Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
35
Guðrún Sigfús-
dóttir — Minning
Fædd 2. september 1907
Dáin 13. ágúst 1986
Þegar mér barst andlátsfregn
Guðrúnar móðursystur minnar
hrúguðust upp endurminningar frá
bernskuárunum í Gröf þar sem hún
stóð fyrir búi afa og ömmu með
Bjarna bróður sínum og við bræð-
urnir dvöldumst í sveitinni sumar
eftir sumar.
Ég minnist hennar líka á ættar-
móti frá í sumar þar sem hún
geislaði af fjöri, þó ég geri mér
grein fyrir því nú að þá var hún
orðin veik.
Hún andaðist í sjúkrahúsi Akur-
eyrar 13. ágúst eftir stutta legu og
naut þar frábærrar umönnunar sem
þakkað er hér fyrir. Guðrún fædd-
ist að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð
árið 1907, en afi og amma bjuggu
þar frá 1903 til 1918.
Bærinn brann ofan af þeim
haustið 1917 og þau björguðust
með barnahópinn í fjárhúsin þar
sem þau bjuggu um sig til vorsins.
Í janúar 1917 andaðist Sigurður
elsti sonur þeirra aðeins 19 ára
gamall og var það þeim mikið áfall.
Að Hofi á Höfðaströnd fluttu þau
með barnahópinn sinn um vorið
1918, þá var Jósafat elstur, 17 ára,
Ingibjörg móðir mín 15, Jóhann 14,
Guðrún 11, Svanhildur 10, og
Bjarni 2 ára, þau eignuðust síðan
Sigurð á Hofi 7. ágúst 1918.
Eftir þennan erfiða frostavetur
greri jörð illa og var spretta svo
li'til að ekki var hægt að binda töð-
una í reipi, heldur varð að flytja
hana í pokum af túninu. Var þetta
að sjálfsögðu lélegt fóður og urðu
mikil vanhöld á fénaði vorið 1919.
Við þessar aðstæður ólst Guðrún
upp, fram yfir fermingu.
Samheldni afa og ömmu ásamt
heitri trú og bjartsýni á betri tíma
mótuðu lífsviðhorf systkinanna
allra.
Árið 1921 flytja þau að Gröf, fer
þá að birta yfir, erfið ár að baki
og tókst afa og ömmu að komast
í góð efni þar og skila öllum barna-
hópnum til hinna verðugustu full-
trúa þjóðfélagsins.
Afi missti ömmu árið 1941 og
tóku þá Bjarni og Ólafur Jónsson,
sem giftur var Svanhildi, við búinu,
og var eftir það tvíbýli að Gröf um
nokkur ár.
Guðrún eignaðist dóttur, Erlu
Erlendsdóttur, árið 1934, og ól hún
hana upp í Gröf, þar sem hún stóð
fyrir búi Bjarna þar til hann giftist
Gunnlaugu Stefánsdóttur frá
Gautastöðum í Fljótum. Frá þessum
árum á ég mínar ljúfustu bernsku-
minningar, þar sem við nutum
leiðsagnar afa og ömmu og þeirra
frændsystkina sem í Gröf voru.
Eftir að við fluttum til Siglufjarð-
ar, fannst mér veturnir ætluðu
aldrei að líða svo var tilhlökkunin
að komast í sveitina. Guðrún reynd-
ist okkur sérstaklega góð, og var
okkur eins og önnur móðir þegar
við vorum í sveitinni.
Hún gekk eins og hamhleypa að
öllum störfum bæði úti og inni.
Stundum fannst mér að það væri
eins og hún hefði meira gaman af
útiverkum, en seinna skildi ég að
hún var að bjarga verðmætum og
tryggja afkomu búsins.
Afi deyr árið 1946, en það sama
ár 5. maí verða þáttaskil í lífi Guð-
rúnar, en þá gengur hún að eiga
Garðar Jónsson skólastjóra á Hofs-
ósi.
Eignuðust þau yndislegt heimili
sem erfitt var að fara framhjá þeg-
ar leið lá um Hofsós, enda stóð það
öllum opið og hafði Guðrún bæði
unun af að taka á móti gestum, svo
og eftir að Garðar varð hrepps-
stjóri áttu fjölmargir við hann
erindi, eins og gefur að skilja en
hann hafði skrifstofuna alltaf á
heimilinu. Voru þau samhent í að
láta gestum líða vel og eigum við
margar minningar um heimsóknir
hjá þeim á árum er þau bjuggu
þar. Árið 1948 eignuðust þau
Sign'ði Jónínu sem gift er Sigurði
Andréssyni rafvirkja, eiga þau tvo
syni, Garðar Guðmund og Amar,
eru þau búsett á Akureyri.
