Morgunblaðið - 04.10.1986, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
44
Minning:
*
Arni Sæmundsson
hreppstjóri
fæddur 30. nóvember 1909
Dáinn 28. september 1986
Að lýsa sínum nánustu er erfítt
og alltaf hlutdrægt, en getur gefíð
mjmd, sem aðrir þekkja síður.
Faðir okkar var hæglætismaður,
sem ekki bar tilfínningar sínar á
torg, en hlýjuna mátti samt skynja,
þó ekki væru mörg orð þar um
höfð. Þessi fáu orð sögðu oft mikið.
Hann var bóndi og vann starf
sitt sem slíkur. Ekki síður vann
hann fyrir bændur, því hann trúði
á félagslegt framtak, var enda
ósínkur á tíma sinn og heilsu í þess
þágu. Það var ekki ósjaldan að sest
var við skriftir þegar aðrir tóku sér
hvfld að dagsverki loknu. Það voru
oftast skriftir er snertu hans félags-
legu embætti. Þau voru líka mörg
dagsverkin, sem fóru í ferðir á aðra
bæi varðandi þetta félagsmála-
vafstur. Fundimir voru líka ófáir,
sem sækja varð.
Við krakkamir ergðum okkur oft
yfír þessu, þegar við vorum sett í
verk, en hann farinn á fund eða
bæi. Með aldrinum og aukinni
lífsreynslu var okkur það ljóst, að
hér var í reynd um fómfúst starf
að ræða, sem sjaldnast gaf nokkuð
í aðra hönd í mynd peninga. Honum
var vel ljóst að við búum í sam-
félagi og það krefst fóma að
viðhalda því og bæta. Það sannað-
ist hinsvegar á honum, að á slíka
menn hlaðast oft fleiri félagsleg
störf en góðu hófi gegnir og væri
æskilegt að dreifa þeim á fleiri herð-
ar. Okkur ber í gmn, að hann hafi
ekki endilega verið valinn í þessi
störf af því að hinir hafí viljað losna
við þau, heldur hafi honum verið
treyst fyrir þeim. Hann gerði örugg-
iega sitt besta.
„Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi,“ var sagt um gamlan
nágranna okkar, Bjöm úr Mörk og
þótti tvírætt hrós.
Hitt orkar ekki tvímælis að móð-
ir okkar, Lilja Ólafsdóttir, tók oft
að sér híutverk húsbóndans, þegar
hann var af bæ. Þetta var ekki allt-
af auðvelt með mikla ómegð, því
við systkinin erum níu. Fyrri hluta
ævinnar vann hann á búi foreldra
sinna í Stóm-Mörk, Sæmundar Ein-
arssonar, hreppstjóra og konu hans,
Guðbjargar Jónsdóttur, en stundaði
auk þess sjóróðra eins og þá tíðkað-
ist. Árið 1943 gerðist hann bóndi
í Stóm-Mörk.
Hin félagslegu störf hans vom
margþætt.
Hreppstjóri í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 1943-1984, í hreppsnefnd
1954-1962. Hann sat í stjóm Jarð-
ræktarsambands Eyfellinga og
Mýrdælinga og síðar ræktunarsam-
bandinu Hjörleifí 1950-1986.
Formaður Búnaðarfélags Merkur-
bæja í Vestur-Eyjafjallahreppi
1946-1984. Hann var í stjóm Skóg-
ræktarfélags Rangæinga frá 1946,
hann var formaður skólanefndar
1967-1986, endurskoðandi Kaup-
félags Rangæinga 1976-1983,
fulltrúi á aðalfundum Slátursfélags
Suðurlands og Mjólkurbús Flóa-
manna frá 1943-1984.
Eitt þeirra starfa, sem mikinn
tíma tók, var starf í skattanefnd,
mikið starf síðari hluta vetrar og
ekki emm við viss um að þar hafí
hann nokkuð nálgast laun þeirra
sem í dag telja fram fyrir menn,
ef þau vora þá nokkur. Auk þess-
ara starfa var hann sláturhússtjóri
í Djúpadal í meira en 40 ár. Þetta
starf gaf nauðsynlegar aukatekjur
til að halda svo stórri fjölskyldu
uppi, enda var hér lagður dagur við
nótt meðan á slátmn stóð. Það
skipulags- og verkstjómarstarf sem
hann vann þama var ekki unnið
með neinum hávaða eða bægsla-
gangi, en það virtist þó ganga
snurðuiaust, eins og af sjálfu sér.
