Morgunblaðið - 02.11.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
Fræðslumynd um fíkniefni:
Borgarstjóri fer fram
á stöðvun framleiðslunnar
DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri hefur farið fram á það við Fjólmiðlun-
ar og kynningarþjónustuna Tákn sf. að stöðva frekari tökur á fræðslu-
mynd um ávana og fíkniefnaneyslu sem fyrirtækið er að framleiða
fyrir hönd Reykjvíkurborgar. Kostnaður við gerð myndarinnar er tvö-
fait hærri en áætlað hafði verið. Málið verður kynnt í borgaráði n.k.
þriðjudag og tekin ákvörðun um framhaldið.
Að sögn Önundar Bjömssonar
framléiðanda myndarinnar hefur
kynningarþjónustan þó ákveðið að
halda tökunum áfram. „Við gerum
út á guð og gæfuna þar til annað
kemur í ljós," sagði Önundur. Upp-
hafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp
á tvær milljónir og þrjátíu þúsund
krónur, en í samráði við framleiðend-
ur var talan skorin niður í 1750
þúsund krónur. Samkvæmt nýrri
áætlun er kostnaðurinn orðinn tæpar
fjórar milljónir. Ástæður fyrir aukn-
um kostnaði kvikmyndarinnar sagði
hann m.a. þær að myndin hefði lengst
úr 30-35 mínútum í a.m.k. 45 mínút-
ur og kostnaður við kvikmyndatökur
verið meiri en búist hafði verið við.
Isfilm hefur séð um kvikmyndatökur
fyrir hönd Tákn sf, leikstjóri kvik-
myndarinnar er Andrés Sigurvinsson
og kvikmyndatökumaður er Þor-
steinn Jónsson.
Reykjavíkurborg fór af stað með
gerð þessarar kvikmyndar í tilefni
200 ára afmælis Reykjavíkurborgar,
og er ætlunin að með myndinni verði
unnið forvarnarstarf á sviði fíkniefna-
neyslu unglinga.
Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt með sýnishorn af hönnun sinni
Ný íslensk skrifstofu-
húsgögn á markaðinn
Sigurður K. Kolbeinsson ásamt fulltrúum húsfélaganna að Hrafnhólum 2-4, þeim Elíasi Skúlasyni
og Sigrúnu Sigurðardóttur
Einn myndlykill á hvert fjölbýlishús:
24 íbúðir í Hrafnhólum
sameinast um einn lykil
FYRSTI samningurinn, sem
Stöð 2 gerir við húsfélög fjöl-
býlishúsa um notkun á einum
myndlykli fyrir allar ibúðirnar
innan hússins, var undirritaður
á föstudaginn. Það voru full-
trúar húsfélaganna að Hrafn-
hólum 2-4 sem gengu frá
samningnum fyrir hönd 24
íbúðareigenda, 12 í hvorum
stigagangi.
Sigurður K. Kolbeinsson,
áskriftarstjóri Stöðvar 2, sagði í
samtali við Morgunblaðið að þetta
fyrirkomulag hefði notið vinsælda
og linnti varla pöntunum eftir að
ákveðið hefði verið að bjóða upp
á einn myndlykil fyrir hvert fjöl-
býlishús - og væru vel á annað
þúsund íbúðir fjölbýlishúsa búnar
að panta. Sigurður sagði að alls
væru komnar á sjötta þúsund ly-
klapantanir og þar af væru u.þ.b.
4.000 fjölskyldur á biðlista. Bið-
tíminn er nú rúmur mánuður, en
nokkru styttri fyrir íbúðareigend-
ur fjölbýlishúsa.
NÚ ERU komin á markað hérlendis ný íslensk skrifstofuhúsgögn. Þau
hafa hlotið heitið VIVA og er hönnuður þeirra Pétur B. Lúthersson
húsgagnaarkitekt. Húsgögnin eru almenningi til sýnis í versluninni
Epal hf. í Síðumúla 20, Reykjavik, og verða þau til sölu þar einnig.
Framleiðandi er Smíðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar i Reykjavík.
í VTVA-húsgögn eru notaðar staf- og stillifætur. Þeir litir, sem valdir
plötur úr gegnheilu tré sem lagt er
þykkum spæni. Þá er lögun borðanna
nýstárleg og má tengja þau saman á
ýmsan máta, segir í fréttatilkynn-
ingu. Þá eru gerðar ráðstafanir fyrir
lögnum í borðum.í borðum eru
stálskúffur og sérhannaðar höldur
hafa verið á VIVA, einkennast af
gráhvítum tónum. Velja má um ýmsa
liti í lagnastokkum til þess að tengja
borðin öðrum búnaði á skrifstofunni
svo sem áklæði á stólum eða glugga-
tjöldum þannig að úr verði samræmd
heild.
Framleiðsla á kindakjöti
um 700 tonn yfir samninga
ÚTLIT er fyrir að kindakjöts-
framleiðslan í haust verði um
12.500 tonn, 700 tonn yfir það
magn sem ríkið hefur tryggt
bændum fullt verð fyrir sam-
kvæmt gildandi búvörusamningi.
Frumvarp um breyttan hámarkshraða:
Brýnna að setja viðurlög við
því ef ekki eru notuð bílbelti
- segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs
PÁLL Pétursson, þingmaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á umferðarlögum. I
frumvarpinu er lagt til að hámarkshraði á þjóðvegum verði 80
kílómetrar á klukkustund og 90 kílómetrar a klukkustund þar
sem vegir eru bestir og öruggastir. Hraði í þéttbýli skuli sem
fyrr vera mestur 50 kílómetrar.
