Morgunblaðið - 04.10.1986, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
29
fltofgtiiidfifrft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoóarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið.
Á afmæli
Háskóla Islands
Háskóli íslands minnist þess
nú með margvíslegum
hætti, að 75 ár eru liðin frá því
hann hóf starfsemi. Skólinn var
settur í fyrsta sinn hinn 17.
júní 1911, á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar forseta, og lýsir
það vel hinum nánu tengslum
sjálfstæðisbaráttunnar og há-
skólahugmyndarinnar. Hið
formlega afmæli skólans var því
á liðnu sumri, en ákveðið var
að efna til hátíðarhaldanna nú
á haustdögum, þegar kennsla
er hafin á ný. Einn liður þeirra,
sem er einkar ánægjulegur, er
einmitt kynning á námi og rann-
sóknum í Háskólanum. Hinn 19.
október verður þar svokallað
„opið hús“, en þá gefst almenn-
ingi kostur á að skoða sig um
í öllum byggingum skólans und-
ir leiðsögn kennara og nem-
enda. Er ástæða til að hvetja
menn til að nota þetta tækifæri
og heimsækja Háskólann og
kynnast þannig af eigin raun
því fjölbreytta starfí, sem þar
er unnið.
Á afmæli Háskóla íslands
munu forráðamenn hans vænt-
anlega reyna að vekja athygli
sfjómvalda og stjómmála-
manna okkar á þýðingu skólans
fyrir þjóðfélag okkar, atvinnulíf
og menningu. Háskólamenn
telja, að skólinn hafí fráleitt
fengið nægar Qárveitingar úr
ríkissjóði og þeir óttast að það
sé þegar farið að bitna alvarlega
á gæðum kennslu og rann-
sókna. Arðvænlegasta flárfest-
ingin er aukin þekking og það
em vísindamennimir, sem létta
mönnum störfín, auka gæðin
og eiga þannig mikilvægan hlut
í batnandi kjömm fólksins.
Þrátt fyrir sífellda efnahagsörð-
ugleika getur Morgunblaðið
ekki annað en tekið undir þær
raddir að svo mikilvæg störf
sem háskólakennsla em van-
metin að því er laun^kjör
varðar. Vandinn er sá, að auð-
veld úrlausn er ekki í sjónmáli.
Því er heldur ekki svo farið, að
auknar flárveitingar nægi einar
til að leysa vanda Háskólans. í
því sambandi er vert að minna
á þá staðreynd, að stór hluti
háskólastúdenta er ekki virkur
í námi eða hverfur frá því þegar
á fyrsta námsári, ýmist vegna
þess að þeir fínna ekki hugðar-
efni við hæfí eða standast ekki
kröfur skólans. Þetta hefur að
sjálfsögðu í för með sér gífur-
lega sóun á fjármunum, starfs-
kröftum, húsnæði og tíma.
Úrlausn á skipulagslegum
vandkvæðum Háskólans og
þeim vanda, er snýr að námi
og námsefni, er með öðmm orð-
um ekki síður mikilvæg en hin
Qárhagslega lausn. Með þessu
er ekki verið að gera lítið úr
fjárhagsvanda Háskóla íslands,
sem er mikið áhyggjuefni. Það
er ánægjulegt, að forráðamenn
skólans hafa á undanfömum
ámm verið að leita nýrra leiða
til að afla fjár. Reynt hefur verið
að styrkja tengsl skólans og
atvinnulífsins og uppi em m.a.
hugmyndir um, að skólinn selji
einstaklingum og fyrirtækjum
ýmis konar sérfræðiþjónustu í
auknum mæli. Atvinnufyrir-
tækin í landinu ættu að sjá sér
hag — og sóma — af því að
rækta tengslin við Háskólann
meira en þau gera nú og eiga
nokkurt fmmkvæði í því efíii.
Velta má því fyrir sér, hvort
ríkið geti ekki með einhveijum
hætti örvað framvindu í þessa
átt svo fyrirtækin sjái sér einn-
ig beinan Qárhagslegan ávinn-
ing af því að styrkja Háskólann
sjálfan, einstakar stofnanir
hans, kennara eða nemendur.
Háskóli íslands var ekki síst
stofnaður til að sýna festu þjóð-
arinnar í sjálfstæðismálinu. Á
lýðveldistímanum hefur það
verið veigamikið hlutverk hans,
að efla og styrkja sjálfstæðið.