Sláturhúslífið minnti á heimilislíf
og þeir sem því lifðu vom eins og
stór flölskylda, að minnsta kosti
áður fyrr, meðan búið var á staðn-
um. Hann var þama eins og
húsbóndi á stóm heimili, fyrstur á
fætur og síðastur í rúmið, leit eftir
öllu á sinn hægláta hátt og stýrði
mönnum til verka að því er virtist
fyrirhafnarlaust. Hitt má vera að
þessi sljómunaraðferð, sem er svo
þægileg fyrir starfsmenn, reyni all
nokkuð á stjómandann og má vera
að hluti af því magasári sem hrjáði
hann í mörg ár hafí átt rætur þar.
Sem faðir og heimilisfaðir var
hann rólyndur og hlýr og sýndi oft
af sér hægláta kímni. Okkur böm-
unum verkstýrði hann þannig, að
oft var frekar fylgt fordæmi en hlýtt
fyrirmælum.
Samvistir okkar með honum vom
fyrst og fremst í starfí eins og títt
er í sveitum.
Hann veitti sér ekki mikinn mun-
að utan þess að lesa bækur. Hann
las mikið, þó oft væm stopular
stundir til slíks, en líklega hefur
hann ekki oft lagst til svefns án
þess að líta í bók.
Á fyrri ámm las hann oft upp-
hátt fyrir okkur.
Á síðari ámm hafði hann mest
gaman af ævisögum og ræddi oft
um efni þeirra, sérstaklega ef um
samferðamenn var að ræða. Hann
tók lífinu eins og það kom með
æðmleysi og dauðanum líka.
Blessuð sé minning hans.
Börnin
Ami Sæmundsson var einn af
dyggustu starfsmönnum Sláturfé-
lags Suðurlands í áratugi, en hann
tók við starfí sláturhússtjóra í slát-
urhúsi SS í Djúpadal haustið 1939
og gegndi hann því með miklum
ágætum í 46 haust, eða samfleytt
þar til húsið var lagt niður eftir
sláturtíð haustið 1984, ásamt slát-
urhúsinu á Hellu, þegar nýja
sláturhúsið á Hvolsvelli tók við hlut-
verki hinna húsanna haustið 1985.
Ámi ólst upp á sveitaheimili, en
á þeim tímum vom miklar hræring-
ar eftir ýmsa erfíðleika í afurðasölu-
málum bænda, sem urðu m.a. til
þess að bændur á Suðurlandi stofn-
uðu Sláturfélag Suðurlands árið
1907.
Ámi hafði staðfasta trú á því,
að afurðasala bænda væri best
komin í höndum Sláturfélags Suð-
urlands og fyrir það og hagsmuni
Rangæinga starfaði hann af ein-
stakri alúð í nærri hálfa öld.
Sláturfélag Suðurlands þakkar fyrir
það að hafa notið starfskrafta Áma
Sæmundssonar.
Við vottum aðstandendum ein-
læga samúð og kveðjum góðan
starfsmann með þakklæti og virð-
ingu.
F.h. starfsfólks og stjómar Slát-
urfélag Suðurlands,
Matthías Gíslason
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Olafur Guðmunds- ÆSSjj^ Sigurveig Olafs-
son - Kveðjuorð dóttir - Minning
Fæddur 1. nóvember 1952
Dáinn 26. september 1986
Ólafur Guðmundsson frá ísafirði
er látinn eftir langvarandi og þrálát
veikindi og það er erfitt fyrir okk-
ur, sem eftir lifum, að sætta okkur
við fráhvarf hans. Sérstaklega
vegna þess að sjálfur var hann svo
viss um að hann myndi sigrast á
hinum alvarlega sjúkdómi sem þjáði
hann.
Ólafi kynntist ég fyrst í Háskól-
anum þar sem við vomm saman í
nokkuð samstilltum hópi þjóðfé-
lagsfræðinema. Þegar nær leið
námslokum fór hver sína leið eins
og gengur. Við Ólafur héldum þó
alltaf sambandi þó stundum liði
nokkuð á milli vegna fjarlægðar á
milli vemstaða okkar. Það segir ef
til vill mikið um Ólaf að viðkynni
okkar vom alltaf jafn formálalaus,
hvort sem leið dagur, mánuður eða
jafnvel ár á milli þess sem við hitt-
umst.
