Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
13
Guðbjartur Ólafsson tæknifræðingur Blönduóshrepps fyrir framan
hinn nýja 970 rúmmetra vatnstank.
Vatnstankur bætir úr
brýnni þörf á Blönduósi
Blönduósi.
NÚ ER að ljúka byggingu á 970
rúmmetra vatnstanki sem tekur
við vatni frá Laugahvammslind-
um skammt ofan við Blönduós.
Með tilkomu þessa vatnstanks
leysist það vandamál sem skapast
einkum á haustin þegar slátur-
húsið starfar, en það er að
þrýstingur fellur og vatnsmagn
er tæpast nægilegt. Guðbjartur
Ólafsson tæknifræðingur
Blönduóshrepps er umsjónar-
maður þessa verks jafnframt því
að vera hugmyndafræðingur og
arkitekt vatnstanksins.
I samtali við Morgunblaðið sagði
Guðbjartur að tilkoma tanksins
tryggði að hægt væri að safna
vatnsbirgðum til tveggja sólar-
hringa. Áður var einungis til 38
rúmmetra geymslurými svo hér er
mikill munur á. Guðbjartur sagði
jafnframt að nú væri í fyrsta sinn
nægilegt slökkvivatn til staðar fyrir
sveitarfélagið. Þak er enn ókomið
á vatnstankinn en það verður úr
trefjaplasti og er í smíðum hjá
Treflaplasti hf. á Blönduósi.
Jón Sig.
Að lifa og deyja 1LA.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Á fullri ferð í L.A. (To Live
and Die in L.A.) sýnd í Bióhús-
inu.
Stjörnugjöf: ★ ★ ★
Bandarísk. Leikstjóri: William
Friedkin.
Handrit: William Friedkin og
Gerald Petievich, byggt á sögu
Petievich.
Framleiðandi: Irving H. Levin.
Kvikmyndataka: Robby Muller.
Tónlist: Wang Chung.
Aðalhlutverk: William L. Pet-
ersen, Willem Dafoe, John
Pankow og Dean Stocwell.
Lögreglumyndir bandaríska
leikstjórans, William Friedkins
(The French Connection, Cruis-
ing) hafa tilhneigingu til að enda
illa. í Franska sambandinu slepp-
ur bófinn úr höndunum á Gene
Hackman og í Cruising endar lög-
reglan, sem A1 Pacino leikur, á
því að myrða sjálfur. Á fullri ferð
í L.A. (To Live and Die in L.A.)
endar líka eymdarlega.
Og löggumar í myndum Fried-
kins eru alltaf svolítið bilaðar eða
verða það a.m.k. þegar á líður.
Richard Chance (William L. Pet-
ersen) og John Vukovits (John
Pankow) í þessari nýjustu mynd
hans eru svo gagnteknir af því
að hafa hendur í hári peningafals-
arans Eric Masters (Williem
Dafoe), sem drepið hefur sam-
starfsmann þeirra, að þeir hætta
að gera greinarmun á réttu og
röngu þar til lítill munur er orðinn
á þeim og glæpamönnunum sem
þær elta og það er engin leið að
hætta. Eins og bófamir lifa þeir
og deyja í Los Angeles.
Það gætir vissulega nokkurra
endurtekninga í þessum efnum
hjá Friedkin en hann er alltaf í
það minnsta athyglisverður og
hann svíkur ekki aðdáendaklúbb-
inn sinn. Hann kann ennþá að
stjóma spennandi bílaeltingaleik
og þótt persónur hans í þessari
nýju mynd séu ekki sérlega sann-
færandi og raunverulegar standa
þær þó nær manni en ódrepandi
Masters(WillemDafoe) mundar
riffilinní mynd Williams Fried-
kin, Á fullri ferð í LA.
ofurmenni á borð við Rambó og
hans líka.
William L. Petersen er nýtt
andlit á hvíta tjaldinu og gerir
hlutverki Chance góð skil með
kuldalegu og töffaralegu fasi.
