Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
* *
Asgeir Olafsson
forstjóri Minning
r Fæddur 2. desember 1922
Dáinn 16. ágúst 1986
Ásgeir Ólafsson er látinn. Með
honum er genginn mikilhæfur vá-
tryggingamaður, en hann vann
allan sinn starfsaldur að vátrygg-
ingarmálum. Að loknu námi í
Verzlunarskóla íslands 1944 réðst
hann til Brunabótafélags íslands
og starfaði þar óslitið til ársins
1981, fyrst sem bókari,- síðan skrif-
stofustjóri og frá árinu 1957 sem
forstjóri félagsins.
'é Ásgeir valdist til ýmissa trúnað-
arstarfa fyrir samtök vátrygginga-
félaga, m.a. sem stjómarmaður og
formaður Sambands brunatryggj-
enda á íslandi. Hann sat í stjóm
Sambands íslenzkra tryggingafé-
laga í 9 ár og var tvívegis formaður
þess eða frá 1970 til 1971 og frá
1977 til 1978. Ásgeir vann ötullega
og einarðlega að sameiginlegum
hagsmunamálum vátryggingafé-
laganna en gætti hins vegar vel
hagsmuna síns félags, ef því var
að skipta.
Við Ásgeir áttum margvíslegt
samstarf, m.a. í nefnd þeirri, sem
samdi frumvarp til laga um Við-
lagatryggingu Islands, en hann var
formaður í þeirri nefnd. Þar kynnt-
ist ég vel nákvæmum og vönduðum
vinnubrögðum hans og hversu ríkar
kröfur hann gerði til sjálfs síns.
Þetta verkefni var honum mjög
hugleikið og við stofnun Viðlaga-
tryggingar Islands var hann skipað-
ur formaður hennar og var það vel
við hæfí. Eftir að hann kaus að
láta af störfum hjá Brunabótafélag-
inu, veitti hann forstöðu skrifstofu
Viðlagatryggingarinnar enda hon-
um lítt að skapi að setjast í helgan
^stein.
Eftir að ég hóf störf hjá ís-
lenzkri endurtryggingu áttum við
mikil samskipti varðandi viðskipti
félaganna. I þeim samskiptum
sýndi Ásgeir fyllstu sanngirni en
gætti þó jafnan vel réttar síns fé-
lags. Ekki vorum við alitaf sammála
í fyrstu, enda oft um verulega hags-
muni að tefla, en allan ágreining
tókst að jafna farsællega. Við slíkar
kringumstæður var Asgeiri um-
hugað um, að allir væru sáttir við
endanlega lausn og lagði oft á sig
miklar fortölur til að svo mætti
verða.
Vátryggingamenn minnast Ás-
geirs Ólafssonar nú að leiðarlokum
' %ieð virðingu og votta eiginkonu
hans og öðnim ástvinum samúð.
Bjarni Þórðarson
formaður Sambands
íslenskra tryggingafélaga
I dag, fostudaginn 22. ágúst kl.
13.30, fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík útför Ásgeirs Ólafsson-
ar forstjóra, fyrrverandi fjölum-
dæmisstjóra íslensku Lionshreyf-
ingarinnar.
Ásgeir gekk til liðs við Lions-
hreyfínguna þegar hann gekk í
Lionsklúbb Hafnarfjarðar í febrúar-
mánuði 1961.
Ásgeir gegndi í gegnum tíðina
• -irillum trúnaðarstörfum í klúbbi
sínum þar á meðal stöðu formanns.
Umdæmisstjóri Lionshreyfingar-
innar á íslandi var Ásgeir árið
1971-1972 og var næst síðastur að
gegna því starfí áður en umdæminu
var skipt, en Ásgeir átti þátt í því
á umdæmisstjóra ári sínu að sú
breyting komst á að íslenska Lions-
umdæminu var breytt í fjölumdæmi
með tvískiptingu umdæmisins.
Einnig var Ásgeir einn af frum-
kvöðlum sölu rauðu fjaðrarinnar hér
á landi en fyrsta landssöfnun Lions
jneð sölu á rauðu fjöðrinni fór ein-
mitt fram í umdæmisstjóratíð hans.
Þessi söfnun varð til þess að
komið var á fót augndeildinni á
Landakotsspítala.
Ásgeir sagði þó ekki skilið við
yfírstjóm hreyfíngarinnar eftir lok
starfs síns sem umdæmisstjóri, en
hélt góðu sambandi og var kjörinn
^il starfs Qölumdæmisstjóra fyrir
árið 1982-1983.
