Morgunblaðið - 22.08.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
I/-JVHI UJrW’V
Nordan vard; - hann gerdi gard;
Ólafur Magnússon skrifar.
Af ýmsum ástæðum, m.a. vegna
fjarvistar, hefi ég ekki komist til
að skrifa fyrr, en hef, að mestu
leyti, fylgst með umræðum í Vel-
vakanda um gömlu góðu vísuna um
nordan gardinn.
Vísan er forn. Ekki er kunnugt
um höfund en hann hefir, að minni
hyggju, verið góður íslenskumaðui'
og hagyrðingur með ágætum.
Sérstaklega var spurt um seinni
hluta vísunnar sökum þess að þar
notar höfundur orð, sem nú eru
afar sjaldgæf og raunar má segja
að þau séu glötuð úr málinu.
Ljóst er að margir hafa reynt að
pijóna neðan við efri hlutann en
ekki hitt á réttu lykkjurnar og flíkin
því orðið „skökk og snúin“.
Þó hygg ég að fyrri hluti vísunn-
ar sé ekki nákvæmlega réttur hjá
fyrirspyrjanda, því að þriðja at-
kvæðið í öllum hendingunum á að
ríma saman og það þykir ekki góð-
ur kveðskapur að nota sama orðið
tvisvar eða oftar, ef það er sömu
merkingar.
Vísan er dýit kveðin, sem kallað
er, þannig að orðin í fyrstu og þriðju
hendingu eiga að ríma saman og á
sama hátt orðin í annarri og fjórðu
hendingu. Að minni hyggju er vísan
þannig:
Nordan vard; - hann gerdi gard;
geysi hardur vard’ann.
Borda jardar erdis ard
eisu í skardid bard”ann
Hvað þýða svo þessi sjaldgæfu
eða glötuðu orð?
1. Bordi jardar þýðir landið.
2. Erdi (samanber íslensk-dönsk
orðabók S. Blöndal) þýðir eitthvað
ægilega stórt, fyrirferðarmikið,
óviðráðanlegt.
Það er
fleira til
en fótbolti
Guðný H. skrifar.
„Mig langar að koma á framfæri
þeirri ósk til fjölmiðla að sýna nú
einhveijum öðrum íþróttum en fót-
bolta áhuga, til dæmis sundi.
Helgina 8. til 11. ágúst fór fram
aldursflokkamót Islands sem er
talsvert stórt mót hér á landi, hvern-
ig væri að fá fréttir af gangi mála
þar?“
Stúlka
saknar hjóls-
ins síns
Skúli Magnússon hringdi.
„Aðfaranótt sl. sunnudags varð
dóttir mín fyrir því að reiðhjólinu
hennar var stolið frá Kjalarlandi
14. Þetta er appelsínurautt, þriggja
gíra Raleigh-telpuhjól. Hafí einhver
rekist á hjólið er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma 83352.“
Chopper-
reiðhjól
skilið eftir
Sigurbjörg Jóusdóttir hringdi
og sagði að einhver hefði skilið eft-
ir svart, rautt og krómað Chopper-
reiðhjól í bakgarðinum við heimili
hennar á Hverfisgötu 92a fyrir um
það bil hálfum mánuði. Henni þætti
afar vænt um ef eigandi hjólsins
sækti það.
3. Ard þýðir plógur eða plógrista
(samanber orðabók S. Blöndal).
4. Eisa þýðir eimyija, glóandi
aska.
Ætli við segðum ekki nú til dags
að það hefði verið svartabylur, fár-
viðri, sást ekki handa skil, ekki
hundi út sigandi og hann (veður-
guðinn, hefur líklega verið reiður)
barði fönninni og freyðandi brim-
löðrinu upp í skarðið.
Leið manna liggur oft um skarð-
ið en þegar slík ósköp ganga á
verður skarðið að sjálfsögðu ófært
og menn neyðast til að húka heima.
Þessir hringdu . .
Ilmvötn menga
andrúmsloftið
Margrét Árnadóttir hringdi.
„Nú á dögum er mikið rætt um
mengun frá bílum en það er önn-
ur mengun sem fer ekki minna í
taugarnar á mér og ég hef ekki
heyrt neinn vekja athygli á.
Þar á ég við mengunina af alls
konar ilmvötnum sem svo mjög
virðist færast í vöxt að konur úði
yfir sig. Hafa ekki aðrir orðið
varir við þetta? Sjálfri liggur mér
stundum við köfnun þegar ég kem
inn í sumar búðir á háannatím-
anum.
Mig langar að beina þeirri
áskorun til meðsystra minna að
þær dragi eitthvað úr þessum
ósið, það er nóg af öðru sem
mengar andrúmsloftið."
