Morgunblaðið - 22.08.1986, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986
• Graeme Souness, fram-
kvæmdastjóri Glasgow
Rangers, var dæmdur í þriggja
leikja bann.
Souness
íbann
GRAEME Souness, fram-
kvæmdastjóri Glasgow
Rangers, var dæmdur f þriggja
leikja bann og lið hans sektað
um 30 þúsund pund fyrir ólæti
í opnunarleik liðsins gegn Hib-
ernian í skosku knattspyrn-
unni.
Framkvæmdastjórinn var
rekinn af leikvelli og brutust við
það út ólæti á vellinum þar sem
21 leikmaður kom við sögu. Um
síðustu helgi var metaðsókn á
heimavelli Rangers og komu
þá 44 þúsund manns. Liðinu
hefur hins vegar ekki gengið
eins vel og búist var viö, tapaö
tveimur af þremur fyrstu leikj-
unum í deildinni.
Golf:
Opna Finlux
Opna Finlux golfmótið fer
fram nú um helgina á Nes-
velli. Keppni hefst kl. 8.00 á
laugardag og sunnudag.
Leiknar verða 36 holur m/og
án forgjafar.
Öll verðlaun í þetta mót eru
gefin af Sjónvarpsbúðinni.
Skráning er þegar hafin í skála
klúbbsins í sfma 611930.
Opna Mazda
á Eskifirði
Golfklúbbur Eskifjarðar
gengst fyrir sínu fyrsta opna
móti á Byggðarholtsvelli dag-
ana 23. og 24. ágúst næst-
komandi.
Mótið kallast Opna Mazda-
mótið og er haldið í tengslum
við hátíðarhöld í tilefni 200 ára
afmælis Eskifjarðarkaupstaðar,
einnig í tilefni 10 ára afmælis
klúbbsins.
Mazda-umboðið Bílaborg hf.
er bakhjarl mótsins og gefur
öll verðlaun sem eru mjög
glæsileg, en auk venjulegra
verðlauna eru mörg aukaverð-
laun, og ber þar hæst Mazda
323 GLX skutbíll sem veittur
verður þeim sem fer holu í
höggi á 5. braut. Byggðarholts-
völlur er nú í „toppformi", en
mikil vinna hefur veriö lögð í
að gera hann sem bestan fyrir
mótið.
Skráning fer fram í símum:
97-6294, 97-6297 og 97-6397
og skal skráningu lokið fyrir
kl. 20.00 föstudaginn 22.
ágúst.
Fannars-
bikarinn
OPIÐ öldungamót, Fannars-
bikarinn, verður haldið hjá GR
nú um heigina. Mótið hefst f
fyrramálið klukkan 10 og verð-
ur siðan framhaldið á sunnu-
daginn á sama tfma.
Eitt met í dag
kemur skapinu í lag
— segir Ragnheiður sem
stefnir að meti í 200 m
fjórsundi í dag
„ÉG KOM hingað til að setja met
og þess vegna er ég ekki ánægð
með árangurinn hingað til. Eg
byrjaði vel f 100 metra bringu-
sundinu, millitfminn var 35,3
sekúndur, en ég missti niður
hraðann og það er svekkjandi,"
sagði Ragnheiður Runólfsdóttir
sundkona í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins.
Ragnheiður synti 100 m bringu-
sund á 1:15,52 mínútu á HM í
sundi í Madrid í gær, en íslands-
met hennar er 1:15,13 mínúta.
Ragnheiður hafnaði í 5. sæti í
sínum riðli og komst ekki áfram í
úrslit. Bestum tíma náði Tania
Bogomilova, Sovétríkjunum, en
hún synti á 1:08,77 mínútu. Heims-
metið, sem Sylvia Gerasch,
Austur-Þýskalandi, á er 1:08,29
mínúta.
„Ég held að ég hafi hvílt of mik-
ið fyrir mótið, en það er engin
afsökun og ekki þýðir að gefast
Varð fyrir
kringlu
Á miðvikudagskvöldið gerðist
það óhapp á frjálsíþróttamóti i
Austur-Berlín, að starfsmaður
vestur-þýsku sjónvarpsstöðvar-
innar ZDF varð fyrir kringlu og
slasaðist lífshættulega.
Wolfgang Rost, hljóðmaður,
höfuðkúpubrotnaði og var fluttur
meðvitundarlaus á sjúkrahús. Rost
var á hlaupabrautinni þegar atvikið
átti sér stað, en ónafngreind
íþróttakona kastaði kringlunni.
upp. Ég gleymi því sem búið er
og vona að metið komi í 200 metra
fjórsundinu, því eitt met á dag
kemur skapinu í lag,“ sagði Ragn-
heiður, sem keppir í fjórsundinu í
dag.
Eðvarð Þór Eðvarðsson keppir
í 100 metra baksundi í dag og í
200 metra fjórsundi á morgun. Is-
landsmet Eðvarðs í baksundinu er
57,92 sekúndur, sem er 14. besti
tími keppenda í dag. Að sögn Frið-
riks Ólafssonar, þjálfara Eðvarðs,
á Eðvarð alla möguleika á að bæta
sig og hann setur stefnuna á úr-
slitasundið.
Af Magnúsi Ólafssyni er það að
frétta, að hann er orðinn hitalaus
og honum líður vel.
