Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
• Hákon öm Halldórsson, formaóur JSÍ, býftur Relno Fagerlund velkominn til starfa. Aftrir á myndinni
eru Garftar Skaptason, formafiur tækniráfts og Sigurfiur Pálsson.
Fangerlund ráðinn,
landsliðsþjálfari JSI
JÚDÓSAMBAND íslands hefur nú
nýverið ráftifi Finnann Reino Fag-
jsrlund sem landsliftsþjálfara f
júdó. Fagerlund er þrautreyndur
keppnismaftur, 6-faldur Norftur-
landameistari, hlaut fyrstu verft-
laun á Opna breska meistaramót-
inu 1980 og varft f 7. sæti á
Ólympfuleikunum f Moskvu sama
ár.
Reino Fagerlund hefur gráðuna
3. Dan og full landsfiðsþjálfararétt-
indi og stundar nú háskólanám á
þessu sviði. Hann hefur meðal
annars starfað sem yfirmaður
þjáifara og fræðslumála í finnska
jiTjdósambandinu um 7 ára skeið.
Fagerlund tók formlega við starf-
inu hjá JSÍ á almennum fundi með
júdómönnum laugardaginn 20.
september.
HlornnnMnðiii
JSÍ gekkst í sumar fyrir þjálfara-
námskeiði og var leiöbeinandi
Tékkinn Michale Vacun. Hann er
íslendingum aö góðu kunnur, þjálf-
aði hjá Júdófélagi Reykjavíkur og
landsliðið á árunum 1973 til 1975.
Þjálfarar víðvegar af landinu sóttu
námskeiðið. Fer því fjarri að júdó
sé einvörðungu stundað í Reykja-
vík, Kópavogi og á Suðurnesjum.
Má nefna staði eins og Selfoss,
Egilsstaði, Hnífsdal og Dalvík að
ógleymdu gróskumiklu starfi á
Akureyri.
Eftirtalin mót eru á dagskrá JSÍ
í vetur:
Tvímenningskeppnin 7. októ-
ber, Haustmót JSÍ 28. október.
Afmælismót JSÍ 20. janúar, Sveita-
keppnin 20. febrúar og íslands-
mótið 3. mars.
mm
Öll þessi mót fara fram í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans og hefjast
kl. 10.00 árdegis.
lan Ross
endurráðinn
hjá Val
IAN ROSS hefur verift endurráft-
inn sem þjálfari 1. deildarliðs
Vals. Að sögn Eggerts Magnús-
sonar, formanns knattspyrnu-
deildar Vals, var gengift frá
endurráðnlngunni fyrir Evrópu-
leikinn gegn Juventus á miftviku-
dagskvöld.
lan Ross hefur verið þjálfari
Valsliðsins síðustu tvö keppn-
istímabilin og náð mjög góðum
árangri. Valur varð íslandsmeistari
1985 og í öðru sæti íslandsmóts-
ins á nýafstöðnu móti, fengu
jafnmörg stig og Islandsmeistarar
Fram, en óhagstæðari markahlut-
fall og tryggðu sér með því réttinn
til þátttöku í UEFA-keppninni
næsta haust.
„Það stóð aldrei annað til en
að endurráða Ross. Það hefur
verið mikil ánægja með störf hans
hjá félaginu," sagði Eggert Magn-
ússon, í samtali við blaöamann
Morgunblaðsins í gærkvöldi.
Mörg íslensk lið höfðu áhuga á
• lan Ross hefur verið endur-
ráðinn sem þjálfari Vals fyrir
næsta keppnistfmabil.
að fá Ross sem þjálfara næsta
sumar og hafa lið eins og KR,
Keflavík og KA haft samband við
hann.
íþróttir helgarinnar:
Úrvalsdeildin á fullt
ÞAÐ MÁ segja aft f dag hefjist
vetrarvertíðin á fþróttasviftinu
hér á landi. Körfuboltinn er kom-
inn á fulla ferft og handknattleik-
urinn einnig. 1. deildin þar hefst
aft vfsu ekki fyrr en á miftvikudag-
inn en aðrar deildir hófust f gær
og þá var einnig einn leikur f úrv-
alsdeildinni f körfu.
í dag er landsleikur i knatt-
spyrnu, sá síðasti hér á landi í
sumar, og eigast þar við lið íslands
og Austur-Þýskalands, skipuð leik-
mönnum 16 ára og yngri. Leikurinn
hefst á Laugardalsvelli klukkan 14
í dag og er aðgangur ókeypis.
Menn eru hvattir til að sjá leikinn
því oft eru leikir pilta á þessum
aldri einna skemmtilegastir.