Tilvera Háskólans er einn mikil-
vægasti vottur þess, að hér býr
fullvalda þjóð. Ef skólanum
hnignar, ef hann hættir að geta
laðað til sín hæfustu vísinda-
menn okkar, kennara og
nemendur, er það áfall fyrir
sjálfstæði okkar, áfall fyrir reisn
íslendinga í heiminum. Það er
þess vegna, sem við eigum að
slá skjaldborg um skólann, ekki
bara stjómvöld og stjómmála-
menn, heldur allur almenningur
í landinu. Háskóli íslands er
ekki og hefur aldrei verið skóli
hinna fáu útvöldu, heldur þjóð-
arinnar allrar. Besta afmælis-
gjöfín, sem Háskólinn getur
fengið þegar hann er orðinn 75
ára, er stóraukinn skilningur
fólksins í landinu á mikilvægi
háskólamenntunar fyrir iífskjör
og menningu þessarar þjóðar.
Með þeim orðum ámar Morgun-
blaðið Háskóla íslands heilla á
afmælishátíðinni og óskar þess
að vegur hans megi verða sem
mestur á komandi tíð.
Íslendíngar mótmæla óréttmæt-
um afskiptum af málum sínum
Krafa um sérréttindi í siglingum
brýturíbága við vamarsamninginn
eftir Þorstein Pálsson
fjármálaráðherra
Samskipti þjóða eru með ýmsum hætti og veg-
ir þeirra geta fléttast saman á margan hátt. Þegar
í hlut á stór þjóð annars vegar og smáþjóð hins
vegar, finnst mönnum gjaman að öll samskipti
séu á annan veginn. Stóiþjóðin hljóti að gefa, hin
minni að þiggja. Reynslan sýnir á hinn bóginn, að
í samskiptum ftjálsra þjóða er málum ekki þannig
háttað. Þar gildir hið sama og í ftjálsum þjóð-
félögum, virðingin fyrir einstaklingum ræðst hvorki
af stöðu né tign, heldur af framgöngu hans, mann-
gildinu.
Við viljum líta svo á, að tengsl íslands og Banda-
ríkjanna hafi í öllum meginatriðum sýnt, að
smáþjóðir geti á jafhréttisgrundvelli átt samstarf
við stórþjóðir. Stærri aðilinn í slíkum samskiptum
verður í ýmsum efnum að lfta til sérstöðu þess
sem minni er, ef vel á að fara.
Nóbelsskáldið Halldór Laxness segir á einum
stað frá því, er hann í boði í New York mætti
grönnum öldungi, sem kynnti sig á Saskatschew-
an-íslensku og sagðist heita Sveinn Bjamason af
Skógarströnd. Síðan'segir skáldið: „Þetta er full-
trúi og framkvæmdastjóri þeirrar listapólitíkur
kenndrar við Franklín D. Roosevelt forseta, sem
oUi aldahvörfum í amerískri listasögu: Holger
Cahill, maðurinn sem hafði skipulagt Museum of
Modem Art.“
Á ofanverðri 19. öld fluttust fjölmaigir íslend-
ingar tíl Ameríku vegna harðinda og fátæktar.
Úr þeim jarðvegi gat vaxið maður, sem síðar lagði
hönd að verki við að stofiia eitt merkasta Usta-
safii Bandaríkjanna. Þetta litla dæmi sýnir að
þeir vegir eru nánast órannsakanlegir, sem geta
fléttað saman stórar þjóðir og smáar. íslendingar
em stoltir af framlagi þeirra landa sinna, sem
lagt hafa dijúgan skerf af mörkum tíl þeirra af-
reksverka, sem þjóðir Norður-Ameríku hafa unnið.
Á milli Evrópu og Ameríku
Á íslandi hefur jafnan búið fámenn þjóð í stóm
landi í Norður-Atlantshafinu, miðja vegu miUi
Evrópu og Ameríku. ísland var fyrst og fremst
byggt af Norðmönnum og síðar vom það íslensk-
ir sækappar, sem fyrstir Evrópumanna fundu
Ameríku og kölluðu Vfnland. Þó að heimurinn
hafi breyst á þann veg að samgöngur og fjar-
skipti em nú með þeim hætti, sem enginn gat
gert sér í hugarlund áður, liggur ísland enn í
miðju Norður-Atlantshafinu. Sú staðreynd knýr
íslendinga tíl að horfa tíl beggja átta og rækta
tengsl bæði í Evrópu og Ameríku. Þó að það eigi
fremur við smáþjóð en stóiþjóð, að dreifa ekki
kröftum sfnum, Úggur í augum uppi, að íslending-
um er mikilvægt að halda uppi góðum og nánum
tengslum bæði við Evrópu og Ameríku. Það hlýt-
ur að vera homsteinn islenskrar utanríkisstefnu
að stuðla að nánum og góðum samskiptum þjóð-
anna beggja vegna Atlantshafe.
