Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 18
Sj ónmenntavangur Myndlist Bragi Ásgeirsson Upphaflega hugðist ég rita smápistil, eins konar eftirmála við Picasso-sýninguna á Kjarvalsstöð- um, en við nánari athugun ákvað ég að fjalla um aðstreymi á stórsýn- ingar í víðara samhengi. Þeir sem rita bækur hafa margsinnis sýnt fram á það, hve mikinn hagnað ríkið uppsker af starfsemi þeirra og að þeir fái lítið í sinn hlut af þeim mikla ágóða. Þannig eru þeir engir ómagar á þjóðinni, og þó hefur ekki verið reiknaður út óbeini hagn- aðurinn, sem af ritstörfum kemur og ríkið fær einnig tekjur af, og á ég hér vitaskuid við vinnu prentara, dreifingaraðila, innkaup á prentvél- um og pappír til bókagerðar o.fl. en af öilu þessu koma skattar og tollar í ríkishirzluna. Hér er gott verkefni fyrir lærða tölfræðinga og viðskiptafræðideild Háskóla Islands að reikna út hagn- aðinn í heild, og ég trúi ekki öðru en að margur verði meira en lítið hissa og jafnvel slái sér á lær, eins og sagt var um kerlingamar forð- um. En hér var meiningin ekki að skrifa um bókmenntir, heldur víkja að svipuðum atriðum í kringum myndlistina, þótt hér séu hlutimir um margt frábrugðnir. Það er nátengt, að íslenska ríkið hefur miklar beinar tekjur af mynd- listariðkunum í formi háttollaðrar vöm á öllum efnum — þess hæsta, er þekkist á byggðu bóli, þar sem menning þrífst að einhveiju ráði. Óbeinu tekjumar eru miklu meiri, og hér eru þær um margt öðruvísi en þjóðfélagið fær af ritlistinni. Við getum hér að vísu ekki borið okkur saman við stórþjóðir, hvað margar þessar tekjulindir snertir, en svo virðist líka vera, að við get- um illu heilli ekki borið okkur saman við stórþjóðir, hvað áhuga á al- þjóðlegum myndlistarviðburðum áhrærir nema þá í talnafræðilegum samanburði. En sá samanburður er ekki raunhæfur, því almenn aðsókn og áhugi á myndlist er hér öllu meiri en meðal stórþjóða, þótt þró- unin vísi hér ef til vill niðurávið með aðstoð sterkasta Qölmiðilsinsm „sjónvarpsins", sem tekið hefur lág- menninguna upp á arma sér. Ekki getum við farið í saman- burð við erlend sjónvörp, vegna þess að erlendis hafa þeir, sem menningarsinnaðir eru, margfalt fleiri og betri tækifæri til að sinna þessari þörf sinni og ólíkt styttra er yfírleitt að bregða sér á heimsvið- burði á listasviði utan lands svo og kostnaðarminna. Þannig séð er hlutverk sjón- varpsins hér víðtækara og ábyrgð þess meiri en úti í heimi, en ekki meira um það hér. Aðsóknin á Picasso-sýninguna má kannske teljast sæmileg á íslenzkan mælikvarða, en að mínu áliti var hún í alla staði lítil. Erlend- is má sjá iangar biðraðir fyrir utan sýningarhallir, sem hafa verk meistara aldarinnar til sýnis og hvað þá liðinna alda. Heimurinn hefur átt marga stórmeistara í myndlistinni á þessari umbrota- sömu öld, sem hafa haft gríðarleg áhrif á aðrar listgreinar, listiðnað, Iisthönnun, svo og hugsunarhátt nútímamannsins. Og þó hafa þessir nútímalistamenn einungis verið að tjá umhverfi sitt, tíðarandann og umbrotin í þjóðfélaginu hverju sinni — þeir hafa verið virtir í sinni Picasso: Jaqueline. Mougines — 1962. Málmplata, klippt, beygð, máluð — 49 cm á hæð. Myndin hefur nú verið gefin forseta ís- lands. samtíð og haft næmara skyn á hræringar í þjóðfélaginu en fólk almennt. Jafnframt hafa þeir verið að rækta og þróa arfinn frá fyrir- rennurum sínum í myndlistinni. Þeir hafna því velflestir alfarið að þeir hafi verið á undan samtíð sinni, en telja sig með báða fætuma á Tuthankhamon og kona hans. Gyllt og máluð lágmynd frá hásæti konungsins. Fundin í gröf hans. Frá því um 1350 fyrir Krists burð. Safnið í Kaíró. Renoir: Dans i „Moulin de la Galette“ 1876. Safn Johns Withney, New York. jörðinni og túlkendur þess sem þeir uppgötva og upplifa. Fólk, sem skoðar sýningar geng- inna meistara