Chance hefur gaman af að sýna
hugrekki sitt og karlmennsku með
því að henda sér fram af frjall-
hárri brú festur í vír. Og erkifjandi
hans, Masters, sem Willem Dafoe
leikur, illskeyttur og ógnvekjandi
er líka svolítið sérstakur. Fyrir
utan að vera morðingi og peninga-
falsari er hann listmálari en hann
brennir verk sín jafnóðum og hann
gerir þau. John Pankow fer vel
með breytinguna úr hræddum og
taugaveikluðum aðstoðarmanni
Chance í arftaka hans og Dean
Stockwell er frábær í aukahlut-
verki sem lögfræðingur Masters.
Blóðugt ofbeldi og kynlíf eru
fylgifískar mynda Friedkins og
hér er nóg af því. Los Angeles
nýtur sín mjög ve! í meðförum
leikstjórans og myndatökumanns-
ins Robby Mullers, sem bakgrunn-
ur sögunnar og á góðan þátt í að
gera myndina næstum dulmagn-
aða. Það er svartsýnn tónn í
Friedkin, líf og dauði skiptir ekki
máli aðeins hefndin og réttlæti
er hvergi að finna.
Samleikur í Norræna húsinu
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Þriðjudaginn 16. sept. voru
haldnir tónleikar í Norræna hús-
inu og komu þar fram Guðný
Guðmundsdóttir, konsertmeistari,
og Catherine Williams, píanóleik-
ari. Verkefni tónleikanna voru
eftir Mozart, Bach, Bloch, Tchaik-
ovsky, Saint-Saens og_ Jónas
Tómasson. Síðan Björn Ólafsson
leið hefur orðstír íslenskra fiðlu-
leikara að stórum hluta hvflt í
hendi Guðnýjar Guðmundsdóttur,
þó vissulega standi við hlið henn-
ar ágætur hópur góðra fiðlara,
því hennar verk hefur ekki aðeins
verið að leiða fiðluflokk Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, heldur og
að styðja unga fiðluleikara til
náms og þroska, sem einn af aðal-
kennurum við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Auk þess hefur Guðný
verið dugmikill einleikari og kam-
mertónlistarmaður og fyrir utan
að flytja meistaraverk erlendra
snillinga hefur hún sennilega flutt
nærri allt sem íslenskir tónhöf-
undar hafa samið fyrir fiðlu. Með
Guðnýjhu að þessu sinni lék ung-
ur píanóleikari, Catherine Will-
iams, sem hefur starfað hjá
íslensku óperunni og við Söng-
skólann í Reykjavík.
Tónleikarnir hófust á Sónötu
eftir Mozart K. 296 og þar á eft-
ir flutti Guðný g-moll-einleikssó-
nötuna, þá fyrstu, eftir Bach.
Fallegasti þátturinn í Mozart-
sónötunni var hægi þátturinn, þó
ýmislegt færi þeim vel úr hendi í
þeim fyrsta og síðasta, t.d. hvað
varðar skýrleika í allri útfærslu.
Það er ekki um það að tala, að
sólósónötur meistara Bachs eru
líklega það erfiðasta sem fiðluleik-
arar takast á við. Það var töluverð
reisn yfir leik Guðnýjar, þó fyrir
undirritaðan hafi hraðaskipan ve-
rið einum of kappsfull. Eftir hlé
flutti Guðný einleiksverk eftir
Jónas Tómasson, er hann nefnir
Vetrartré. í heild er verkið nokkuð
tónalt í gerð. Tónhendingar þess
eru helst til stuttar og ná á köflum
ekki að mynda tónrænt sam-
hengi. Það var helst í tveimur
síðustu köflunum og þá í niður-
lagi þess þriðja, að tónbálkurinn
varð samfelldur og í síðasta laginu
fékk fíðlan að njóta tóngæða
sinna. Guðný flutt verkið á sann-
færandi máta. Trúlega á það best
við Guðnýju að flytja safaríka og
„virtúósíska" tónlist, enda var
eins og hún efldist öll í leik sínum
er hún tók til við að leika Baal
Shem Nigun, eftir Emest Bloch.