Menning og siðir em með ólíkum hætti á ís-
landi og f Ameríku. Bandaríkin em auðvitað á
alþjóðlegan mælikvarða mikil menningarleg upp-
spretta. Þar má finna allt hið besta f listum og
yísindum, en líka margt af því, sem miður fer.
íslendingar hafa, eins og margar aðrar þjóðir,
notið ávaxta bandarískrar menningar. Við hljótum
þó að kappkosta umfram allt annað, að viðhalda
okkar eigin menningu og tungu. Rætur íslendinga
standa traustum fótum f þeim bókmenntum,
íslensku sögunum, sem skráðar vom skömmu eft-
ir að land þeirra byggðist fyrir ellefu öldum. Sá
grunnur stendur óhaggaður enn í dag og til hans
sækja margir fræði- og listamenn víða um heim
við störf sín.
Öryggíshagsmunir
Við ætlum hér í dag fyrst og fremst að ræða
viðskiptaleg og pólitísk tengsl Élands og Banda-
ríkjanna. f samræmi við sögulegar hefðir hefur
ísland sldpað sér í fylkingu lýðræðisríkja í Vestur-
Evrópu. íslendingar eiga elsta starfandi þjóðþing
í heimi og þeir háðu langa vopnlausa baráttu fyr-
ir sjálMæði sfnu. Mikill meirihluti íslendinga hefur
því iitið á þátttöku í Norður-Atlantshafsbandalag-
inu sem svo g'álfsagðan hlut, að annað samrýmist
ekki sögu okkar og menningu.
Síðari heimsstyijöldin færði íslendingum heim
sanninn um að með hlutleysi er engan veginn
unnt að tryggja öryggishagsmuni þjóðarinnar.
Engum blandast hugur um að ísland hefur í raun
og veru lykilhlutverki að gegna að því er varðar
tengsl aðildarrfkja Atlantshafsbandalagsins annars
vegar í Norður-Ameríku og hins vegar í Vestur-
Evrópu. Þar tala staðreyndimar skýru máli.
Reynslan hefur fært okkur heim sanninn um að
vamarsamstarf lýðræðisríkjanna í Vestur-Evrópu
tryggir okkur frið og öiyggi. Sfvaxandi hemaðar-
umsvif Sovétmanna f Norðurhöfum em íslending-
um stöðug áminning um, að þetta samstarf er enn
nauðsynlegt.
Alþjóðlegir viðsldptahagsmumr
Fáar þjóðir eiga meira undir hindrunarlausum
alþjóðaviðskiptum en íslendingar. Útflutningur
íslendinga nemur um helmingi þjóðarframleiðsl-
unnar. Við eigum því mikla alþjóðlegra viðskipta-
hagsmuna að gæta og þess vegna höfum við gerst
aðilar að margvíslegu alþjóða- og flölþjóðasam-
starfi, er miðar að því að rydja hindmnum úr vegi
í viðskiptum milli ríkja. Við erum aðilar að
Fríverslunarsamtökum Evrópu og höfum gert mik-
ilvægan viðskiptasamning við Evrópubandalagið.
íslendingar em ekki aðilar að Evrópubandalaginu
en til aðildarianda þess fer um helmingur af út>
flutningi okkar. Og rúmlega helmingurinn af
innflutningi íslendinga kemur frá Evrópubanda-
laginu. Útflutningur íslendinga til landa Fríversl-
unarsamtakanna er hins vegar innan við 10% en
innflutningurinn um 20%.
Fisksala til Bandaríkjanna
Bandaríkin em á hinn bóginn stærsta einstaka
útflutningsland íslendinga. Þangað fara um 27%
heildarútflutningsins, en tæplega 7% af innflutn-
ingnum koma þaðan. Hér þarf ekki að taka það
fram að sjávarafurðir em langsamlega þýðingar-
mestar í útflutningsframleiðslu íslendinga.
