Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
Sovétmenn skeyta
engn um norsk lög
Mengun frá verksmiðjuskipi drepur þúsundir laxa
Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins.
ÁHÖFN sovésks verk-
smiðjuskips, sem liggur við
festar úti fyrir Björgvin,
hefur ítrekað brotið norsk
lög með því að framleiða
fiskimjöl um borð. Hefur
það valdið mikilli mengun á
svæðinu og þúsundir laxa í
nálægri laxeldisstöð drepist
af hennar völdum.
Sovéska verksmiðjuskipið, sem
hefur verið fyrir utan Björgvin í
næstum mánuð, hefur leyfi til að
kaupa makríl af norskum bátum
enda veiðist meira af honum en
unnt er að taka við í landi. Fyrir
þremur vikum kom hins vegar í ljós,
að Sovétmennirnir framleiddu fiski-
mjöl um borð en slík framleiðsla
er bönnuð innan norskrar lögsögu.
Yfirvöldin gripu í taumana og bönn-
uðu bræðsluna en nú virðist sem
Sovétmennirnir hafi haft bannið að
engu.
Mikil lýsisbrák frá skipinu hefur
valdið gífurlegri mengun og aðeins
í einni laxeldisstöð eru 5.500 laxar
dauðir. Köfnuðu þeir í lýsinu. Eig-
andi stöðvarinnar hefur snúið sér
til lögfræðings, sem í gær krafðist
þess, að lögreglan færði sovéska
skipið til hafnar. „Við krefjumst
þess að sjálfsögðu, að eigendur
skipsins bæti þennan skaða,“ sagði
lögfræðingurinn.
Joseph
Kennedy
býður
fram fyrir
demókrata
New York, AP.
JOSEPH P. KENNEDY II
sigraði í forkosningum
Demókrataflokksins um
frambjóðanda til þingsætis
fyrir Massachusetts-fylki.
Föðurbróðir hans, John F.
Kennedy, sat eitt sinn í þessu
þingsæti.
Forkosningar um frambjóðend-
ur í öll sæti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings og þriðjungs sæta
í öldungadeildinni fóiu einnig fram
víðar í Bandaríkjunum á jiriðjudag.
Kennedy hlaut 52 prósent fylgi
í áttunda hverfí Boston, en keppi-
nautur hans, öldungadeildarþing-
maðurinn George Bachrach, hlaut
28 prósent atkvæða.
Joseph Kennedy hefur um langt
skeið verið talinn sjálfsagður arf-
taki Kennedy-fjölskyldunnar á
sviði stjómmála. Hann er sonur
Robert F. Kennedy. Þegar Joseph
var ellefu ára fékk hann bréf frá
föður sínum: „Þú ert elsti karlmað-
urinn af bamabörnunum. Þú hefur
nú sérstökum skyldum að gegna
og ég veit að þú munt uppfýlla
þær. Mundu allt það, sem Jack
átti upptökin að - vertu góður við
þá, sem fengu erfiðara hlutskipti
en við - og elskaðu land okkar."
Þetta var skrifað daginn, sem John
F. Kennedy forseti var borinn til
grafar.
Hermenn á hveiju strái á alþjóðaflugvellinum í Seoul í Suður-
Kóreu. Sprengja varð fimm manns að bana á flugvellinum á
... sunnudag.
• •
Qryggisráðstafanir í Suður-Kóreu:
Háskólum lokað meðan
á Asíuleikunum stendur
Joseph Kennedy II heldur hér
sigri hrósandi ræðu eftir sigur-
inn í forkosningum demókrata-
flokksins um frambjóðanda í
Massachusetts til þingkosning-
anna í nóvember.
Seoul, AP.
TVEIMUR háskólum var lok-
að í Seoul í gær og hefur þá
fimm skólum verið Iokað um
stundarsakir vegna mótmæla-
aðgerða námsmanna í tilefni
Asíuleikanna í íþróttum, sem
hefjast eiga í höfuðborg Suð-
ur-Kóreu á laugardag.
