Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Stofnfundiir Lagnafélags íslands eftir Friðrik S. Kristinsson Stofnfundur Lagnafélags íslands verður haldinn laugardaginn 4. október næstkomandi kl. 13.30 í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Stofnfundurinn verður jafnframt fyi'sti fræðslufundur félagsins og fjallar um varmaendurvinnslu í loft- ræsikerfum, sögu þeirra, reynslu af notkun og tæknilegan giundvöll. 15. maí sl. var haldinn fundur til undirbúnings stofnunar Lagnafé- lags Islands. Þar vom mættir aðilar frá mörg- um félögum og stofnunum. A þessum fundi var rætt um markmið og verksvið félagsins, og kosið í átta manna undirbúningsnefnd. Hlutverk félagsins' er að vinna að þróun lagnatækni á Islandi með því að: a) Skipuleggja fyrirlestra og nám- skeið ásamt útgáfu fræðslurita. b) Stuðla að rannsóknum og tæknilegum umbótum í lagna- tækni. c) Stuðla að og fylgja eftir hæfni og menntunarkröfum þeirra er að lagnaframkvæmdum standa. d) Taka þátt í alþjóðasamstarfi á þessu sviði. Eflaust mætti fleira tína fram, en tíminn mun leiða í ljós hver þörf- in er. Eitt er víst, að fyrir löngu var orðið tímabært að bindast samtök- um, til að efla samstarf og gagn- kvæman skilning milli aðila sem starfa að fræðilegri og hagnýtri lagnatækni. Hveijir eiga erindi í svona félag? Allir sem í starfí sínu hafa nána snertingu við tæknileg og/eða fag- ieg vandamál á sviði lagnatækni og hafa til að bera þekkingu eða reynslu á því sviði. Hér má tilnefna einstaklinga frá meistara- og sveinafélögum blikk- smiða og pípulagningarmanna, verkfræðinga, tæknifræðinga, selj- endur, fulltrúa stofnana og skóla. Þessi upptalning telst þó engan veginn tæmandi, hér verður hvei' og einn að líta í eigin bann og spytja sjálfan sig hvort ekki sé ástæða til að styðja þetta félag, sér og öðrum til gagns og ánægju. Þörf er á auknum umræðum og skoðanaskiptum allra aðila, sem á þessu sviði starfa. Ekki er nóg að binda sig einvörðungu við þröng áhugasvið, hvort sem um er að ræða það faglega eða fræðilega. Innsýn í störf annarra, í vinnslu- keðjunni, hljóta að stuðla að jákvæðari og árangursríkari sam- skiptum. Þörfm á samræmdri túlkun og framsetningu gagna er brýn, svo allt gangi eins og til er ætlast. Þetta nær aldrei fram að ganga, svo viðunandi sé, nema menn beri virðingu fyrir verkþáttum hver ann- ars. Þetta gildir fyrir allan vinnslu- ferilinn, frá frumhönnun til lokafrágangs að ógleymdu viðhaldi sem öll kerf þurfa á að halda. Til stuðnings framsetningu og túlkunar gagna gefum við út staðla og reglugerðir, sem sífellt er verið að vitna til. Ekki kemur það að nægjanlegu gagni, ef dreifingu og kynningu útgáfuaðila er áfátt. Hér þarf mikið verk að vinna, svo viðunandi sé. Þetta á reyndar ekki eingöngu við á sviði lagna- tækni. Árið 1979 var gefin út bygging- arreglugerð sem gilda á hvarvetna á landinu. Þar eru áberandi tilvís- anir í islenska staðla, sem eru enn þann dag í dag óútkomnir. Hér er eflaust um að kenna fjármagns- svelti til handa Iðntæknistofnun íslands, sem á að standa að útgáfu þessari. Þetta gildir áreiðanlega um fleiri stofnanir sem vinna að útgáfu reglugerða, til að marka lágmarks- kröfur um frágang og öryggi í húsum og öðrum mannvikjum. Auð- vitað setur fámennið okkur ýmsar skorður í þessum efnum, og því nauðsynlegt að styðjast við erlenda # -------W'*' TT- Friðrik S. Kristinsson „Ekki megnm við held- ur gleyma þörfinni á upplýsingum og skýr- um ábendingum til notenda til að stuðla að rekstrarörygggi og hámarksnýtingu lagna- kerfa. Ekki er nóg að hanna og setja upp flókin kerfi og skilja þar við. staðla, sem byggjast á áralöngum rannsóknum og eru í sífelldri endur- skoðun. Við verðum að koma af stað umræðum og reyna að marka okk- ur einhveija sameiginlega stefnu í þessum málum. Því má segja, að félag sem þetta er tilvalinn grund- völlur til að knýja