Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Ný loðnuverksmiðja á Vopnafirði: „Sjómenn sætta sig ekki við núverandi loðnuverð til lengdar“ — segir Pétur Olg’eirsson, f ramkvæmdastj óri Tanga hf. Á Vopnafirði er nú unnið að uppsetningu nýrrar loðnuverk- smiðju í gamalli loðnu- og síldar- verksmiðju, sem þar var fram til ársins 1981. U.þ.b. 30 manna hópur hefur unnið að verkinu síðan í byijun júlí-mánaðar, en verksmiðjan var keypt að mestu frá Danmörku og hluti frá Nor- egi. Áætlaður kostnaður nemur 40 milljónum króna og að sögn Péturs Olgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Tanga hf., er hugmyndin að koma verksmiðj- unni af stað nokkurn veginn innan þeirra marka. Pétur sagði að afkastageta nýju verksmiðjunnar væri 300 tonn á sólarhring. Verksmiðjuhúsið sjálft Óli Jacobsen, formaður Fiski- mannafelags Foroya, nýkjör- inn formaður Verkalýðs- hreyfingarinnar í Norður- Átlantshafi. V erkalýðshrey f ingin í N-Atlantshafi: er um 1.200 fermetrar að stærð og auk þess er þarna til staðar 2.000 fermetra fiskimjölsgeymsla. Pétur sagði að gamla verksmiðjan hefði verið orðin úrelt og því hefði hún verið af lögð fyrir fimm árum. „Þá fékkst bæði lítil loðna og lítið fé til endurbyggingar svo við keyptum nýja beinamjölsverksmiðju frá Svíþjóð og settum upp þarna sem afkastar 100 tonnum á sólarhring. Hún verður áfram til staðar og ætlunin er að samtengja þessar tvær verksmiðjur þegar fram líða stundir þannig að hægt verði að vinna 400 tonn af loðnu á sólar- hring.“ Tangi hf. fær tæplega 10 millj- óna króna lán frá Fiskveiðasjóði, sem er u.þ.b. 25% af kostnaðar- verði verksmiðjunnar. Þá sagði Pétur að 8 milljóna króna lán yrði tekið erlendis frá og nú þegar hefði fyrirtækið fjármagnað sjálft ríflega átta milljónir kr., eins og áætlað var í upphafi. Þá verður eitthvað tekið af skammtímalánum í viðbót. Pétur sagði að stefnt yrði að því að hefja loðnumóttöku um mánaða- mótin október/nóvember. „Eg er mjög bjartsýnn á rekstur loðnuverk- smiðjunnar, enda hefðum við ekki ráðist í þetta annars. Það virðist vera mikið til af loðnu og löndunar- bið allt upp í tvo til þtjá sólarhringa hér á Norður- og Austurlandi og meira að segja dæmi þess að skipin sigli með afla sinn suður. Við byij- um ekki fyrr en eftir einn og hálfan mánuð og þá hef ég trú á að fijálsa verðið heyri sögunni til. Eg hef ekki trú á að sjómenn sætti sig við núverandi verðlag til lengdar - það er í i'aun bara eitt verð í gangi þrátt fyrir fijálsa verðið. Mér skilst að Síldarverksmiðjur ríkisins gefi út sitt verð og síðan fylgi hinar verksmiðjurnar þeirri línu,“ sagði Pétur. Guðrún Elíasdóttir pakkar rækju. MorKunbWH4Æjðm Ólafsvík: Framleiðsla hafin hjá nýrri rækjuvinnslu Ólafsvik. NÝLEGA hófst framleiðsla í nýrri rækjuvinnslu hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur hf. Tveir bátar leggja upp rækju hjá vinnslunni, þeir Garðar II SH og Gunnar Bjarnason SH, og hafa þeir aflað ágætlega. Þetta er önnur rækjuvinnslan í ÓI- afsvík en fyrir var rækju- vinnsla Stakkholts hf. og vinna þeir rækju af 5 bátum. Með því að gera út á rækjuna og rækjuvinnsluna hefur úthald báta verið lengt og skapar mikla vinnu í landi því bátar hér áttu flestir lítið eftir af þorskkvóta sínum eftir mjög góða vertíð sl. vetur, og svo gott hefur