Minningin um Ólaf er sterk. Ég
hef ekki kynnst öðmm manni sem
með jafn miklum rétti mætti kalla
húmanista. Réttlætiskennd hans
var rík og hann hafði næman skiln-
ing á lífínu umhverfís sig. Það er
sagt að verkin lifi listamennina og
hvað varðar Ólaf er það minningin
um lífslist hans, trúna á lífíð, kjark
og baráttuþrek sem lifir.
Ég votta Katrínu og dætmm
þeirra innilega samúð mína. Það
er aðdáunarvert hvemig hver dagur
arð fjölskyldunni að gjöf í mótlæti
undanfarinna ára.
Öm D. Jónsson
Það er eins og það hafí verið í
vor. Það er varla lengra síðan að
við hlupum út í vorið, hópur vina
til að takast á við lífíð. Svona
undrahratt líður tíminn, þessi fylgi-
nautur okkar allra, tíminn sem við
trúðum að væri það síðasta sem við
þyrftum að hafa áhyggjur af. Lífið
var framundan með öllum sínum
vonum og fyrirheitum, líf og starf
til að takast á við, til að sigrast á
og til að njóta. Það var ætlunarverk
okkar allra, ungra, glaðra og bjart-
sýnna bekkjarsystkinanna í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vorið sem við urðum stúdentar
1972.
Til að takast á við lífíð. Ekki eins
og við væmm að leggja til omstu,
heldur til að vera í lífínu, því við
voram lífíð og lífíð var í okkur.
Þess vegna vomm við glöð, þess
vegna vomm við bjartsýn. Enginn
var glaðari og enginn var 'einlægari
í gleði sinni en Óli Guðmunds, strák-
ur að vestan sem var kominn í
bæinn til að læra. Svikalaust og
af hæfilegri alvöm sinnti hann námi
sínu og skilaði þí með fullum sóma.
Eins sinnti hann okkur skólasystk-
inum sínum og tók fullan þátt i
gleði okkar og ærslum, af þeirri
eðlislægu, náttúralegu hlýju, sem
einkenndi hann. Spilaði fyrir okkur
og söng. Hann var einn okkar.
Okkar, sem þessa vordaga 1972
vomm að leggja út í nýja lífið, lífíð
eftir skólaárin þegar samfundimir
yrðu stopulli og hvert okkar færi
þann veg sem sýndist beztur. Óli
fór í Háskólann og síðan heim og
vestur og hún Kata fylgdi honum,
stelpan sem við höfðum fengið að
hitta síðasta veturinn okkar í skól-
anum.
Það em_ bráðum 15 ár síðan og
nú hefur Óli Guðmunds háð glímu
sína við dauðann, sem enginn
mannlegur máttur fær staðist,
hversu ríkum vilja og hversu miklu
lífí hann er gæddur. Alla sigrar
dauðinn um síðir, það er nú ein
fullvissa, sem allir ganga að vísri.
Samt kemur hann okkur á óvart,
eins og við trúum því að hann
muni sneiða hjá okkur, að við okk-
ur eigi hann ekki erindi. Víst vissum
við að Óli hafði verið mikið veikur
og að hann hafði staðið af sér fyrstu
atlöguna, og vildum ekki trúa öðm
en hann hefði staðið glfmuna alla.
Svo fór ekki. Óli Guðmunds er dá-
inn.
Vestur á ísafírði skilaði hann
æfístarfí sínu, áreiðanlega jafti vel
og hann gekk að starfí og leik í
Menntaskólanum við Hamrahlíð við
hlið vina sinna. Allt of sjaldan hitt-
ist þessi hópur eftir að leiðir skildu,
allt of sjaldan fengum við að hafa
óla og Kötu hjá okkur þegar við
komum saman. Þegar það var staf-
aði ævinlega þessari notalegu hlýju
frá þeim Isfírðingunum, folskva-
lausri gleði í góðum hópi. Þeir
fundir verða aldrei samir.
Hugsun okkar og tilfínning verð-
ur aldrei tjáð með orðum, þau orð
em ekki til. Vitund okkar öll er hjá
Kötu og litlu stúlkunum tveimur.
Við vottum ástvinum Ólafs Guð-
mundssonar okkar dúpstu samúð.
Bekkjarsystkinin í 4-N.
Fædd 12. jólí 1894
Dáin 24. september 1986
Kveðjustundin er komin. Sigur-
veig Ólafsdóttir, frænka mín, lést
í Sjúkrahúsi Húsavíkur 24. þ.m.
