmiskonar í melhm fyrir ofan Aðalstræti 68. Óslitið hálfrar aldar starf hans hefur borið ríkulegan ávöxt og reiturinn og lóðin mikil bæjar- prýði. Systkinin í Baldurshaga, Baldur F. Benediktsson, Hulda og Guðrún Benediktsdætur fá viður- kenningu fyrir frammúrskarandi framtak í gróðursetningu í einka- lóð og einstakt þolgfæði við viðhald lóðarinnar þrátt fyrir erfiða fötl- un, þessi reitur hefur verið eigendunum til sóma og prýði bæjarfélagsins í áratugi. Knattspymufélag Akureyrar er sagt áhugamannafélag sem lyft hafí Grettistaki. KA hafi verið í mótun síðastliðin ár og tekið stórstígum framförum ár frá ári. Grasvellir spretti upp, skjólbelti, girðingar og nú síðast félags- heimilið, allt sé til fyrirmyndar og hlutimir séu unnir fljótt og vel og á snyrtilegan hátt. Kirkjugarðar Akureyrar fá við- urkenningu frá Garðyrkjufélaginu fyrir snyrtimennsku í hvívetna. Leiði séu ávallt snyrtileg jafnt sumar sem vetur þannig að ekki verði til jafnað hérlendis. Þrátt fyrir miídar framkvæmdir sé snyrtimennskan í fyrirrúmi, ekk- ert óþarfa rask sem oft vilji verða, hvort sem um sé að ræða stíga- gerð eða húsbyggingu. Allir hlutir stórir sem smáir séu ávallt á sínum ákveðna stað þannig að hægt sé að ganga að þeim svo til blindandi. Hólmfríður Sigurðardóttir fær heiðursviðurkenningu, umsögn um hana er á þessa leið: „Hólm- fríður hefur alla tíð verið stoð og stytta Garðyrkjufélagsins og unn- ið þar geysimikið og óeigingjamt starf. Má þar nefna stjómunar- og fræðslustörf ýmiskonar. Hólm- fríður var um tíma forstöðumaður Lystigarðsins sem óx og dafnaði undir stjórn hennar. Þar ræktaði hún í tilraunaskyni ýmsar tegund- ir tijáa, runna og fjölærra plantna. Ymsar þessara tegunda hafa síðan komist í gróðrarstöðvar og garða og þannig hefur Hólm- fríður stuðlað að bættri garð- menningu og Qölbreyttari flóm í görðum hér á Akureyri og víðar um land. Hólmfríður er nú í þann mund að flytja frá okkur suður yfír heiðar og er mikil eftirsjá í henni fyrir gróðurunnendur hér Norðanlands. Vonandi eigum við enn eftir að njóta góðs af kunn- áttu hennar, en um leið og við veitum henni þessa viðurkenningu óskum við henni alls góðs í nýju starfí sem kennari við Garðyrkju- skóla ríkisins." Herdís Pálsdóttir fær einnig heiðursviðurkenningu. Um hana segir Garðyrkjufélagið: „Ekki þarf að kynna þessa miklu blóma- konu fyrir plöntugrúskurum sem notið hafa góðs af víðtækri plöntuþekkingu hennar og holl ráð um ræktun í rúmlega hálfa öld. Herdís hefur verið og er enn mjög svo liðtæk á hinum ýmsu sviðum ræktunar og sérstaklega má þar nefna skógrækt og garðplöntu- framleiðslu. Óteljandi eru þær plöntur sem frá henni eru komn- ar, bæði seldar og ekki færri gefnar úr einkalystigarði hennar að Fomhaga í Hörgárdal. Ekki hefur hún safnað auði með plöntu- framleiðslu sinni og sölu heldur hefur hún unnið ótrauð að þeirri hugsjón sinni að koma sem flest- um og bestum plöntum í ræktun hérlendis. Segja má að við Akur- eyringar höfum verið sérdeilislega heppnir að hafa hana í nágrenninu að þessu leyti þar sem Herdísi hefur tekist vel til í ætlunarverki sínu og ekki eru það ýkjur að henni hafi tekist að slá út með dugnaði sínum, natni og framsýni stærri tilraunarstöðvar með mik- inn mannafla." Loks var Kristjáni Rögnvalds- syni veitt heiðursviðurkenning, um hann segir: „Þessi hógværi garðyrkjumaður á sér langan og