Að sögn talsmanns mennta-
málaráðuneytisins hefst kennsla í
háskólunum ekki að nýju fyrr en
að loknum Asíuleikunum, eða 6.
október.
Jafnframt því sem skólunum var
lokað var settur þar öflugur örygg-
isvörður hermanna og lögreglu-
þjóna. Yfirvöld hafa gripið tii
öflugra ráðstafana við mennta-
stofnanir í framhaldi af sprengingu
á Kimpo-flugvelli í Seoul á sunnu-
dag, þar sem fimm menn biðu
bana.
Kim Young-Sam, leiðtogi stjóm-
arandstöðunnar, hvatti náms- og
andófsmenn til að halda aftur af
sér meðan á Asíuleikunum stæði
til þess að umheimurinn héldi ekki
að upplausn væri í þjóðfélaginu og
þjóðin klofín í stríðandi fylkingar.
Norðmenn hneykslast á þingmönnum:
Lystireisa á kostn-
að skattborgaranna
Ósló, frá Jan Erik Laurc, fréttaritara
NEYTENDA- og stjórnunar-
nefnd norska Stórþingsins er um
þessar mundir í kynningarferð
um Bandarikin og hefur ferða-
lagið vakið mikla athygli heima
í Noregi. Eftir norskum sendi-
mönnum i New York er nefnilega
haft, að ferðin sé sannkölluð
Norsk skip flytja
olíu til S-Afríku
Osló, fra J. E. Laure, fréttaritara Morgun blaðsins og AP.
Suður-Afrika heldur jng Research Bureau) hefur
látið frá sér fara. Athygli
vekur, hve mikinn þátt
norsk skip eiga í þessum
flutningum.
Alls lönduðu 83 olíuskip 15,5
millj. tonnum af hráolíu í Suður-
áfram að flylja inn mikið
magn af hráolíu þrátt fyrir
bann Sameinuðu þjóðanna
við sölu á olíu þangað. Kem-
ur þetta fram I skýrslu, sem
hollenzkt fyrirtæki (Shipp-
Sænskur hommi sví-
virti rænulaus böm
Stokkhólmi, frá AP og Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞRJÁTÍU og sjö ára Svíi, sem starfað hefur sem hjúkrunar-
fræðingur á skurðdeild barnadeildar Ostra-sjúkrahússins í
Gautaborg, hefur viðurkennt að hafa í rúman áratug haft
kynmök við a.m.k. 80 drengi á aldrinum 3ja-12 ára meðan
þeir biðu þess að vakna eftir svæfingu.
„Þetta er reiðarslag. Það tók
enginn eftir neinu. Maðurinn kom
mjög vel fyrir og vakti traust hjá
öllum. Hann virtist mjög skyn-
samur og aðgætinn og við sýndum
honum fyllsta traust,“ sagði Ulla
Leissner, starfsmannastjóri
sjúkrahússins.
Að sögn lögreglu svívirti öfug-
ugginn börnin þegar hann var á
næturvakt á sjúkrahúsinu. Gat
hann þá athafnað sig óáreittur í
herbergi, þar sem börnin voru
sett að lokinni skurðaðgerð meðan
þau voru að vakna eftir svæfingu.
Maðurinn var handtekinn í
síðustu viku að ábendingu fram-
köllunarfyrirtækis í Stokkhólmi.
Hann hafði það fyrir sið að taka
ljósmyndir af sér við óhæfuverkin
með tímastilltri myndavél. Árum
saman notaði hann svarthvíta
fílmu, sem hann framkallaði og
kópíeraði sjálfur. Nýlega tók hann
hins vegar litfilmur í notkun og
sendi þær til framköllunar í
Stokkhólmi.
Að sögn lögreglu, sem kveðst
ekki hafa fengist við andstyggi-
legra mál, fundust á heimili
hommans hundruð ljósmynda,
sem afhjúpuðu hann. Hann hefur
verið ákærður fyrir hið ósiðlega
athæfi og á yfír höfði sér allt að
átta ára fangelsi. Nafn hans hefur
ekki verið birt. Talið er að maður-
inn hafi byijað þessa iðju fljótlega
eftir að hann hóf störf á Östra-
sjúkrahúsinu upp úr 1970.
