Morgunblaðið - 04.10.1986, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
Hannibal og Gylfi Þ. á þingi
Alþýðuflokksins:
4 ImWÍ Fagna sameiningu
jafnaðarmanna
Morgunblaðið/ól.K.M.
Gylfi Þ. Gislason og Hannibal Valdimarsson takast í hendur á flokksþinginu í gærkveidi. Á milli þeirra
stendur núverandi formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson.
Flokksþing Alþýðuflokksins:
„Sögulegar sættir“
í Alþýðuflokknum
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins,
hið 43. í röðinni, var sett á Hótel
Ork í gær og mun það standa
fram á sunnudagskvöld.
Jóhanna Sigurðardóttir, vara-
formaður Alþýðuflokksins, setti
þingið og las upp kveðjur sem bor-
ist höfðu, m.a. frá Benedikt
Gröndal, Willy Brandt, Alþjóðasam-
bandi jafnaðarmanna og víðar að.
Síðan sagði Jóhanna m.a.: „Á stund
sögulegra sátta og á 70 ára af-
mæli Alþýðuflokksins er hollt að
skyggnast um öxl um leið og litið
er til framtíðarinnar. Vissulega
hafa skipst á skin og skúrir í við-
burðaríkri og litríkri sögu Alþýðu-
flokksins. Pólitísk átök, klofningur
og átök um leiðir að settu marki
hafa vissulega skilið eftir sár og
veikt áhrif jafnaðarstefnunnar í
íslensku þjóðfélagi."
Jóhanna sagði það ánægjulegan
og sögulegan viðburð að Bandalag
jafnaðarmanna hefði ákveðið að
ganga til liðs við Alþýðuflokkinn.
Sú ákvörðun hafí verið rétt. „Hún
sýnir að geta, vilji og hugrekki er
fýrir hendi til að fínna nýjar leiðir
til að vinna hugsjónum sínum far-
veg, vinna málstaðnum fylgi,“ sagði
Jóhanna.
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður flokksins, hóf mál sitt á því
að ávarpa Ásmund Stefánsson, en
bað menn þó um að hrapa ekki að
ályktunum fyrirfram. Hann sagði
að áður fyir hafí formanni Al-
þýðuflokksins og forseta Alþýðu-
sambandsins verið ætlaður einn
stóll. „Verkhyggnir menn vita, að
því aðeins helst stóll uppi, að undir
honum séu flórir fætur," sagði Jón
Baldvin. „Það er óráð að saga stól-
inn í sundur og klambra undir hann
spelkur. Það verður seint kallað
völundarsmfð. Sú kemur tíð á
tímum vaxandi virðingar fyrir fom-
um hagleik og handverki, að stóll-
inn verður færður til síns
upprunalega horfs. Á meðan það
verður ekki þurfum við Ásmundur,
eða aðrir sem stólinn sitja, að
minnast þess að þröngt mega sáttir
sitja."
Síðan talaði Jón Baldvin um
sögulegar sættir innan Alþýðu-
flokksins, sem hafí komið í ljós
þegar Hannibal Valdimarsson og
Gylfí Þ. Gíslason tókust í hendur á
þinginu. Þá kvaðst Jón fagna því
að tekist hefði að ná sáttum og
sameiningu við Bandalag jafnaðar-
manna, því þar með hefði tekist að
fullu að bæta fyrir þau alvarlegu
mistök, sem leiddu til þess að Vil-
mundur Gylfason sagði sig úr
lögum við Alþýðuflokkinn.
Guðmundur Einarsson ræddi
nokkuð um Bandalag jafnaðarmana
og sagði síðan: „Við viljum nú
ganga til samstarfs við fólk sem
vill og getur gert þær róttæku
breytingar sem eru nauðsynlegar á
íslensku þjóðfélagi. Með inngöngu
Félags frjálslyndra jafnaðarmanna
er verið að prófa nýtt samstarfs-
form. Það er verið að breyta
flokknum í átt til nýrra starfshátta,
nýrra aðferða, umburðarljmdis og
víðsýni. Enginn hefur einkarétt á
jafnaðarstefnunni. Innan flokksins
á að rílg'a samkeppni og jákvæð
togstreita um það hvað sé jafnaðar-
mennska. Með þessu fólki og fyrir
þetta fólk á þessi flokkur stórkost-
legustu möguleika sem nokkur
flokkur á í dag.“
Ásmundur Stefánsson ræddi um
sameiginlegt upphaf Alþýðusam-
bands íslands og Alþýðuflokks.
