Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR i’á. SEPTÉMBER 1986 25
Morgunblaðid/Ingiberg
Unnið að lagningn hundins slitlags í Saurbænum.
Vegagerð í Dölum:
Bundið slitlag
á 22 kílómetra
Hvoli, Saurbæ, Dalasýslu.
Leiddi rök að því að frelsið
hlyti að vera reynsluhugtak
— segir dr. Hannes H. Gissurarson, sem flutti eitt aðal-
erindið á þingi Mont Pélerin-samtakanna á Ítalíu
Dr. Hannes H. Gissurarson flytur erindi sitt á þingi Mont
Pélerin-samtakanna.
UNDANFARIÐ hefur verið unn-
ið að því að leggja bundið slit.lag
á vegi hér í Dölum svo sem víða
annars staðar á landinu. I sumar
var lagt slitlag á rúma 22 kíló-
metra í Dalasýslu, og munar um
minna í einu, eftir að menn hafa
keyrt á malarvegum að mestu
leyti til þessa. Lagt var á vegar-
kafla frá Búðardal og alla leið
að vegamótum að Laugaskóla og
er það rúmlega 16 kílómetra
Skelfisk-
vinnsla að
hefjast á
Vopnafirði
Skelfiskvinnsla er að hefjast á
Vopnafirði á ný eftir nokkurt
hlé. Tveir bátar verða gerðir út
á hörpudisk fram yfir áramót,
Lýtingur NS 250, sem er 140
tonna bátur, og Fiskanes NS 37,
50 tonna bátur.
Þeir voru á skelfiskveiðum í
fyrrahaust og einnig í janúar og
febrúar sl. og aflaðist vel að sögn
framkvæmdastjóra Tanga hf., Pét-
urs Olgeirssonar. Tíu til tólf manns
vinna við hörpudiskinn í landi, en
aðalveiðisvæðin eru í Vopnafirði og
Bakkafirði og því stutt á miðin.
Fiskanes fór í sinn fyrsta veiðitúr
á þriðjudaginn en Lýtingur kom
hinsvegar úr slipp frá Húsavík í gær
og byijar veiðar í dag.
vegalengd og auk þess var slitlag
sett á í Saurbænum, frá Bersa-
tungu og niður allan Hvolsdal
að Skriðulandi og eru það tæpir
6 kílómetrar. Hér er um mikla
samgöngubót að ræða og er aug-
Ijóst, að hraða þarf slíkum
framkvæmdum svo sem mest má.
Þá er einnig unnið að lagfæringu
°g uppbyggingu vega víðar í sýsl-
unni. A Tjaldaneshlíð er verið að
byggja upp nýjan veg, þar sem frá
fyrstu tíð nánast hefur verið vega-
ruðningur og lítið verið gert til
lagfæringa. Ekki er reiknað með
að laga nema hluta af Tjaldanes-
hlíð í þetta sinn, en hún er nú orðin
einn helzti tálminn í vetrarumferð
um Strandir, því meginhluti vegar
á þeirri leið hefur tekið stakkaskipt-
um á undanförnum árum. Þá verður
einnig unnið að lagfæringu vegar
í Haukadal í sumar. Einnig er verið
að bytja að leggja nýjan veg heim
að Laugaskóla frá þjóðvegi og verð-
ur það vafalaust mikil samgöngu-
bót, enda ekki vanþörf á að laga
þann veg heim að stærsta heimili
í Dölum, bæði sumar og vetur, því
á veturna er þarna heimavistar-
skóli fyrir börn og unglinga úr allri
Dalasýslu utan Búðardals og em
nemendur á annað hundrað sam-
tímis í skólanum, og á sumrin er
rekið Eddu-hótel á Laugum og hef-
ur sá rekstur gengið ágæta vel og
aðsókn aldrei verið meiri en í sumar.
Sitthvað fleira er verið að gera
hér um slóðir í vegamálum og er
það mikið ánægjuefni, enda orðið
afar brýnt að hafa samgöngukerfið
í sæmilegu lagi, því það mun vera
þjóðhagslega það hagkvæmasta,
sem gert er. Þess vegna er óskandi,
að áfram verði haldið á sömu braut.
IJH.
Dagana 31. ágúst til 6. sept-
ember héldu Mont Pélerin-sam-
tökin svonefndu aðalfund í Saint
Vincent í Aosta-dal á Ítalíu. Þessi
samtök voru stofnuð í Mont Pé-
lerin í Sviss árið 1947 af um
fjörutíu nafnkunnum mönnum,
þar á meðal þeim Milton Fried-
man, Karli Popper, Friedrich A.
von Hayek og George Stigler.
Tilgangur þeirra er sá einn að
vera vettvangur til rökræðna
fyrir frjálslynda hagfræðinga,
heimspekinga og aðra mennta-
menn. Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson flutti eitt aðalerind-
ið á ráðstefnunni. Nefndist það
„Heimspekilegar forsendur
frjálsræðisskipulagsins“, og var
þar gerður góður rómur að því.
„Upphaflega stóð til,“ sagði dr.