Það var einmitt á því ári og fyr-
ir mikla samningalipurð Ásgeirs að
Lionshreyfíngin eignaðist þau
glæsilegu húsakynni sem hún nú á.
Þó að ég hafí verið vel kunnugur
Ásgeiri og störfum hans fyrir Lions-
hreyfínguna áður þá má segja að
vinátta hafí tekist með okkur á fjöl-
umdæmisstjóraári hans en ég átti
því láni að fagna að starfa þá með
honum í fjölumdæmisstjórn að
hugðarefnum okkar, framgangi
Lionshreyfíngarinnar á íslandi.
Ég minnist ferðanna á Evrópu-
þing í Lugano í Sviss, á Norður-
landaþing í Gautaborg í Svíþjóð
ásamt fjölmargra annarra ánægju-
legra samskipta, sérstaklega
minnist ég þó ljúfmennisins, hins
góða drengs, Ásgeirs Ólafssonar.
Kæra Dagmar, íslenskir Lions-
menn og Lionessur votta þér og
fjölskyldu ykkar innilegustu samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Egill Snorrason, fjölumdæm-
isstjóri.
Kveðja frá stjórn
Viðlagatryggingar íslands
Ásgeir Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Viðlagatryggingar fram á
þetta ár og stjómarformaður frá
stofnun til síðustu áramóta, er lát-
inn.
Undirbúningur að stofnun Við-
lagatryggingar Islands fór að mestu
fram síðla árs 1974 og á árinu
1975. Ásgeir átti drjúgan þátt í
samningu laganna um stofnunina,
í mjög nánu samstarfí við þáver-
andi ráðherra tryggingamála, sem
mat mikils þekkingu og mannkosti
Ásgeirs.
Tíu ár er ekki langur tími í sögu
Tryggingafélags, en á þessum árum
tókst Ásgeiri, í nánu samstarfí við
stjómina, að byggja upp öflugt fé-
lag, sem hefur tekist að gegna
hlutverki sínu.
Margvíslegt tjón hefúr orðið af
náttúmhamförum síðan Viðlaga-
trygging tók til starfa og ætíð var
Ásgeir meðal fyrstu manna á vett-
vang til að kanna skyldur stofnun-
arinnar í því sambandi. Réttsýni
hans og skilningur á aðstæðum
tjónþola var einstakur og aldrei
varð ágreiningur um tillögur hans
um tjónabætur
Núverandi stjómarformanni og
framkvæmdastjóra er vandi á hönd-
um, að fylla það skarð er hoggið
hefur verið í forystu Viðlagatrygg-
ingar íslands.
Stjóm Viðlagatryggingar íslands
þakkar hinum látna leiðsögn og
samstarf á liðnum árum og flytur
eftirlifandi eiginkonu, frú Dagmar
Gunnarsdóttur, og bömum þeirra
einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning drengskapar-
mannsins Ásgeirs Ólafssonar.
Einar Ingvarsson
Ásgeir Ólafsson, fyrrverandi for-
stjóri Bmnabótafélags íslands, lést
fyrir aldur fram hinn 16. ágúst sl.
Ég vil hér flytja fáein kveðju- og
þakklætisorð.
Síðustu æviár sín gegndi Ásgeir
starfi forstjóra Viðlagatryggingar
Islands og létti ekki róðurinn þar,
fyrr en í aprílmánuði síðastliðnum.
Á engan er hallað, þegar fullyrt er,
að Ásgeir Ólafsson hafí með merk-
um tillögum sínum og hugmyndum
átt drýgstan þátt í að móta laga-
gmndvöll Viðlagatryggingarinnar,
en á þessu vátryggingasviði emm
við í fremstu röð meðal þjóða heims.
Meginstarfsvettvangur Ásgeirs
Ólafssonar var innan vébanda
Bmnabótafélags íslands. Þangað
réðst hann beint frá skólaborði 22
ára gamall og vann þar í rúm 37
ár, þar af í aldarfjórðung sem for-
stjóri, sá sjöundi í röðinni.
Árið 1954, eða tveimur ámm
eftir að Ásgeir varð skrifstofustjóri
félagsins, var lagagmndvelli
Bmnabótafélagsins gjörbreytt frá
því, sem hann hafði verið í nærfellt
40 ár. Þremur ámm seinna eða
1957 var hann kallaður til að gegna
starfi forstjóra.
Á herðum Ásgeirs hvíldi því
ábyrgðin, bæði hugmyndalega og
framkvæmdalega, á því að stýra
Bmnabótafélaginu gegnum ólgusjó
lagabreytinganna 1954 og 1955 og
laga félagið í starfsháttum og verk-
efnum að nýjum markaðsaðstæð-
um.