Af þessu er ljóst að við eigum gífuriega mikið
undir því, að geta ræktað þann markað, sem við
höfúm byggt upp fyrir íslenskar sjávarafuiðir í
Bandaríkjunum. Atvinnulíf á íslandi er tiltölulega
einhæft og byggist að stórum hluta til á fiskveið-
um og fiskvinnslu. Það hafði því ómetanlega
þýðingu fyrir efnahagslegar framfarir í landinu,
þegar íslensku fiskvinnslufyrirtækin hösluðu sér
völl á Bandaríkjamarkaði.
Við höfum ekki þurft að kvarta undan þeim
viðskiptum, þvert á móti. Við höfúm litið svo á,
að þau séu mikilvæg lyftistöng í stöðugri baráttu
þjóðarinnar fyrir bættum lífskjömm.
Með nokkrum rétti lítum við svo á að sala sjáv-
arafurða og framleiðsla íslensku fiskiðnaðarfyrir-
tækjanna í Bandaríkjunum hafi einnig gildi fyrir
bandaríska markaðinn. Með vaxandi kröfum um
heilsusamlega fæðu er mikilvægara en áður að
gæðafiskur sé á boðstólum. Þeirri kröfu vilja ís-
lendingar sinna og geta gert það betur en aðrir.
Útflutningur íslendinga getur ekki skipt sköpum
fyrir markaði, hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum.
En hann ræður úrslitum fyrir afkomu íslensku
þjóðarinnar. Án jafiiræðis á alþjóðamörkuðum fær
efnahagsstarfeemi hennar ekki þrifist. Hvers kon-
ar hindranir og viðskiptaþvinganir em eðli máls
samkvæmt eitur f okkar beinum.
Fleiri en við hafa áhyggjur af vaxandi fylgi við
vemdarstefnu, í ræðu sem Geoige Shultz, utanrík-
isráðherra Bandarflganna, flutti í tilefni af 350
ára afinæli Harvard-háskóla fyrir skömmu komst
hann m.a. þannig að orði:
„Eitt hættumerkjanna er bölvaldurinn sem kem-
ur fram í vemdarstefnu. Sfðan á dögum Smoot-
Hawley hafa talsmenn vemdarstefnu á
Bandaríkjaþingi ekki verið jafnöflugir og nú. við
hefðum átt að læra það af reynslunni fyrir 50
árum, að vemdarstefna spillir aðeins afkomu okk-
ar og þeirra þjóða sem við skiptum við. Kallar á
gagnráðstafanir og dregur kraftinn úr heimsvið-
skiptum og þar með hagvexti f heiminum."
Þorsteinn Pálsson
„Telji Bandaríkjamenn sig ekki
geta haldið úti kaupskipaflota,
nema hann njóti vemdar til flutn-
ingatil bandarískra herstöðva í
fjarlægum löndum, á það rætur
að rekja til þess, að um misbrest
er að ræða í útlegð skipanna.
Hvers vegna má lögmál sam-
keppninnar ekki gilda almennt í
sjóflutningum? Bandaríkj astj óm
hefur verið óhrædd við að stuðla
að sem mestri samkeppni á öðm
sviði flutninga — með flugvélum.
Margir hafa fundið kröftum
sínum viðnám í samkeppninni á
hinni mikilvægu flugleið yfir
N orður-Atlantshaf. Fáir hafa
staðið sig betur í því efni en ís-
lendingar og er flugfélag þeirra
líklega það íslenska fyrirtæki,
sem flestir Bandaríkjamenn
þekkja.“
Hvaladeilan
Fyrir okkur íslendinga er þetta viðhorf utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna gleðiefni og afar mikil-
vægt En okkur nægir ekki að heyra það í
hátíðarræðum, við viljum að það sé lifandi f dagleg-
um samskiptum þjóðanna. Einmitt þess vegna
erum við í öllum meginatriðum ánægðir með við-
skiptin við Bandarfldn. En ýmis merki hafa þó
sést um það á undanfömum mánuðum, að banda-
rískir aðilar vilja færa sér það í nyt, í annarlegum
tilgangi, hve mikilla hagsmuna við höfúm að
gæta á þessum markaði. Eg á þar viðþau samtök
að beijast fyrir vemdun hvala og hóta íslendingum
að spilla fyrir íslenskum fiski á bandarískum mark-
aði vegna vísindaveiða íslendinga.
