Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 56
Reagan kemur til ís-
lands á fimmtudag
Rætt um þrjá fundi leiðtoganna
Þorsteinn Pálsson:
Óréttmæt
afskipti af
-innanrík-
ismálum
- ef Bandaríkjamenn
reyna að knýja Is-
lendinga til að hætta
vísindahvalveiðum
ÞORSTEINN Pálsson, fjánnála-
ráðherra, sagði f ræðu á fundi
íslensk-ameriska verslunaráðsins
i Washington f gær, að lalendingar
teldu það óréttmseta afsldptasemi
af inn»nrflri«málum aínnm, ef
Bandaríkiastióru ætlaði með visan
*ii laga um vemdun dýrategunda,
að knýja tslendinga til að hætta
hvalveiðum I visindaskyni, sem
fram færu á grundvelli alþjóða-
samþykkta. Hann kvað íslendinga
tefja Alþjóða hvalveiðiráðið rétta
vettvanginn til að skera úr um
ágreining þjóðanna.
Þá sagði fjármálaráðherra, að það
bryti f bága við anda vamarsamnings
fslands og Bandaríkjanna ef önnur
aðildarþjóðin krefðist sérréttinda
eins og gerst hefði í Rainbow Naviga-
^gjon-málinu. Hann benti á, að teldu
Bandaríkjamenn sig ekki geta haldið
úti kaupskipaflota, nema hann nyti
vemdar til flutninga til bandarískra
herstöðva í fjarlægum löndum, ætti
það rætur að rekja til þess, að um
misbrest væri að ræða í útgerð skip-
anna. „Hvers vegna má lögmál
samkeppninnar ekki gilda almennt í
sjóflutningum?" spurði hann.
í ræðunni lagði Þorsteinn Pálsson
áherslu á, að íslendingar vildu áfram
eiga náin og góð samskipti við
Bandaríkjamenn. Hann kvað það
eiga að vera kappsmál ráðamanna f
löndunum báðum að sjá til þess að
misskilningur eða skortur á vitneskju
um aðstæður hjá hvorum um sig
leiddi ekki til vandræða, sem stofn-
00|ðu hinu mikilvæga samstarfi
þjóðanna í öryggismálum í hættu eða
spillti þeim viðskiptatengslum, sem
hefðu myndast milli þeirra.
Sjá ræðu Þorsteins Pálssonar á
miðopnu.
RONALD Reagan, forseti Banda-
ríkjanna, kemur til íslands
næstkomandi fimmtudag. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins er ráðgert, að hann hitti frú
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta
íslands, á föstudag, en þann dag
verður Alþingi sett. Fundir
Bandaríkjaforseta og Mikhails
Gorbachev hefjast síðan á laug-
ardag.
Formlega hefur hvorki verið
gengið frá því, hvemig fundum
Reagans og Gorbachevs verður
háttað né hvar þeir hittast. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er það vilji Bandaríkjamanna, að
fundimir verði að Höfða við Borg-
artún, í móttökuhúsi Reykjavíkur-
borgar. Sovétmenn hafa ekki tekið
af skarið um fundarstaðinn. Sömu
heimildir herma, að leiðtogamir
hittist á þremur fundum. Verði hinn
fyrsti í tvo tíma fyrir hádegi á laug-
ardag 11. október og verði hann
skipulagður af viðræðuaðilum sam-
eiginlega. Annar fundurinn verði í
tvo tíma síðdegis á laugardag og
skipuleggi Sovétmenn hann. Þriðji
fundurinn verði síðan um hádegis-
bil á sunnudag 12. október og
skipuleggi Bandaríkjamenn hann.
Á skipulagsfundum fulltrúa risa-
veldanna og íslands, hefur ekki
annað verið til umræðu en að fund-
arstaður leiðtoganna verði ávallt
hinn sami. Húsið Höfði var reist
1909 fyrir konsúl Frakka af sömu
aðilum og reistu franska spítalann.
Síðan eignaðist Einar Benedikts-
son, skáld, húsið og því næst
Matthías Einarsson, yfirlæknir. Um
tíma var húsið bústaður sendiherra
Breta en var selt og em þrálátar
sögur um að það hafi verið gert
vegna reimleika, sem orð fór af.
Síðan eignaðist Reykjavíkurborg
Höfða og hefur notað húsið til gest-
amóttöku síðan 1970.
Sjá blaðsíður 22—25.
flr-
Tarkowsky-myndin Fómin frumsýnd hér í næst viku:
Islenzk völva bjargar heiminum
Engu líkara en Tarkowsky hafi séð fyrir leiðtogafundinn, segir Thor Vilhjálmsson
KVIKMYND Tarkowskys Fórnin verður frumsýnd í Reykjavík
næstkomandi fimmtudag, í beinum tengslum við fund leiðtoga
risaveldanna. Það voru þau Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Guð-
rún Gísladóttir leikkona, sem fer með stórt hlutverk i kvikmynd-
inni og Friðbert Pálsson, framkvæmdastjóri Háskólabíós sem
tóku sig saman um leið og fundurinn hafði verið ákveðinn og
höfðu samband við dreifingaraðila Tarkowskis í Sviþjóð. Fengu
þau vilyrði fyrir því að fá að sýna myndina hér í örfáa daga
vegna leiðtogafundarins.
„Við brugðumst skjótt við þeg-
ar fréttist af fundinum, með þeim
árangri að við fáum myndina og
hún verður frumsýnd hér á landi
í Tónabíói næsta fimmtudag,"
sagði Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur í samtali við Morgunblaðið
í gær.
„Myndin verður sýnd hér dag-
ana sem leiðtogamir eru að semja
um frið í heiminum, eða það von-
ar maður,"-sagði Thor og bætti
við: „í þessari mynd þar segir frá
manni sem stendur frammi fyrir
heimsendi. Hann talar við völu,
sem leikin er af Guðrúnu Gísla-
dóttur. Völvan býr yfir óskaplega
miklum ófreskum mætti og þegar
hún er komin í málið, þessi
íslenska völva, þá bjargast heim-
urinn. í myndinni er nefnt aðeins
eitt land, og það er ísland. Það
er engu líkara en Tarkowsky hafi
verið forvitri og séð fyrir þennan
leiðtogafund."
Thor sagði að hann vonaði bara
að aliar góðar vættir og heillaöfl-
in sem byggju í mannssálinni
gætu orkað því að það tækist að
semja um það að þjarga okkur
Andrei Tarkovsky.
öllum, á fundi leiðtoganna hér í
Reykjavík.
„Ég veit ekki annað skáld
meira, sem yrkir á kvikmynda-
vísu, núna í heiminum," sagði
Thor og riíjaði upp Tarkowsky-
hátíðina hér á landi, og sagði að
Reykjavík hefði verið eina heims-
borgin sem hefði haft Tark-
owskyhátíð á þessum tíma með
öllum kvikmyndum hans og hann
sjálfan sem gest. Hann sagði að
eftir að Tarkowsky hefði fengið
bamið sitt til sín frá Sovétríkjun-
um, sem hann hafði lengi barist
fyrir að fá. Þá hefði komið á dag-
inn að Tarkovsky væri helsjúkur
af krabbameini. „Nú hef ég þær
fréttir nýjastar af honum sjálf-
um,“ sagði Thor, „að læknar fínna
ekki lengur vott af meininu."
Thor sagðist sannfærður um
að bæði heimamenn og gestir
myndu notfæra sér þetta sögulega
tækifæri að sjá þetta mikla lista-
verk.