Hann sagði að margir forystumenn
ASÍ hafí stutt Alþýðuflokkinn, þótt
það ætti ekki við um hann. Hann
lagði á það áherslu að frá hægri
blésu kaldir vindar nýfrjálshyggj-
unnar og gegn henni yrði að beijast.
Hann sagði: „Sundrung vinstri
hreyfíngarinnar setur mark á alla
pólitíska umræðu í landinu. Á með-
an foiystumenn Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags eyða meira púðri
í að gera hvom annan tortryggileg-
an en að beija á íhaldinu, er lítils
árangurs að vænta."
Ásmundur sagði að nafn sitt
hefði hlotið sæmilega umfjöllun fyr-
ir þingið. Ýmsir hafí talið að hann
myndi lýsa inngöngu sinni í Al-
þýðuflokkinn á þessu flokksþingi.
Hann kvaðst telja sér til álitssauka
að umfjöllun um flokkslegar vistar-
vemr sínar hafi náð að keppa við
umræður um fund Reagans og
Gorbachovs, en hann vilji ítreka það
að hann sé f Alþýðubandalaginu í
Reykjavík og ætlaði sér ekki að
hafa vistaskipti.
HANNIBAL Valdimarsson og
Gylfi Þ. Gislason eru heiðurs-
gestir á flokksþingi Alþýðu-
flokksins, sem nú stendur yfir.
Þegar Hannibal steig í pontu við
upphaf þingsins, var honum vel
fagnað. Hann hóf ræðu sína með
þvi að minnast þess, að bráðlega
væru 60 ár liðin síðan leiðir hans
og Aiþýðuflokksins lágu samamn
á ísafirði og 40 ár síðan hann
og Gylfi voru kosnir á þing.
Hannibal sagði, að íslenzkt þjóð-
félag hefði brejitzt gífurlega á
þessum árum og stóran hlut í þeirri
brejrtingu hefðu Alþýðuflokkurinn
og Alþýðusambandið átt. Væri
varla ofmælt að hlutur þeirra væri
stærstur. Frá stefnu Alþýðuflokks-
ins, jafnaðarstefnunni, teldi hann
sig aldrei hafa vikið. Hann sagðist
fagna því, að allir jafnaðarmenn
jrrðu nú undir einu merki í næstu
kosningum og sæi hann ekki betur,
en nú væri gamall draumur hans
að rætast.
Gylfi Þ. Gíslason steig í pontu á
eftir Hannibal og rakti stjómmála-
feril sinn og hans í nokkrum orðum.
Hann sagði, að sér þætti ákaflega
ánægjulegt að hitta Hannibal Vald-
imarsson á þessu þingi sem
samheija og bauð Bandalag jafnað-
armanna velkomið í hópinn. Gylfí
sagði að miklar brejrtingar hefðu
orðið og væru enn að verða á
íslenzkum stjómmálum. Nú gæti
enginn flokkur vænzt, að ná hrein-
um meirihluta í kosningum. Ríkis-
stjóm hljrti því að byggjast á
samstarfi tveggja flokka eða fleiri
og slíkt samstarf gengi ekki vel
nema heiðarleiki og gagnkvæmur
trúnaður ríkti. Hann sagði, að lang-
an líftíma viðreisnarstjómar mætti
sjálfsagt að mestu þakka gagn-
kvæmu trausti þeirra, sem að henni
stóðu. Njrtsamlegasta starf, sem
hann hefði unnið fyrir þjóð sína og
flokk hefði verið að taka þátt í
mjmdun viðreisnarstjómarinnar og
vinna að því að hún sæti svo lengi
sem raun bar vitni.
Kristín S.
Kvaraní
Sjálfstæð-
isflokkinn
Fer ekki í framboð
við komandi
Alþingiskosningar
KRISTÍN S. Kvaran, þing-
maður Bandalags jafnaðar-
manna, lýsti yfir því á fundi
með Lions-konum á Hótel
Sögu í gær, að hún hygðist
ganga til liðs við Sjálf stæðis-
flokkinn. Hún sagði i
samtali við Morgunblaðið,
að hún myndi ekki gefa kost
á sér á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins vegna
komandi Alþingiskosninga.
