Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 5 Hinir geysivinsælu DENIM VATT-JAKKAR KOMNIR AFTUR Frá höfninni í Stykkishólmi. ÞAÐ ER líflegft og svipfallegt um að litast í Stykkishólmshöfn og þá sérstaklega á föstudögum því þá liggja skelbátarnir inni, róa hvorki á föstudag eða laug- ardag. Grásleppubátarnir eru komnir í höfn og hraðbátarnir lagstir við bryggju. Þótt minna hafi verið um gi'ásleppuna hór í ár en í fyrra má segja að hún hafi ekki verið sem verst ef ég nota orð eins skipstjór- ans sem var með tvo með sér á vertíðinni og fékk yfir 40 tunnur. Þá mun dúntaka úr cyjum hafa verið með meira móti. Eigendur Stykkishólmi dúnsins eru nú í óða önn að koma honum í hreinsun og senda hann margir til Flateyjar þar sem Haf- steinn Guðmundsson hefur komið sér upp góðri aðstöðu til hreinsunar og eins til fjaðratínslu, sem nú er lagt mikið upp úr, enda eykst verð- mæti að mun ef dúnninn er íjaðra- tíndur. Baldur er við bryggjuna að búa sig til ferðar yfír Breiðafjörð, farþegarnir tínast um borð og síðan er lagt af stað. „Það er ekki ama- legt veðrið núna,“ sagði einn farþeganna og var ekki örgrannt um tilhlökkun í tóninum, enda er alltaf gaman að fara um eyjasund í góðu veðri. Árni Borgarráð: Aheyrnarfulltrúar fá setu í skólamálaráði Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt með þremur atkvæðum tillaga skólamálaráðs varðandi þrjá áheyrnarfulltrúa á fundum ráðs- ins. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá með tilvísun í bókun, sem gerð var á síðasta fundi skólamálaráðs. Skólamálaráð samþykkti á fundi sínum sl.'mánudag að. Félagi skóla- stjóra við grunnskóla verði heimilað að tilnefna einn fulltrúa til setu á fundum ráðsins og að samtökum kennara í Reykjavík verði heimilað að tilnefna tvo fulltrúa. Fulltrúarnir skulu hafa málfrelsi og tillögurétt. Skólamálaráð fól formanni ráðs- ins að taka upp viðræður við SAMFOK, Samband foreldra- og kennarafélaga í grunnskólum í Reykjavík, um hvei'nig samskiptum félagsins og ráðsins verði best fyrir komið. í bókun minnihlutans segir: „Jafnframt því sem við ítrekum bókun okkar frá síðasta fundi skóla- málaráðs um að vefengja megi fundi ráðsins vckjum við athygli á því að álitsgerð lögfræðings liggur fyrir um rétt kennara til setu í skólamálaráði samanber fundar- gerð fræðsluráðs frá fyrsta þessa mánaðar. Við teljum ekkei-t annað koma til greina en að fylgja gninn- skólalögum í þessu efni. Að sjálf- sögðu væri til mikilla bóta að skólastjórar eignuðust fulltrúa í skólamálaráði/fræðsluráði en það má ekki vera á kostnað þeirra aðila sem þegar eiga rétt til setu í ráðinu samkv. 18. gr. grunnskólalaga.“ Borgarráð: Styrkur til Kvenna- athvarfsins BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Kvennaathvarfinu í Reykjavík fjárstuðning að upphæð 1G0 þúsund krónur. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjórnar var beiðni um verulega hærri styrk send til umsagnar félagsmálaráðs. Minnihlutinn lagði til að upphafleg beiðni um fjárstuðning hlyti sam- þykki en sú tillaga var felld. Í bókun félagsmálaráðs um fjár- stuðning til Kvennathvarfsins er því beint til félagsmálastjóra að taka upp viðræður við samtökin um með hvaða hætti frekari samvinna geti verið milli borgarinnar og samtak- anna. Skal það gert með tilliti til þess að fleiri aðilar eru að vinna að svipuðum málum á öðrum svið- um. íþróttir aldraðra: Velheppnað námskeið fyrir leiðbeinendur DAGANA 22. — 24. ágúst sl. efudi félag áhugainaniia uni íþróttaiðkanir aldraðra til nám- skeiðs fyrir leiðbeinendur í Árbæjarskóla í Reykjavík. Námskeiðið sóttu 53 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarstofnana aldr- aðra, sjúkraþjálfarar, félagsfræð- ingar og íþróttakennarar. Leiðbein- endur voru úr riiðum íþróttakenn- ara, lækna, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa. Þáttakendur komu víða að af landinu. Auk beinnar fræðslu fengu þeir að kynnast notkun hjálpar- tækja, rita og hljómsnælda sem varða íþróttaiðkanir aldraðra. Um 40 aldraðir frá Kópavogi heimsóttu námskeiðið og sýndu leikfimi undir stjórn Elísabetar Hannesdóttur. Einnig mikið úrval af glæsilegum fatnaði nýkomið, t.d.: ★ EINLITAR KLUKKUPRJÓNSPEYSUR. ★ HERRASKYRTUR ★ DÖMUSKYRTUR. ★ ÞYKKIR BÓMULLARBOLIR ★ SÍMUNSTRAÐ- AR PEYSUR ★ TREFLAR ★ HANSKAR ★ HÚFUR ★ PEYSUR/PILS SETT O.M.FL. (ͧI KARNABÆR ■ Austurstræti 22—Laugavegi 30—Laugavegi 66—Glæsibat S—Glæsibæ. Simi frá skiptiborði 45800 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Fataval, Keflavík — Mata Hari, Akureyri — Nína, Akranesi — Sparta, Sauðárkróki — Adam og Eva, Vestmannaeyjum — Eplið, ísafirði — Báran, Grindavík — Hornabær, Höfn í Hornafirði — Lindin, Selfossi — Nesbær, Neskaupstað — ísbjörninn, Borgar- nesi — Þórshamar, Stykkishólmi — Viðarsbúð, Fáskrúðsfirði — Kaupfélag Húnvetn- inga, Hvammstanga — Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli — Díana, Ólafsfirði — Skógar, Egilsstöðum — Zikk Zakk, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.