Morgunblaðið - 04.10.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
55
Öruggt hjá UMFN
NJARÐVÍKINGAR hófu leikinn þar
sem fró var horfiö á síðasta ís-
landsmóti í körfuknattleik er þeir
unnu nýbakaða Reykjavíkur-
meistara KR í Njarðvík í gærkvöldi
með 89 stigum gegn 67 eftir að
staðan fleikhlói hafði verið 42:33.
Það var enginn annar en stiga-
hæsti leikmaður síðasta íslands-
móts, Valur Ingimundarson, sem
skoraði fyrstu körfuna í leiknum
úr vítaskotum og síðan sigu heima-
menn hægt og bítandi framúr án
þess KR-ingar kæmu nokkrum
vörnum við.
Vel útfærð hraðaupphalup
UMFN kom KR-ingum greinilega í
opna skjöldu og áttu þeir í hinum
mestu vandræðum með að sjá við
þeim. Vesturbæingar settu þó í sig
dálítinn kraft í upphafi síðari hálf-
leiks og minnkuðu þá muninn niður
í 42:37 en síðan ekki söguna meir.
„Við náðum mjög góðum leik
og sérstaklega var vörnin sterk hjá
okkur að þessu sinni og það held
ég hafi gert útslagið í kvöld,“ sagði
Valur Ingimundarson þjálfari og
stigahæsti maður Njarðvíkinga eft-
ir leikinn. „Það er alltaf erfitt að
sækja þá heim hingað í Ijónagryfj-
una. Hraðaupphlaupin hjá þeim og
stærðarmunurinn á leikmönnum
gerðu gæfumunin að þessu sinni,“
sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari
KR-inga að leik loknum.
Það var mikil baátta í þessum
leik og bæöi liðin iéku á fullu allan
leikinn, ekkert var gefið eftir en
Njarðvíkingar voru sterkari í vörn-
inni og virtust veraldarvanari er á
heildina er litið. KR-ingar hafa ungt
lið sem virðist eiga nokkuð ólært.
Leikinn dæmdu þeir Sigurður
Valur Halldórsson og Kristinn Al-
bertsson og gerðu þeir það vel.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson 21, Helgi
Rafnsson 17, Jóhannes Kristbjörnsson 14,
Kristinn Einarsson 14, ísak Tómasson 10,
Teitur örtygsson 8, Friörik Rúnarsson 3,
Hreiöar HreiÖarsson 2.
Stig KR: GuÖni Guðnason 18, Garöar Jóhans-
son 13, Ólafur Guðmundsson 11, Matthías
Einarsson 11, Ástþór Ingason 6, Þorsteinn
Gunnarsson 5, Guömundur Jóhannsson 4.
-BB
Valsmenn töpuðu fyrir
Urædd í fyrri leiknum
Frá Bjama Jóhannssyni, fróttarhara Morgunblaöaina f Noregi.
VALSMENN verða svo sannar-
lega að taka á öllu sínu í dag ef
þeir œtla sór að komast áfram í
Evrópukeppninni í handknattleik
þvf liðið tapaði í gærkvöldi fyrir
norska liðinu Urædd hér í Noregi
með 14 mörkum gegn 16. Seinni
leikurinn verður í dag og er það
heimaleikur Valsmanna og þar
sem Iftið var skorað f leiknum f
gær þá er Ifklegt að Valsarar verði
að vinna f dag með minnst þriggja
marka mun.
Valur hóf leikinn í gær mjög vel
og komust í 3:0 með mörkum frá
Jakobi, Pálma og Júlíusi. Þegarfyrri
hálfleikur var hálfnaður hafði Val
tekist að skora 4 mörk en Urædd
tvö en þá gerðist það að Jakob
Sigurðsson var rekinn af leikvelli í
annað sinn og átti það eftir að
koma meira við sögu síðar.
Pálmi bætti fimmta markinu við
en síðan ná þeir norsku að minnka
muninn í 5:4 áður en Júlíus skor-
aði tvívegis. Norskt mark kom
skömmu síðar en síðasta orðið í
fyrri hálfleik átti Júlíus og staðan
því 8:5 og Júlíus hafði gert helming
markanna.
Valsvörnin var sterk í fyrri hálf-
leiknum og þeim gekk vel að
stöðva hraðaupphlaup Urædd
manna en fyrir þau eru þeir þekkt-
ir hér í Noregi. Þeir voru þó helst
til fljótir að enda sóknarlotur sínar
og misnotuðu oft góð marktæki-
færi sem þeir fengu.