Erla giftist Árna Guðmundssyni
frá Böðmóðsstöðum í Ámessýslu
og búa þau þar, eiga þau þijú börn,
Garðar Rúnar giftan Gunnvöru
Kolbeinsdóttui', Karólínu gifta Jó-
hanni Gíslasyni og Auðunn. Þegar
Garðar hafði lokið sínu lífsstarfí
sem skólastjóri árið 1978 á Hofs-
ósi, en hann hafði þá verið skóla-
stjóri í 39 ár fluttu þau til Akureyrar
þar sem þau festu kaup á fallegu
raðhúsi að Einilundi 10.
Voru þau þannig í nálægð við
dóttur sína, Sigríði Jónínu, Sigurð
og dóttursynina.
Áttu þau á Akureyri góð ár þar
sem þau nutu samvistanna við fjöl-
skyldu sína.
Guðrún hafði yndi af öllu lífi, og
vildi alltaf gleðja aðra og gefa.
Þegar ég sagði Auði konu minni frá
andláti hennar og var leiður yfir
að hafa ekki vitað hve veik hún var
orðin, benti hún mér á fjögur blóm
í stofuglugga sem öll skörtuðu
sínum fegurstu blómum. Þessi blóm
eru öll frá henni, í heimsókn hjá
henni sl. sumar lagði hún blöð af
þessum blómum í bómull og bjó um
svo hún gæti haft með sér heim
og haft til yndisauka á heimilinu.
Þannig á ég minninguna um
frænku mína, gefandi og gleðjandi
aðra, og þannig vil ég minnast
hennar.
Að leiðarlokum sendum við hjón-
in og fjölskylda mín Garðari, Erlu
og Sigríði og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að styrkja þau
í sorg þeirra.
Sverrir Sveinsson
Fagurt er á Hofsósbökkum,
grónar búsældarlegar sveitir allt
um kring, fjallahringur víður, Kerl-
ing og Drangey á ferðinni enda-
lausu, nokkur áratog úti á firðinum,
— og Þórðarhöfði, svingsin skag-
fírska, vakir þögull í norðri. Tæpast
getur indælli vordaga en þar eða
bjartari sumarnætur.
Lungann úr ævi sinni átti Guðrún
Sigfúsdóttir heima í þessu skag-
firska töfralandi. Hún fæddist að
vísu ekki á Höfðaströnd en flutti
þangað með foreldrum sínum innan
við fermingu framan úr Blönduhlíð.
Þar var hún fædd, á Syðri-Brekk-
um, 2. september 1907. Foreldrar
hennar, Jónína Anna Jósafatsdóttir
og Sigfús Hansson, bjuggu á
Brekkum til 1918 en fluttu þá með
hópinn sinn að Hofí á Höfðaströnd
þar sem þau voru til 1921. Þá fluttu
þau að Gröf, bjuggu þar til æviloka
og voru jafnan við þann bæ kennd.
Þeim varð átta barna auðið. Sigurð-
ur, mikill efnismaður, lést um
tvítugt. Hin áttu öll langt líf fyrir
höndum. Ingibjörg andaðist 1978
og nú hefur Guðrún kvatt okkur
að sinni.
Höfðaströnd bættist gott fólk
þegar Jónína og Sigfús settust þar
að ásamt börnum sínum. Sjálf voru
þau kunn að dugnaði og manngæð-
um og börnunum kippti í kynið. Þau
voru atorkusöm, glaðlynd og félags-
lynd, músíkölsk og söngvin. Guðrún
var þar engin undantekning - og
á Höfðaströnd átti hún heima lengst
þeirra allra.
Hún dvaldist löngum í föðurgarði
ung en giftist 1946 Garðari Jóns-
syni frá Mannskaðahóli, skólastjóra
á Hofsósi. Þar áttu þau heimili sitt
þar til Garðar lét af skólastjórn
1978. Þá fluttust þau til Akureyrar
og þar lést hún 13. dag þessa mán-
aðar.
Garðar Jónsson gegndi fjölmörg-
um störfum fyrir sveit sína og
hérað. Hann var m.a. hreppstjóri
Hofsóshrepps í meira en aldarfjórð-
ung. En að sjálfsögðu var skóla-
stjómin aðalstarf hans og var þar
ekki höndum til kastað og ekki ein-
ungis lögboðnir vinnutímar heldur
og tómstundir notaðar til að leitast
við að koma nemendum til þroska
og efla manndóm þeirra og siðgæð-
isvitund. Garðar stjórnaði til að
mynda bamastúku í áratugi. -
Þeir sem þekkja til skólastjómar í
stijálbýli vita hve mikill styrkur það
er góðu og farsælu starfí að heim-
ili skólastjóra sé traust og gott. Það
var heimili Guðrúnar og Garðars.
Þangað var ætíð gott að koma og
þar var gaman að vera.