ísland er fylgjandi þeirri stefnu Alþjóðahvalveið-
iráðsins, að hætta hvalveiðum til að styrkja
hvalastofna. Alþingi íslendinga hefur gert um það
sérstaka samþykkt. Á hinn bóginn emm við einn-
ig, eins og Bandaríkjamenn, stuðningsmenn þeirrar
samþykktar Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem lýtur að
því að rannsóknir verði áfram stundaðar á hvala-
stofnunum.
Um nýtingu þeirra afurða, sem fást með hval-
veiðum í vfsindaskyni, hefur verið ágreiningur
milli íslendinga og Bandaríkjamanna. Eftir fund
viðskiptaráðherra Bandaríkjanna og sjávarútvegs-
ráðherra íslands, fyrr f sumar, varð að samkomu-
lagi, að haga sölu á hvalafurðum vegna vísinda-
veiða í samræmi við túlkun Bandaríkjanna á
ákvæðum samþykkta Alþjóðahvalveiðiráðsins er
snerta það atriði. í kjölfar þess féll Bandaríkja-
stjóm frá áformum um, að beita íslendinga
viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða í vísinda-
skyni.
íslendingar telja það óréttmæta afskiptasemi
af innanríkismálum sfnum, ef Bandaríkjastjóm
ætlar með vísan til laga um vemdun dýrateg-
unda, að knýja íslendinga til að hætta hvalveiðum
í vísindaskyni, sem fram fara á grundvelli alþjóða-
samþykkta.
Frá okkar sjónarmiði á að skera úr ágreiningi
um þau efni á vettvangi Alþjóðahvalveiðiráðsins
og ekki annare staðar. Frekari afskipti rfldsstjóm-
ar Bandaríkjanna af því, hvaða ákvarðanir íslensk
stjómvöld taka um hvalveiðar, yrðu aðeins vatn á
myllu þeirra sem vilja af annariegum hugmynda-
fræði- og hugsjónaástæðum spilla hinu góða
sambandi þjóðanna og reka fleyg í samstarf lýð-
ræðisþjóðanna í vamarmálum.
Þessi deila hefur hvorki snúist um vemdun
hvalastofnsins né heldur veiðar í vísindaskyni. Um
hvort tveggja eru þjóðimar sammála. Ágreiningur-
inn hefúr snúist um það, að við höfum ekki fallist
á, að Bandaríkjastjóm geti einhliða með hótunum
um viðskiptaþvinganir knúið fram eigin túlkun á
alþjóðasamþykktum, sem báðar þjóðimar eiga
aðild að. Slflcan ágreining á að leysa á þeim al-
þjóðlega vettvangi sem í hlut á.
Sjóflutningar
Samhliða því, sem deilt hefur verið um þetta
alriði, hefúr verið tekist á um þá vemdarstefnu
sem fylgt er í Bandaríkjunum varðandi sjóflutn-
inga til bandaríska vamarliðsins á íslandi. Eftir
tveggja ára deilu milli ríkjanna náðist nú fyrir
nokkrum dögum samkomulag um það eftii, sem
ástæða er til að fagna.
Sjónarmið íslendinga hefur verið að jafti réttur
til samkeppni skuli ráða á þessu sviði. í veginum
hafa hins vegar staðið bandarísk einokunariög frá
1904.
Vegna þess hve lengi dróst að leysa þetta mál
á þann veg, að báðar þjóðir væm jafnréttháar,
neyddist ríkisstjóm íslands skömmu áður en sam-
komulag tókst, að lýsa yfir því, að á Alþingi
íslendinga yrði lagt fram frumvarp til laga, er
hnekkti þvf að aðeins bandarísk skip gætu haldið
uppi flutningum til vamariiðsins á lslandi.
Bandaríska vamarliðið á íslandi dvelst þar á
grundvelli tvíhliða samnings, er veitir íslendingum
úrslitavald um allt er varðar framkvæmd hans í
landi þeirra, samnings, sem gerður var með vísan
til AUantshafssáttmálans, stofnskrár NATO, og
hefúr að markmiði að tryggja öryggi íslands og
samhliða bandamanna þeirra í Evrópu og Norður-
Ameríku. Það brýtur f bága við anda þess samnings
ef önnur þjóðin krefet sérréttinda, sem ekki em
bein ákvæði um í samningnum sjálfum. Engin
slfk ákvæði um sigiingar milli landanna eða flutn-
inga sjóleiðis em í samningnum.
