Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
5
Breiðholtssöfnuður;
Séra Lárus kveð-
ur söfnuð sinn
SÉRA Lárus Halldórsson lætur
að störfum sem sóknarprestur
í Breiðholti fyrir aldurs sakir
í dag og mun eftir messu
kveðja söfnuðinn í Breiðholts-
skóla, þar sem kvenfélag
Breiðholtssafnaðar býður upp
á kaffiveitingar.
Séra Lárus var kjörinn sóknar-
prestur Breiðholtssafnaðar árið
1972 eða sama ár og söfnuðurinn
var stofnaður og hefur því verið
prestur hans frá upphafí. Undir
stjóm hans og eiginkonu, Nönnu
Þórdísar Nikulásardóttur, hefur
safnaðarstarfíð verið byggt upp,
þrátt fyrir það að aðstæður hafí
verið erfíðar, þar sem engin
kirkja hefur verið til staðar og
hafa messur farið fram í Breið-
holtsskóla. Hafíst var handa um
byggingu Breiðholtskirkju árið
1978 og er vonast til þess að hún
verði vigð á næsta ári.
110 íslending
ar á Hawaii
MORGUNBLAÐINU barst í per
svohljóðandi frétt frá heims-
reisuklúbbi Utsýnar, sem þá var
stadddur í Honolulu á Hawaii:
„Orðtak innfæddra hér: „Snúið
aftur til Paradísar", verður okkur
efst í huga, þegar við segjum „alo-
ha“ og kveðjum eftir 10 daga dvöl
í jarðneskri paradís á Hawaii. Heim-
sóknin í Polynesian Cultural Center
hér á eynni í gær, var upplifun, sem
ekki gleymist. Þar kynntumst við
íbúum, menningu og háttum hinna
ýmsu Kyrrahafseyja í hnotskum og
sáum í lokin litskrúðugustu dans-
og þjóðháttasýningu, sem um get-
ur. Sama gildir um margt annað í
heimsreisu 7, svo sem ferðina frá
Los Angeles í Grand Canyon, eða
Disneyland og Hollywood.
Á morgun liggur leiðin til San
Francisco og gistum við á Fairm-
ont-hótelinu á Nob Hill, sem verður
aðsetur okkar í 3 daga, en þar voru
sjónvarpsþættimir „Hotel“ gerðir.
Ferðin hefur verið samfellt ævintýr.
Okkur öllum 110 að tölu líður stór-
vel og v ið sendum ykkur á Fróni
beztu blómakveðjur héðan úr dýrð-
inni og 30 stiga hita.“
Séra Lárus Halldórsson.
Umf erðarátak;
••
Okumenn
undir
smásjánni
LÖGREGLAN um allt land fylg-
ist nú með hegðan ökumanna,
hvemig þeir virða rauða ljósið,
stöðvunarskyldu og hvort stefnu-
ljós era notuð.
Á fimmtudag, var fylgst með
3.600 ökumönnum við umferðar-
ljós. 6 hlutu áminningu og lögreglan
sá ástæðu til að sekta 9 fyrir gróft
brot, þ.e. fyrir að aka yfir á rauðu
ljósi. Við stöðvunarskyldu var fylgst
með 1.900, 57 vom áminntir og 9
sektaðir fyrir gróft brot. Þá var
fylgst með stefnuljósanotkun og
2.200 ökumenn kannaðir. 102 vom
áminntir fyrir að nota stefnuljósin,
seint, illa eða alls ekki.
Tölvunám
Ný námsbraut: Tölvutækni
Tölvufræðslan mun í janúar nk. heíja eins
árs nám í tölvutækni. Um er að ræða hag-
nýtt nám, þar sem áhersla er lögð á þá
þætti sem mikilvægastir eru við tölvunotk-
un hjá íslenskum fyrirtækjum.
Náminu er skipt í tvo sjálfstæða áfanga.
Fyrri áfanginn nýtist fyllilega í starfi, þótt
hinn síðari sé tekinn seinna.
Fyrri áfangi: 12. janúar 1987 til 18. apríl 1987.
Meðal efnis eru eftirfarandi þættir:
★ Um innri uppbyggingu tölva og tölvutækja
★ Tölvuvæðing fyrirtækja
★ Notkun staðlaðra forrita (notendaforrit)
★ Kerfísfræði og uppsetning tölvukerfa
Seinni áfangi: 14. september 1987 til 12. desember
1987.
★ Rekstrarhagfræði
★ Forritun í æðri forritunarmálum
★ Forritagerð fyrir íslenskt atvinnulíf
★ Kerfísforritun
★ Rekstur tölvukerfa
Kynningarfundur verður á náminu nk. miðvikudag
5. nóvember hjá Tölvufræðslunni, Borgartúni 28,
kl. 20.00.
Allar nánari upplýsingar fást í síma
687590 og 686790.
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
Nýbúð
á gömlum
gmnni
Við höfum opnað Herradeild PÓ að nýju eft-
ir gagngerar breytingar og viljum bjóða gamla
sem nýja viðskiptavini velkomna.
/ú hotUanÍAÍi
P&O’
Austurstræti 14. S. 12345.