Morgunblaðið - 04.10.1986, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
39
Sveiplaukur
Allium stipitatum
Eftirfarandi grein hefur þætt-
inum borist frá Húsavíkurdeild
GÍ. „Fyrir nokkrum árum var á
haustlaukalista GÍ óreyndur lauk-
ur að nafni Allium stipitatum, er
seinna fékk nafnið Sveiplaukur.
Þá um haustið var umræddum
lauk plantað í garð hér við Upp-
salaveginn á Húsavík.
Strax vorið eftir vakti hann
athygli garðagrúskara vegna
breiðra og sterklegra blaða með
stórum blómhnappi á legg, sem
hækkaði dag frá degi. Ekki lét
hann þessi hefðbundnu vorhret
eða kulda á sig frá, en hélt sínu
striki upp á við þar til um metra
hæð var náð. Einn daginn var svo
sprunginn út stór kúlulaga sveip-
ur af fjólubláum ilmandi blómum,
sem vöktu óskipta athygli. í upp-
hafi var sveiplauknum plantað í
skjólgott beð við suðurvegg og
fjölgaði hann sér mikið næstu
BLÓM
VIKUNNAR
23
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
árin. Fyrir tveim árum var hann
stunginn upp og færður og var
þá kominn fjöldi af laukum, sem
voru gefnir vítt og breitt um ná-
grennið. Hafa þeir búið við
nokkuð misjafnar aðstæður, sum-
ir í beðum svo til á bersvæði.
Verður hann þá lágvaxnari en
stendur sig vel. Sýnist mér af
þessari reynslu að við séum búin
að fá hér úrvals garðplöntu, bæði
harðgerða og fallega. Eftir að
blómin eru fallin, en þau standa
lengi, tekur fræmyndunin við svo
að sveipurinn stendur með græn-
um perlukúlum allt til hausts.
Ekki hef ég enn athugað hvort
hann nær að þroska hér fræ til
fulls, enda mun það nokkuð sein-
virk ijölgunaraðferð, mun taka
um flögur ár að ala upp plöntur
til blómgunar.
Sveiplaukurinn er á sfðasta
haustlaukalista GÍ svo að þeir sem
forsjálir voru í vor og pöntuðu
iauka, geta glaðst af tilhugsuninni
um skrautleg blóm á næsta sumri.
Svanlaug Björnsdóttir.
Aths. frá umsjónarmanni: Því
miður brást sending frá Hollandi
á sveiplauknum þetta árið, en það
verða áreiðanlega gerðar fleiri til-
raunir til þess að fá þennan
öndvegislauk þótt síðar verði. Þá
skal þeim sem þolinmóðir eru á
það bent að allar Ifkur eru til þess
að sveiplaukur slæðist inn á næsta
frælista GÍ, fylgist með því þegar
þar að kemur, því hvað eru f raun-
inni Qögur ár hjá þeim sem á
annað borð hafa unnun af því að
rækta upp af fræi, og við vitum
að þeir eru ótrúlega margir.
Hér með tilkynnist
að við undirritaðir lögmenn höfum
opnað málflutningsstofu að Skeif-
unni 17, 108 Reykjavík, 2. hæð
(Ford-húsinu). Sími 688733.
Jónatan Sveinsson hrl.
Hróbjartur Jónatansson hdl.
Kynning á WOLTZ snyrtivörum
í dag kl. 14.00 - 18.00
Snyrtivöruverslunin Cossa f
Engihjalla 8, Kópavogi.
Förðunarmeistari farðar viðskiptavinina.
Laugardagur í Kaupstað:
„Nammidagur'
í
Veisla á meðan
birgðirendast!
Opiðídagkl. 10:00-16:00
ViÖ höldum áfram aö gera ökkur glaðan dag
í Kaupstað - og í dag fá sælkerar á öllum
aldri ýmislegt viö sitt hæfi:
íspinnar
frá Mjólkursamsölunni ókeypis handa öllum
krökkum.
Pepsi-smakk
frá Sanitas ókeypis handa öllum
Kaupstaöargestum.
Kaffi og bakkelsi
frá BrauÖ hf. ókeypis í allan dag.
Súkkulaðismakk
ókeypis frá Nóa og Síríusi og
rjómaátsúkkulaði og stökksúkkulaöi á
sérstöku kynningarverði.
Og síðast en ekki sist
Kaupstaðarveisla úrvillikrydduðu lambakjöti
af nýslátruðu. AÖeinskr. 298.-pr.kq.
Þú velur læri, hrygg eöa bóg af nýslátruðu
fjallalambi, villikryddaö og tilbúiö beint
/ íofninn.
A KAUPSTAÐUR
IMJODD