Handknattleikurinn hefst í dag
með leikjum í 1. deild kvenna. I
Laugardalshöll leika Valur og KR
klukkan 14 og strax að þeim leik
loknum Fram og Stjarnan. Víkingur
heimsækir FH-inga og leikur þeirra
hefst klukkan 14 í Hafnarfirði.
Nokkrir leikir eru i dag i neðri
deildunum og er meðal annars
leikið í Vestmannaeyjum, Njarðvík,
Höllinni, Ásgarði og Hafnarfirði.
Körfuknattleikurinn hófst í gær
með leik Njarðvíkinga og KR-inga
suður í Njarðvík og er fjallað um
þann leik hér á næstu síðu. Ekkert
er leikið í dag í körfunni en á morg-
un verða tveir leikir í úrvalsdeild-
inni og þar með lýkur fyrstu umferð
hennar. Haukar leika gegn nýliðum
Fram klukkan 14 í Hafnarfirði og
klukkan 20 leika í Seljaskóla lið
Vals og ÍBK.
Það er einn hörkuleikur í 1. deild
karla á morgun en þá leika lið ÍR,
sem féll niður í 1. deild á síðasta
ári og lið Breiðabliks. Þetta er án
efa einn af fjölmörgum úrslitaleikj-
um 1. deildar í vetur en útlit er
fyrir að sú deild verði með ein-
dæmum skemmtileg og spenn-
andi.
I 1. deild kvenna leika (R og
Grindavík í Seljaskóla klukkan
15:30 og á mánudaginn leika (S
og Njarðvíkingar í íþróttahúsi
Kennaraháskólans og hefst sá leik-
ur klukkan 20:00.
Bjarni og Sævar
virtir íNoregi
Frá Bjama Jóhannaayni, fréttarttara
Morgunblaðsins í Noregi.
ÞEGAR Tony Knapp róði sig til
starfa sem þjálfari hjá Brann f
Noregi fyrir tæpu ári lét hann
stór orft falla og hét því að gera
Brann að einu besta liði Skand-
inavfu. Einn liður f þessu
markmiði var aft komast upp
úr 2. deild og það gerði Brann
um sfftustu helgi, þannig að
Tony Knapp heldur sfnu striki
með Brann það sem af er.
Brann hefur farið upp og niður
til skiptis síðan 1979. En nær
Brann að halda sér í 1. deild að
ári?
I viðtali við norska Dagblaðið
segir Bjarni Sigurðsson að
Brann-liðið hafi spilað betur og
betur meö hverjum leik og ætti
því ekki að vera erfitt að halda
sér í 1. deild að ári.
Sævar Jónsson segir í viðtali
við sama blað að hefðu þeir spil-
að í 1. deild í ár hafi Brann hafnað
meöal fjögurra bestu, „en næsta
ár ætlum við okkur á toppinn í
1. deild," sagði Sævar. Þess ber
aö geta að Sævar hefur end-
urnýjað samning sinn við Brann
og leikur með þeim næsta sum-
ar.
Knattspyrnuáhugamenn hér í
Noregi eru sammála íslensku
strákunum að Brann muni
standa sig vel i 1. deild næsta
keppnistímabil. Þeir telja að
Brann ráði nú yfir betri knatt-
spyrnumönnum en áður. Leik-
mönnum sem leggja sig fram í
leikjum og stefni á toppinn.
Eftirfarandi skrif um þá Bjarna
og Sævar birtust í norska Dag-
blaðinu fyrir skömmu: „Bjarni
Sigurðsson sýndi þegar á síðasta
keppnistímabili að hann er mark-
maður í fremstu röð. í ár hefur
hann aðeins fengið á sig 10
mörk í 20 leikjum." Og um Sæv-
ar segir: „Miðvörðurinn sterki,
Sævar Jónsson, býr yfir þeim
gæðum sem einkenna knatt-
spyrnumann á alþjóðamæli-
kvarða. Hann hefur góða yfirsýn,
er sterkur og fullur sjálfstrausts."
Þaö er því greinilegt á þessum
ummælum að Bjarni og Sævar
eru mjög virtir knattspyrnumenn
í Noregi. Stjórn Brann er nú á
höttunum eftir nýjum leikmönn-
um sem skulu gera Brann að
ennþá betra liði. Einn norskur
landsliðsmaður er i liðinu, það
er Erik Soler, sem áður lék með
Hamburger SV í Þýskalandi.
• Bjami Sigurðsson, landsliftsmarkvörður og markvörður Brann, bendir hér á stigatöfluna í norsku
2. deildinni þar sem Brann er með örugga forystu og hefur tryggt sér sæti í 1. deild á næsta keppn-
istímabili. Bjarni og Sævar Jónsson fá góða dóma fyrir leik slnn I norskum fjölmiðlum.
m
*•