• Sundkonan Ragnheiður Runólfsdóttir keppir á heimsmeistaramót-
inu í dag og stefnir að meti í 200 metra fjórsundi. Eðvarð Þór
Eðvarösson keppir einnig í dag í 100 metra baksundi og er líklegur
til afreka.
Knattspyrna:
Bobby Robson áfram
með enska landsliðið
Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðsins í Englandi.
ENSKA Knattspyrnusambandið
hefur boðið Bobby Robson,
landsliðsþjálfara, samning til
næstu 5 ára og hefur Robson
ákveðið að taka tilboðinu.
Enska landsliðið hefur leikið 49
landsleiki undir stjórn Robsons og
aðeins tapað 11. Það er því Ijóst,
að Robson verður með liðið í HM
á Ítalíu 1990, en hann er 53 ára
og fær 100 þúsund pund í árslaun.
Liverpool hefur sent Knatt-
spyrnusambandi Wales bréf, þar
Morgunblaðiö/Börkur
• Fulltrúar Sparisjóðs Kópavogs afhenda nokkrum leikmönnum ÍK
í 5. flokki verðlaun, sem ÍK og Klakksvfk í Færeyjum keppa um þessa
dagana. Leikmennirnir á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Ingvason,
Elmar Daði ísidórsson, Jón Gunnar Ægisson og Kári Ólafsson.
ÍK í Færeyjum
LIÐ 5. flokks ÍK í knattspyrnu eru
núna i Klakksvík i Færeyjum og
taka þar þátt í vinabæjarmóti.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt
vinarbæjamót er haldið í Klakksvík
og er keppt bæði í A- og B-liðum.
Samfara mótinu er sérstök keppni
milli ÍK og Klakksvíkur, sem veröur
árlegur viðburður og keppt til
skiptis í Klakksvík og Kópavogi.
Sparisjóður Kópavogs gaf vegleg
verðlaun til keppninnar og er um
að ræða bikara fyrir A- og B-lið
og verðlaunapeninga.
Getraunir
í getraunaspá Morgunblaðsins
sem birtist í blaðinu i gær vant-
aði einn leik. Það var leikur Stoke
og Birmingham og birtum við þvi
spána aftur.
sem farið er fram á að lan Rush
verði tryggður fyrir 3 milljónir
punda í hverjum landsleik sem
hann leikur. Ekki mun verða unnt
að fara að kröfu Liverpool og því
mun Rush ekki leika vináttulands-
leiki með Wales, en hann verður
tryggður í öðrum leikjum.
Manchester United er á höttun-
um eftir nýjum leikmönnum, en
fyrst verður að selja til að fá pen-
inga. Verði einhverjir leikmenn
seldir, er líklegast að það verði
Danirnir Olsen og Sivebæk.
Mark Falco, framherji hjá Tott-
enham, fékk 1.500 punda sekt í
gær vegna framkomu sinnar gagn-
vart áhorfendum í leik með Spurs
í lok síðasta keppnistímabils. Þá
var hann einnig dæmdur í tveggja
leikja bann.
Paul Canoville,hægri kant-
maður hjá Chelsea, var seldur í
gær til Reading í 3. deild fyrir 50
þúsund pund.
Shaun Elliott, sem hefur leikið
meira en 300 leiki með Sunder-
land, var í gær seldur til Norwich
fyrir 150 þúsund pund.
Verður Sammy Lee seldur frá
Liverpool til QPR? Það eru tals-
verðar likur á því. Liverpool vill
selja og QPR kaupa en félögin
hafa ekki enn komist að samkomu-
lagi um verðið. QPR er reiðubúið
til að greiða 115.000 pund en
Dalglish vill fá 225.000 pund fyrir
hinn smávaxna vinnuhest. Lee
hefur leikið með Liverpool í 10 ár
og hefur leikið 14 landsleiki en
hann er nú 27 ára gamall.
Tap hjá
Frökkum
FRANSKA landsliðið í knatt-
spyrnu, sem mætir íslendingum
á Laugardalsvelli 10. september,
mátti þola 2-0 tap gegn Sviss-
lendingum í landsleik í Lausanne
á þriðjudagskvöld.
Frakkar eru nú sem óðast að
búa sig undir Evrópukeppnina og
hafa verið að reyna marga nýja
leikmenn. Aöeins fjórir leikmenn
frá því í HM-liði þeirra í Mexíkó
léku með gegn Sviss. Það voru
þeir Bats, Amoros, Battiston og
Stopyra.
Getrauna- spá MBL. Sunday Telegraph Sunday Mirror Sunday People Sunday Express •0 *o -o c 3 O) 0 S SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Man. Utd. 2 1 X X 2 1 2 2
Aston Villa — Tottenham X X 2 1 2 1 2 2
Charhon — Sheff. Wed. 2 X 1 X 2 1 2 2
Chelsea — Norwich 1 1 1 1 1 5 0 0
Everton — Nott'm Forest 1 1 1 1 1 5 0 0
Leicester — Luton X 2 X 2 X 0 3 2
Man. City — Wimbledon 1 X 2 1 X 2 2 1
Newcastle — Liverpool 2 2 2 2 2 0 0 5
Southampton — QPR 1 1 2 1 X 3 1 1
Watford — Oxford 1 1 1 1 1 5 0 0
West Ham — Coventry 1 1 1 1 X 4 1 0
Stoke — Birmingham X 0 1 0