Bloch er eini tónhöfundurinn af
gyðingaættum, sem hefur lagt sig
eftir að skapa verk sín í stíl, er
rekja má til gyðinga, og hefur náð
með verkum sínum alþjóðlegri við-
urkenningu. Þrír myndrænir
söngvar eru byggðir á gamalli
sögn um að allt sé skapað af
Guði, jafnvel djöfullinn, og þeir
sem tileinka sér þennan svonefnda
Hasidisma trúa á góðmennskuna,
gleðina og ánægjuna og því er
dansinn meðal annars þóknanleg-
ur Guði. Baal Shem var mjög vel
flutt af Guðnýju og var leikur
hennar vel studdur í skýmm og
vel útfærðum undirleik. Vals-
Scherzo op. 34 eftir Tchaikovsky
var næst á dagskránni og þar fór
Guðný á kostum. I síðasta verk-
efninu, Inngangi og Rondo eftir
Saint-Saéns, lék Guðný meistara-
lega vel og trúlega betur en oft
áður sem hún hefur leikið þetta
verk. Það hafði og nokkuð að
segja hversu vel var leikið á píanó-
ið, en Catherine Williams er
sérlega góður undirleikari og er
eftirtektarvert hversu hreinn leik-
ur hennar er og hversu sparlega
hún notar „pedalinn“, svo að allar
„fraseringar“ njóta sín í vel út-
færðum leik hennar. í heild voru
tónleikarnir góðir og sérlega fyrir
mjög gott samspil og ágætan leik.
SJALFST
FRA
UHOPAR:
IÐNI
GÆÐÁAUKNING
Námskeiðið kynnir hvernig unnt er að bæta framleiðni, gæði og heildarárangur
fyrirtækis með þvi að koma á fót sjálfstæöum vinnuhópum. Kennslan fer fram bæði I
formi fyrirlestra og verkefna I þeim tilgangi aö gefa þátttakendum innsýn I gagnsemi
sjálfstæðra vinnuhópa.
Effni:
Skilgreining á sjálfstæðum vinnuhópum.
Mismunandi vinnukerfi.
Tæknilegar æfingar — „Hollow Squares".
Mótun og val i samstarfshópa.
Skipuiegt aðhald.
Stofnun vinnuhópa.
Hvar eru vinnuhópar hagkvæmir.
Sjálfstæöir vinnuhópar á skrifstofum.
Árangur, kostnaöur og framtið sjálfstæöra vinnuhópa.
Þátttakendur Námskeiðið er ætlað ráðgjöfum og stjórnendum fyrirtækja sem bæta
vilja framleiðni og gæði i fyrirtæki sinu með auknu sjálfstæði starfsmanna þess.
Leiðbeinandi: Stuart Winby, en hann er aöstoöarframkvæmdastjóri ráögjafadeildar American Productivity
Center. Stuart Winby stundaói sálfræöinám viö San Jose State University og Stanford háskólann I Kalifornlu
og lauk einnig námi frá Columbia háskólanum I stjórnunarfræöum. Hann hefur unnió sem ráögjafi viö mörg
fyrirtæki s. s. Kaiser Aluminum & Chemical Corporation, ITT, General Foods Corp., Amoco Oil Corp., Rauða
Kross samtökin I Bandarlkjunum, Hafnaryfirvöldin I New YorWNew Jersey og Lockheed flugvélaverk-
smiöjurnar. Stuart Winby hefur einnig setiö I nefndum um framleiöslumál á vegum Hvlta hússins.
Námskeiðiö fer fram á ensku.
Timi og staöur 1. október, kl. 08.30—16.00 á Hótel Loftleióum.
Námseiningar 0,6.
Metsölublað á hverjum degi!
85 42