á um úrbætur í þessum málum. Ekki er nóg að gefa út staðla og reglugerðir ef kynning og eftirlit er af skornum skammti. Við verðum að stuðla að gagnlegum umræðum og kynningu á því efni sem út er gefið, sem okkur er ætlað að vinna eftir. Það hlýtur að vera okkur til famdráttar og stuðningur við stofnanir sem að þessum málum vinna. Við ættum einnig að geta hjálpað til við þróun kennslumála, með því að fá í okkar raðir fulitrúa frá skól- um, svo reynsla fyrrverandi nema megi styðja við skólastarfð. Ekki megum við heldur gleyma þörfinni á upplýsingum og skýrum ábendingum til notenda, til að stuðla að rekstraröryggi og há- marksnýtingu lagnakerfa. Ekki er nóg að hanna og setja upp flókin kerfi og skilja þar við. Állur raf- og hreyfibúnaður þarf reglubundið eftirlit og ættu greinargóðar upp- lýsingar að liggja fyrir, sem segja til um hvernig að þessu eigi að standa. Umfang þessara upplýsinga fer auðvitað eftir stærð og gerð kerfa, og þeim kröfum sem settar em um rekstraröryggi þeirra. Því miður skortir skilning á þörf þessari, og sá tími vanmetinn sem fer í vinnslu þessara gagna. Kröfur verkkaupa um frágang og umfang leiðbeininga eru sjaldnanst fyrir hendi og því injög misjafnt hvemig til tekst við gerð þeirra, ef þá nokk- uð er gert. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík, byggingardeild, er eini aðilinn sem setur fram einhveijar kröfur um frágang slíkra gagna, fyrir hita- og loftræsikerf, sem þó eru enn í mótun. Rík ástæða er til að styðja þetta frumkvæði, því ef vel tekst til, mun það stuðla að markvissri stefnu í þessum málum. Allt of algengt er, að óánægju með lagnakerf megi rekja til ófull- nægjandi lokaprófana og stillinga, auk lélegs viðhalds. Mat á þýðingu þessara verkþátta endurspeglast í verðmati verktaka í tilboðum og vilja verkkaupa til borgunar á þeim. Hönnuðir þyrftu líka að fastmóta betur kröfur sínar um vinnubrögð við prófanir og stillingar. Einnig kemur til lélegt upplýs- ingastreymi til hönnuða, er varðar kröfur og óskir um sveigjanleika vegna hugsanlegra breytinga síðar meir. Hér hefur verið stiklað á stóru, og eflaust ekki allir sammála öllu því sem fram er sett. En er ekki einmitt hugmyndin með stofnun Lagnafélags Islands að skapa um- ræður um málefni sem snerta svið okkar. Ég skora á alla, sem telja sig að öllu eða einhvetju leyti helga starfs- krafta sína lagnatækni, að fjöl- menna á stofnfund Lagnafélags Islands 4. október næstkomandi. Höfundur er tæknifræðingur á Verkfrædistofunni Onn sf. Námskeiðið í sam- skiptum fjölskyldu NÝLEGA hóf starfsemi sína fyr- irtækið Samskipti: fræðsla og ráðgjöf sf. Markmið fyrirtækis- ins er m.a. að halda námskeið fyrir foreldra i samskiptum for- eldra og barna. Nfeiðimenn Námskeiðin byggja á hugmynd- um bandaríska sálfræðingsins dr. Thomas Gordon. Þau fjalla um það, hvernig foreldrar geta komist hjá valdbeitingu í uppeldi barna sinna með því að vinna að lausn uppeldis- vandamála með börnunum. Námskeið sem þessi hafa verið haldin í Bandaríkjunum og á Norð- urlöndum. Aðstandendur hér eru sálfræðingamir Hugo Þórisson og Wilhelm Norfjörð. Þeir hafa báðir starfað við Ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu skóla um árabil, kennt við Kennaraháskóla íslands og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um samskipti fullorðinna og barna. í „veiðitilboði" Hótels Borgarness sameinast spenna veiðiferðarinn- ar og áhyggjulaus dvöl á notaleg- um gististað. Við útvegum ykkur veiðileyfi á fengsælum veiðisvæð- um Borgarfjarðar, nesti og korttil veiðiferðarinnar, jafnframt því sem við bjóðum upp á allar veit- ingar og þjónustu árshótela. í Borgarnesi er einnig góð sund- laug þar sem hægt er að fara í Ijós, heitan pott og gufubað að lokinni ánægjulegri veiðiferð. Upplýsingar í síma: 93-7119 og 7219. X-Töföar til XX fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.