Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 t Móðir okkar elskuleg, RAGNHILDUR KRISTBJÖRG ÞORVARÐSDÓTTIR, Langholtsvegi 20, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 16. september. Þorvarður Örnólfsson, Anna Örnólfsdóttir, Valdimar Örnólfsson, Ingóifur Örnólfsson, Arnbjörg Auður Örnóifsdóttir, Þórunn Örnólfsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Guðrún Úlfhildur Örnólfsdóttir, Sigriður Ásta Örnólfsdóttir, Finnborg Örnólfsdóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, ■ JÖRGEN ÞORBERGSSON fyrrverandi tollvörður, lést þriðjudaginn 16. september. Agnar Jörgensson, Jensey Stefánsdóttir, Sigurður Jörgensson, Sigrún Gissursdóttir, Svana Jörgensdóttir, Gunnar Torfason, Ása Jörgensdóttir, Einar Þ. Guðmundsson. t Eiginmaður minn, ÞÓR ERLING JÓNSSON, Funafold 15, andaðist þriðjudaginn 16. þessa mánaöar. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Sverrisdóttir. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, MAGNÚS MAGNÚSSON, Tryggvagötu 22, Selfossi, verður jarðsettur frá Selfosskirkju laugardaginn 20. september kl. 10.30. Svandfs Jónsdóttir, Haraldur Ingi Magnússon, Helga Björg Magnúsdóttir, Halla Jóhanna Magnúsdóttir. + Eiginmaður minn, sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN FRIÐGEIRSSON, Víkurbakka 40, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ásdfs Magnúsdóttir, Friðgeir Þorsteinsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA EINARSDÓTTIR frá Berjanesi, Stórholti 23, verður jarðsungin frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn 20. september kl. 2 e.h. Kveðjuathöfn sama dag í Háteigskirkju kl. 11.00 f.h. Einar Örn Guðjónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Sigurður Vigfússon, Gunnar Guðjónsson, Díana Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, RAGNARJÓHANNSSON, Hlégerði 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. september kl. 10.30. Gyða Waage, börn og tengdabörn. + Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar SOLVEIGAR BJÖRNSDÓTTUR, Asparfelli 8. Systkini hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Jón Kolbeins- son — Minning Fæddur 2. ágúst 1906 Dáinn 10. september 1986 Þriðjudagurinn 9. september var einn af mörgum sólskinsdögum sumarsins. Laust eftir miðnætti þetta kvöld leysti hann frændi minn landfestar og sigldi til eilífðarlands- ins. Fullviss er ég um að landtaka hefur verið góð, og á ströndinni hafa staðið áður komnir ættingjar og vinir. Við umskipti sem þessi koma margar minningar í hugann. Allt frá því að lítill telpukrakki man fyrst eftir sér. Stígvél komu í böggli frá Nonna frænda er sigldi á stóru skipi til Ameríku. Stígvél þessi voru slíkar gersemar að fyrsta kastið voru þau einungis notuð uppi í rúmi. Seinna var það dúkka er opnaði og lokaði augunum, og svo margt og margt. Allt frá því ég man hann frænda minn fyrst hef ég haft mikið dá- læti á honum, og svo mun um okkur öll systkinin. Hann hefur verið vak- inn yfir velferð okkar frá því að við fyrst litum þennan heim. Er því ekki að undra að við kveðjum hann með söknuði. Hann frændi minn hét Jón Kol- beinsson, fæddur 2. ágúst 1906 í Ólafsvík. Sonur Kolbeins Jónssonar söðlasmiðs, ættuðum úr Borgarfirði og konu hans Elínar Þ. Sveinbjam- ardóttur. Hann var einn af 6 bömum sem þau eignuðust. Tvö létust í fæðingu, Guðríður lést 8 ára og Ámi 17 ára. Eftir lifir Kar- ólína, ekkja Kristins Sigmundsson- ar frá Hamraendum. í Ólafsvík átti Jón