Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 33

Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 33 Hangir Karpov ájafntefli? Skák rneð vissum sóknarfærum á --------------- kóngsvæng. Margeir Pétursson b5 23. Rc3 - Db8 24. De3 - b4T! GARY Kasparov, heimsmeist- ari í skák, átti sinn bezta dag í langan tíma er 22. einvígis- skák hans við Karpov var tefld i Leningrad. Kasparov sótti fast í skákinni og átti peði meira þegar skákin fór í bið. Það er þó tæplega hægt að spá Kasparov sigri, þvi staða Karpovs er afar traust og litið má út af bregða til að hann nái öflugu mótspili. Sigur Kasparovs í þessari skák jafngilti í raun þvi að hann héldi heimsmeistaratitl- inum, þvi þá þyrfti hann aðeins eitt jafntefli úr tveimur síðustu skákunum. Staðan í einvíginu er nú 10 Vs-lOVz, en Kasparov dugar 12-12 til að halda titlinum. Það var gífurleg spenna í gærkvöldi eftir að það varð ljóst að tuttugasta og önnur skákin yrði tefld til þrautar. Karpov virtist fá viðunandi stöðu eftir byijunina, en í miðtaflinu urðu honum á mistök og öflugur 25. leikur heimsmeistarans tryggði honum yfírburðastöðu. í fram- haldinu gat Karpov sig hvergi hrært, því hann sat uppi með máttlausan biskup gegn geysi- sterkum riddara. I 36. leik vann Kasparov peð, en það létti nokk- uð vömina fyrir Karpov, honum tókst að koma hrók sínum í virka stöðu og á allgóða jafnteflis- möguleika þrátt fyrir liðsmun- inn. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Kasparov gefur ekki kost á Nimzoindversku vöminni, 3. Rc3 - Bb4, sem leiðir oft til mjög tvíeggjaðrar stöðu. d5 4. Rc3 - Be7 5. Bg5 - h6 6. Bxf6 - Bxf6 7. e3 - 0-0 8. Hcl - c6 9.Bd3 - Rd7 10. 0-0 - dxc4 II. Bxc4 - e5 12. h3 - exd4 13. exd4 - Rb6 FVrr í einvíginu lék Karpov 13.. ..c5 í þessari stöðu og náði að jafna taflið án teljandi erfíð- leika, en nú vill hann reyna að halda sem mestu liði á borðinu vegna stöðunnar í einvíginu. 14. Bb3 - Bf5 15. Hel - a5!? Þetta er endurbót Karpovs á tveimur skákum Beljavskys á sovézka meistaramótinu f vor. í þeim báðum lék Beljavsky 15.. ..Dd7 16. Dd2 - a5 17. a3 - a4 18. Ba2 og átti þokkalega stöðu, þótt hann tapaði annarri skákinni, en hinni lyki með jafn- tefli. 16. a3 - He8 17. Hxe8+ - Dxe8 18. Dd2 - Rd7 19. Df4 - Bg6 20. h4!T 20. Hel - Db8! 21. Re5? - Bxe5 22. dxe5 - Rc5 var mjög hag- stætt svörtum, svo Kasparov þreifar fyrir sér á kóngsvæng. Dd8 21. Ra4 Karpov ætlaði greinilega að svara 21. Dg4 með Db6! Nú hótar hvítur hins vegar að þrengja að svörtum á kóngsvæng með 22. Dg4 og sfðan 23. h5. h5 22. Hel Hér kom einnig vel til greina að sefja á svarta biskupinn á g6 og leika 22. Dg3 og sfðan Rg5 • b c d • t g Svartur virðist vera kominn með frumkvæðið, en -nú kemur öflugur leikur frá Kasparov: 25. Re4! - bxa3 Nú fær hvítur hagstæð upp- skipti, e.t.v. hefur Karpov yfírsézt áður en hann lék 24....b4, að 25....Bxe4 26. Dxe4 bxa3 má svara með 27. Bxf7+! - Kxf7 28. De6+ - Kf8 29. Rg5!? - Bxg5 30. hxg5 með mjög öflugri sókn, eða 28. Dxd7 - cxb2 29. Df5. 26. Rxf6+ - Rxf6 27. bxa3 - Rd5 28. Bxd5 - cxd5 29. Re5 Svartur er nú lentur í hroða- legri beyglu vegna þess hve hvíti riddarinn er miklu sterkari en svarti biskupinn. Þar að auki eru þungu menn svarts einnig illa staðsettir. Það voru þvf margir famir að spá Kasparov sigri þegar hér var komið sögu. Dd8 30. Df3 - Ha6 31. Hcl - Kh7! Karpov reynir að skipuleggja vamimar, eini ljósi punkturinn við stöðu hans er að með biskupinn til vamar á g6 er kóngsstaða hans traust. Nú myndu uppskiptin 32. Rxf7? - Dxh4 létta svörtum vömina. 