Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
5
Hinir geysivinsælu
DENIM
VATT-JAKKAR
KOMNIR AFTUR
Frá höfninni í
Stykkishólmi.
ÞAÐ ER líflegft og svipfallegt
um að litast í Stykkishólmshöfn
og þá sérstaklega á föstudögum
því þá liggja skelbátarnir inni,
róa hvorki á föstudag eða laug-
ardag.
Grásleppubátarnir eru komnir í
höfn og hraðbátarnir lagstir við
bryggju. Þótt minna hafi verið um
gi'ásleppuna hór í ár en í fyrra má
segja að hún hafi ekki verið sem
verst ef ég nota orð eins skipstjór-
ans sem var með tvo með sér á
vertíðinni og fékk yfir 40 tunnur.
Þá mun dúntaka úr cyjum hafa
verið með meira móti. Eigendur
Stykkishólmi
dúnsins eru nú í óða önn að koma
honum í hreinsun og senda hann
margir til Flateyjar þar sem Haf-
steinn Guðmundsson hefur komið
sér upp góðri aðstöðu til hreinsunar
og eins til fjaðratínslu, sem nú er
lagt mikið upp úr, enda eykst verð-
mæti að mun ef dúnninn er íjaðra-
tíndur. Baldur er við bryggjuna að
búa sig til ferðar yfír Breiðafjörð,
farþegarnir tínast um borð og síðan
er lagt af stað. „Það er ekki ama-
legt veðrið núna,“ sagði einn
farþeganna og var ekki örgrannt
um tilhlökkun í tóninum, enda er
alltaf gaman að fara um eyjasund
í góðu veðri. Árni
Borgarráð:
Aheyrnarfulltrúar
fá setu í skólamálaráði
Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt með þremur atkvæðum
tillaga skólamálaráðs varðandi þrjá áheyrnarfulltrúa á fundum ráðs-
ins. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá með tilvísun í bókun, sem gerð
var á síðasta fundi skólamálaráðs.
Skólamálaráð samþykkti á fundi
sínum sl.'mánudag að. Félagi skóla-
stjóra við grunnskóla verði heimilað
að tilnefna einn fulltrúa til setu á
fundum ráðsins og að samtökum
kennara í Reykjavík verði heimilað
að tilnefna tvo fulltrúa. Fulltrúarnir
skulu hafa málfrelsi og tillögurétt.
Skólamálaráð fól formanni ráðs-
ins að taka upp viðræður við
SAMFOK, Samband foreldra- og
kennarafélaga í grunnskólum í
Reykjavík, um hvei'nig samskiptum
félagsins og ráðsins verði best fyrir
komið.
í bókun minnihlutans segir:
„Jafnframt því sem við ítrekum
bókun okkar frá síðasta fundi skóla-
málaráðs um að vefengja megi
fundi ráðsins vckjum við athygli á
því að álitsgerð lögfræðings liggur
fyrir um rétt kennara til setu í
skólamálaráði samanber fundar-
gerð fræðsluráðs frá fyrsta þessa
mánaðar. Við teljum ekkei-t annað
koma til greina en að fylgja gninn-
skólalögum í þessu efni. Að sjálf-
sögðu væri til mikilla bóta að
skólastjórar eignuðust fulltrúa í
skólamálaráði/fræðsluráði en það
má ekki vera á kostnað þeirra aðila
sem þegar eiga rétt til setu í ráðinu
samkv. 18. gr. grunnskólalaga.“
Borgarráð:
Styrkur til Kvenna-
athvarfsins
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Kvennaathvarfinu í
Reykjavík fjárstuðning að upphæð 1G0 þúsund krónur.
Að sögn Gunnars Eydal skrif-
stofustjóra borgarstjórnar var
beiðni um verulega hærri styrk send
til umsagnar félagsmálaráðs.
Minnihlutinn lagði til að upphafleg
beiðni um fjárstuðning hlyti sam-
þykki en sú tillaga var felld.
Í bókun félagsmálaráðs um fjár-
stuðning til Kvennathvarfsins er því
beint til félagsmálastjóra að taka
upp viðræður við samtökin um með
hvaða hætti frekari samvinna geti
verið milli borgarinnar og samtak-
anna. Skal það gert með tilliti til
þess að fleiri aðilar eru að vinna
að svipuðum málum á öðrum svið-
um.
íþróttir aldraðra:
Velheppnað námskeið
fyrir leiðbeinendur
DAGANA 22. — 24. ágúst sl.
efudi félag áhugainaniia uni
íþróttaiðkanir aldraðra til nám-
skeiðs fyrir leiðbeinendur í
Árbæjarskóla í Reykjavík.
Námskeiðið sóttu 53 starfsmenn
hjúkrunar- og dvalarstofnana aldr-
aðra, sjúkraþjálfarar, félagsfræð-
ingar og íþróttakennarar. Leiðbein-
endur voru úr riiðum íþróttakenn-
ara, lækna, sjúkraþjálfara og
félagsráðgjafa.
Þáttakendur komu víða að af
landinu. Auk beinnar fræðslu fengu
þeir að kynnast notkun hjálpar-
tækja, rita og hljómsnælda sem
varða íþróttaiðkanir aldraðra. Um
40 aldraðir frá Kópavogi heimsóttu
námskeiðið og sýndu leikfimi undir
stjórn Elísabetar Hannesdóttur.
Einnig mikið úrval af glæsilegum fatnaði nýkomið, t.d.:
★ EINLITAR KLUKKUPRJÓNSPEYSUR.
★ HERRASKYRTUR ★ DÖMUSKYRTUR.
★ ÞYKKIR BÓMULLARBOLIR ★ SÍMUNSTRAÐ-
AR PEYSUR ★ TREFLAR ★ HANSKAR ★
HÚFUR ★ PEYSUR/PILS SETT O.M.FL.
(ͧI KARNABÆR
■ Austurstræti 22—Laugavegi 30—Laugavegi 66—Glæsibat
S—Glæsibæ. Simi frá skiptiborði 45800
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Fataval, Keflavík — Mata Hari, Akureyri — Nína, Akranesi — Sparta, Sauðárkróki —
Adam og Eva, Vestmannaeyjum — Eplið, ísafirði — Báran, Grindavík — Hornabær,
Höfn í Hornafirði — Lindin, Selfossi — Nesbær, Neskaupstað — ísbjörninn, Borgar-
nesi — Þórshamar, Stykkishólmi — Viðarsbúð, Fáskrúðsfirði — Kaupfélag Húnvetn-
inga, Hvammstanga — Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli — Díana, Ólafsfirði — Skógar,
Egilsstöðum — Zikk Zakk, Garðabæ.