Telji Bandaríkj amenn sig ekki geta haldið úti
kaupskipaflota, nema hann njóti vemdar til flutn-
inga til bandarískra heretöðva í fjariægum löndum,
á það rætur að rekja til þess, að um misbrest er
að ræða í útgerð skipanna. Hvere vegna má lög-
mál samkeppninnar ekki gilda almennt f sjóflutn-
ingum? Bandaríkjastjóm hefur verið óhrædd við
að stuðla að sem mestri samkeppni á öðm sviði
flutninga — með flugvélum. Margir hafa fundið
kröftum sínum viðnám í samkeppninni á hinni
mikilvægu flugleið yfir Norður-Átíantshaf. Fáir
hafa staðið sig betur í því efni en íslendingar og
er flugfélag þeirra Ifklega það íslenska fyrirtæki,
sem flestir Bandaríkjamenn þekkja.
Flugmálin
Um áratugaskeið hafa íslendingar rekið áætiun-
arflug á milli Bandaríkjanna og Evrópu með
viðkomu á íslandi. Þegar hin nánu samskipti
ríkjanna vom að mótast í sfðari heimsstyijöldinni
og árunum eftir hana, var það einmitt flugvöllur-
inn í Keflavík, sem var einn helsti tengiliður
landanna.
Þessi völlur var lagður af Bandaríkjamönnum
í stríðinu, en með komunni til íslands 1941 stigu
þeir fyrsta formlega skrefið til þátttöku í stríðinu
í Evrópu. í lok stríðsins vildu Bandaríkjamenn
gera samning til langs tfma við íslendinga um
afiiot af þremur stöðum á landinu fyrir heretöðv-
ar. Þeim tilmælum var hafiiað og Bandaríkjamenn
hurfu með heriið sitt frá íslandi, en höfðu áfram
tæknimenn á Keflavíkurflugvelli til að annast flug-
vélar sínar á leið yfir Atiantshaf.
Nú er öldin önnur í flugmálum. Ekki er lengur
þörf á því að jnillilenda á Atiantshafi á leiðinni
frá Norður-Ameríku til Evrópu. Engu að síður er
Keflavfkurflugvöllur sá staður, sem flestir Banda-
ríkjamenn hafa heimsótt á íslandi vegna ferðalaga
með Loftleiðum og síðan Flugleiðum yfir hafið.
Á næsta ári verður gjörbreyting á kynnum alls
þessa ijölda fólks af íslandi, þegar tekin verður í
notkun ný flugstöð á vellinum, en bygging hennar
hefur verið kostuð sameiginlega af Islendingum
og Bandaríkjamönnum. Hefúr sú hugmynd komið
fram að kenna hina nýju byggingu og völlinn sjálf-
an framvegis við Leif Eiríksson, íslendinginn sem
fann Ameríku fyrir tæpum 1000 árum. Með þeirri
nafngift yrði byggingin tengd minningu þess
manns, sem fyrstur fór frá Evrópu til Ameríku
að því er skráðar heimildir herma.
Ný viðhorf
í hinu nána samstarfi íslendinga og Bandaríkja-
manna um tæprar hálfrar aldar skeið hefúr að
sjálfsögðu oftar en einu sinni orðið að jafha ágrein-
ing. Deilumar sem urðu um bandarískar herstöðvar
til langs tfma á íslandi eftir síðari heimsstyijöldina
færðu íslendingum heim sanninn um það, að
bandarísk stjómvöld virtu sjónarmið þeirra, þótt
um mikilvæga öryggishagsmuni væri að raeða.
Hið sama var upp á teningnum, þegar íslendingar
gerðust stofnaðilar Atiantsha&bandalagsins og
settu það sem sldlyrði, að þeir þyrftu hvorid að
stofna eigin her né hafa eriendar herstöðvar f landi
sínu á friðartímum.
Um það sömdu þeir við Dean Acheson, utanríkis-
ráðherra, sem kemst þannig að orði í æviminning-
um sínum, þegar hann ræðir um almenn störf sín
í utanríkisráðuneytinu:
„Viðræður hófust við íslendinga, sem ollu því
að á næstu fíómm árum lærði ég meira um gær-
ur en ég kærði mig um, Bandaríkin eignuðust
meira af þeim en Abraham dreymdi nokkm sinni
um.“
Enn er okkur kappsmál að selja landbúnaðaraf-
urðir til Bandaríkjanna. Við ræðum þó ekki lengur
um gærur við bandaríska ráðherra heldur um kjöt-
neyslu vamariiðsins á Keflavíkurflugvelli. Þegar
liðið kom til íslands 1951, vom íslendingar ekki
aflögufærir um matvæli og vildu ekki taka á sfnar
herðar að tryggja liðinu vistir. Nú hafa aðstæður
breyst í þessu efiii eins og svo mörgum öðrum.
