Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 60
SEGÐU RNARMÓLL ÞEGAR ÞO EERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833-- STERKT KORT FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Krafist tveggja mánaða gæsluvarð- halds og geðrannsóknar: Grunaður um að vera valdur að dauða konu KRAFIST hefur verið tveggja mánaða gæsluvarðhalds yfir þrítugum Reykvíkingi, sem grunaður er um að vera valdur að dauða 31 árs gamallar konu er fannst látin í íbúð sinni í Hátúni 12 í Reykjavík síðdegis á sunnudaginn. Maðurinn var handtekinn í gærmorgun og var krafa um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald og geðrann- sókn lögð fram í Sakadómi Reykjavíkur síðdegis, skv. upplýsingum Helga Daníelssonar, yfirlögregluþjóns Rannsóknarlögreglu ríkisins. Talið er að konan hafi verið látin í allt að 30 klukkustundir þegar hún fannst í blóði sínu um kl. 18 á . sunnudaginn. Grunsamlegir áverk- 1 ar á höfði hennar leiddu til þess, að lögreglumenn RLR hófu þegar að kanna hvemig þeir væru til- komnir og hvort þeir hefðu valdið dauða konunnar. Sú rannsókn leiddi til þess, að maður þessi var hand- tekinn í gærmorgun. Við fyrstu yfirheyrslur í gær við- urkenndi hann að hafa komið ölvaður inn í íbúð konunnar seint aðfaranótt laugardagsins og að hafa hrundið henni. Hann mun hafa ( farið á brott án þess að gæta að því hvort konan hefði hlotið meiðsli af fallinu. Konan hafði verið á skemmtistað fyrr um nóttina ásamt fleira fólki. Rannsókn var skammt á veg komin í gærkvöld og var því ekki vitað hvort maðurinn, sem handtekinn var í gærmorgun, hafði einnig verið á þeim skemmtistað. Vitað er þó, að þau þekktust ekki. V estmannaeyjar: Uppboð aug- lýst en bátur- inn á hafsbotni Vestmannaeyjum. f Lögbirtingablaðinu sem út kom 16. sept. sl. auglýsir bæjarfógetaembættið í Vest- mannaeyjum nauðungarupp- boð á báti sem nú hvílir á sjávarbotni. Þar var bátnum fyrirkomið af mannavöldum fyrir tilverknað lagaákvæða um úreldingu fiskiskipa. Bátur þessi, Þórir Ve., var dæmdur í úreldingu' og honum fyrir nokkru sökkt í skipakirkju- garð norð-vestur af Eiðinu í Eyjum. Á bátnum hvfldi þá ógreidd dómskuld að fjárhæð krónur 383.928,00 auk vaxta og kostnaðar og hafði Innheimta ríkissjóðs krafist uppboðs á bátnum til lúkningar þessari skuld. Uppboðið átti að fara fram 24. október nk. Að sögn Jóns R. Þorsteins- sonar bæjarfógeta í Eyjum, var þess ekki gætt við úreldingu skipsins að ganga lögformlega frá þessari áhvflandi skuld. Það hefði nú verið gert og málið væri þar með úr sögunni en Ijóst væri að hér hefði ekki verið stað- ið rétt að málum. Það kemur því ekki til þess að uppboð fari fram „á eigninni sjálfri" enda varla von til að fengist hefði fram „viðunandi boð“. — hkj. Gert er ráð fyrir að tekin verði afstaða til kröfu RLR um gæslu- varðhaldið og geðrannsóknina í Sakadómi Reykjavíkur í dag. Óvænt úrslit úr biðskákum ÞRIÐJA umferðin í landsliðs- flokki á Skákþingi íslands, sem haldið er í Grundarfirði, var tefld í gærkvöldi. Urslit urðu þau að Margeir Pétursson vann Dan Hanson, Jóhann Hjartarson vann Þröst Árnason, Guðmundur Sig- uijónsson vann Hannes Hlífar Stefánsson og Karl Þorsteins vann Sævar Bjarnason. Þröstur Þórhallsson og Davíð Ólafsson gerðu jafntefli og sömuleiðis Jón L. Árnason og Björgvin Jónsson. Urslit úr biðskákum úr 2. umferð urðu mjög óvænt. Hannes Hlífar Stefánsson vann Jón L. Ámason, nýbakaðan stórmeistara, og Þröst- ur Þórhallsson vann Karl Þorsteins, alþjóðlegan meistara. Staðan á mótinu er því sú að Margeir Péturs- son hefur þijá vinninga, Þröstur Þórhallsson 2 '/2 vinning, Guð- mundur Siguijónsson og Hannes Hlífar Stefánsson hafa 2 vinninga hvor. Jóhann Hjartarson, Karl Þor- steins, Jón L. Árnason og Dan Hanson hafa U/2 vinning. Davíð Ólafsson og Sævar Bjarnason hafa 1 vinning hvor, Björgvin Jónsson hálfan vinning og Þröstur Ámason hefur engann vinning. Síðustu köst sumarsins Morgnnblaðið/RAX Laxveiði í ám landsins er nú að Ijúka en henni lauk í þeim flestum 10.—15. september en í fáeinum er veitt til 20. september. í Grímsá í Borgarfirði lauk veiði í gær, 17. september og veiðimaðurinn á myndinni var að taka síðustu köst sumarsins. Eins og sjá má var hánn að draga lax fram undir vertíðarlok. Síldarsaltendur um síldveiðikvóta: Sættust á 25% kvóta mið- að við söltun síðustu 8 ára FÉLAG síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félag síldar- saltenda á Suðurlandi sættust i gær á það, að síldveiðikvótinn í ár verði 25%, miðað við söltun sl. 8 ára. Sunnlendingar vildu fyrst sam- þykkja tillögu stjóma beggja félaganna um að kvótinn verði auk- inn í 40% veiðanna, miðað við söltun undanfarinna 8 ára, en Austfirðing- ar vildu halda sig við 20% sem voru á síðustu vertíð og buðu að miðað yrði við söltun undanfarinna 8 ára, í stað þess að miðað var við 6 sl. ár á síðustu vertíð. Þeir sem salta sunnanlands segj- ast þurfa að sækja síldina lengra en Áustfirðingar. Með því að auka Hermann Hansson og Ólafur B. Ólafsson. Morgunblaðið/Þorkell kvótann verði um aukna hagi-æð- ingu að ræða, þar sem menn þurfi ekki að flýta sér jafnmikið við veið- arnar, kostnaður verði minni og skiptingin sanngjarnari. Norðlendingar og Austfirðingar, segja aftur á móti að kvótinn geri það að verkum, að skipin sigli lengi'a með síldina, þannig að gæð- in fari minnkandi og þannig sé það miklu lélegi'a hráefni sem fáist í land. Orri Vigfússon, hjá Demants- síld á Reyðarfirði, sagði m.a. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins: „Á sama tíma og Rússar gera auknar kröfur um heilsaltaða síld, sem er miklu viðkvæmari og þarf að saltast miklu ferskari, gera Sunnlendingar kröfu um aukinn kvóta. Þorri síldarsaltenda hefur alla tíð verið á móti þessum síldar- kvótum.“ Sjá bls. 34: Rússar áskilja sér einhliða rétt til að úrskurða í deilumálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.