Kristín sagðist hafa lagt inn
umsókn í Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar og byggðist það á
ákvörðun hennar frá því í sum-
ar. Hún hefði hins vegar ekki
ætlað sér að skýra frá þessum
fyrirætlunum sínum fyrr en
næsta vor, en ákveðið að gera
það nú í ljósi breyttra að-
stæðna.
Metsala hjá SH í Bretlandi í september:
Þrefalt meiri sala en
í september í fyrra
Reiknað með að selt verði fyrir 2,6 milljarða á árinu
FISKSALA Icelandic Freezing
Plants í Grimsby, dótturfyrir-
tækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, í september síðastliðn-
um í Bretlandi var nær þrefalt
meiri en í sama mánuði siðasta
árs. Alls var selt fjrrir um 355
milljónir króna. Reiknað er með
að heildarsala fyrirtækisins i ár
nemi 2,6 milljörðum króna. Eftir-
spurn eftir fiski hefur verið mikil
og meðal annars vegna þess var
verð á þorskflökum hækkað um
9,5 til 10% í vikunni og verð á
rækju hefur aldrei verið hærra.
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðmundi H. Garðarssyni hjá SH
var sala dótturfyrirtækis SH í
Grimsby, Icelandic Freezing Plants
Ltd, í september 192% meiri en í
sama mánuði í fyrra í Bretlandi og
er þá miðað við sölu í sterlingspund-
um. Selt var fyrir 6,1 milljón punda
eða um 355 milljónir króna. Flök
voru seld fyrir 5.175.000 pund,
rúmar 300 milljónir króna og fískur
unninn í verksmiðjunni fyrir
Sturla Jóhannesson
hreppsijóri látinn
Sturla Jóhannesson.
STURLA Jóhannesson, hrepp-
stjóri á Sturlu-Reykjum í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði, lést
fimmtudaginn 2. október, 64 ára
að aldri.
Sturla var fæddur 3. apríl 1922, son-
ur Jóhannesar Erlendssonar bónda
og hreppsstjóra á Sturlu-Reykjum og
konu hans Jórunnar Kristleifsdóttur.
Hann stundaði nám við héraðsskól-
ann f Reykholti og Samvinnuskólann.
Að loknu námi varð hann gjaldkeri
við Andakílsvirkjun þegar hún var
byggð. Eftir lát föður síns tók Sturla
við búi á Sturlu-Reykjum 1953 og
bjó þar til ársins 1971. Þá tók hann
við starfí 'umboðsmanns Samvinnu-
trygginga í Borgamesi, sem hann
stundaði til dánardags. Hann varð
hreppstjóri Reykholtsdalshrepps árið
1950 og gegndi því starfí þar til hann
lést.
Eftirlifandi kona hans er Ásgerður
Þóra Gústafsdóttir og böm þeirra em
Hrafti, Hanna Jómnn og Inga Jóna.
945.000 pund, 54,8 milljónir króna.
Aukning á flakasölunni milli sept-
embermánaða þessi ár er 245% og
55% á sölu unnins físks. Sé sala
fyrirtækisins til annarra sölusvæða
í Evrópu en Bretlands tekin með,
nam salan í september síðastliðnum
8,5 milljónum punda eða 420 millj-
ónum króna. Aætlað er að heildar-
sala ársins verði um 45 milljónir
punda eða 2,6 milljarðar króna.
Fyrstu 9 mánuði ársins var selt
fyrir 26,3 milljónir punda, rúmlega
l'/2 milljarð króna. Það er 65%
meira en á sama tíma í fyrra. Guð-
mundur sagði að rekstur fyrirtækis-
ins hefði gengi vel. 4 til 5
framleiðslulínur væm að jafnaði í
gangi í verksmiðjunni og líkaði
framleiðslan vel á brezka markaðn-
um. Meðal helztu kaupenda væri
veitingahúsakeðjan McDonald’s og
stórverzlanir eins og Bejam og Ice-
land Food Stores. Þá seldi fyrirtæk-
ið vömr sínar í Frakklandi og vfðar
á meginlandi Evrópu.
Rekstur Icelandic Freezing
Plants var veigamikill þáttur í ís-
landskynningu við Humber-svæðið
í september síðastliðnum en fulltrúi
SH á kynningunni var Guðmundur
H. Garðarsson og stjómendur fyrir-
tækisins f Grimsby.