32. Dh3 - Hb6 33. Hc8 - Dd6 34. Dg3 - a4 35. Ha8 Svartur getur nú ekki valdað peðið á a4, því 35....Hb3? má svara með 36. Hh8+ og svarta drottningin fellur. De6 36. Hxa4 - Df5 37. Ha7 - Hbl+ 38. Kh2 - Hcl 39. Hb7 - Hc2 40. f3 - Hd2. í þessari stöðu fór skákin í bið. Þó Kasparov sé peði yfir er vinn- ingurinn allt annað en auðsóttur. Til þess að halda umframpeðinu verður hvítur að leika 41. Hb4, en á þeim reit er hrókur hans ekki sérlega virkur. Uppskipti á g6 koma heldur tæplega miklu til leiðar. T.d. ætti svartur að halda hróksendataflinu eftir 41. Rxg6 - Dxg6 42. Dxg6+ - Kxg6 43. Hb4 - Ha2 44. a4 - Kf5 án mikilla erfíðleika. Spáin er þvf sú að Karpov nái að halda jöfnu f þess- ari skák og haldi þar með möguleika sínum á að sigra í ein- víginu. AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðjón heimsækir Iðnaðardeildina GUÐJÓN B. Ólafsson, sem nýlega tók við stöðu forsfjóra Sambands íslenskra Samvinnufé- laga, heimsótti f vikunni Iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri. Hann skoðaði allar deildir, heilsaði upp á starfsfólk og kynnti sér starfsemina. Hér er hann ásamt föruneyti á skinnasaumastofunni; frá vinstri eru: Kristján Torfason, forstöðumaður skinnasaumastofu, Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar, Guðjón B. Ólafsson, Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri SÍS og Öm Gústafsson, for- stöðumaður skinnaiðnaðar. MENOR: Aðalfundur og ráð- stefna á Sauðárkróki UM HELGINA verður haldinn aðalfundur og ráðstefna ME- NOR, Menningarsamtaka Norð- urlands á Sauðárkróki. Rætt verður um starfsgrundvöll samtakanna og sagðist Finnur Magnús Gunnlaugsson starfsmaður MENOR búast við að á fundinum og ráðstefnunni yrði mörkuð skýr- ari stefna varðandi framtiðarverk- efni samtakanna. Aðalfundurinn hefst á morgun. Hlé verður gert á fundinum og ráð- stefnan sett, en á dagskrá morgun- dagsins er framsöguerindi Sveins Einarssonar fyrrverandi Þjóðleik- hússtjóra um rikisvaldið og hlutverk þess i menningarlifí utan Stór- Reykjavíkursvæðisins. Aðalfundinum verður haldið áfram á sunnudag, en þá er jafn- framt annar dagur ráðsteftiunnar. Fjallað verður um Menningar og listahátíð á Norðurlandi ’88, fram- söguerindi flyija Jóhanna Stein- grímsdóttir Árnesi S-Þing., Guðjón Pálsson skólastjóri grunnskólans á Hvammstanga og Maria Axfjörð formaður Leikfélagasambands Norðurlands. Að loknum framsögu- erindum verða ftjálsar umræður. Lús finnst í Barnaskólanum LÚS hefur fundist í tveim börn- um i Barnaskóla Akureyrar. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að hún breiðist ekki út. „Við töldum skyldu okkar að senda foreldrum upplýsingar um þetta til að hefta útbreiðslu lúsar- innar," sagði Benedikt Sigurðar- son skólastjóri Bamaskóla Akureyrar. Að sögn Hjálmars Freysteins- sonar yfirlæknis Heilsugæslu- stöðvarinnar kemur lús upp i einhveijum skólanna flesta vetur. Svo virðist þó sem ekki sé um hina íslensku óþrifalús að ræða heldur innflutt afbrigði. Krossanesverksmiðjan: Sex þúsund tonn af meltu til Noregs Krossanesverksmiðjan hefur frá Þórshöfn og verið er að setja lega notuð í dýrafóður og hefur samið um útflutnmg á sex þús- upp tækjabúnað til meltufram- heildarútflutningur verið um 3-4 und tonnum af meltu til Noregs. leiðslu í Keflavík. Melta er aðal- þúsund tonn fram að þessu. Að sogn Harðar Hermannsson- ar verksmiðjustjóra hefst framleiðslan af fullum krafti í næstu viku. Framleiðslan er hafin í ein- hveijum mæli, Hörður sagði að dráttur hefði orðið á komu véla- búnaðar til landsins en hann væri væntanlegur eftir helgina og gæti framleiðslan þá hafíst að fullu. Kostnaður við þessa viðbótar- framleiðslu verksmiðjunnar væri óverulegur, bæta þyrfti við hakka- vél og dælubúnaði, sem einn til tveir starfsmenn vinna við. Flutn- ingskostnaður er hinsvegar tals- vert mikill. Melta hefur áður verið flutt út Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.