Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
45
Minning:
Guðmundur Guð-
mundsson bóndi
Fæddur9.júní 1915
Dáinn 24. september 1986
Framan undir Eyrarfjalli í Eyrar-
sveit er nokkur hverfíng bæja og
þar á meðan Hallbjarnareyri. Við
þann bæ er þetta hverfí oft kennt
og kallað Eyrarpláss í daglegu tali
okkar Grundfírðinga.
HallbjamarejTÍ er snemma getið
í fomum bókum og þar gerist Eyr-
byggja að ekki svo litlum hluta. Á
söguöld bjó þar Steinþór á Eyri, sá
er vígfímastur og mestur vaskleika-
maður var á þeirri tíð. Síðar á öldum
kemur Hallbjamareyri mjög við
sögu heilsugæzlu á íslandi, þar var
staðsettur spítali vegna holdsveikra
og stóð sú starfsemi um langt skeið.
Á ofanverðum fjórða áratug
þessarar aldar, hóf ungur maður,
Guðmundur Guðmundsson, búskap
á Hallbjamareyri og þar dvaldi
hann nær allan sinn aldur. Ekki
kmo Guðmundur langt að, því hann
var fæddur nánast á næsta bæ,
Nýju-búð, en þar bjuggu foreldrar
hans, Jensína Nikulásdóttir og Guð-
mundur Guðmundsson. Móðir hans
er löngu látin, en faðir hans lifír í
hárri elli hjá dóttur sinni hér í þorp-
inu og hélt uppá 95 ára afmæli sitt
öndvert á þessu ári.
Guðmundur á Hallbjamareyri
kvæntist ungur ágætri konu, Maríu
Elíasdóttur, sem ættuð er frá þeim
bæ, sem varð framtíðarheimili
þeirra. Þau eignuðust 5 böm, Jjórar
dætur og einn son og hafa þau öll
stofnað eigin heimili. Öll hafa þessi
böm erft mannkosti foreldra sinna
og þekkir undirritaður af eigin raun,
að þetta er ailt mikið mannkosta
fólk.
Fyrir um það bil tveimur ámm
festi Guðmundur kaup á húseign
hér í þorpinu og dvaldi hér ásamt
eiginkonu sinni síðasttliðna tvo vet-
ur. En hugurinn leitaði alltaf fram
að Eyri og ekki vom fyrstu farfugl-
ar fyrr komnir, en Mundi fór að
ókyrrast og áður en varði vom þau
komin frameftir á fomar slóðir. Þar
og hvergi annars staðar fannst hon-
um hann eiga heima og fór ekki
víða um dagana.
Hvar sem Mundi kom og bland-
aði geði við fólk, geislaði af honum
gleði og góðvild. Hann var hlédræg-
ur að eðlisfari, lítt gefinn fyrir það
að trana sér fram, en ávallt við-
búinn að rétta þeim hjalparhönd,
sem á þurftu að halda.
Það var núna nokkm fyrir rétt-
imar, að Mundi átti leið framhjá
vinnustað mínum og við tókum tal
saman einsog svo oft áður. Ég sagð-
ist vera með smá pakka, sem ég
ætlaði að senda Kóp, smalahundin-
um hans. Eitthvað hafði ég á orði,
að Kópur gerðist nú svo gamall og
stirður, að lítið gagn yrði af honum
í smalamennsku og hvort ævi hans
yrði ekki brátt á enda. Við emm
báðir orðnir gamlir, Kópur og ég,
sagði Mundi og satt að segja hef
ég gjaman átt von á því, að við
yrðum samferða síðustu ferðina
héðan.
Svo var það fáum dögum síðar,
að þeir félagar fóm á fyall að ganga
til kinda til undirbúnings hinni ár-
legu sláturtíð. Úr þeirri ferð kom
Mundi ekki heill og síðar sama dag
var hann allur. Ævi Kóps lýkur og
trúlega innan skamms og enginn
vandi er að gera sér í hugarlund
þá fagnaðarfundi, sem verða, er
þeir félagar hittast á ný.
Ég þakka Guðmundi á Eyri fyrir
löng kynni og góð. Hann var hveij-
um manni ábyggilegri í viðskiptum
og mátti í engu vamm sitt vita.
Guðmundur verður jarðsettur frá
sóknarkirkju sinni að Setbergi,
laugardaginn 4. október.
Emil Magnússon
Guðmundur fæddist í Nýjubúð í
Eyrarsveit, sonur hjónanna Jensínu
Níelsdóttur frá Eiðhúsum og Guð-
mundar Guðmundssonar frá
Nýjubúð. Guðmundur var fæddur
bóndi, hann var natinn við skepnur
og mikill ræktunarmaður. Hann
unni sveitinni sinni. Hann var eitt-
hvað til sjós ungur maður en
búskapurinn átti hug hans allan.
Hann bjó á tveim bæjum í Eyrar-
sveit, Hömmm og Hallbjamareyri.
Guðmundur var fáskiptinn og
dulur maður en tryggur vinur vina
sinna. Ungur að ámm varð hann
ástfanginn af ungri og fallegri
stúlku sem margir menn litu hým
auga, sökum fríðleika og hæglátrar
framkomu. Guðmundur varð hlut-
skarpastur og giftist stúlkunni sinni
fyrir nærri 50 áram og eignaðist
með henni 5 mannvænleg böm sem
öll em á lífí og hafa eignast afkom-
endur.