Afríku á árunum 1983-1984. Var
það meira en helmingur þeirrar
olíu, sem Suður-Afríka þurfti að
flytja inn a þessu tveggja ára tíma-
bili. Fimmtíu og eitt þessara skipa
var norskt og fluttu þau sem nam
þriðjungi af olíuþörf Suður-Afríku.
Tölur fyrir árið í ár eru ekki enn
fyrir hendi, en víst er, að hlutur
norskra skipa í olíuflutningum til
Suður-Afríku er enn mjög mikill.
Það eru einkum fjögur norsk
skipafyrirtæki, sem aðsetur hafa í
Noregi, er þátt eiga í þessum flutn-
ingum. Talsmenn þessara fyrir-
tækja halda því hins vegar fram,
að þessir flutningar séu nú að
mestu úr sögunni.
Morgunblaðsins.
lystireisa á kostnað norskra
skattborgara.
Til þessa hefur ferðin verið fólg-
in í tveggja daga heimsókn í
Disney-skemmtigarðinum á
Flórída, helgardvöl í New Orleans
þar sem sóttir voru jassleikar og
ekkert sparað í mat og drykk og í
ferðalagi með langferðabíl eftir
endilangri vesturströnd Banda-
ríkjanna. Norskir skattgreiðendur
borga að sjálfsögðu reikninginn.
Ferðakostnaðurinn einn er rúmlega
ein milljón ísl. kr., gisting og matur
kosta rúmlega 2,1 milljón og svo
kemur risna að auki. Samtals á
kynningarferðin að kosta 3,33 millj-
ónir ísl. kr.
Það þykir best sýna alvöruna,
sem býr að baki þessari svokallaðri
kynningarferð, að margir þing-
mannanna hafa með sér maka sinn
og börn. Til þess er þó ætlast, að
þau'kosti sig sjálf. Forsætisnefnd
Stórþingsins verður ávallt að leggja
blessun sína yfír ferðir af þessu
tagi og það gerði hún nú. Ljóst
þykir þó, að dagskrá ferðarinnar
hefur verið breytt og ekki í þá átt
að auka ferðalöngunum erfiðið.
Nokkrir þingmenn ætla að taka
þetta mál fyrir á Stórþinginu, t.d.
Carl I. Hagen, formaður Fram-
faraflokksins. Segir hann, að ekkert
sé við það að athuga, að þingmenn
kynni sér siðu og háttu útlendra
þjóða svo fremi þeir læri af því og
geti betur gegnt stöðu sinni. Ekki
komi hins vegar til mála að þeir séu
að frílista sig með fjölskyldunni á
kostnað skattgreiðenda.
Pakistan:
Sovétmaður drepinn
IslnmahaH Moskvn AP “■
Islamahad, Moskvu, AP.
Hermálafulltrúi við sovéska
sendiráðið í Pakistan var skotinn
til bana í borginni Islamabad sl.
þriðjudag. Morðinginn, sem tal-
inn er veill á geðsmunum, var
handtekinn.
Hermálafulltrúinn, Fyodor Gor-
enkov, ók í bifreið ásamt konu sinni
og 11 ára dóttur eftir einni af aðal-
götum borgarinnar, er árásarmað-
urinn, er oft hefur sótt um að fá
að flytjast til Sovétríkjanna, skaut
hann. Mæðgumar sakaði ekki.
Tass, fréttastofan sovéska, sagði
í gær, að morðið á Gorenkov sýndi
hve illa yfirvöld í Pakistan gættu
öryggis erlendra embættismanna
og myndi hafa slæm áhrif á sambúð
ríkjanna tveggja. Hún er stirð fyrir
þar sem Pakistanir hafa stutt við
bakið á skæruliðum í Afganistan
er beijast við Sovétmenn og her-
menn leppstjómar þeirra þar.