Ljósblár páfa-
gaukur týndur
Bryndís Jónsdóttir hringdi.
Hún týndi ljósbláum páfagauk í
Bústaðahverfí síðastliðinn mánu-
dag. Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma 33516.
Beina útsendingin
frá Arnarhóli
stórskemmtileg
Helga Jónasdóttir hringdi.
„Ég bý á Tálknafirði og mig
langar gjaman að koma á fram-
færi þakklæti til sjónvarpsins fyrir
beinu útsendinguna frá Amarhóli
sl. mánudag. Hún var alveg frá-
bær.
Það var nú ekki nema með
hálfum hug sem ég settist fyrir
framan sjónvarpið enda bjóst ég
ekki við miklu en skemmti mér
síðan alveg konunglega. Það var
ekki bara það að skemmtiatriðin
væru stórgóð, frammistaða þeirra
hjá sjónvarj)inu var þeim líka til
mikils sóma.“
Arnar Jónsson
Unun að
hlusta á Arnar
Margrét Ágústsdóttir hringdi.
„Ég var að horfa á sjónvarpið
þriðjudaginn 19. ágúst og get
bara ekki orða bundist yfir því
hve mér fannst hann Arnar Jóns-
son tala skýrt og greinilega. Það
var hrein unun að hlusta á hann.
Mér finnst hann bera af öðrum
leikurum að þessu leyti. Væri
ekki ráð að fá hann til að leið-
beina öðrum með framburð?"
Erlendur var
Erlendsson, ekki
Einarsson
I Velvakanda siðastliðinn
laugardag misritaðist nafn Er-
lends Erlendssonar sem reisti
steinhús að Breiðabólsstöðum á
Álftanesi. Var hann sagður Ein-
arsson en hið rétta er að Erlendur
Erlendsson og Þuríður Jónsdóttir
kona hans reistu húsið.
Áslaug Sigurgeirsdóttir hafði
samband við Velvakanda vegna
bréfsins og vill hún gjarnan ná
sambandi við dótturdóttur Er-
lends vegna ættfræðirannsókna
sem hún er að vinna að. Biður
Áslaug hana að hringja í síma
12790.
Vonandi sést
þetta ekki aftur
Margrét Jónsdóttir hringdi.
„Ég hef nú aldrei orðið vitni
að annarri eins þágufallssýki og
birtist á baksíðu Morgunblaðsins
20. ágúst sl. Þar stendur: „Morg-
unblaðinu forvitnaðist um það í
sveitum landsins hvemig beija-
spretta væri í sumar."
Aðra eins rós hef ég aldrei séð
og vonast til að sjá ekki aftur
enda hefur mér alltaf þótt vænt
um blaðið."
Úr með rauðri ól og
hvítri skífu týndist
Halldór Jónsson hringdi og
sagði að dóttir sín hefði týnt
barnaúri með hvítri skífu og
rauðri ól þegar hún var að leika
sér einhvers staðar í nánd við
Fannafell miðvikudaginn 13.
ágúst. Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma 78932.
BÍLEIGENDUR —
sjálfsþjónusta
Við bjóðum ykkur góða aðstöðu til að þvo bíl og vél með
tækjum sérstaklega gerðum fyrir bílaþvott.
★ Engin þvottaaðferð fer betur með lakkið.
★ Sérstök þvottaefni, heitt og kalt vatn og bón.
★ Mjög auðvelt, einfalt og fljótlegt.
★ Opið alla daga.
★ Kraftmikil ryksuga.
Þvi ekki að reyna. _____ ... T „
Það kostar frá kr. 140.- BfaÞvottastöðin EaUglH
á mótum Kleppsvegar og Holtavegs.
?
Perstorp gólfið
Slitsterk og varanleg lausn
Perstorp gólfið er mjög slitsterkt. Það er harðara
erybæði eikar- og furuparkett. Þess vegna sjást
engar rispur eftir húsgögp-xeða skóhaela.
Perstorp gólfið4|fe1ir glóð og sterk efni.
Perstorp gólfinu er auðvelt að halda hreinu og
' ‘ það er alveg yiðhaldslaust.
$KPerstofp gólftð má leggja ófan á gamla gólfið,
-| sgrnj^ur orðið gott undirlag. Perstorp
goftborðin eru aðeins 7 mm þykk, sem leysir
mörg vandamál áður e'n þau verða til.
PeráSori® gólfið er auðvelt og fljótlegt að Ieggja.
JQKP GÓLFIÐ -
ENGANSVÍMUR
Mi
W??':
1 *