Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
43
Er Falkenhorst-ævintýrið á enda?
Búgarðurinn verð-
ur seldur í haust
— verðum ekki áf ram hér nema
við kaupum segir Herbert Olason
Á ÞÝSKA meistaramótinu sem
haldið var hjá Herbert Ólasyni á
Falkenhorst spurðist það út að
til stæði að selja Falkenhorst-
búg-arðinn i haust. Var þetta
borið undir Herbert og staðfesti
hann það í samtali við blaða-
mann. Sagði hann að ekki yrði
framhald á starfsemi sinni á
Falkenhorst nema þá að hann
keypti búgarðinn. „Leigan er það
há sem ég borga af þessu nú að
hún jafngildir því sem ég þyrfti
að borga í afborganir og vexti.“
Þá var Herbert spurður hvort
rekstrargrundvöllur væri fyrir þeirri
starfsemi sem hann hefur rekið
þama á Falkenhorst og kvað hann
svo vera en tók þó fram að senni-
lega þyrfti að standa öðruvísi að
þessu en gert hefur verið. „Staður-
inn er mjög vel í sveit settur, svo til
í miðju Þýskalandi og ekki iangt
frá hraðbraut. Enginn sambærileg-
ur staður býður upp á aðra eins
möguleika og ef ég verð héma
áfram þá skapast möguleiki fyrir
íslendinga til að halda Evrópumót
hér á Falkenhorst í framtíðinni. Ef
ekki verður af því að ég kaupi Falk-
enhorst mun ég eigi að síður verða
hér fram í Þýskalandi fram yfir
Equitana-sýninguna, sem haldin
verður í Essen 11.—17. mars á
næsta ári.“
Eftir mótið á Falkenhorst var
Herbert ráðinn framkvæmdastjóri
íslandsdeildarinnar á Equitana af
stjóm I.P.Z.V. (Landssamband ís-
landshesteigenda í Þýskalandi) og
mun hann sjá um að skipuleggja
það pláss sem íslenska hestinum
eða umbjóðendum hans verður út-
hlutað á sýningunni en Herbert
hélt að það gæti orðið um 6—700
fermetrar. Þar mun íslenskum fyr-
irtækjum gefast kostur á að kynna
þjónustu sína eða framleiðslu og
taldi Herbert þetta eitt besta tæki-
færi til íslandskynningar því
Reiðhöllin á Falkenhorst er um 800 fermetrar og var henni breytt í veitingasal fyrir meistaramótið.
Equitana er ein stærsta vömsýning
sem haldin er í Þýskalandi og taldi
Herbert þetta mest sóttu sýninguna
í Þýskalandi með yfir eina milljón
sýningargesta. íslenskir aðilar hafa
vannýtt þennan góða auglýsinga-
möguleika fram að þessu,“ sagði
Herbert og vildi hann halda áfram
á Equitana því sem hann byijaði á
á meistaramótinu á Falkenhorst,
að kynna íslensk matvæli.
En ekki er allt upptalið sem er
á döfinni hjá Herbert því 17.—19.
október nk. heldur hann Skeið-
meistaramótið sem er orðinn fastur
liður í mótshaldi í Þýskalandi. í
fyrra var mótið haldið í Roderath
og voru 160 hestar skráðir til leiks
þá. Gerði Herbert ráð fyrir 180 til
200 hestum nú. Keppt verður t öll-
um skeiðgreinum og fimmgangi,
íslenskri gæðingakeppni og tölti.
Er mikill áhugi fyrir þessu móti og
er búist við þátttakendum frá Aust-
urríki, Sviss, Hollandi og Danmörku
og kannski fleiri Norðurlöndum.
Á þessari stundu er sem sagt
allt óráðið með framhald á Falken-
horst-ævintýrinu, leigusamningur-
inn rennur út um næstu áramót og
ljóst er að ef Herbert kaupir ekki
Falkenhorst mun hann fara þaðan.
En hvemig sem þetta allt fer sagð-
ist Herbert ánægður með útkomuna
á meistaramótinu því nú væru þeir
búnir að gefa Þjóðveijum tóninn
um það hvemig ætti að halda al-
mennilegt mót.
V.K.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Herbert stjórnaði meistaramótinu með miklum glæsibrag og hér
sést hann ávarpa gesti í mótslok. Með honum á myndinni eru frá
vinstri Dr. Giildner formaður I.P.Z.V. bæjarstjóri Helferskirchen
og lengst til hægri Klaus Beuse, sem var þulur mótsins.
HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Aðsjámgðu^