Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.09.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 43 Er Falkenhorst-ævintýrið á enda? Búgarðurinn verð- ur seldur í haust — verðum ekki áf ram hér nema við kaupum segir Herbert Olason Á ÞÝSKA meistaramótinu sem haldið var hjá Herbert Ólasyni á Falkenhorst spurðist það út að til stæði að selja Falkenhorst- búg-arðinn i haust. Var þetta borið undir Herbert og staðfesti hann það í samtali við blaða- mann. Sagði hann að ekki yrði framhald á starfsemi sinni á Falkenhorst nema þá að hann keypti búgarðinn. „Leigan er það há sem ég borga af þessu nú að hún jafngildir því sem ég þyrfti að borga í afborganir og vexti.“ Þá var Herbert spurður hvort rekstrargrundvöllur væri fyrir þeirri starfsemi sem hann hefur rekið þama á Falkenhorst og kvað hann svo vera en tók þó fram að senni- lega þyrfti að standa öðruvísi að þessu en gert hefur verið. „Staður- inn er mjög vel í sveit settur, svo til í miðju Þýskalandi og ekki iangt frá hraðbraut. Enginn sambærileg- ur staður býður upp á aðra eins möguleika og ef ég verð héma áfram þá skapast möguleiki fyrir íslendinga til að halda Evrópumót hér á Falkenhorst í framtíðinni. Ef ekki verður af því að ég kaupi Falk- enhorst mun ég eigi að síður verða hér fram í Þýskalandi fram yfir Equitana-sýninguna, sem haldin verður í Essen 11.—17. mars á næsta ári.“ Eftir mótið á Falkenhorst var Herbert ráðinn framkvæmdastjóri íslandsdeildarinnar á Equitana af stjóm I.P.Z.V. (Landssamband ís- landshesteigenda í Þýskalandi) og mun hann sjá um að skipuleggja það pláss sem íslenska hestinum eða umbjóðendum hans verður út- hlutað á sýningunni en Herbert hélt að það gæti orðið um 6—700 fermetrar. Þar mun íslenskum fyr- irtækjum gefast kostur á að kynna þjónustu sína eða framleiðslu og taldi Herbert þetta eitt besta tæki- færi til íslandskynningar því Reiðhöllin á Falkenhorst er um 800 fermetrar og var henni breytt í veitingasal fyrir meistaramótið. Equitana er ein stærsta vömsýning sem haldin er í Þýskalandi og taldi Herbert þetta mest sóttu sýninguna í Þýskalandi með yfir eina milljón sýningargesta. íslenskir aðilar hafa vannýtt þennan góða auglýsinga- möguleika fram að þessu,“ sagði Herbert og vildi hann halda áfram á Equitana því sem hann byijaði á á meistaramótinu á Falkenhorst, að kynna íslensk matvæli. En ekki er allt upptalið sem er á döfinni hjá Herbert því 17.—19. október nk. heldur hann Skeið- meistaramótið sem er orðinn fastur liður í mótshaldi í Þýskalandi. í fyrra var mótið haldið í Roderath og voru 160 hestar skráðir til leiks þá. Gerði Herbert ráð fyrir 180 til 200 hestum nú. Keppt verður t öll- um skeiðgreinum og fimmgangi, íslenskri gæðingakeppni og tölti. Er mikill áhugi fyrir þessu móti og er búist við þátttakendum frá Aust- urríki, Sviss, Hollandi og Danmörku og kannski fleiri Norðurlöndum. Á þessari stundu er sem sagt allt óráðið með framhald á Falken- horst-ævintýrinu, leigusamningur- inn rennur út um næstu áramót og ljóst er að ef Herbert kaupir ekki Falkenhorst mun hann fara þaðan. En hvemig sem þetta allt fer sagð- ist Herbert ánægður með útkomuna á meistaramótinu því nú væru þeir búnir að gefa Þjóðveijum tóninn um það hvemig ætti að halda al- mennilegt mót. V.K. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Herbert stjórnaði meistaramótinu með miklum glæsibrag og hér sést hann ávarpa gesti í mótslok. Með honum á myndinni eru frá vinstri Dr. Giildner formaður I.P.Z.V. bæjarstjóri Helferskirchen og lengst til hægri Klaus Beuse, sem var þulur mótsins. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Aðsjámgðu^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.