Valsmenn voru einum fleiri er
síðari hálfleikur hófst og skoraði
Geir strax á fyrstu mínútunni og
staðan því 9:5 en þá kom slæmur
kafli og hinir jafna metin, 9:9, og
voru meira að segja tveimur leik-
mönnum færri er þeir skoruðu
jöfnunarmarkið.
Þegar 10 mínútur voru eftir af
leiknum skoraði Pálmi 13. mark
Vals og staðan því 13:11 en nú
varð Jakob Sigurðsson að yfirgefa
leikvöllinn því hann fékk sína þriðju
brottvísun og mátti því ekki leika
meira með. Þetta riðlaði leik liðsins
algjörlega því Jakob hafði stjórnað
honum og ekki bætti úr skák að
Júlíus var tekin úr umferð um leið
og Jakob fór útaf og þá vantaði
tilfinnanlega skyttu.
Norðmenn jöfnuðu 14:14 úr víti
og skoruðu síðan tvö síðustu
mörkin og komust það með yfir í
fyrsta sinn í leiknum, en það var
nóg til að vinna.
„Strákarnir léku vel í 50 mínútur
og gerðu það sem fyrir þá var lagt
í leiknum en það eyðilagði fyrir
okkur er Jakob fór útaf. Það á samt
ekki að vera nein afsökun því það
eiga að vera menn sem geta tekið
við stjórninni í hans stað. Ég mun
skamma þá núna á eftir og við
erum ákveðnir í að vinna seinni
leikinn á morgun," sagði Jón Pétur
Jónsson þjálfari Vals eftir leikinn.
Besti maður Vals í þessum leik
var Elías Haraldsson markvörður
sem varði 10 skot í fyrri hálfleik
og 9 í þeim síðari. Júlíus Jónasson
skoraði mest, 5 mörk, og þar af
eitt úr eina vítakastinu sem Valur
fékk. Pálmi Jónsson gerði 3 mörk,
Geir Sveinsson og Valdimar
Grímsson 2 hvor og þeir Stefán
Halldórsson og Jakob Sigurðsson
eitt hvor.
Afturelding vann ÍBK
AFTURELDING vann ÍBK f 2.
deildinni í handbolta í gærkvöldi
í hörkuleik að Varmá með 19
mörkum gegn 16 eftir að staðan
í leikhléi hafði verið 7:6.
Erlendur Davíðsson skoraði átta
mörk fyrir heimamenn og Axel
þjálfari Axelsson gerði 6. Hjá
Keflvikingum var Arinbjörn Þór-
hallsson atkvæðamestur með 4
mörk og Guðjón Hilmarsson gerði
3.
Markvörður Aftureldingar, Ás-
geir Ragnarsson, stóð sig mjög vel
í þessum leik, varði 25 skot og þar
af 4 vítaköst en alls misnotuöu
Keflvíkingar sex slík.
Morgunblaðiö/Einar Falur
• Tveir stigahæstu leikmenn leiksins f gær f Njarðvfk, Guðni Guðna-
son úr KR og Vaiur Ingimundarson úr Njarðvfk sjást hár berjast um
knöttinn í Njarðvík í gærkvöldi. Valur og félagar höfðu betur í leiknum
og Valur skoraði fyrstu körfuna f úrvalsdeildinni að þessu sinni auk
þess sem hann var stigahæstur hjá sfnum mönnum.
Síðasti
í Laugardalnum ídag
ÞÓ SVO vertíð vetraríþrótta sé
að hefjast nú um helgina þá er
ekki alveg lokið knattspyrnuver-
tfðinni hér á landi þvf f dag verður
sfðasti leikurinn f knattspyrnu fyr-
ir vetrarfrf. Það eru landslið
íslands og Austur-Þýskalands
sem skipuð eru leikmönnum 16
ára og yngri sem eigast við á
Laugardalsvelli klukkan 14 f dag
og er aðgangur ókeypis.
Lið íslands er þannig skipað að
í markinu verða þeir Kristján Finn-
bogason úr KR og Þorsteinn
Þorsteinsson úr Þrótti. Aðrir leik-
menn eru: Guðbjartur Auðunsson
Evrópukeppnin íknattspyrnu:
Real Madrid og Juventus
leika saman í 2. umferð
Anderlecht mætir Evrópumeisturum Steaua Bukarest
JUVENTUS og Real Madrid, tvö
af bestu liðum Evrópu, drógust
saman f 2. umferð Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu, dreg-
ið var f Evrópukeppninni í Sviss
f gær. Anderlecht, lið Arnórs
Guðjohnsen, mætir Evrópumeist-
urunum frá f fyrra, Steaua
Búkarest, og Dynamo Kiev, sem
varð Evrópumeistari bikarhafa f
fyrra, mætir skoska liðinu Celtic.