Kona Guðmundar er María Elías-
dóttir Jónssonar og Jensínu
Bjamadóttur frá Þúfiisteini er
bjuggu á Hallbjamareyri. Guð-
mundur tók við búi á Hallbjamar-
eyri 1947, að ég held. Þau vom
bæði alsæl að komast aftur fram í
sveitina sína. Guðmundur byijaði
strax jarðabætur á Hallbjamareyri
og var óþreytandi við að bæta bú-
skaparhætti að breyttum tímum.
Enda naut hann dyggrar aðstoðar
Maríu konu sinnar við allt sem að
búskap laut, því hún unni líka sveit-
inni ekki síður en hann. Fyrir ári
fluttu þau vetursetu út í Gmndar-
fjörð. En fóm fram að Hallbjamar-
eyri þegar fór að vora, þó bæði
vom orðin heilsuveil. Þar lést Guð-
mundur er hann var að vitja um
fé sjálfum sér samkvæmur til hinstu
stundar. Hann var mikill verkamað-
ur og féll sjaldan verk úr hendi.
Maríu frænku minni, bömum
þeirra, bamabömum og öldmðum
föður og systkinum votta ég samúð.
Guðlaug Pétursdóttir
Hraunfjörð
sínum ungum. Einu auðæfí hennar
em nú ástin til dætranna og trúin
á 'handíeiðslu guös. Hún nefur
horfst í augu við dauðann er hann
hreif burtu eiginmanninn, Ólaf
Guðnason og son þeirra ungbam.
Nú er að horfast í augu við lífíð.
Ekkjan heitir Hildur Hansína Jó-
hannesdóttir. Hún er amma mín og
móðir Veigu. Við flöktandi skímuna
frá tólgarkertinu á rúmstuðlinum
biður hún bæn sem hún á oft eftir
að biðja yfír bamabömum sínum.
Þessa bæn eigum við ðll; við höfum
numið hana af vömm ömmu, svifið
frá henni inn í svefninn. Hún er
síðasta kveðja mín til Veigu frænku
er ég óska henni fararheilla á vit
hins óþekkta:
„Nú legg ég augun aftur,
6, guð, þinn náðaricraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt“
(Þýð: Sveinbjöm Egilsson)
Skyldmennum öllum og vensla-
fólki sendi ég samúðarkveðju mína.
Ég veit það á margar góðar minn-
ingar frá langri ævi ættmóðurinnar
sem alltaf var drottning í ríki sínu
í mínum huga, drottning af veg-
lyndinu einu.
Kristín Guðnadóttir
Fyrsti karlmaðurinn f félagi íslenskra snyrtifræðinga, Jón Karl
Helgason, f góðum félagsskap stjómar félagsins og kennaranna
tveggja, sem kenna munu á snyrtibraut í FBB.
Morgunblaðið/Þorkell
Félag íslenskra snyrtifræðinga:
Fyrsti karlkyns meðlimurinn
- snyrtifræðibraut í FBB
FYRSTI karlmaðurinn fékk inngöngu f Félag íslenskra snyrtifræð-
inga, mánud. 22. sept. s.l. Hann heitir Jón Karl Helgason og lauk
prófi úr snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur árið 1980. Jón lærði
síðan leikhús-, kvikmynda- og Ijósmyndaförðun hjá Christine Walmy
í New York. Hann hefur aðallega unnið við kvikmyndaförðun, m.a. f
kvikmyndunum „Punktur, punktur, komma, strik“,„Á þjara veraldar"
og myndunum frá Nýju lífi.
Stjóm Félags íslenskra snyrtifræð-
inga fagnaði inngöngu Jóns í félagið,
og sagðist vonast til að þetta yrði
hvatning fyrir þá fáu karlmenn sem
lært hefðu þetta fag að ganga f félag-
ið.
Starfsheitið snyrtifræðingur varð
löggilt 13. feb. 1985. í kjölfar þess
hefur verið snofnuð námsbraut í
snyrtifræði við Fjölbrautarskólann í
Breiðholti. Brautin er á Heilsugæslu-
sviði og er námið flórar annir auk
verklegrar þjálfunar á snyrtistofu.
Verklega þjálfunin er 92 vikur og
má því reikna með að námið taki
alls þijú og hálft ár.
Snyrtifræðinámið telst 75 einingar
og er hægt að hafa það hluta stúd-
entsprófs.
60 manns em á fyrstu önn snyrti-
fræðibrautar og 9 á annarrí önn.
Fjöldi nemenda f verklegum fögum
er takmarkaður vegna aðstöðu þar
og vegna verklegs náms.
Tveir snyrtifræðingar annast verk-
lega kennslu, þær Alma Guðmunds-
dóttir og Ásta Bergljót Stefánsdóttir.
Auka
Holludagar
í dag og
á morgun
á öllum
útsölustöðum
Nýja
* JM
JYökuhússins
A ustun/elli
laugavegi 20
JL -húsinu
ti amraborg 14, Kóp.
( jfarðakaupum, G.bæ
Reykjavíkurvegi 62, Hf.
Gómsætar
bollur í öllum
stærðum og
gerðum
mmm