Morgunblaðið - 02.11.1986, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
1i
■ I
Skemmtilegt að fá
hvatningu til
að syngja erlendis
Garfiar og Ólöf Kolbrún í
II Trovatore í íslensku
óperunni 1986.
sífellt verið að styrkja sig sem
söngvara, smíða sinn eigin tón og
stíl.
Jón Ásgeirsson tónskáld og tón-
listargagnrýnandi Morgunblaðsins
sagði í samtali að hann hefði alltaf
haldið því fram að Garðar og Ólöf
Kolbrún og fleiri góðir íslenskir
söngvarar sem meðal annars hafa
staðið fyrir íslensku óperunni,
stæðu undir sýningum sem gengju
hvar sem væri í heiminum þar sem
fyllstu kröfur væru gerðar. „Garðar
er feiknalega öruggur söngvari,"
sagði Jón, „góður tónlistarmaður
og kórstjóri með góða menntun frá
Bretlandi. Hann hefur mjög sterka
túlkun og getur gefið mikið. Rödd
GARÐAR CORTESMUN VÆNTANLEGA SYNGJA FYRIR KARAJAN
OG ÍÓPER UHÚSUM í EVRÓPU Á NÆSTUNNI
hans er gott dæmi um mjög góða
þálfun og afbragðs nýtingu og það
má segja að Garðar hafi sjálfur
skapað sig sem söngvara. Margir
góðir söngvarar eru ef til vill meiri
náttúrutalent en Garðar, en ná ekki
sömu nýtingu. Það er engin spum-
ing að fái Garðar tækifæri til að
syngja fyrir rétta menn á réttum
tíma, þá hefur hann allt sem til
þarf.“
Sú kynningarherferð sem stend-
ur yfir um þessar mundir á söngvar-
anum Garðari Cortes hófst í
sambandi við sýningar á II Trova-
ore í Gamla bíói. Breskur umboðs-
maður kom á síðustu sýningu II
Trovatore sl. vor og varð svo hrifinn
af túlkun Garðars á Manrico, að
hann setti allt í gang í Bretlandi.
Hann fékk hljóðupptöku með söng
Garðars í 6. senunni, aðalsenu ten-
órsins í óperunni, senunni sem allir
bíða eftir, en þar eru sungnar tvær
frægustu óperuaríur sem tenórar
syngja, „Ah si ben mio“ og „Di
quella pira", sem er háa caría og
Pavarotti varð frægur fyrir að halda
háa c í 12 sek. í þessari aríu. í
sýningum II Trovatore að undan-
fömu hefur Garðar hins vegar
haldið háa c í allt að 17 sek. Breski
umboðsmaðurinn fékk tónbönd og
myndbönd með Garðari og gekk í
að senda þau víða, til óperahúsa
og annarra umboðsmanna, en þessi
sami umboðsmaður er með annan
íslenskan söngvara á sínum snær-
um, Sigríði Ellu Magnúsdóttur.
Viðbrögð við þessari kynningar-
herferð komu strax sl. sumar og
meðal annars bað Skoska óperan
Garðar að syngja í Tosca, en það
var með of stuttum fyrirvara, því
Garðar var í sýningum hér heima.
Umboðsmaður Garðars vill freista
þess að ná Garðari á stuttum tíma
inn í sviðsljós óperahúsanna, telur
það mögulegt miðað við langa
reynslu sína í þessum efnum þótt
samkeppnin sé býsna mikil. Hann
sendi í sumar tónband með Garðari
til Covent Garden og fulltrúi frá
hinu kunna fyrirtæki hyggst koma
til íslands til þess að hlusta á Garð-
ar syngja á sýningu. Það hefur
verið haft á orði af kunnáttumönn-
um í tónlist að Garðar nái svo
auðveldlega tónhæð að nálgist
ósvífni. í haust þegar Garðar fór
til London í viðtal við umboðsmann
sinn hitti þannig á að meðan þeir
ræddu saman hringdi annar um-
boðsmaður söngvara frá Austurríki.
Sá breski sagði starfsbróður sínum
frá því að hjá honum væri staddur
Umboðsmenn þekktra
erlendra söngvara hafa
að undanf örnu hvatt
Garðar Cortes til að
spreyta sig sem
tenórsöngvara á
heimsmarkaði í kunnum
óperuhúsum og á síðustu
mánuðum hefur
aðalumboðsmaður
Garðars í Bretlandi
skipulagt kynningu á
þessum íslenska
tenórsöngvara, en
umboðsmaðurinn er með
ýmsa heimskunna
söngvara á sínum snærum
og má þar til dæmis nefna
Pavarotti, Carreras, Jon
Vickers og Edita
Gruberova. I
nóvembermánuði nk. mun
Garðar meðal annars
syngja fyrir hinn kunna
þýska hljómsveitarstjóra
Herbert van Karajan.
Um árabil hefur Garðar
verið í mörgfum hlut-
verkum í íslensku
menningarlífi, skóla-
stjóri, kórstjóri, ópera-
söngvari, hljómsveitarstjóri og
óperastjóri, en þetta hefur þýtt að
hann er að segja má hlutasöngv-
ari. Þannig hefur margþætt starf
ugglaust háð honum í að ná lengra
sem nafn í söngheiminum erlendis,
en kunnáttumenn sem best þekkja
til era sammála um að þar sé sá
þáttur sem sé mest spennandi og
sérstæðastur fyrir þennan bjart-
sýna athafnamann. Fyrir 5 árum,
þegar Garðar og fleiri vora að byija
með íslensku óperuna, bauðst hon-
um tækifæri til að staldra við
erlendis og spreyta sig fyrir heims-
markaðinn, en þá mátti hann ekki
vera að því, á íslandi biðu verkefni
sem vora baráttumál. En á þessum
tíma sem liðinn er hefur Garðar
Sigrfður Ella
Magnúsdóttir og Garðar
Cortes í hlutverki
Azucena og Manrico f II
Trovatore.
Garðar Cortes sem Manrico í II
Trovatore eftir Verdi sem ís-
lenska óperan sýnir um þessar
mundir.
Garðar Cortes sem
Don José og Ólöf |
Kolbrún 1
Harðardóttir sem 1
Micela f Carmen
eftir Bizet, flutt af
íslensku óperunni
1984.