sína fmm- bemsku, en 11 ára flytur hann ásamt fjölskyldu sinni út í Breiðuvík, fyrst að Faxastöðum, en nokkmm ámm síðar að Eyri á Arn- arstapa. Jón fór snemma til sjós, aðeins 13 ára. Fyrst var hann á fiskiskip- um og togurum, en réðst síðan til Eimskipafélags íslands. Hann var lengi á Dettifossi, meðal annars öll stríðsárin. Hann var nýkominn í land er skipinu var sökkt í stríðslok. í landi starfaði hann fyrst hjá málningarverksmiðjunni Hörpu, síðan versluninni Edinborg, og nú síðast hjá Landsbanka íslands. Þar var hann við störf er hann veiktist í febrúar síðastliðnum, af þeim sjúk- dómi er leitt hefur til þessara umskipta. Hraustur var hann alla tíð og eigi inn á sjúkrahús komið fyrr en í vetur. Kona Jóns er Valgerður Guð- mundsdóttir kennari, dóttir hjón- anna Guðmundar Eggertssonar og Pálínu Matthildar Sigurðardóttur frá Tröð í Kolbeinsstaðahreppi. Valla frænka, en svo kölluðum við hana, er mikill kvenkostur, greind og skemmtileg. Þau hjón vom svo samrýnd og samvalin að af bar. Má segja að jafnrétti kynjanna ríkti þar löngu áður en slíkt komst í tísku. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en systur mínar, þær Ella Kolbrún og Pálína Matthildur, ólust upp hjá þeim að mestu frá 6 ára aldri. Þær em báðar giftar, Ella Kolbrún dósent, gift Gunnari Frið- bjömssyni arkitekt og eiga þau tvö böm. Pálína Matthildur gift Sigfúsi Jóhanni Johnsen dósent og eiga þau þijú böm. Systkinin Jón og Karólína hafa alltaf verið óvenju samrýnd og milli fjölskyldnanna mikill samgangur. Mátti heita að heimiii mömmu og pabba fyrir vestan og Völlu og Nonna hér syðra væri sem eitt. Er ég fyrst fór að heiman var því sjálf- sagt að ég dveldist hjá Völlu og Nonna. Nokkmm ámm seinna er ég gifti mig var Nonni frændi svara- maður minn. Við systkinin og fjölskyldur okkar höfúm alla tíð notið takmarkalausrar umhyggju frá þeim hjónum. í öllum fjölskyldu- samkvæmum hafa þau Nonni og Valla verið sjálfsagðir gestir. Eitt er það sem einkenndi Nonna frænda og Völlu líka, hversu gott þau áttu með að skilja böm og unglinga. Hann var ólatur að bera okkur á háhesti og leika við okkur, allt til hinsta dags. Hann frændi minn var þéttur á velli og þéttur í lund. Glaðlyndur og kunni vel að meta góðra vina fundi. Hann var frændrækinn svo af bar, vinafastur svo, að enn em hans bestu vinir leikfélagarnir und- an Jökli. Hann átti áreiðanlega engan óvildarmann. Hann hafði óvenju stórt hjarta er rúmaði allan krakkaskarann hennar systur sinnar, og alltaf var rúm fyrir nýjan fjölskyldumeðlim. Nú er komið að kveðju um sinn og þakka ég allt sem hann hefur gert fyrir okkur öll. Hún mamma mín á margs að minnast bæði frá gleði- og sorgarstundum. Hún hefur mikið misst. Mest hefur þó hún Valla misst, við hugsum til hennar, og biðjum að ævikvöldið verði henni fagurt. Við biðjum góðan guð að styrkja Völlu og mömmu í þeirra miklu sorg. Hafi elsku frændi hjartans þakk- ir fyrir allt frá okkur öllum. Erna Kveðja Að morgni 10. september frétt- um við systkinin að Nonni hennar Völlu frænku væri látinn, en svo nefndum við ætíð Jón Kolbeinsson eiginmann Valgerðar föðursystur okkar. Okkur fannst erfitt að trúa því. Reyndar vissum við að hann hafði kennt sér meins um nokkurt skeið, en kvöldið áður en kallið kom hafði hann verið með okkur og þá jafn glaður og kátur og hann vár jafnan. Hann glettist við unga fólk- ið og lundin var létt þrátt fyrir háan aldur. Það er ætíð sárt að missa svo kæran vin sem Nonni var, en