Hannes Hólmsteinn í samtali við
Morgunblaðið, „að ég væri umsegj-
andi eða commentator. En svo vildi
til, að sá, sem átti að flytja aðalræð-
una um þetta efni, veiktist, svo að
ég varð að hlaupa í skarðið með
skömmum fyrirvara. í erindi mínu
andmælti ég þeim mönnum, sem
hyggjast styðja hið fijálsa skipulag
einberum nytjarökum. Slíkir nytja-
stefnumenn eru í sem fæstum
orðum þeirrar skoðunar, að hið
fijálsa skipulag réttlætist aðeins af
góðum afleiðingum sínum. Það
hámarki til dæmis heildarvelferð
borgaranna og sé þess vegna gott
skipulag. Ég hélt því hins vegar
fram, að slík nytjarök gætu aldrei
verið tæmandi, því að menn yrðu
að hafa fyrir einhvern siðferðilegan
mælikvarða, svo að þeir gætu sagt
til um, hvað teldust góðar afleiðing-
ar. Þennan siðferðilega mælikvarða
gætu þeir aðeins smíðað úr sögu-
legri reynslu okkar af því að vera
frjálsir menn.“
Hannes sagði ennfremur: „Ég
leiddi rök að því í erindi mínu, að
frelsið hlyti að vera reynsluhugtak.
Vitundin um frelsið hefði kviknað
upp úr hinum sögulega veruleika
fijálsra manna, ef svo mætti segja.
Smám saman hefði sérstakt ein-
staklingseðli mótast og menn öðlast
hæfíleika til þess að velja og hafna.
Þess má geta, að Sigurður Nordal
lýsir sögulegri mótun einstaklings-
eðlisins af mikilli næmni í frásögn
sinni af Agli Skalla-Grímssyni í
bókinni íslenskri menningu. Þar
sem við héldum þingið á Ítalíu, tók
ég þó einkum dæmi af ítölsku end-
urreisninni, eins og Jakob Burck-
hardt segist frá henni í hinni frægu
bók um hana. Hins vegar tók ég
það fram, að nytjarök margra
ágætra hagfræðinga á okkar dög-
um væru sterk. Það væri staðreynd,
að menn gætu öðlast miklu fleiri
og meiri lífsgæði í fijálsræðisskipu-
laginu heldur en undir oki sameign-
arstefnunnar, þótt það skipti meira
máli, hvað við væmm eða vildum
vera heldur en hvað við hefðum eða
gætum öðlast af því, sem mölur og
ryð fær grandað.
Annars var fleira geit á ráðstefn-
unni en ræða um þessi háalvarlegu
málefni," sagði Hannes Hólm-
steinn. „Það var til dæmis gaman
að hitta iðnaðarráðherra Frakk-
lands, sem gerði sér sérstaka ferð
þangað, en hann er nú í óða önn
að selja þar ríkisfyrirtæki, eins og
Sverrir Hermannsson gerði með
myndarbrag á meðan hann var iðn-
aðarráðherra hér heima. Ég snæddi
einnig kvöldverð með einum fyrr-
verandi fjármálaráðherra ítala, sem
er reyndar í Sósíalistaflokknum,
þótt hann sé fylgjandi markaðsvið-
skiptum og fíjálsri samkeppni. Það
er gott að vita til þess, að vinstri
flokkar í Evrópu skuli margir vera
að hverfa frá óraunhæfum miðstýr-
ingarhugmyndum fyrri ára. En
flestir félagar í þessu málfundafé-
lagi okkar hafa reyndar takmark-
aða trú á stjórnmálamönnum, þótt
sumir ágætir menn hafí verið eða
séu félagar þar, svo sem Ludwig
Erhard, kanslari Þýskalands, Luigi
Einaudi Italíuforseti, Sir Geoffrey
Howe, William Simon og George
Shultz."
Ýmsir kunnir fræðimenn héldu
erindi á ráðstefnunni. Má þar nefna
Gary Becker, prófessor í Chicago-
háskóla, sem flutti erindi um fjöl-
skylduna frá hagfræðilegu
sjónarmiði séð, James M. Buchan-
an, prófessor í George Mason-
háskóla, sem ræddi um einstakling
og ríkisvald, og svissneski hagfræð-
ingurinn Peter Bernholz, en hann
talaði um leiðir til þess að takmarka
seðlaprentunai-vald ríkisins, sem
alltaf hefði verið misnotað af stjórn-
málamönnum.
■ý?
Hjartaklúbbur
Sjúkraþjálfarans sf.
Stofnum Hjartaklúbb við heilsurækt
Sjúkraþjálfarans sf., Dalshrauni 15,
Hafnarfirði.
Um er að ræða framhaldsþjálfun fyrir hjarta- og
æðasjúklinga sem felst í upphitun, leikfimi, leikj-
um, teygjum, félagslegum stuðningi og fræðslu.
Samþykki læknis nauðsynlegt.
Leiðbeinendur:
Sérmenntaðir íþróttakennarar.
Halldóra Björnsdóttir,
Wolfgang Sahr.
Skráning fer fram í síma 54449.
Sjúkraþjálfarinn sf.,
Dalshrauni 15, Hafnarfirði.