atvinnu- ástandið verið hér í Ólafsvík í sumar að fólk hefur vantað í allar greinar fiskvinnslu. — Helgi Jóhannes Sigurðsson suðumaður við vélarnar. V estmannaeyj ar: Gjafmild- ir Kiwan- ismenn Vestniaunaeyjuni. KIWANISMENN í Vestmanna- eyjum komu færandi liendi í Iþróttamiðstöðina í síðustu viku og var það ekki í fyrsta sinn. I tilefni 10 ára vigsluafmælis Iþróttamiðstöðvarinnar á þessu ári ákváðu félagar í Kiwanis- klúbbnum Helgafelli að gefa sérhannaða æfingabrúðu til kennslu á blástursaðferðinni og hjartalinoði. Brúða þessi er af fullkomustu gerð og mun því koma að góðum notum við kennslu þessara þýðing- armiklu þátta. Smári Guðsteinsson, forseti Helgafells, afhenti forráða- mönnum íþróttamiðstöðvarinnar brúðuna og voru stjórnarmenn Helgafells viðstaddir athöfnina. Kom fram í máli Smára við það tækifæri að það væri ósk Kiwanis- manna að tæki þetta mætti koma að sem mestum notum við kennslu lífgunar úr dauðadái. Fram kom hjá forstöðumanni og stjórnarmönnum Iþróttamiðstöðv- arinnar mikið þakklæti til Kiwanis- manna fyrir rausnarlega gjöf sem þeir sögðu að myndi strax verða notuð við kennslu í 6. bekk. Sögðu þeir að Kiwanismenn hefðu oft áður komið með góðar gjafir á þennan stað. . hkj. Dansstúdíó Sóleyjar: Danshópur val- inn um helgina LAUGARDAGINN 20. septem- ber nk. klukkan 14.00 mun Dansstúdió Sóleyjar, Sigtúni 9, velja sér tólf manna danshóp. Cornelius Carter mun æfa dans- hópinn og er ætlunin að hann komi síðan fram fyrir hönd Dansstúdíós- ins í vetur. Allir sem eru eldri en 17 ára og hafa áhuga eru hvattir til að mæta og sýna hvað í þeim býr. Mikil reynsla er ekki skilyrði. Dómnefndina skipa þau Shirlene Blake, Sóley Jóhannsdóttir og Corn- elius Caiter. Öli Jacobsen tekur við af Asmundi Lögvernd sendir fréttir um starfsemi sína til fj ölmiðla á N orðurlöndum ÓLI Jacobsen, formaður Fiskimannafelags Faroya var kosinn formaður Verkalýðs- hreyfingarinnar i Norður- Atlantshafi á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var í Borgarnesi fyrir síðustu helgi. Hann tekur við af Ás- mundi Stefánssyni, forseta Alþýðusambands Islands. Verkalýðshreyfíngin í Norð- ur-Atlantshafi er samstarfsvett- vangur hreyfinganna á Islandi, í Færeyjum og á Grænlandi. í fréttatilkynningu frá ASÍ er haft eftir Ásmundi Stefáns- syni að augljóst sé, að launafólk í þessum löndum eigi mörg sam- eiginleg hagsmunamál; löndin séu fámenn og harðbýl og byggi á svipuðum atvinnugreinum. Þá séu og augljósir hagsmunaá- rekstrar, t.d. varðandi nýtingu fiskistofna. Fundinn sóttu fjórir Færey- ingar, sex Grænlendingar og sex íslendingar. Þeir skiptust á upp- lýsingum um ýmis réttinda- og baráttumál og ástand á vinnu- markaði í heimalöndum sínum. Næsti aðalfundur samtak- anna verður haldinn í Þórshöfn í Færeyjum eftir tvö ár. SAMTÖKIN Lögvemd munu taka upp nýja starfshætti á næstu dögum og senda fram- vegis a.m.k. tvisvar í mánuði fréttaskeyti til fjölmiðla á Norð- urlöndum með umfjöllun um starfsemi Lögverndar en forsæt- is- og dómsmálaráðuneyti verða send afrit af öllum skeytum. Þetta kom m.a. fram á fundi með blaðamönnum á skrifstofu Lög- verndar og í bréfi sem Lögvernd sendi Steingríini Hermannssyni forsætisráðherra þann 15. sept- ember sl. Segir í bréfinu að stjórn Lög- vemdar telji það skyldu sína að tilkynna