Dóttir þeirra, Guðrúnar og Garð-
ars, er Sigríður Jónína kennari. Hún
er búsett á Akureyri, gift Sigurði
Andréssyni rafvirkja. - Guðrún var
ung heitbundin Erlendi Sigutjóns-
syni frá Tindum í Húnaþingi. Dóttir
þeirra er Erla, húsmóðir á Böð-
móðsstöðum í Laugardal. Maður
hennar er Árni Guðmundsson bóndi.
Garðar reyndist Erlu sem besti fað-
ir og lýsir það eins og störf hans
öll mannkostum hans og dreng-
lyndi.
Ungur var ég að ámm þegar ég
kynntist Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Glaðlyndi hennar er mér minnis-
stætt. En þó kemur mér jafnan
fyrst í hug þegar ég rifja upp kynni
okkar fom hve notaleg hún var
börnum. Og með þeim einföldu orð-
um er mikið sagt.
Við hjónin sendum Garðari Jóns-
syni og ástvinum hans öllum
hugheilar samúðarkveðjur og biðj-
um þeim blessunar Guðs. Á þessum
hlýju, fögm ágústdögum hvarflar
hugurinn norður á Hofsósbakka.
Fegurðin þar umlykur minningu um
góða konu, Guðrúnu Sigfúsdóttur.
Ólafur Haukur Arnason
t
Útföreiginmanns míns, fööurokkar, tengdaföfiur, afa og langafa,
JÓNS MARGEIRS SIGURÐSSONAR,
Þórufelli 10, Reykjavfk,
fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg.
Elenóra Þórðardóttir,
Helga Hjaltadóttir,
Helga Ósk Margeirsdóttir,
Ingibjörg Margeirsdóttir,
Margrét Margeirsdóttir,
Friðjón Margeirsson,
Kjartan H. Margeirsson,
Hreiðar Margeirsson,
Birna K. Margeirsdóttir,
Anna S. Margeirsdóttir,
Guðmundur Þorkelsson,
Sveinn Pálsson,
Fjóla Jónsdóttir,
Hulda Ólafsdóttir,
Sigurbjörg Baldursdóttir,
Árni Jónasson,
Þórir Lúðvíksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
INGVELDUR EDVARDSDÓTTIR
frá Hellissandi,
Álfaskeiði 96,
Hafnarfirði,
andaðist í Borgarspítalanum 21. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda.
Kristin Edvardsdóttir,
Sigríður Oliversdóttir.
t
JÓNA GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR
frá Ingólfi, Selfossi,
er lést 11. ágúst sl. verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 23. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Magnús Magnússon,
Guðlaugur Ægir Magnússon.
t
Útför föður okkar, tengdaföður og afa,
HALLGRÍMS SVEINS SVEINSSONAR,
frá Hálsi í Eyrarsveit,
fer fram laugardaginn 23. ágúst nk. kl. 14.00 frá Grundarfjarðar-
kirkju. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti Sjálfsbjörg
njóta þess.
Sigurður Hallgrimsson,
Selma Hallgrímsdóttir,
Sveinn Hallgrímsson,
Ingibjörg Hallgrímsdóttir,
Halldóra Hallgrímsdóttir,
Guðni E. Hallgrimsson,
Hallgrimur Hallgrímsson,
og
Erla Eiriksdóttir,
Erastus Ruga,
Gerður K. Guðnadóttir,
Kristinn Ólafsson,
Peter Laszlo,
Bryndís Theódórsdóttir,
Guðríður J. Guðmundsdóttir,
barnabörn.
Útför t SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Grænuvöllum 6,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 15.00.
Systur og börn hinnar látnu.
t
Okkar innilega þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð við
andlát og útför móður okkar og tengdamóður,
DAGMAR G. JACOBSEN,
Ránargötu 26,
og heiðruöu minningu hennar.
Sérstaklega viljum við þakka félagskonum i Húsmæörafélagi
Reykjavíkur alla umhyggju og tryggð er þær sýndu henni.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður og Sverrir Bergmann, Katrín og Egill Á. Jacobsen
og fjölskyldur.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför
UNNAR HARÐARDÓTTUR
frá Holti,
Lágengi 29, Selfossi.
Lifið heil.
Sigurður Jónsson,
Anna Guðrún og Sigrfður Sigurðardætur,
Anna Guðrún Bjarnardóttir og Hörður Sigurgrimsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
MAGNÚSAR JÓNSSONAR,
Norðurbrún 1.
Sólrún Eiriksdóttir,
Jón Magnússon, Vibeka M. Einarsdóttir,
Ásta S. Magnúsdóttir, Jón Hannesson,
börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu hluttekningu við andlát
og jaröariör
SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Karlsskála við Reyðarfjörð.
Systkini og fjölskyldur þeirra.