Efnahagsframfarir hafa orðið svo örar á íslandi
á þessum ámm, að með ólíkindum er. Því til árétt-
ingar má enn vitna til bandarískrar heimildar frá
tíma Achesons.
í álitsgerð bandaríska utanrfldsráðuneytisins um
stefnuna gagnvart íslandi, sem samin var 1949,
segir meðal annare um viðskiptatengsl þjóðanna,
að útflutningur íslendinga til Bandaríkjanna sé
lítill og í því efiii standi Islendingar frammi fyrir
samkeppni við bandarísk útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtæki. Á hinn bóginn er á það bent, að íslend-
ingar eigi mikið undir innflutningi frá Bandaríkjun-
um en þurfi að fá eftiahagsaðstoð til að eignast
dollara til þeirra viðskipta. Veittu Bandaríkjamenn
íslendingum slfka aðstoð eins og öðrum Evrópuríkj-
um á þessum árum. Og utanríkisráðuneytið segir,
að með aðstoð Bandaríkjamanna hafi íslendingar
getað hafið ferskfiskútflutning að nýju til Þýska-
lands, þar sem hafi verið mikilvægur markaður
fyrir þá fyrir stríð. Með samningum við Breta
hafi íslendingar fengið leyfi til að selja fisk f þýsk-
um Norðursjávarhöfnum. Sé það vitji Bandaríkja-
stjómar að þessum viðskiptum verði haldið áfram
til að stuðla að stöðugieika í fslensku efnahagslífi.
Nú er þetta breytt. Þeir, sem starfa við banda-
rískan fiskiðnað, geta margt af íslendingum lært,
til dæmis hvemig unnt er að beita hátækni á
þessu sviði. Væri æskilegt ef unnt væri að auka
samvinnu þjóðanna á því sviði. Fiskseljendur á
íslandi tpgast á um aflann og eftirspum eftir
honum bæði f Evrópu og Bandaríkjunum virðist
meiri en framboðið um þessar mundir. Þessir
samningar eru nú gerðir án afskipta rfldsvaldsins,
nema við Sovétrfldn. Við viljum að markaðsaðstæð-
ur ráði því hvert við seljum framleiðslu okkar og
hvar við kaupum þær nauðsynjar, sem við þörfii-
umsL Við þurfum ekki lengur efnahagsaðstoð til
að eignast dollara. Okkur hefúr tekist að nýta
okkur fijálsræðið og ávinna þeim vörum, sem við
framleiðum, gott orð. Nú þarf Bandaríkjastjóm
ekki lengur að kaupa af okkur gærur, ullinni hef-
ur verið breytt í tískuvaming, sem er í miklum
metum víða um heim og ekki síst hér í Banda-
ríkjunum.
Við viljum enn treysta viðskiptasamböndin við
Bandarfldn. Alþingi íslendinga samþykkti síðastiið-
ið vor þingsályktunartillögu, sem felur í sér að
viðskiptaráðuneytinu er falið að kanna möguleika
og hagkvæmni á fríverslunarsamningi við Banda-
rfldn. Tillagan gerir ráð fyrir, að séretaklega verði
kannaður viðskiptalegur hagur íslenskra atvinnu-
vega og útflutningsstarfeemi af slfkri samkeppni.
Niðurstaða er ekki enn fengin. En þessi ályktun
staðfestir áhuga íslendinga á fijálsum viðskiptum
þjóða f milli og vilja þeirra til að styrkja viðskipta-
leg tengsl við Bandarfldn. Öll þessi viðleitni fer
fram í því ljósi að við teljum nauðsynlegt, sem
smáþjóð, að gæta í hvívetna ýtrustu hagsmuna
og fyllstu réttinda.
Ævarandi sj álfstæðisbarátta
Utanrfldsstefna rflds miðar að þvf að tiyggja
sjálfetæði þjóðarinnar, öryggi hennar og efiiahag.
