Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
53
Þessir hringdu ..
Fréttatíminn set-
ur allt úr skorðum
Gestur Sturluson
Velvakandi.
Ríkissjónvarpið er tvítugt um
þessar mundir. Á þessum merku
tímamótum verður tekin upp sú
merka nýbreytni að fréttimar
verða færðar fram um hálfa
klukkustund. Áttafrettir sjón-
varpsin voru orðnar fastur
punktur í tilvemnni, þær vom á
hentugum tíma fólk var yfírleitt
búið að borða kvöldmatinn og
ganga frá í eldhúsinu áður en
fréttimar byijuðu. En nú fer þetta
allt úr skorðum. Annaðhvort
verða menn að flýta matnum eða
verða af frettunum. Forystumenn
sjónvarpsins segja að þessa breyt-
ingu hafi þurft að gera vegna
samkeppninnar við hina tilvon-
andi nýju stöð. Þetta em að mínu
viti léttvæg rök. Fólk horfír á
þann fréttatíma sem hentugastur
er fyrir það, og það em einmitt
áttafréttimar. Nei, svona tauga-
veiklunarviðbrögð bæta ekki á
nokum hátt samkeppnisaðstöðu
ríkisjónvarpsins nema síður sé.
Hvað varð um
Stúdíó Gests?
Svala Johannsdóttir hringdi:
Veit einhver hvað varð um
stúdíó Gests eða hvar hægt er að
nálgast gamlar filmur þaðan? Ég
er búinn að spyijast mikið fyrir
en ekkert gengur og yrði því mjög
þakklát ef einhver gæti hjálpað
mér. Ef svo er bið ég hann um
að hafa samband í síma 687397.
Þakkir til Páls
Kristjánssonar
Solveig Hannesdóttir
hringdi:
Ég vil þakka fyrir þessa ágætu
grein Páls Kristjánssonar um
heimavinnandi húsmæður. Þetta
vom orð í tíma töluð. Páll kemur
mjög skemmtilega orðum að
þessu og væri gaman að heyra
oftar frá honum í blaðinu.
Ánægð með Á
heitu sumri
Þakklátur sjónvarpsáhorf-
andi hringdi:
Mig langar til að lýsa ánægju
minni á þættinum Á heitu sumri
sem sjónvarpið sýndi þann 27. og
28. október. Þetta var regluleg
tilbreyting og veit ég að flestir
sem ég þekki em sama sinnis.
Ég hvet ykkur hjá sjónvarpinu að
sýna fleiri svona þætti, þeir vom
frábærir.
Barnataska
týndist
Á föstudaginn tapaðist í Vest-
urbænum hvít röndótt taska með
bamadóti o.fl. Eigandi töskunnar,
sem notar hana til að hafa í flíkur
fynr bamaheimilið yrði fjarska
glaður að endurheimta hana.
Skilvís finnandi hafi samband í
síma 71201
Af hverju voru
fréttirnar
færðar?
Ein önnum kafin hringdi:
Fréttir hafa löngum verið eitt
vinsælasta efni sjónvarpsins. Nú
hefur verið ákveðið að færa þær
yfir á tíma sem löngum hefur
verið einn mesti annatíminn á
íslensku heimilum. Ljóst er að
einkum bamafjölskyldur verða að
gera ýmsar bretyingar á sínum
lífsvenjum. Ekki hafa þó allir
svigrúm til breytinga á vinnutíma
heima fyrir. Nú langar mig til að
lýsa eftir raunhæfum uppástung-
um um fyrirkomulag á þessum
mesta álagstíma sólarhringsins.
Eigum við til dæmis að borða
kvöldmat áður en við komum heim
úr vinnunni eða fresta honum
þangað til við forum að hátta?
Að síðustu, hvers vegna eiga ekki
flöimiðlar að laga sig að þörfum
neytenda eins og aðrir þjónustu-
aðilar?
Týnt seðla-
veski
Pétur hringdi:
Ég týndi svörtu seðiaveski á
föstudagskvöldið var er ég var á
leið frá skemmtistaðnum Evrópu.
í því voru bara skilríki og mér
þætti vænt um að fá það til baka,
hafí einhver fundið það. Finnandi
er vinsamlegast beðinn um að
hringja í síma 91-651357.
Bylgjan er fín
Hjördís hringdi:
Ég vil mótmæla því sem Ásta
Gunnlaugsdóttir sagði um það að
hringingar til útvarpsstöðvarinnar
Bylgjunnar veldu því að símakerf-
ið stöðvaðist. Það gerir það ekki
frekar út af því en öðru og það
var tími til þess kominn að eitt-
hvað nýtt gerðist í fjölmiðlun hér
á landi.