„Eins og Páll bendir á í greinar-
gerð með frumvarpinu þá er
endurskoðun umferðarlaga í und-
irbúningi og stjómarfrumvarp
þess efnis verður væntanlega lagt
fyrir þingið í þriðja sinn í ár. Páll
segir síðan að nauðsynlegt sé að
Alþingi taki strax af skarið varð-
andi ökuhraðann. Þessi orð hans
harma ég því hann er í þeirri
aðstöðu sem þingflokksformaður
annars stjómarflokksins að geta
haft áhrif á það hvenær ný um-
ferðarlög verða samþykkt, en
virðist hafa ákveðið að svo verði
ekki á þessu þingi", sagði Óli H.
Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs.
Óli sagði að í umferðarlaga-
frumvarpi stjómarinnar væru
mörg atriði brýnni en breyting á
hámarkshraða, t.d. ákvæði um
sektir ef bílbelti eru ekki notuð.
„Frumvarpið gerir einnig ráð fyr-
ir því, eins og frumvarp Páls, að
hámarkshraði á vegum með
bundnu slitlagi verði 80 kflómetr-
ar og ég get tekið undir rök Páls
fyrir hærri mörkum", sagði Óli.
„Það er vissulega rétt að bílar og
vegir eru mun betri en var þegar
fyrri ákvæði voru sett og það eru
ákveðnir vegkaflar þar sem hægt
væri að hugsa sér 90 kflómetra
hraða. Mér fínnst hins vegar að
þá sé það algjört skilyrði að tvær
akreinar séu í hvora átt, en því
miður eru slíkir vegir einungis í
þéttbýli."
Nú gildir sú regla að ekki má
aka greiðar en á 70 kflómetra
hraða á þjóðvegum. í greinargerð
með frumvarpi Páls segir að nú-
gildandi ákvæði um 70 kflómetra
hámarkshraða á þjóðvegum
landsins séu löngu úrelt og sé
ókleift að framfylgja þeim og veg-
farendur virði þau ekki. „Vega-
kerfí landsins hefur tekið
algjörum stakkaskiptum síðan
ákvæðin um 70 kflómetra hám-
arkshraða voru lögfest og örygg-
isbúnaður bifreiða er nú allur
annar og betri en þá var og þeir
bílar sem nú eru í notkun eru
gerðir fyrir mun meiri ökuhraða
en nú er lögleyfður," segir í grein-
argerðinni. Og áfram er haldið:
„Eðlilegt er að reglur um há-
markshraða séu breytilegar eftir
ástandi vega og aðstæðum. Flest-
ar hinna nýrri stofnbrautir lands-
ins, þar sem landslag leyfir, eru
hannaðar fyrir ökuhraða sem er
mun meiri en hér er lagður til.“
Óli H. Þórðarson kvaðst vera
algjörlega sammála því sem segir
í greinargerð Páls að það sé höf-
uðatriði varðandi umferð að akstri
sé ætíð hagað í samræmi við að-
stæður og að fyllsta öryggis sé
gætt. „Það er einnig rétt hjá Páli
að mjög misjafn ökuhraði vegfar-
enda á sama vegarkafla sé mjög
háskalegur og löngu tímabært að
endurskoða ákvæði um 45 kíló-
metra hámarkshraða bifreiða sem
draga festi- og tengivagna. Það
er þó algert grundvallarskilyrði
ef hámarkshraði er aukinn, að
okkur takist að halda nýju regl-
umar. Ef áfram er liðið að ekið
sé yfír löglegum hraða þá eykst
hætta af slíku athæfí auðvitað
eftir því sem hraðinn er aukinn.“
Framleiðsla þessi er um 300
tonnum meiri en var í fyrra og
felst það einkum í aukinni slátr-
un fullorðins fjár. Aukinn
meðalfallþungi dilka vegur upp
á móti fækkun dilka.
Sauðfjárslátrun er lokið víðast
hvar, en uppgjöri þó óvíða lokið.
Samkvæmt áætlun um slátrunina í
haust, sem lögð var fram á Fram-
leiðsluráðsfundi fyrir skömmu,
verður slátrað tæplega 730 þúsund
dilkum í allt og er áætlað kjötmagn
rúmlega 10.500 tonn. Er þetta
12—13 þúsund dilkum færra en
síðasta haust en kjötmagnið það
sama vegna þess að meðalfallþungi
dilkanna í haust er um kílói betri
en í fyrra. Áætlað er að meðalfall-
þunginn verði um 15,30 kg.
Aukning kjötframleiðslunnar liggur
í stóraukinni slátrun fiillorðis fjár,
og munar þar 12-13 þúsund frá
fyrra ári og kemur út úr því 300
tonnum meira af kjöti en í síðustu
sláturtíð. Gert er ráð fyrir að slátr-
að verði rúmlega 87 þúsund full-
orðnu á móti 74 þúsundum í fyrra.
Ut úr þessu koma um 1.970 tonn
af kjöti á móti 1.640 tonnum í fyrra.
Þegar litið er á áætlun um slátr-
unina í haust í heild samkvæmt
ofanrituðu og borið saman við haus-
tið 1985 kemur í ljós að sláturfjár-
fjöldinn er svipaður í heildina, en
kjötmagnið um 300 tonnum meira.
í búvörusamningi ríkis og bænda
fyrir verðlagsárið 1987-88 er bænd-
um tryggt fullt verð fyrir 11.800
tonn af kindakjöti en jafnframt
gerðar ráðstafanir sem miða að
minnkun framleiðslunnar um 800
tonn á því ári, eða niður í 11.000
tonn. Til að það markmið náist
þarf framleiðslan að dragast saman
um 1.500 torin á milli ára.