Allir þessir þættir koma til álita, þegar samskipti
íslands og Bandaríkjanna eru metin. Þegar íslend-
ingar ákváðu að stofiia lýðveldi 1944 og losna
undan konungssambandi við Danmörku, vartíminn
til þess ákveðinn með hliðsjón af því, að Banda-
rílqastjóm lýsti yfir því að hún myndi alls ekkert
hafa á _móti því, að ísland væri gert að lýðveldi
1944. Á sínum tíma sagði Bjami Benediktsson,
sem síðan hafði forystu um mótun utanrfldsstefn-
unnar á árunum 1947 til 1953, að afetaða
Bandarflq astjómar til lýðveldisstofnunarinnar væri
„stórfelldur ávinningur í sjálfetæðisbaráttu þjóðar-
innar".
Sjálfetæðisbarátta allra þjóða er ævarandi, eins
og frelsisbarátta allra fijálsra manna. Aðstæður
breytast og leiðimar, sem fara verður í þessari
baráttu. í fyrrgreindri ræðu Geoige Shultz, ut-
anrfldsráðherra, sagði hann, að á síðustu fimm
árum hefðu skeytasendingar milli utanrfldsráðu-
neytisins og sendiráða þess eriendis aukist um
helming.
Af þessum orðum er ljóst, hvflflc umsvif em í
samskiptum Bandaríkjanna við önnur rfld. Þjóðir,
sem eiga mikið undir samstarfí og samvinnu við
Bandaríkin, þurfá að hafa sig allar við til að rétt-
ur skilningur sé á málum þeirra og afetöðu, þegar
öll þessi skeyti og orðsendii^ar em metnar. Þeirri
skoðun hefur vaxið fylgi á Islandi að undanfömu,
að samband okkar við Bandarfldn hafi goldið þess
á síðustu misserum, að f Washington hafi menn
ekki nægilegan skilning á séretöðu landsins og
hinu séretaka sambandi, sem tókst að skapa milli
þjóðanna fyrir 40 árum eða svo.
Það ætti að vera kappsmál ráðamönnum í lönd-
unum báðum að sjá tfl þess að misskðningur eða
skörtur á vitneskju um aðstæður þjá hvorum um
sig leiði ekki til vandræða, sem stofiii hinu mildl-
væga samstarfí þjóðanna í öryggismálum f hættu
eða spilli þeim victekiptatengslum, sem hafá mynd-
ast milli þeirra.
Á það mun reyna, þegar samkomulag íslands
og Bandaríkjanna um sjóflutninga fyrir vamariiðið
á Keflavfkurflugvelli kemur til afgreiðslu f öldunga-
defld Bandaríkjaþings, hvort þar rfld sami skilning-
ur og áður á þvf, hvemig haga beri samskiptum
við ísland.
íslendingar vilja góð og náin samskipti við
Bandarfldn. í þessu stutta yfiriiti hefúr einkum
verið rætt um hin formlegu tengsl á sviði stjóm-
mála og viðskipta. Margt fleira væri ástæða til
að nefiia svo sem allan þann mikla fjölda íslend-
inga, sem sótt hefúr menntun sína í framúrskar-
andi bandaríska háskóla og menntastofnanir. Á
tímum upplýsingaaldar, þegar þekking hvere ein-
staklings er metin að verðleikum sem auðlind, er
hagur hinnar fámennu fslensku þjóðar af vel
menntuðu og hæfú fólki meiri en nokkm sinni
fyrr. Á þessu sviði jafiit og öðrum ber að forðast
vemdaretefiiu, sem byggist óhjákvæmilega á mis-
skilningi eða hættulegri skammsýni.
Nú sem fyrr munu íslendingar vera vfðsýnir
þegar þeir lfta tfl beggja átta tfl meginálfánna við
Atíantshaf. Þeir eiga enn eftir að endurtaka ævin-
týri Leifs heppna og þeirra, sem hafa freistað
gæfunnar með því að leita vestur á bóginn. En
rætur þeirra em f Evrópu og þær er einnig mikil-
vægt að rækta. Takist okkur að sameina þetta
hvort tveggja mun okkur vel famast í góðu sam-
starfi við vinaþjóðir. Sameiginlega eigum við tirúna
á frelsið og hugsjón lýðræðisins, þess vegna er
okkur skylt að standa saman.
Greinþessi eraðatofoitH rteda, sem flutt var
á fundi tslensk-ameríaka verslunarráðsins i
Washington 3. október.