Hér vann Ásgeir Ólafsson sann-
kallað þrekvirki.
Bmnabótafélag íslands var í
upphafí stofnað til að sinna bmna-
tryggingum fasteigna utan
Reykjavíkur, en skortur á þeirri
vátryggingavemd stóð landsbyggð-
inni alvarlega fyrir þrifum. Með
lögunum um Bmnabótafélagið
1915 var mönnum utan Reykjavík-
ur gert skylt að bmnatryggja
fasteignir sínar hjá félaginu. Með
lagabreytingunum 1954 var hins
vegar einkaréttur Bmnabótafélags-
ins felldur niður og sveitarfélögun-
um fengið í hendur vald til að semja
um bmnatryggingar húsa við hvaða
vátryggingafélag sem var.
Það sýnir starfshæfni Ásgeirs og
lagni, að markaðshlutdeild félags-
ins í bmnatryggingum utan
Reykjavíkur var 90% tæpum 30
ámm síðar, þegar hann lét af störf-
um hjá félaginu 1981.
Um leið og einkarétturinn var
felldur niður vom Brunabótafélag-
inu veittar lögheimildir til alhliða
vátryggingastarfsemi, en fram að
þeim tíma sinnti það einungis
brunatryggingum. Það kom því í
hlut Ásgeirs Ólafssonar að sækja
fram á öðmm sviðum vátrygginga
í landinu jafnhliða vamarbaráttunni
í brunatryggingunum.
Það sýnir ekki síður starfshæfni
Ásgeirs og útsjónarsemi, að Bmna-
bótafélagið rak allar greinar vá-
trygginga, sem stundaðar em á
íslandi, nema líftryggingar, þegar
hann lét af störfum 1981. Með fá-
dæma dugnaði og varkámi hafði
hann gert Bmnabótafélag íslands
að einu traustasta vátryggingafé-
lagi landsins, ef mælistika eigin-
fjársjóða er notuð.
Fyrir allt þetta á Bmnabótafélag-
ið Ásgeiri Ólafssyni mikið að þakka
og em þær þakkir hér fluttar af
hálfu þeirra, sem nú stjóma félag-
inu, starfsfólki þess og þeim, sem
tryggja hjá því.
Við hlið Ásgeirs í lífí og starfí
stóð Dagmar, eiginkona hans, sem
ómetanleg stoð og stytta. Sár harm-
ur er nú kveðinn að henni og
börnum þeirra. Ragna og ég send-
um þeim öllum innilegar samúðar-
kveéjur.
Ingi R. Helgason
Kveðja frá Lionsklúbbi
Haf narfjarðar
Hinn 16. ágúst sl. Iést Ásgeir
Ólafsson, fyrrv. forstjóri Bmna-
bótafélags Islands á 64. aldursári.
Hann fæddist í Hvammi í Dölum
2. desember 1922 sonur Ólafs Guð-
mundssonar bónda þar og konu
hans Elísabetar Guðjónsdóttur. Ás-
geir stundaði nám um tveggja vetra
skeið í héraðsskólanum í Reykholti,
en brautskráðist frá Verslunarskóla
íslands árið 1944. Síðar dvaldist
hann um tíma í Noregi, þar sem
hann kynnti sér stjóm og rekstur
tryggingafélaga, sem átti eftir að
verða hans ævistarf. Sama ár og
hann brautskráðist frá Verslunar-
skólanum réðst hann sem bókari til
Bmnabótafélags íslands, varð síðar
skrifstofustjóri og var skipaður for-
stjóri félagsins í árslok 1957. Eftir
það sinnti hann margvíslegum
störfum á sviði tryggingamála og
við undirbúning löggjafar á því
sviði. Ásgeir kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Dagmar Gunnarsdóttur,
hinn 17. maí árið 1947 og eignuð-
ust þau fjögur böm.
Þegar ég frétti lát míns ágæta
vinar, Ásgeirs Ólafssonar, sl. laug-
ardag, rifjaðist upp fyrir mér atvik,
sem átti sér stað uppi á hálendi
vestanlands fyrir um það bil hálfum
öðmm áratug. Atvik þetta er í
stuttu máli þannig, að bifreið, sem
ég ók, bilaði lítillega uppi á heiði
nálægt Qárgirðingu og kofa, þar
sem aldraður maður var á vakt.
