Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
27
Indland:
Morðsins
á Indíru
Gandhí
minnst
Nýju Delhí, AP.
INDVERJAR almennt minntust
Indíru Gandhi, fyrrum forsætis-
ráðherra, sem píslavottar i gær,
en þá voru liðin tvö ár, frá þvi
að hún var myrt. Þúsundir síka
í Punjab minntust hins vegar
morðingja hennar, sem voru
sikar, sem pislarvotta.
Rajiv Gandhi forsætisráðherra,
klæddur skotheldu vesti, stóð fyrir
minningarathöfn um móður sína í
Nýju Delhí. Samtímis því sem hún
fór fram, stóðu síkar fyrir mót-
mælaaðgerðum gegn stjóm hans í
Amritsar, hinni helgu borg síka.
Þyrptust yfir 10.000 manns að hof-
inu þar, helgasta vé síka og vottuðu
tveimur morðingjum Indíru og fé-
lögum þeirra virðingu sem fram-
vörðum trúarbragða síka.
Frú Gandhi var myrt fyrir tveim-
ur árum af tveimur varðmönnum
hennar, sem báðir voru úr röðum
síka. Gerðist þetta í garðinum við
heimili hennar í Nýju Delhí. Annar
þeirra var skotinn til bana á staðn-
um en hinn, Satwant Singh, hefur
verið dæmdur til dauða fyrir morð-
ið ásamt tveimur meintum hlut-
deildarmönnum í morðinu.
Jólasveinninn er
kominn T qluqqann
RAMMAGERÐ1N
HAFNARSTRÆTI 19
MISSTU EKN AF
NOLIMI15
Laos:
Souphan-
ouvong segir
af sér forseta-
embætti
Bangkok, AP.
SOUPHANOUVONG, forseti La-
os, hefur sagt af sér og Phoumi
Vongvichit, meðlimur í sljórn-
málaráði Pathet Lao-kommúni-
staflokksins, hefur verið
skipaður forseti i hans stað.
Skýrði útvarpið í Laos frá þessu'
á fimmtudag.
Ekki var greint frá því, hvort Soup-
hanouvong héldi áfram sæti sínu í
stjómmálaráðinu, sem er afar vald-
amikið. Þrátt fyrir þær virðingar-
stöður, sem Souphanouvong - eða
„Rauði prinsinn" eins og hann var
stundum kallaður - gegndi, þá er
ekki talið, að hann hafi verið nánd-
ar nærri jafn valdamikili og
Kaysone Phomvihane, leiðtogi
flokksins og forsætisráðherra
landsins.
Útvarpið í Laos sagði, að afsögn
Souphanouvongs ætti rætur að
rekja til ákvarðana, sem teknar
voru, er kommúnistar tóku völdin
í Laos 1975 en jafnframt á hans
eigin óskum, þar sem heilsu hans
væri tekið að hraka. Souphanou-
vong er 74 ára að aldri.
Souphanouvong prins afsalaði
sér tignarheiti sínu og gerðist for-
seti Laos í staðinn, er kommúnista-
hreyfingin Pathet Lao tók völdin í
landinu og gerði landið að lýðveldi
fyrir 11 árum.
HRÍNGDU
og fáðu áskriftargjöldin
skuldfærð á greiðslukorta-
reikning~þiinn mánaðarlega.
ERU ENGIN TAKMORKSETT
Árangur Mezzoforte á erlendri grund
er einstæður meðal íslenskra lista-
manna. Þeir hafa nú verið atvinnutón-
listarmenn í fjögur ár og haldið um það
bil þrjúhundruð tónleika í fjórtán þjóð-
löndum fyrir rúmlega milljón áheyrend-
ur.
„No Limits" er sjöunda hljómplata
Mezzoforte og að dómi allra þeirra sem
heyrt hafa fjölbreyttasta og langbesta
plata hljómsveitarinnar til þessa.
No Limits
er fáanleg á plötu og kassettu, einnig á
CD laserdiski eftir 17. nóv.
Póstkröfusími 01-11620
tfilijlA# kl Austurstræti 22, Rvk.
9UHV9UI ni Rauðarárstíg 16, Rvk.
Hljoraptotuwfstanw:
Strandgötu 37,