Morgunblaðið - 04.10.1986, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
' 11 ••• / I)l'1
atvinna — atvinna — atvini na — a t\/inna atvinna — a tx/inn
l VIIII ICl ct
íþróttakennarar
Á Patreksfjörð vantar okkur íþróttakennara
sem vill taka að sér íþróttakennslu og félags-.
störf við grunnskólann auk þjálfunar í körfu-
bolta og fleiru fyrir íþróttafélagið. Gullið
tækifæri. Nánari upplýsingar í símum 94-
1257, 94-1337 eða 94-1222.
Grunnskóli Patreksfjarðar og íþróttafélagið
Hörður.
Fiskvinna
Starfsfólk óskast í fiskvinnslu. Húsnæði og
mötuneyti á staðnum.
Fiskiðjan Freyja hf.
Suðureyri.
Sími 94-6105.
Húsgagna-og
húsasmiðir
Okkur vantar nú þegar húsgagna- og húsa-
smiði eða menn vana innréttingasmíði. Mikil
vinna. Góð laun fyrir rétta menn.
Upplýsingar í síma eða á staðnum.
Gófer.
Kársnesbraut 100.
Sími46615.
Verkamenn óskast
Okkur vantar nokkra duglega verkamenn
strax. Mikil vinna framundan. Frítt fæði.
Upplýsingar í síma 671210 eða á skrifstof-
unni Krókhálsi 1.
Gunnarog Guðmundursf.
Útgáfufyrirtæki óskar að ráða vanan setjara
til starfa sem fyrst. Líflegur vinnustaður og
góður andi.
Umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf
sendist augldeild Mbl. fyrir 8. okt. merktar:
„Innskrift — 2000".
Sálfræðingar
Staða deildarsálfræðings við Unglingaráð-
gjöfina, Meðferðar- og ráðgjafardeild Ungl-
ingaheimilis ríkisins er laus til umsóknar.
Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðumað-
ur í síma 19980.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf,
nám, hvenær störf geti hafist eða annað það
er að gagni mætti koma viö mat á hæfni
umsækjenda, skulu sendar forstöðumanni í
Garðastræti 16, 101 Reykjavík, fyrir 10. okt.
1986.
Lýsi hf.
óskar að ráða menn til almennra verksmiöju-
starfa. Æskilegt er að umsækjendur geti
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar gefur verkstjóri, Grandavegi 42.
(LYSI
Ólafsfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Ólafsfirði.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 62437
og hjá afgreiðslu Mbl. í Reykjavík í síma
91-83033.
SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Sjúkarhúsið Patreksfirði óskar að ráða hjúkr-
unarfræðinga og sjúkraliða nú þegar, eða
eftir nánara samkomulagi.
Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 94-1110.
Hjúkrunarforstjóri.
Síldarvinna
Maður vanur síldarvinnu, helst verkstjóri,
óskast strax. Mikil vinna. Gott kaup.
Umsóknir sendist augldeild Mbl. merktar:
„M - 5870“.
Afgreiðslustörf
— Bókaverslun
Óskum eftir að ráða starfskraft sem fyrst hálf-
an daginn frá kl. 13.00-18.00 í bókaverslun
miðsvæðis í bænum. (Ekki yngri en 25 ára.)
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
sendist augldeild Mbl. fyrir 9. október merkt-
ar: „A - 8291".
Myndbandagerð -
Auglýsingar
Ört vaxandi myndbandagerð (auglýsingar —
kynningarmyndir) leitar að rafeindavirkja eða
manni með reynslu af myndbandaklippingum.
Góð vinnuaðstaða. Góð laun fyrir góðan
starfsmann.
Umsóknir er greina frá fyrri reynslu sendist
augldeild Mbl. fyrir 10. okt. nk. merktar:
„D - 8176".
Íddi
Prentsmiöjan Oddihf.
Höfðabakka 7,110 fíeykjavík.
Innskrift
Starfsfólk óskast til innskriftarvinnu. Mikil
vinna, gott kaup. Æskilegt (ekki skilyrði) að
viðkomandi sé vanur.
PrenLrm'kJjon ODDI hf
Höfðabakka 7 • Reykjavík
sími83366.
Álftanes
Blaðbera vantar á Suðurnesið.
Upplýsingar í síma 51880.
Verkafólk
• Ertu ánægð/ur þar sem þú vinnur? Er
starfið nógu krefjandi? Er félagslífið gott?
• Okkur á Álafossi vantar duglegt fólk í
vaktavinnu — bónuskerfi — gott kaup.
• Ferðir eru úr Reykjavík og Kópavogi eftir
ákveðnu leiðakerfi og kosta ekkert.
• Hjá okkur er öflugt félagslíf, 120 manna
félagsheimili, Ijós og sauna svo og þrjú or-
lofshús fyrir starfsfólk. Kannski kemstu líka
í Álafosskórinn, hver veit?
• Athugaðu málið, hafðu samband.
Starfsmannahald, sími666300.
£
\lafoss hf.
Mikligarður
auglýsir eftir fólki
í eftirtalin störf:
★Vörumóttaka.
★ Matvörudeild.
★ Leikfangadeild.
★ Húsgagnadeild.
★ Verkfæra- og málningardeild.
★Á búðarkassa.
Þetta eru allt heilsdagsstörf sem hér um
ræðir og við leitum að fólki í framtíðarstörf.
Uppl. veitir starfsmannastjóri Miklagarðs í
síma 83811 og á staðnum.
/HIKLIG4RDUR
MARKADUR VID SUND
Hraðfrystihúsið
Hjálmur hf. á Flateyri óskar eftir að ráða
starfsfólk til alhliða fiskvinnslustarfa. Unnið
samkvæmt bónussamningum. Húsnæði og
mötuneyti á staðnum.
Upplýsinar á vinnutíma í síma 94-7702 ög
síma 94-7632 milli kl. 19 og 21 og um helgar.
Hjálmurhf.
Handknattleiks-
samband íslands
óskar að ráða starfsmann í fullt starf, sem
þarf að þekkja vel til handknattleiks og geta
hafið störf nú þegar.
Aðalverksvið: Framkvæmd handknattleiks-
móta.
Skriflegar umsóknir óskast sendar á skrif-
stofu HSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
fyrir 10. október nk.