Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 41

Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 41 Afmæliskveðja: Ásgeir Höskuldsson fv. póstvarðstjóri í dag er Ásgeir Höskuldsson fyrr- um póstvarðstjóri sjötugur. Ójá — svona líða árin. Og það má víst ekki minna vera, en einhver stéttar- bróðir hans víki að honum nokkrum orðum á slíkum tímamótum í lífí hans. Ásgeir fæddist að Haljsstöðum í Nauteyrarhreppi í N-ísafjarðar- sýslu þann 4. okt. 1916. Foreldrar hans voru þau Petra Guðmunds- dóttir og Höskuldur Jónsson, sem voru búandi þar á bænum. En ekki veit ég hvort foreldrar Ásgeirs hafa gert sér það ljóst, að þama höfðu þau eignast dreng, sem átti eftir að verða félagshyggjumaður á landsmælikvarða. Eitt er víst að fljótt þótti hann athafnasamur í vöggu — að sögn sveitunga hans. Og sleppti því ógjaman sem hann festi hönd á. Það fór líka svo, að snemma haslaði Ásgeir sér völl í hópi vaskra drengja vestur þar, og hefur ætíð staðið í baráttunni þar sem hún hefur verið hörðust, fyrir bættum kjörum láglaunafólks. — Ásgeir var aðeins sextán ára að aldri er hann var kjörinn í stjóm UMF Huld, þar mun hann hafa fengið sína fýrstu skólun á félagsmálasviðinu, sem varð honum happadrjúg. Og Huld, sem og önnur viðlíka samtök í þann tíð, hafði á stefnu- skrá sinni mörg góð mál m.a. fræðslumál. Án efa hefur félagið vakið þá hugsun Ásgeirs, að al- þýðufólk sveitanna þyrfti að fá aukna menntun. En það var nú svo sem ekki létt verk á þeim tímum, að leita sér menntunar, þegar fólk hafði tæpast í sig og á. En þá kom fram þessi stórhugur Ásgeirs, sem hann hefur haldið, en ekki misst. Eitt er víst, að á haustdögum 1933, lagði hann af stað með mal á baki og tvenna skó, saumaða af móður hans. En þrátt fyrir það, eftir því sem undirritaður hefur fregnað, þótti sumum úr Nauteyrarhreppi þetta hið mesta glapræði af honum Ásgeiri. — En ekki meira um það. Ásgeir lagði leið sína norður yfír fjöllin til Akureyrar. En þar stund- aði hann námið af kappi hjá Sigurði Guðmundssyni skólameistara Menntaskólans. En þegar Ásgeir var kominn í fjórða bekk, varð hann að hætta námi vegna veikinda og dóttur, hinni ágætustu konu, ættaðri úr Sléttuhreppi. En fljótlega eftir giftingu tóku þau hjón að sér að veita forstöðu stóru heimili í Borgarfírði, en komu síðan til Reykjavíkur 1944. En áður en Jengra er haldið skal þess getið, að Ásgeir og Inga misstu þrjú böm, öll komung. Tveir kjör- synir lifa. Ásgeir Höskuldsson gekk í póst- þjónustuna 1945. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir fé- lag sitt PFÍ, var m.a. formaður þess um skeið. Ásgeir hefur einnig komið víðar við í félagsmálum, eft- ir að hann kom til Reykjavíkur. Hann var einn af forustumönnum Þjóðvamaflokksins á sínum tíma, sem og vitað er. Og árið 1962 til 1966 var hann varafulltrúi Al- þýðubandalagsins í borgarstóm Reykjavíkur. Ásgeir varð ekkjumaður fyrir tíu ámm og varð það honum mikið áfall. En þrátt fyrir það lét hann ekki bugast. Hann heldur enn í dag reisn sinni og stórhug. Og í þeirri von, að svo megi áfram verða óska ég honum til hamingju með daginn. Gísli T. Guðmundsson MITSUBISHI Í987 , TREDIA Fólksbíll með torfærueiginleika Þú kemst til áður ókunnra staða á MITSUBISHI TREDIA með ALDRiFi, 85% læsingu"á afturdrifi, 19 cm veghæð og afistýri. - Bítiinn? sem affa heiur dreymt um ryi HEKLAHF LJU Laugavegi 170 -172 Simi 695500 Verö kr. 577.000 dauða föður síns. Ásgeir sem var elsti sonurinn varð að sjá heimilinu farborða næstu árin. En þó að námsferill Ásgeirs hafí ekki orðið langur að nútíma hætti, hefur hann búið að honum alla tíð. Árið 1938 kusu sveitungar Ásgeirs hann í hreppsnefnd, svo fljótt varð hann framámaður í sinni sveit. Og ekk- ert efamál er það, að þeir fátækustu hafa fundið það, að þar áttu þeir góðan fulltrúa. Ásgeir Höskuldsson gifti sig árið 1941, Ingu Markús- Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gitdir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. FLOTTAMENN 86 LATUH l>A EKKI MJRFA AD UOA 00 BfDA HJÁLPARSJÓÐUR GlRÓ 90.000 -1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.