Það verða því margir stórleikir
á dagskrá í 2. umferð. Hæst ber
leikur Real Madrid, sem varð Evr-
ópumeistari félagsliða á síðasta
ári, og Juventus, sem hefur þrisvar
unnið Evrópumeistaratitilinn.
„Þetta er leikur sem hefði átt að
vara úrslitaleikur keppninnar,"
sagði Manuel Fernandez, forseti
Real Madrid, um dráttinn. „Real
Madrid hefur alltaf leikið vel gegn
ítölskum liðum. Við slógum Inter
Milans út úr keppninni í fyrra og
þeir eru nú ekki mikið lakari en
Juventus. Það að leika fyrri leikinn
í Madrid þýðir að við veröum að
ná hagstæðum úrsiitum þá og
reyna síðan að halda því í seinni
leiknum á Ítalíu," sagði Fernandez.
Fracesco Morini, tæknilegur
ráðunautur Juventus, var ekki án-
ægður með mótherja Juventus í
2. umferð. „Að leika fyrri leikinn á
Spáni er lán í óláni. Ég hef þó trú
á því að við getum unnið Real
Madrid," sagði Morini.
Mótherjar Skagamanna, Sport-
ing Lissabon, mæta fyrrum
Evrópumeisturum, Barcelona, í
Evrópukeppni félagsliða. Toulouse
frá Frakklandi sem sigraði Mara-
dona og félaga í Napoli, mætir
Spartak Moskva. Ásgeir Sigurvins-
son og félagar hjá Stuttgart mæta
sovéska liðinu Torpedo Moskva.
Eftirtalin liö drógust saman í 2.
umferð:
Evrópukeppnl melstarallóa:
Real Madríd - Juventus
Vitkovice Ostrava - FC Porto
Rosenborg - Red Star
Bayern MUnchen - Austria Vín
Anderíecht - Steaua Búkarest
Celtic - Dynamo Kiev
Bröndby - Dynamo Beríin
Besiktas, Tyrklandi - Hapoel Nicosia
Evrópukeppnl bikarhefa:
GKS Katowice - FC Sion
Lokomotiv Leipzig - Rapid Vfn
Real Zaragosa - Wrexham
Vitoscha Sofia - Velez Mostear
Torpedo Moskva - Stuttgart
Benfica - Bordeaux
Nentori Tirana - Malmö FF
Ajax - Olympiakos
Evrópukeppnl fólegall&a:
Atletico Madríd - Guimares
Bayer Uerdingen - Vidzev Lodz
Xamax - Groningen
Beveren - Atletico Bilbao
Boavista - Rangers
Barcelona - Sporting Lissabon
Dukla Prag - Leverkusen
Feyenoord - Mönchengladbach
Gautaborg - Brandenburg
Ghent - Sportual Studentec
Legia Varsjá - Inter Milano
Raba Eto - Torino
Spartak Moskva - Toulouse
Trakia Provdiv - Hadjuk Split
Týról - Standard Uege
Fram, Haukur Pálmason Fram,
Gunnar Andrésson Fram, Ingólfur
Ingólfsson Stjörnunni, Siguröur
Bjarnason Stjörnunni, Árni Kvaran
Stjörnunni, Jörundur Sveinsson
Stjörnunni, Árni Halldórsson ÍA,
Haraldur Ingólfsson ÍA, Jóhannes
Jónsson Víkingi, Arnar Grétarsson,
UBK, Gunnar Másson Val, Halldór
Kristinsson KA og Axel Vatnsdal
Þór.
Þjálfari liðsins er Lárus Lofts-
son.
Guðmundur
dæmir í Osló
GUÐMUNDUR Haraldsson,
milliríkjadómari í knattspyrnu,
dæmir vináttulandsleik Noregs
og Svíþjóðar í Osló á þriðjudag-
inn.
Norðmennirnir báðu sérstak-
lega um Guðmund fyrr í vikunni
og þrátt fyrir stuttan fyrirvara tókst
að verða við beiðninni. Línuverði^
með Guðmundi dómara verða
norskir.
í dag verður unglingalandsieikur
íslands og Austur-Þýskalands f
Laugardalnum og verður Guð-
mundur línuvörður í leiknum.