Er bifreiðin stöðvaðist, kom gamli
maðurinn til mín og bauð mér um-
svifalaust sinn eigin bíl að láni svo
ég gæti ekið til Búðardals til þess
að láta gera við hlut úr bifreiðinni
og þáði ég það með þökkum. í
fyrstu fannst mér það öldungis
furðanlegt að þurfa ekki einu sinni
að biðja um bíl gamla mannsins að
láni, því leiðin til Búðardals var
alllöng, en ég hugsaði sem svo, að
bfleigandi væri af gamla skólanum
og hefði alist upp við hjálpsemi
sinnar kynslóðar. Er ég kom frá
Búðardal og vildi greiða gamla
manninum fyrir lánið, var ekki við
það komandi. Hjálpsemi gamla
mannsins og framkoma var svo ein-
læg, að við tókum tal saman eins
og við værum gamlir kunningjar
og kvaðst hann heita Ólafur Guð-
mundsson og vera fyrrverandi bóndi
í Hvammi í Dölum. Áður en sam-
tali okkar lauk gerðum við það, sem
flestir íslendingar gera, ekki síst
ef þeir hafa aldrei sést áður, en það
er að reyna að rekja ættir og kynni
til einhvers, sem báðir vita einhver
deili á. Sú tilraun bar árangur í
þetta sinn, eins og svo oft áður, því
Ólafur bóndi kvaðst eiga soní Hafn-
arfirði, sem héti Ásgeir, en honum
hafði ég kynnst nokkrum árum
áður, er hann gerðist félagi í Lions-
klúbbi Hafnarfjarðar. En því er
þessi stutta frásögn, að „sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni".
Það sem vakti sérstaklega at-
hygli mína, er Ásgeir Ólafsson
gerðist félagi í Lionskiúbbi Hafnar-
Qarðar, var hin einlæga og vin-
gjamlega framkoma hans,
kímnigáfa og frásagnarlist, sem var
einstök. Hann var því gjaman veit-
andi á fundum klúbbsins með
fróðleik og skemmtan og vegna
öfgalausrar víðsýni og greindar sá
hann ætíð báðar hliðar hvers máls,
sem oft leiddi til sameiginlegrar
niðurstöðu, þegar menn höfðu haft
skiptar skoðanir. Ég tel Ásgeir ann-
an af tveimur bestu frásagnarlista-
mönnum, sem ég hef kynnst um
ævina, en báðir sögðu þessir menn
frá af slíku listfengi, að aðrir hlu-
stuðu á af athygli þótt frásagn-
arstíll þeirra væri frábmgðinn, en
það var þeim báðum sameiginlegt,
að beina aldrei athyglinni að óþörfu
að sjálfum sér.
Annað sem hlaut að vekja at-
hygli var stundvísi og skyldurækni
Ásgeirs, sem var þess eðlis, að fljót-
lega eftir að hann gerðist félagi í
Lionsklúbbi Hafnarfjarðar var hann
kosinn formaður hans og síðar,
þegar segja má, að heiður klúbbsins
værí í veði, tók hann góðfúslega
að sér starf umdæmisstjóra Lions-
hreyfíngarinnar á íslandi, sem hann
rækti af mikilli alúð og kostgæfni.
Sem dæmi um það má nefna, að í
umdæmisstjóratíð Ásgeirs, 1971—
1972, var „Rauða fjöðrin“ seld í
fyrsta sinn á íslandi, en ágóðanum
af þeirri glæsilegu söfnun var varið
til sjónverndarmála svo sem kunn-
ugt er og umdæmisstjóraþing
Norðurlanda var haldið í annað sinn
á Islandi. Undirbúningur að sölu
„Rauðu fjaðrarinnar" var svo góður
og málefnið, sem ágóðinn af sölu
hennar átti að styrkja, fékk svo
góðan hljómgmnn í hjörtum allra
Islendinga, að hjá sölumanni, sem
telur sig með þeim lakari sem völ
er á, myndaðist biðröð viðskiptavina
og margir vom með fleiri en eina
Q'öður í barmi, þegar upp var stað-
ið. Einnig beitti Ásgeir sér fyrir
skiptingu landsins í tvö umdæmi
enda var vöxtur og velgengni hreyf-
ingarinnar svo mikil, að umdæmis-
stjórastarfíð var orðið einum manni
ofviða. Fyrir störf sín í þágu Lions-
hreyfíngarinnar vom Ásgeiri veitt-
ar fjölmargar heiðursviðurkenning-
ar og meðal annars var hann kjörinn
heiðursfélagi í Lionsklúbbi Hafnar-
fjarðar. Eftir að hafa búið í
Hafnarfírði frá árinu 1959 fluttist
Ásgeir með fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur fyrir allmörgum ámm.