farsælan starfsferil hér í bæ við bæði opinber og óopinber störf. Hann hefur alla tíð verið mikill velunnari Lystigarðsins og Nátt- úrugripasafnsins og unnið þar mikið starf á sinn hógværa hátt þar sem hann hefur alla tíð verið lítið fyrir það að trana sér fram. Sé horft lengra aftur í tímann kemur upp í hugann Garðplöntu- stöðin Flóra en Kristján starfrækti hana ásamt Jóni bróður sínum. Þetta var mjög vel rekin stöð með fjölbreyttu úrvali garðplantna sem við Akureyringar njótum góðs af enn þann dag í dag í formi fal- legra plantna sem þaðan eru komnar. Þá er að geta að verðleik- um áráttu Kristjáns til plöntusöfn- unar og sérstaks áhuga hans á íslenskum plöntum en fyrsti vísir að íslensku plöntusafni varð til að Fífilgerði þar sem hann bjó á yngri árum. Þetta safn var síðan gefið Lystigarðinum og stuðlaði að því fremur en öðru að hann var gerður að grasagarði og er eins fjölbreyttur og fallegur og hann er í dag.“ % Morgunbladið/Jóhanna Jógvan og félagar á Súlutindi. Keppnin um Jógvansbikarinn: Ekki hægt* að ljúka keppni vegna myrkurs ÁRLEG víðavangskeppni í golfi um Jógvansbikarinn hófst sl. miðvikudag en henni lauk ekki þar sem orðið var of dimmt til keppnishalds um kvöldið. Það er sex manna hópur, þrír í hvoru liði, sem keppir og hófst keppnin að þessu sinni uppi á Súlutindi sem er í 15 km fjarlægð frá Akureyri. Félagamir sex hafa keppt um Jógvansbikarinn sl. fimm ár og fara ekki troðnar slóðir í þeirri keppni. Fyrsta árið hófu þeir keppni við Eyjafjarðará, annað árið uppi á Vaðlaheiði, þriðja árið á Vindheima- jökli og í fyrra, á 50 ára afmæir Golfkiúbbs Akureyrar byijuðu þeir inni í skemmu Slippstöðvarinnar á Akureyri en hún stendur á þeim stað sem fyrsti golfvöllur klúbbsins var á. Þá var spilað á öllum þeim völlum sem klúbburinn hefur átt og kúlumar slegnar á milli vall- anna. Keppni lýkur síðan ávallt á núverandi golfvelli klúbbsins að Jaðri og þar haldin veisla og verð- laun afhent. Sexmenningamir vom komnir upp á Súlutind um kl. 19 á miðviku- dagskvöld og hófst þá keppnin. Þeir hættu síðan um kl. 22.30 er komið var að Fálkafelli og bjuggust þeir við að ljúka keppni eftir helg- ina. Að sögn þeirra félaga höfðir þeir týnt 50 golfkúlum það sem af er keppninni en venjan er að hafa meðferðis að minnsta kosti 100 kúlur. Annað liðið skipa þeir Birgir Bjömsson, Kjartan Bragason og Ámi K. Eiríksson og hitt liðið sem gengur undir Jógvansnafninu skipa Pétur Sigurðsson, Gylfi Kristjáns- son og Smári „Jógvan" Garðarsson, sem reyndar er upphafsmaður þess- arar keppni en hann keypti á sínum tíma bikar sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við fyrr en keppni þessari var komið á. Jógvanamir hafa alltaf tapað þar til í fyrra en nú em þeir komnir á sigurbraut og því var búist við tvísýnni keppni. ^ Garðaskoðun á laugardag Á MORGUN, laugardag, gengst Garðyrkjufélag Akureyrar fyrir garðaskoðun í samráði við eig- endur viðkomandi lóða. Garða- skoðunin verður á tímabilinu kl. 14-18. Eftirtaldir garðar verða skoðaðir: Mánahlíð 6, Stóragerði 16, Kletta- gerði 2, Baldurshagi, Aðalstræti 68* Eyrarvegur 2, Hamragerði 10, Norðurbyggð 21—25, Borgarhlíð 6, Slippstöðin, Höldur, Félagsheim- ili KA, kirkjugarðamir, og Ríkisút- varpið. Jafnframt er fólk hvatt til að aka um Hamragerði en sú gata fékk viðurkenningu á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.