Ég vil einnig þakka Svölu
Thorlacius fyrir það frumkvæði
hennar að hafa vakið athygli á
þeim alvarlega hlut sem kynferð-
isafbrot gegn bömum eru.
Mótmælir
breytingum á
fréttatíma
Pálína Magnúsdóttir hringdi:
Ég vil lýsa megnri óánægju
minni með breytingar á fréttatíma
sjónvarpsins og því að hafa frétt-
ir á táknmáli löngu áður en
fréttimar eru. Það kemur ekki til
greina að slíta þetta í suindur
með þessum hætti. Fólk er ennþá
í vinnu á þessum tíma og þetta
er voðaiega bagalegt fyrir þann
hóp sem þarf á þessari þjónustu
að halda.
Týndur Dísa
páfagaukur
Auður hringdi:
Ég týndi Dísa páfagauk fyrir
mánuði síðan og hef mikið leitað
að honum árangurslaust. í vik-
unni frétti ég það í gæludýrabúð
að ungur strákur hefði fundið
svona páfagauk og sett upp aug-
lýsingu í búðinni þar að lútandi.
Búið var að taka auglýsinguna
niður, þannig að ég hef engin ráð
til þess að komast í samband við
hann. Ef einhver gæti gefið upp-
lýsingar er hann vinsamlegast
beðinn um að hafa samband í síma
91-685337.
Filma tapaðist
á Þingvöllum
Pálína Magnúsdóttir hringdi:
Seinnipart júlímánaðar tapaðist
átekin filma á Þingvöllum , senni-
lega nálægt útsýnisskífunni. Það
var afar leitt að tapa fílmunni vegna
þess að á henni eru myndir af fólki
frá Bandaríkjunum sem statt var
hér á landi. Éf einhver hefur fund-
ið hana væri hann virðingarverður
ef hann hringdi í síma 71503 eða
41152 (Stefanía).
Talsmaður Alþýðbandalags-
ins en ekki Alþýðuflokksins
inn svo rækilega til bæna að ég
gleymi því aldrei.
Biðst ég mikillar afsökunar á
misrituninni.
Slys á höfuð-
borgarsvæðinu
Húsmóðir skrifar
í grein minni dagsettri þann
27. september síðastliðinn urðu
herfileg mistök. í greininni stóð
talsmaður Alþýðuflokksins, en
átti auðvitað að vera talsmaður
Alþýðubandalagsins.
Ég vitnaði til umræðu í útvarp-
inu um Baader-Meinhof-hópsinn,
sem þá nýlega hafði látið myrða
forseta vinnuveitendasambands
V-Þýskalands, Schleyer. í útvarp-
inu voru þingmenn flokkanna
beðnir um að segja álit sitt á
glæpnum. Talsmaður Alþýðu-
bandalagsins réttlætti verknaðinn
og sagði að kommúnistar f V-
Þýskalandi ættu í vök að verjast
og þess vegna væri þeim allt leyfí-
legt. Þingmaður Alþýðuflokksins
var nýkominn frá V-Þýskalandi
og því öllum hnútum kunnugur.
Hann tók Alþýðubandalagsmann-
Einar Pálsson, Reykjavík,
skrifar.
í síðustu viku birtust í dagblöðum
upplýsingar um slysatíðni meðal
höfuðborgarbúa árið 1985. Kom þar
fram að slysum hefur síður en svo
fækkað. Tekið var fram að vinnu-
slysum hefði þó ekki fjölgað en um
þúsund fleiri hefðu slasast í heima-
húsum en í vinnunni. Einnig virðast
slys á skemmtistöðum algeng.
Á fréttatilkynningunni mátti
skilja, að eingöngu væri átt við
gesti á skemmtistöðum, en ekki
starfsfólk. Slys á starfsfólki á
vinnustöðum flokkast að sjálfsögðu
undir vinnuslys. En mér leikur
nokkur forvitni á að vita hvort slys
við vinnu í heimahúsum eru talin
með vinnuslysum eða ekki. Hvort
slys sem verða við þjónustustörf eða
skyldustörf á heimilum teljast til
vinnuslysa. Getur einhver upplýst
það? Heimili eru ennþá vinnustaðir
fjölda fólks og það er dálítið ein-
kerinilegt ef þau teljast ekki til
vinnustaða í opinberum skýrslum.
SJÁLFSTÆÐISMENN REYKJAVÍK!
RÚIVIAR Á ÞIIMG
Kosningaskrifstofa, Klapparstíg 26 e.h. s. 28843.
y2 SVÍN NRS!aEÐA
Napoleon
Minni fita
Betra eldi
Lægra verð
KJÖTMIÐSTÖOINSími 686511
gædi 235 kr. kg.
Tilbúið í kistuna.
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
VÖNDUÐ VINNA
VANDAÐ VERK
I Gódan daginn!
-----------—-----T