Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
223. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
Prentsmiðja Morgunblaðaina
Svíþjóð:
Myndir af
ókunnum
kafbátum
Stokkhólmi, AP.
ÓKUNNIR kafbátar eru enn
á ferð innan sænsku lögsög-
unnar. Kom þetta fram í
viðtali, sem birtist í gær við
Bengt Gustafsson, nýskipað-
an yfirmann sænska hersins.
Lofaði hann að birta brátt
ljósmyndir þessu til sönnun-
ar.
í viðtali við Svenska Dag-
bladet sagði Gustafsson, að með
skýrslu, sem birt yrði síðar í
mánuðinum, myndu fylgja ljós-
myndir, sem teknar voru í sumar
af ókunnum kafbátum innan lög-
sögunnar. Vildi hann ekki gefa
nánari upplýsingar og sagði, að
gæði myndanna væru ekki næg
til að unnt væri að segja með
vissu hvaðan kafbátarnir væru.
Gustafsson var í viðtalinu fremur
varkár í orðum en í fyrra full-
yrti hann, að það væru Sovét-
menn, sem stæðu að baki
brotunum á fullveldi Svía.
Bengt Gustafsson er 53 ára
gamall og tók i fyrradag við af
Lennart Ljung sem yfirmaður
sænska hersins.
Bifreið Gorbachevs
Morgunblaðið/Einar Falur.
Síðdegis í gær lentu tvær stórar sovéskar flutningavélar frá Aeroflot-flugfélaginu á Keflavíkurflug-.
velli. Innanborðs höfðu þær tækjakost sovéska liðsins, sem fylgir Mikhail Gorbachev hingað til
Lands. Sérstaka athygli vakti þegar svörtum glæsivagni var ekið úr annarri Dyushin II-76TD vél-
inni, var þar komin bifreið af Zil-gerð, sem Gorbachev hefur til afnota á meðan á dvöl hans hér
stendur. Myndin sýnir bifreiðina og öryggisverði, sem umkringdu hana um leið og hjólin snertu
jörðina.
V-þýska blaðið Bild:
Mesta afvopn-
unarráðstefna
fyrr og síðar?
Hamborg.AP.
VESTUR-ÞÝSKA dagblaðið
Bild sagði i gær að Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti og
Mikhail Gorbachev, Sovét-
leiðtogi myndu á fundi sínum
í Reykjavík í næstu viku, und-
irbúa mestu afvopnunarráð-
stefnu í sögu mannkynsins.
Blaðið sagði að stórveldin
væru nálægt því að gera sam-
komuiag um bann við efnavopn-
um, brottför sovéska hersins frá
Afganistan, mikla fækkun með-
aldrægra kjamorkueldflauga í
Evrópu og hvenær geimvama-
áætlun Bandaríkjamanna yrði
hrint í framkvæmd. Bild bar
sovéska sendifulltrúa að hluta
til fyrir fréttinni. Blaðið kvað
Reagan einnig hafa sagt við
aðstoðarmenn sína, að ákvarð-
anir er teknar yrðu eftir fundinn
í Reykjavík 11. og 12. október,
yrðu þær mikilvægustu er hann
hefði átt þátt í að teknar væm,
á öllum sínum æviferli.
Sovéskur kafbátur á skeri fyrir
utan Karlskrona
Leiðtogafundurinn í Reykjavík:
Gorbachev er von-
góður um árangur
Moskva,AP.
MIKHAIL GORBACHEV, Sovétleiðtogi sagði í Leningrad í
gær, að leiðtogafundurinn í Reykjavík í næstu viku gæti
orðið upphafið að bættum samskiptum stórveldanna tveggja
og hvatti til þess, að komist yrði að samkomulagi um tak-
mörkun vígbúnaðar og bann við kjarnorkutilraunum.
Gorbachev gagnrýndi einnig
harðlega geimvopnaáætlun
Bandaríkjamanna í þessum
fyrstu ummælum sínum um
leiðtogafundinn í Reykjavík, en
sagðist þó vongóður um að hann
yrði árangursríkur.
Boris Pyadyshev, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði síðdegis í gær að ekki
væri ákveðið hvernig dagskrá
fundarins yrði, né hveijir færu
með Gorbachev til íslands.
Bandaríkjamenn hafa lýst því
yfír að þeir geti ekki samþykkt
bann við kjamorkutilraunum að
svo stöddu, þar sem tryggja
þurfí öryggi núverandi vamar-
kerfa og komast að samkomu-
lagi um hvemig fylgjast eigi
með að slíku banni sé framfylgt.
Sjá ennfremur fréttir á bls.
22-25.
Mikhail Gorbachev
Gyðingar ætla sér að
fjölmenna til Islands
Nýjar reglur gætu sett strik í reikninginn
REGLUR dómsmálaráðuneytis-
ins um að erlendir ferðamenn
verði að sýna fram á að þeir
eigi visan gististað við komu
sina til landsins hafa fallið í
grýttan jarðveg hjá þeim sam-
tökum, sem berjast fyrir rétti
gyðinga í Sovétríkjunum og
hugðust efna til aðgerða á
Reybjavíkurfundinum.
Jerry Goodman, formaður sam-
takanna „The National Confer-
ence on Soviet Jewry", sagði í
viðtali við Morgunblaðið að regl-
umar hefðu valdið sér vonbrigð-
um: „Hér er augljóslega verið að
takmarka rétt manna og frelsi.
Fyrst íslendingar þurfa að grípa
til slíkra aðgerða til að tryggja
öryggi hlýtur sú spuming að
vakna hvort réttur staður hafi
orðið fyrir valinu þegar ákveðið
var að halda Reykjavíkurfundinn."
Goodman sagði að reglumar
myndu verða til þess að færri
gyðingar gætu tekið þátt í barátt-
unni fyrir bræður sína í Sovétríkj-
unum. Hann tók fram að leigja
ætti Boeing farþegavél til að flytja
þátttakendur í aðgerðunum til
Islands og myndu þeir koma og
fara samdægurs. Að sögn Good-
mans verður ekki um mótmæli
að ræða á íslandi og myndi allt
fara friðsamlega fram. Áætlað
væri að afhenda leiðtogunum
viljayfírlýsingu á fundinum.
Sjá fréttir á bls. 24.
Bandaríkjamenn
vilja fréttaleynd
-á meðan viðræðurnar standa yf ir
Washington, AP.
BANDARÍKJAMENN hafa faríð þess á leit við Sovétmenn,
að þeir samþykki fréttaleynd á viðræður þeirra Reagans for-
seta og Gorbachevs Sovétleiðtoga, á meðan þær fara fram á
íslandi í næstu viku. Skýrði Larry Speakes, talsmaður Hvita
hússins, frá þessu í gær.
„Við höfum lagt til við Sovét-
stjómina, að við förum eins að
og gert var í Genf og kom okkur
að svo miklu gagni þar, það er
að við skýrum ekki frá viðræðun-
um, eftir að fundimir em
byijaðir, en gemm það þegar
fundunum er lokið," sagði Spe-
akes.
Speakes sagði slíka fréttleynd
vera í samræmi við tillögur
Gorbachevs um „stuttar og
skjótar einkaviðræður." Speakes
kvaðst hins vegar ekki vita,
hvort slík fréttaleynd hefði verið
lögð fynr sovézka embættis-
menn á íslandi við undirbúning
viðræðnanna þar.
Speakes sagði ennfremur, að
Reagan forseti „er þeirrar skoð-
unar, að einkaviðræður augliti
til auglitis við Gorbachev em
bezta leiðin til að ná árangri á
þessum mikilvægu tímamótum í
samskiptum okkar".