Venjan er, þegar þannig stendur
á, að félagar fara í klúbb í sinni
heimabyggð. En í þessu tilviki tók
það tryggðinni aðeins í skóvarp og
Ásgeir hélt áfram i sínum gamla
klúbbi, mætti alltaf stundvíslega og
svo vel, að eftir að okkur félögum
hans barst til eyma sú sorgarsaga,
að hann gengi ekki heili til skógar
vissum við fyrir víst, að heilsa hans
var lakari, ef hann var ekki mættur
á fund á réttum tíma. Síðasta sam-
vemstundin var á sl. vori, er hann
þá sárlega sjúkur en æðmlaus eins
og alltaf, fagnaði með félögum
sínum á 30 ára afmælishátíð
klúbbsins. Þá hafði hann verið einn
af bestu og ötulustu félögum hans
í meira en aldarfjórðung. Það er
því stórt skarð fyrir skildi og félag-
ar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar
kveðja Ásgeir Ólafsson með miklum
söknuði, en í þeirri fullvissu, að
hann eigi góða heimkomu, þar sem
hinir mörgu og góðu eiginleikar
hans em metnir að verðleikum.
Vilhjálmur G. Skúlason
Ásgeir Ólafsson, fyrrverandi for-
stjóri Bmnabótafélags íslands,
andaðist 16. þ.m. Undanfarin ár
hafði Ásgeir barist við sjúkdóm,
sem vinir og kunningjar vissu að
læknavísindi gátu ekki sigrast á.
Hægt og bítandi mátti sjá að að
þessi mikli atorkumaður varð að
láta í minni pokann. Þó var það
ekki fyrr en í apríl sl. sem hann
játaði sig sigraðan og sagði af sér
sem framkvæmdastjóri Viðlaga-
tryggingar íslands. Það embætti
tók hann að sér eftir að hann lét
af störfum sem forstjóri Bmnabóta-
félags íslands 30. júní 1981.
Ásgeir Ólafsson fæddist að
Hvammi í Dölum 2. desember 1922.
Foreldrar hans vom þau hjónin Ól-
afur Guðmundsson og Elísabet
Guðjónsdóttir. Hann var þriðji í röð
sex systkina. Það vom tveir bræður
eldri en hann: Jón, bóndi á Dunkár-
bakka í Dalasýslu og Guðjón, bóndi,
sem látinn er fyrir mörgum ámm.
Yngri en Ásgeir vom þijár systur:
Þorgerður, húsfreyja búsett í
Bandaríkjunum, og Hulda og Krist-
björg, sem báðar em búsettar í
Reykjavík.
Foreldrar Ásgeirs bjuggu að
Hvammi í Dölum nokkur ár eftir
fæðingu hans. Ungur missti hann
móður sína, en Ólafur faðir hans
var búsettur á nokkmm stöðum
skamman tíma í senn. Ólafur var
mjög þekktur fyrir lagni sína við
að lækna dýr. Engin próf hafði
Ólafur tekið í dýralækningum, en
hann var oft sóttur langar leiðir,
ef einhver bóndinn átti í fjósi eða
úti í haga veika skepnu. Sem barn
var Ásgeir langtímum hjá frænd-
fólki sínu eftir að hann missti móður
sína.
Ekki var til að dreifa veraldar
auði. En fátækur unglingur í sveit
hafði löngun til að afla sér mennt-
unar. Ásgeir hafði á engan að
treysta nema sjálfan sig. Hann nam
við Héraðsskólann í Reykholti
1937—’39 og settist síðan í Verzl-
unarskóla ísiands og lauk þaðan
prófí árið 1944. Meðan á skóla-
göngu stóð gekk hann að allri þeirri
vinnu sem bauðst til að honum yrði
kleift að ljúka námi sínu. Hann
starfaði við framkvæmdir Hitaveitu
Reykjavíkur og Bretavinnunni
kynntist hann. Þegar hann útskrif-
aðist frá Verzlunarskóla íslands
fékk hann starf hjá Bmnabótafélagi
íslands. Hann hóf störf sem bók-
haldari 1. maí 1944. Hann var
ráðinn skrifstofustjóri 1952 og for-
stjóri félagsins var hann skipaður
frá 1. september 1957.
17. maí 1947 gekk Ásgeir að
eiga eftirlifandi eiginkonu sína
Dagmar Gunnarsdóttur. Hún er
dóttir Gunnars Götze, bakara í
Reykjavík, og konu hans, Sigríðar
Sveinsdóttur. Þau Ásgeir og Dag-
mar byggðu sér hús að Birkigmnd
67 í Kópavogi. Þar áttu þau fagurt