ráðherra um þessar starfs- aðferðir vegna þess að búast megi við að erlendir fréttamenn muni af þessum sökum snúa sér að íslensk- um alþingismönnum í auknum mæli á næsta þingi Norðurlanda- ráðs. Lögvemd var stofnuð 16. mars á síðasta ári en tilgangur samtak- anna er að auka réttaröryggi almennings, vinna gegn undir- heimakerfí og hverskonar fjárglæfrastarfsemi eins og segir í bréfi til forsætisráðherra. Þar er einnig birtur úrdráttur úr þeim málaflokkum sem fjallað verður um fyrstu vikurnar en þeir eru þessir: Verðtrygging, vanskil, uppboð, lög- menn og réttarhjálp. í bréfinu er fjallað um ýmsa þætti þessara málaflokka og galla þeirra. Segir að útfærsla verðtrygg- ingar samræmist ekki því sem gerist í öðmm löndum. Laun séu óverðtryggð og sé það ekki í nokkm samhengi við raunvemleikann að launafólk sé nauðbeygt til að taka verðtryggð lán en kaupa alla þjón- ustu samkvæmt síhækkandi vísi- tölum. Þegar annað eins misrétti nær fram að ganga og misgengi launa og lána lendi fólk í vanskilum í stómm stfl. Lántakendur standa varnarlausir gagnvart aldagömlum hugsunarhætti embættismanna- kerfisins og ekki sé betur séð en RÍKISSAKSÓKNARI telur ekki efni til að láta reyna á það með ákæru hvort viss þáttur í starf- semi Ávöxtunar sf. hafi verið ólögmætur og athæfi forráða- manns félagsins refsivert. Embætti ríkissaksóknara óskaði eftir því í maí sl. að rannsóknarlög- regla ríkisins kannaði ætluð brot að þeir séu vraðir af pólitískum hagsmunahópum sem skipta á milli sín þeim gróða sem auðtekinn er af varnarlausum launþegum. Upp- boðum fjölgi með hverjum mánuði og samkvæmt skýrslu frá borgar- fógetaembættinu í Reykjavík eru íbúðir seldar á uppboði á allt að 2,5 milljónum lægra verði en áhvílandi skuldir. Segir ennfremur að mörg dæmi séu um að fólk hafí svipt sig lífi eftir þá niðurlægingu sem það hefur orðið fyrir vegna skulda sem eru nær eingöngu tilkomnar vegna verðbólgu og það þess vegna ekki stofnað til. Um lögmenn segir að þeir vinni forráðamanna Ávöxtunar sf., eink- um er varðaði þann þátt í starfsemi félagsins er lyti að viðtöku félagsins á fé frá almenningi til ávöxtunar. Taldi rikissaksóknari, að fengnum rannsóknargögnum frá rannsókn- arlögreglunni, að ekki sé ástæða til frekari aðgerða í máli þessu af ákæruvaldsins hálfu. Rannsókn á Ávöxtun sf.: Ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til frekari aðgerða sjálfstætt og eftirlitslausir á ís- landi, semji sínar eigin reglur og skipi sína eigin siðanefnd. Þeir semji sína eigin gjaldskrá og sam- kvæmt henni sé þeim heimilt að setja upp hvaða upphæð sem er fyrir þjónustu sína. Starfsmenn skrifstofu Lögverndar hafi séð ótal reikninga frá starfandi lögmönnum sem eiga það sameiginlegt að upp- hæð hvers reiknings er á við tvöföld mánaðarlaun verkamanns en ekki að sjá að innt hafi verið af hendi teljanleg vinna né heldur útlagður kostnaður sem neinu nemi. Er sagt í bréfinu að lögmenn hafí augljóslega unnið gegn starf- semi Lögvemdar og að það hafi skeð oftar en einu sinni að félögum hafi verið neitað um að semja um vanskilaskuldir nema þeir hættu starfi hjá Lögvernd. Einnig er bent á að ísland sé eitt Norðurlanda sem hefur ekki neina sérstaka réttar- hjálp til handa láglaunafólki. ÝNNLEINTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.