myndlistarinnar, er þannig að virða fyrir sér samtíð þeirra, krufningu hennar en ekki framtíðarsýn, því að án þess, sem þeir upplifðu í samtíð sinni, hefðu verk þeirra ekki orðið til. Myndlist- in er ekki nema að litlum hluta til sjálfsprottið fyrirbæri og óraun- hæfur skáldskapur, heldur einfald- lega sérstakt viðhorf listamanna á samtíðinni með persónuleika sinn og áunninn listrænan þroska sem burðarása. Hvað sýninguna á verkum Pic- asso áhrærir, var hér sennilega skotið yfir markið með ótakmörk- uðu upplýsingaflóði í upphafi, sem kom sjálfri sýningunni lítið við, en hefði verið góð uppriQun, er líða tók á sýningartímabilið. Hér var eins og gengið væri út frá því að fáir eða engir þekktu nafn þessa snill- ings hér á hjara veraldar! Fólk bjóst svo einfaldlega við miklu meiru en það sá og hafði gert sér óraun- hæfar hugmyndir, sem gengu svo ekki upp. Auk þess skildi það margt ekki sýninguna rétt, og það barst fljótlega út, að sýningin væri ekki sérlega spennandi og margur sagði, — ef þetta er Picasso þá... Það er hægt að vera sammála því, að spennandi var sýningin ekki miðað við hinar stóru Picasso-sýn- ingar úti í heimi á undanfömum áratugum, og gerði að auki óþarf- lega miklar kröfur til hins almenna skoðanda. En sýningin hafði viss mjög áhugaverð sérkenni, sem allir þeir, er gera sér grein fyrir list snillingsins, höfðu áhuga á og ánægju af. En hér hugðist ég öðm fremur taka til meðferðar hagnaðinn af myndlist og þá aðallega listsýning- um, því að ýmislegt óvænt hefur komið í Ijós á undanfömum ámm í þessu sambandi. Nefnilega, að hér skiptir hinn beini hagnaður af að- sókn á margar sýningar ekki höfuðmáli, heldur hinn óbeini hagn- aður, sem fer um hendur svo margra. Ég skoðaði mikla sýningu á mál- verkum Renoirs í París sl. sumar, sem að hluta til var víst sett upp í Boston í Bandaríkjunum nokkmm mánuðum seinna. Á þessa sýningu í París var stöðugur straumur fólks og langar biðraðir fyrir framan Grand Palais, þar sem hún var til húsa, og bar mikið á útlendingum. Ekki veit ég í augnablikinu um aðsóknar- og hagnaðartölur af þeirri framkvæmd, en hagnaðurinn hefur ábyggilega verið mikill beinn og óbeinn. En hins vegar hafa þeir í Banda- ríkjunum reiknað út hagnaðinn af Renoir-sýningunni í Boston (okt.— des. 1985), beinan sem óbeinan með þeim árangri, að nú er slegið föstu að stórsýningar á sviði myndlistar séu ömgg og góð fjárfesting. Á þremur mánuðum sáu sýning- una í Boston 515.695 manns, sem borguðu sig innog helmingur þeirra var aðkominn. Ágóðinn af aðgangs- eyri, endurprentunum, veggspjaldi, póstkortum og sýningarskrám nam samtals 5,2 milljónum dala, sem er mesti hagnaður í sögu safnsins. Þar fyrir utan keyptu hinir aðkomnu 61.000 gistinætur á hótelum, hest- húsuðu 238.000 málsverðum og borguðu 700.000 dollara fyrir opin- ber samgöngutæki. Ekki jafn nákvæmar, hvað sund- urliðun snertir, en þó ennþá áhrifa- ríkari, vom fréttir, er bámst af Van Gogh-sýningu í Metrópólitan-safn- inu í New York („Van Gogh í Arles“), sem var einnig var haldin frá okt.—des. 1985. Ágóðinn af sýningunni er talinn hafa fært borgarsjóði 22,3 milljónir dollara (samkvæmt upplýsingum úr Newsweek) ogtalsmenn safnsins sögðust hafa haft þá ánægju að tilkynna vinum sínum í ráðhúsinu, að Borgarlistasafnið stuðlar að dijúgum tekjum í sjóði þeirra. Á síðasta Tvíæringi (Biennal) í Fen- eyjum 1984 komu 200.000 gestir og beinn ágóði varð einn milljarður líra, en annar ágóði (sem rennur einnig í vasa erlendra flugfélaga sem og annarra samgöngutækja) er hér ekki talinn með né heldur tekjur hótela og matsölustaða svo og verzlana hvers konar. Þá hefur komið fram, að mynd- listarsýningar hafa ómælda yfír- burði fram yfir annars konar sýningar sem tekjulind. Þannig uppgötvaðist það þegar árið 1955, að 130.000 gestir sem komu