Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 34

Morgunblaðið - 22.08.1986, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Ég er kona, fædd 21.11. 1943 á Norðurlandi, líklega um kl. 7 að morgni. Mig lang- ar að biðja um þær upplýsing- ar sem þú gefiir venjulega f þáttum þínum. Kærar þakk- ir.“ Svar: Þú hefur Sól og Rísandi merki í Sporðdreka, Tungl og Mið- himin í Meyju, Merkúr í Bogmanni, Venus í Vog og Mars í Tvíbura. Tilfinningarík Sól og Rísandi saman táknar að í innsta eðli þínu ert þú tilfinningamaður. Þú ert næm á fólk og umhverfi þitt og hefur gaman af því að virða mannlífið fyrir þér og reyna að spá í leyndardóma þess. Framkoma þín er yfirleitt hæg og yfírveguð og mótast af til- finningalegum næmleika þínum. Þú ert varkár og hleyp- ir fólki ekki auðveldlega að þínum innsta manni. Það að hafa Sól og Rísandi í sama merki táknar að þú ert ekki 100% hinn duli Sporðdreki, heldur kemur til dyranna eins og þú ert klædd, ert hreinskil- in og oft á tíðum beinskeitt. Forvitin Júpíter í spennuafstöðu við Sól táknar að þú ert forvitin og þarft stöðugt að færa út sjóndeildarhring þinn. Því get- ur verið gott fyrir þig að ferðast eða lesa mikið. Kyrr- staða getur leitt til óþolinmæði og leiðinda. Júpíter fylgir einnig hætta á að ganga of langt eða vera óhófssöm á ein- hverju sviði. Hjálpsöm Tungl í Meyju táknar að þú átt til að vera gagnrýnin og smámunasöm. Mikilvægt er fyrir þig að hafa daglegt líf þitt í föstum skorðum og að röð og regla sé á málum þínum. Þú ert eirðarlaus í daglegu lífi og þarft sífellt að vera að, vinna, taka til eða hjálpa vinum og vandamönn- um. Staða Tunglsins á Mið- himni gefur til kynna að þér falli vel að vinna við tungl- störf, s.s. að fæða, klæða, hýsa eða annast um fólk, t.d. fást við uppeldismál eða hjúkr- un. SjálfstœÖ hugsun Merkúr í Bogmanni táknar að hugsun þín er leitandi og ftjálslynd. Þú hefur sjálfstæð- ar og óvenjulegar skoðanir og sterkt sjötta skilningarvit (Merkúr—Úranus). Þú hefur t.d. oft vitneskju um ákveðin mál án þess að vita hvaðan hún er komin. Réttlát Venus í Vog táknar að þú lað- ast að fólki sem þú getur talað við. Þú reynir að vera réttlát og tillitssöm í mannlegum samskiptum og er illa við að sjá aðra beitta órétti. Þú vilt að friður og jafnvægi ríki á milli þín og annarra. Fjölhœf Mars í Tvíbura táknar að þér fellur vel að vera með mörg jám í eldinum og starfa að fjölbreytilegum málum. Þetta er ákveðin mótsögn við Sporð- drekann sem vill ná langt á einu sviði og einbeitir sér því að einu í einu. Líkast til ert þú stundum að vinna að tiu verkum í einu en vilt stundum algjört næði til að sökkva þér í eitt mál. Mars í Tvíbura tákn- ar einnig að þú vilt nota hugvit þitt í vinnu og hugsa um verk þín áður en þú fram- kvæmir. X-9 &>c/pr A£T P’/tf • £/fX/.-. /7/ *-/) fe&AR£6 f/£F\ Pf&P/P V//// > P/WA.pepppí/f. 5ö/Ít/l£/£> / / " /f/ADy Sft> fl4(/ M4FA J © ms Klng Features Syndlcale, Inc. World righfs reserved. GRETTIR / pAB> EfZO FAP/MLÖÖ, / 03 þ54E? EKU FAPA1L-Ö6 ) BN pAP ERU ENQIN RúEWILQG j EINS OG BAHGSAFAPMLÖQ/ ©1985 United Feature Syndlcate.lnc. DYRAGLENS LJOSKA HEFDR JOL i US) pA e> ER ALLTAF VERlÐÁ VARLA -SVONA - - SPAR-\rÉTTA ORB samuk. Jid-'O.jO ''lllf Va SAGÐI HANN„FÖ«J>Vt ) 06 SKOÐOAH HElMINN u, ( l" BROEíKAJPSFEPDIMNr £22. FERDINAND 7 ,/fNÍ / (í( Fv^á apehhagen SMAFOLK HI5T0RY? 50RRY, MA'AAA... 1 THOUGMT U)E WERE 5TILL ON MATM.. Já, kennari... svarið er Saga? Afsakaðu. kenn- "Se*" ari ... I PIDNT KNOU) YOU MAP 5U)ITCMEP CMANNEL5 Ég hélt að við værum enn Ég vissi ekki að þú hefð- með reikning. ir skipt um rás. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvemig getur maður sem spilar svona vel úr, meldað svona illa? Er það nema von að spurt sé. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 543 ♦ - ♦ ÁK862 ♦ ÁK976 Vestur ♦ D98 ♦ D754 ♦ G1043 ♦ 42 Austur ♦ ÁKG107 V10986 ♦ 95 ♦ G3 Suður ♦ 62 ¥ ÁKG32 ♦ D7 ♦ D1085 Spilið kom upp í rúbertubrids í Cavendish Club í Manhattan fyrir þremur árum. I N/S voru þekkt númer í bridsheiminum; norður var bridsrithöfundurinn Martin Hoffman, sem kom til íslands á Bridshátíð fyrir tveim- ur árum, en í suður var Norman Lawrence, þekktur spilari vestra. Sagnir fóru eðlilega af stað, en tóku svo óvænta stefnu: Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull 1 spaði 4 hjörtu!? Pass Pass Pass Fjögur hjörtu á fimmlit er vægast sagt undarleg sögn í þessari stöðu. Slíkt segja menn aðeins með þéttan, eða nær þéttan sex- eða sjölit. Sú trú vamarinnar reynd- ist styrkur Lawrence í úrspilinu. Vestur spilaði út spaða og austur tók á ás og kóng og spil- aði þriðja spaðanum. Lawrence trompaði lágt og húrraði út hjartagosanum! Vestur sá ekki ástæðu til að drepa strax á drottninguna, því hans vegna gat austur verið með kónginn annan. Hann gaf því. Lawrence tók næst tvo efstu í trompi. Ekki hvarflaði að vestri að fóma drottingunni undir hjartahá- mennina og hann fékk því næsta slag á hana og horfði með undr- un á makker fylgja lit með tíunni. Og þar með var spilið í ömggri höfn, því vestur átti engan spaða til að spila. Og þá aðeins eftir að svara spumingunni, sem varpað var fram í upphafi. Lawrence hafði tekið af sér gleraugun á meðan hann sorteraði spilin og raðað D7 í tígli með hjartanu. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Biel í Sviss í júlímánuði, kom þessi staða upp í opna flokknum í skák þeirra Hickl, V-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Straat, Hol- landi. 20. Rxf7! - Kxf7, 21. Bxf6 - Kxf6 (Eða 21. - Bxf6,22. Hxh7+ - Bg7, 23. Dc3 - Hg8, 24. Hxg7+ — Hxg7, 25. Df3+ og vinnur) 22. Dc3+ e5, 23. Hxh7 — Dc6, 24. Dc4 (Það er auðvelt að sækja að svarta kóngnum, ber- skjölduðum á miðborðinu De6,25. Dh4+ — gö, 26. Dh6+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.