slíkir menn deyja ekki í hugum þeirra, sem eiga um þá jafn hugljúfar minningar og við um hann — og allar ánægjustundimar, sem hann veitti okkur, riíjast upp. Nonni kom öllum, sem umgeng- ust hann, í gott skap, hláturinn hvellur og smitandi og glettnin skein úr augunum. Við bömin hændumst að honum strax á unga aldri. Hann var svo hiýr og skipti aldrei skapi, að minnsta kosti ekki í návist okkar. Þó gat hann verið fastur fyrir, en það var aðeins til þess að auka virðinguna fyrir hon- um, því að það fannst fljótt að það var sanngimin, sem einkenndi allar hans gerðir. Hann var eins og traust bjarg. Orðmargur var hann ekki, en eftir því sem hann sagði var tekið. Orð hans vom sem lög og eftir þeim var farið. En það voru mild lög. Við áttum mörg sporin til Völlu og Nonna. Okkur var ætíð tilhlökk- unarefni að heimsækja þau. Ein- lægari móttökur var ekki hægt að hugsa sér. Þau voru mjög samrýnd og nöfn þeirra ætíð tengd saman í hugum okkar og tali. Hún Valla hefði áreiðanlega ekki getað valið sér betri lífsförunaut. Nú á skilnaðarstundu er margs að minnast, en þó verður okkur þakklæti efst í huga. Missir Völlu er mikill, en hún er sterk kona, og við vitum að það verður hennar stærsti styrkur að hafa átt samleið með svo góðum dreng. Freyjugötusystkinin Jón Kolbeinsson er dáinn. Það bar snöggt að, ég á bágt með að trúa því enn. Hvenær erum við til- búin er dauðann ber að. Sannarlega finnst okkur, að góðir menn sem okkur þykir vænt um deyi allt of fljótt. Jón fæddist 2. ágúst 1906, sonur Kolbeins Jónssonar söðlasmiðs og bónda ættaðs vestan úr Hnappa- dalssýslu og konu hans, Elínar Sveinbjarnardóttur frá Olafsvík. Þau hjón bjuggu fyrst í Ólafsvík, en lengst af og til dauðadags Ixiggja, á amtmannssetrinu gamla Eyri á Arnarstapa. Kolbeinn faðir Jóns og föðuramma mín og afi voru gamlir sveitungar. Afi og amma brugðu búi, fluttu til Reykjavíkur en vináttutengsl voru alltaf mikil milli heimila. Jón fór snemma að vinna fyrir sér svo sem þá var sið- ur. Vann á búi föður síns á sumrum en stundaði sjó á vetrum, fyrst á smábátum, man ekki betur en hann segði mér að langleiðina hafi hann unglingur, farið fótgangandi er hann sótti ver suður í fyrsta sinn. Síðar tóku togarar við. Ég átti heima á Freyjugötunni, ólst þar upp + Útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdafööur og afa, GUÐBJÖRNS SUMARLIÐASONAR, símvirkjameistara, Birkimel 8, sem lést í Landspítalanum 13. september, verður gerð frá Nes- kirkju föstudaginn 19. september klukkan 3 síödegis. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Valgerður Jónsdóttir, Tómasína Oddsdóttir, Sumarliði Guðbjörnsson, Birgir Guðbjörnsson, Saevar Guðbjörnsson, Jón Pétur Guðbjörnsson, Steinunn Guðbjörnsdóttir, Jón Steinar Guðbjörnsson, Anna Kristín Þórarinsdóttir og barnabörn. Rannveig Pálsdóttir, Rut Rútsdóttir, Hrönn Pálmadóttir, Anney Ósk Bragadóttir, Óskar Garöarsson, + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORBJÖRNS JÓNSSONAR frá Hafnarhólmi, til heimilis að Ástúni 12. Aðalbjörg Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega hlýhug og samúð sem okkur var sýnt við andlát bróður okkar og mágs, EYJÓLFS HALLDÓRSSONAR, verkstjóra. Sérstakar þakkir flytjum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfs- fólki á Hrafnistu. Einnig viljum við þakka félögum í Útivist og Ferðafélagi íslands. Sigríður Halldórsdóttir, Magnea Halldórsdóttir, Frfmann Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.