Langt og heilladijúgt starf er að
baki, hvfldar orðin þörf. Nú fækkar
ört í gamla frændliðinu; aldamóta-
kynslóðin safnast óðum til feðra
sinna. En hvað er það sem við köll-
um dauða? Hver getur í raun svarað
því? Ekki presturinn, læknirinn né
vísindamaðurinn. Við vitum aðeins
að hann er skilnaður ástvina, loka-
punktur jarðlífs okkar, lögmál sem
allir verða að lúta. Við stöndum
eftir, þakklát fyrir samfylgdina sem
var okkur skóli, einnig fyrir trygg-
lyndið og elskusemina, auðugri af
minningum.
Það þurfti áræði fyrir blásnauða
sveitastúlku norðan úr Aðaldal á
öðmm tug aldarinnar að taka sér
ferð á hendur til Reykjavíkur og
nema ljósmóðurfræði, en þangað
hélt Veiga ein síns liðs með bjart-
sýnina og kjarkinn í pokaskjattan-
um. Þá trúi ég að frænka mín hafí
stigið fast til jarðar þegar sú
ákvörðun var tekin. Henni fylgdi
jafnan hressandi andblær svo allt
virtist mögulegt í hennar návist.
Skaprík var hún og gat verið gust-
mikil; henni veittist auðvelt að
greina hismið frá kjamanum og
fyrirleit úrræðaleysi. En jafnan réð
hjartahlýjan og réttsýnin úrslitum.
Heppin var hún og hamingjusöm í
ljósmóðurstarfínu. Heima á Bjargi
lærðu bömin snemma að vinna.
Húsbóndinn, Hermann Jónsson og
synimir sóttu sjóinn, jafnvel
dætumar líka. Sex böm komust upp
og þijú bamaböm ólust upp á heim-
ilinu, allt atorkufólk.
Fyrstu minningar mínar um
Veigu frænku em óljósar. Ég var
bam að ámm þegar hún kom í
heimsókn að Skuggabjörgum, en
hún var systir móður minnar, Jak-
obínu Kristínar Ólafsdóttur. Yfír-
leitt kom hún gangandi, hafði farið
sjóleiðis frá Flatey til Grenivíkur
eða Akureyrar, síðan fótgangandi
á leiðarenda, eða þá „upp á Dal“
sem kallað var, í fylgd með póstin-
um jrfir Flateyjardalsheiði. Alltaf
kom hún færandi hendi í þessar
heimsóknir. Kuðungar og skeljar
féllu í hlut okkar bamanna. Þau
bamagull urðu fjársjóðir okkar
dalabamanna sem þekktum aðeins
sauðarleggi, völur og kjálka eða þá
lurkana úr skóginum til leikja. Þá
komu svuntuefnin, pijónaðar herða-
slár, eða þríhymur hétu þær víst,
sem hún færði mömmu og móður
sinni, ömmu minni sem hjá okkur
var. Mér þótti ekki síður vænt um
þær gjafír, því við krakkamir höfð-
um ekki öðra að miðla þeim en
óþægð og fyrirhöfn.
Á Þorláksmessu ’82 kom ég til
þeirra hjóna, Hermanns Jónssonar,
útvegsbónda frá Flatey og Sigur-
veigar, konu hans. Hann var þá
orðinn rúmfastur í Sjúkrahúsi
Húsavíkur, en hún bjó í ríki sínu
eins og hún kallaði litlu íbúðina
þeirra á Dvalarheimilinu Hvammi
sem sambyggt er sjúkrahúsinu.
Hún var alltaf drottning í ríki sínu
hvar sem hún bjó, slík var reisn
hennar í útliti, orðum og gerðum.
Eftir áramótin kom hún suður I
heimsókn. Þá var hennar æðsti
draumur að fá að vera viðstödd
fæðingu. Vilyrði hafði hun fengið
fyrir því hjá ljósmóður á fæðingar-
deild Húsavíkur. Hvítan slopp skyldi
kaupa og mæta í fullum skrúða í
sfðasta sinn sem hún yrði vitni þess
að nýtt líf kæmi í heiminn. Stolt
og íbyggin sagði hún mér þessar
fréttir og eftirvæntingin leyndi sér
ekki. Hvort af þessu varð veit ég
ekki, enda búsett á öðm lands-
homi. En þetta skyldi verða innsigl-
ið á lífsstarf hennar; þar þurfti
ekki frekari vitna við.
Mig langar að hverfa um stund
í huganum norður að Grímshúsum
í Aðaldal. Þetta er fyrir aldamót. í
lágreistri baðstofu situr þreytuleg
ekkja og hlúir að tveim dætmm