á hina miklu alþjóðlegu myndlistarsýningu í Kassel gáfu meira af sér en þijár milljónir gesta á mikilli blómasýningu þar í borg. Á meðan gestir á blómasýninguna komu í langferða- og einkabílum og flýttu sér á burtu eftir skoðun sýningarinnar fylltu gestir alþjóð- legu myndlistarsýningarinnar hótelherbergi borgarinnar og mat- sölustaði í nokkra daga hver og einn. Þannig eru stórsýningar orðnar að arðsemis atriði fyrir borgir vest- an hafs sem austan og forsvars- menn þeirra ekki lengur í þeirri aðstöðu að þurfa að knékijúpa fyr- ir ráðamönnum í beiðni um fjár- hagslegan stuðning. Slíkur er meira en sjálfsagður í upphafí, auk þess sem ótal aðilar, er sjá sér hag af þróuninni, leggja óspart fé til. Þá má þess geta, að lengsta sýn- ingarframkvæmd allra tíma og um leið sú, er dregið hefur að sér mesta aðsókn, „Fomminjar úr gröf Tut- anc-amon“, sem var á ferðinni í tvo áratugi 1961—81, var séð af 20 milljónum manna. í upphafi létu Egyptar sér nægja heiðurinn, en eftir 1972 fóru þeir að innheimta vægar prósentur — þeir fengu fyrst 1,3 milljónir í London, en svo 15 milljónir í New York og um 5 millj- ónir marka í Þýskalandi. Kröfur Egypta vom jafnan innan hóflegra marka eða örfáar prósentur af heildarhagnaðinum. En einungis í New Orleans, samkvæmt útreikn- ingi nemenda Hótelfagskólans þar í borg, nam heildarágóðinn 70 millj- ónum dollara. Stjómmálamenn og kerfiskarlar em íoksins farnir að uppgötva og viðurkenna þýðingu menningar fyr- ir þjóðfélagið, og sú er orsök þess gífurlega fjárstreymis, sem mnnið hefur úr hirzlum hins opinbera til byggingar menningarmiðstöðva um allan heim. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og þannig hefur aðsóknin á margar menningarmiðstöðvar orðið margfalt meiri en hinir bjartsýnustu höfðu áætlað í upphafi, jafnvel 30 sinnum meiri á einum staðnum og óbeinu tekjumar gífurlega, þótt þær sjálfar séu reknar með miklu tölfræðilegu tapi, hvað heildar- kostnað áhrærir, en það skilar sér aftur margfalt í ríkiskassann í toll- um og sköttum fyrir utan allar tekjumar, sem renna í hendur ann- arra aðila, svo sem fyrr greinir. Hér má og geta þess til gamans að málarinn Renoir var um skeið kominn á fremsta hlunn með að hætta að mála vegna mótlætis og fjárhagsörðugleika, enda var hann fjölskyldumaður og frábær sem slíkur. En hinn mikli stuðningsmað- ur impressjónistanna, Paul Dur- and—Ruel og nokkrir vinir hans urðu til þess, að hann hélt áfram. Það er stórbrotin saga, sem ég vona, að mér auðnist að segja frá innan tíðar. Sögu Van Gogh er víst óþarfí að segja — menn þekkja hana flestir í aðaldráttum, en þjóð- sagan um, að hann hafí einungis selt eina mynd, er víst röng. í því tilviki var trúlega ekki um beina sölu að ræða, því bróðir hans er sagður hafa fengið vin sinn til að kaupa myndina og borgaði úr eigin vasa. Þessum bróður hans eigum við, sem dáum Van Gogh ómælt að þakka, því að án hans hefði orð- ið minna um listrænar athafnir hjá snillingnum. Hvað Picasso-sýninguna á Kjar- valsstöðum snertir munu sjálfsagt hafa orðið töluverðar beinar sem óbeinar tekjur af henni og sagt er, að ásókn útlendinga hafí orðið meiri en á aðrar sýningar, — og það ger- ir tölu íslenzkra gesta að sjálfsögðu minni. Geta má þess, að aðsókn landans á hinar ýmsu vörusýningar er standa yfír í rúma viku mun yfirleitt vera fimmfalt meiri en á þennan alþjóðlegá listviðburð er hafði dyr sínar opnar í tvo mánuði. Margur mun þannig hafa látið einstakt tækifæri fram hjá sér fara fyrir rangan orðróm, illar tungur og fávísi. En inntakið í þessari grein minni er fyrst og fremst vísun til þess, að myndlistarmenn og listmenning almennt eru engir ölmusuþegar þjóðfélagsins, og það er hagur þess að gera hér vel og marka þessum málum farsæla braut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.