Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
Landsbyggðarþjónusta!
Sendum prufur hvert á land
sem er samdægurs
Parket er okkar fag
50 ára parketþjónusta
Egill Árnason hf.
Parketval
Skeifunni 3, sími 91-82111_
Frá sýningu íslensku óperunnar á II Trovatore í Gamla bfói.
A
Islenska óperan
er glitrandi perla
eftir Poul Rasmussen
ÉG VAR einn þeirra mörg hundr-
uð blaðamanna, sem voru staddir
í Reykjavík í upphafi október.
Ég var sendur til að fylgjast með
leiðtogafundi Reagans og
Gorbachevs fyrir hönd tímarits-
ins Executive Intelligence Revi-
ew. Það var í sannleika sagt
vængjasláttur sögunnar, sem
kvað við yfir borginni. Fundur-
inn reyndist vissulega viðburða-
ríkur, en það voru einnig aðrir
hlutir í Reykjavik, sem brenndu
sig inn í minningu mína og ég
hef hug á að deila þeim með
íslenskum vinum mínum.
í upphafí vil ég geta þess að
Reykvíkingar eiga skilið hrós og
þakkir fyrir að hafa leyst öll vanda-
mál örugglega. Allt gekk snurðu-
iaust fyrir sig í alþjóðlegu
fréttamannamiðstöðinni og þær
aðstæður, sem við blaðamenn feng-
um að vinna við, voru einfaldlega
hafnar yfír gagnrýni. Takk fyrir
það.
En það var einn ákveðinn hlutur,
sem ég mun aldrei gleyma, frá þess-
ari fyrstu heimsókn minni til
/ /
FWMAMBIHALFUMMOKKUM.
GOÐUR MAFUR OG ÓDYR!
íslands. Ég á ekki við eldfjöllin
ykkar, hverina eða annað, sem heill-
ar ferðamanninn. Hér er hvorki um
hressandi loftslagið né lambakjötið
ykkar, sem reyndar _var ótrúlega
bragðgott, að ræða. Ég er að tala
um perlu, sem ég hafði aldrei gert
mér í hugarlund að fyrirfyndist hér
í nyrstu álum Atlantshafs: íslenska
óperan.
Konan mín tók eftir veggspjald-
inu í miðstöð blaðamanna. II
Trovatore eftir Verdi í Reykjavík?
- það verðum við að sjá. Starfs-
bróðir minn frá Washington féll
þegar fyrir hugmyndinni og við lét-
um taka frá þrjá miða fyrir okkur.
Fyrir einhverjar sakir kom upp mis-
skilningur varðandi miðaverð og
satt að segja færðust á okkur tvær
grímur þegar í ljós kom að við þyrft-
um að láta rúmlega 200 danskar
krónur af hendi rakna fyrir hvem
miða. En pokurinn hafi það, hvað
margir íbúa þessa heims geta státað
af því að hafa séð II Trovatore eft-
ir Verdi í Reykjavík, sögðum við
hvort við annað í spaugi.
Þetta reyndist ógleymanleg upp-
lifun. í þessu gamla bíóhúsi sáum
við og heyrðum II Trovatore eins
og best gerist í heiminum. Okkur
grunaði hvað í vændum væri þegar
hljómmikil bassarödd Viðars Gunn-
arssonar ómaði um salinn í upphafs-
atriðinu. Og við urðum ekki fyrir
vonbrigðum. Hrifningin jókst tals-
vert þegar við fengum að kynnast
yfírþyrmandi baritón Kristins Sig-
mundssonar. Við kinkuðum kolli til
hvors annars í viðurkenningarskyni
eftir að Ólöf Harðardóttir kom fyrst
fram og hún tvíefldist í ofanálag
eftir því sem leið á sýninguna. Þeg-
ar Garðar Cortes sté inn á sviðið
gáfum við okkur verkinu á vald.
Slík var fegurð tenórraddarinnar
að hún kallaði fram minningar um
Jussi Björling í huga mér. Að lokum
var Hrönn Hafliðadóttir í hlutverki
Azucena kapituli útaf fyrir sig.
Við nutum sýningarinnar frá
upphafi til enda. Þrátt fyrir ómögu-
legar aðstæður á þessu litla sviði
var uppsetningin bæði grípandi og
viðburðarík. Sviðsframkoma
söngvaranna einkenndist af smit-
andi ákefð og kórinn allur bjó yfír
ótrúlegri fjölbreytni og dýrð.
En mitt í sýningunni greip mig
skyndilega ótti. Ætli íslendingamir
viti hvílíka perlu þeir eiga? Hér
sáum við óperuuppfærslu sem jafn-
aðist á við það besta í heimi - og
verkið var sýnt í gömlu bíói.
Þess vegna skrifa ég þessar línur.
Það er í sjálfu sér virðingarvert að
jafn fámenn þjóð sem íslendingar
skuli hafa óperu, sem getur fært
upp jafn viðamikil verk og La Trav-
iata og II Trovatore. En við vorum
einfaldlega furðu lostin yfír því að
söngvararnir skyldu jafn hæfíleika-
ríkir og raun bar vitni á þessari
sýningu, sem starfsbróðir minn frá
Washington, kona mín og ég, ásamt
blaðamanni Lundúnablaðsins The
Ma.il, sáum 10. október 1986.
Þið eigið perlu, sem þið verðið
að gera allt til að varðveita. Hver
einasti söngvari, sem þama kom
fram, gæti átt vísan frama á hinum
miklu óperusviðum í Bandaríkjun-
um og Évrópu. En hvergi í heimin-
um er hópur með jafn ríka sál og
stórt hjarta og í íslensku óperunni.
Þess vegna eiga söngvararnir
heima í Reykjavík. En ef ég geri
ekki viðvart munu þeir fljúga úr
hreiðrinu og þið getið verið þess
fullviss að þeim yrði tekið með
hrifningu - og Kaupmannahöfn
yrði þar engin undantekning.
Ég mun aldrei gleyma II Trova-
tore og íslensku óperunni.
PS. Ef Kristjnn Sigmundsson
einhvem tíma syngur aðalhlutverk-
ið í ópemnni Rigoletto eftir Verdi
kem ég aftur til Reykjavíkur.
Höfundur er blaðamaður við
Executíve InteUigence Review í
Kaupmannahöfn.
Foreldrar barna í
Hlíðaborg:
Fóstrur fái
mannsæm-
andi laun
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt frá Félagi foreldra barna
í Hlíðaborg í Reykjavík eftirfar-
andi áskorun til borgarstjórnar,
sem var samþykkt á fundi í
Hlíðaborg við Eskihlíð með for-
eldrum, fóstmm og aðstoðar-
mönnum leikskólans, 30.
október.
„Við foreldrar bama í Hlíðaborg,
leggjum áherzlu á nauðsyn þess að
fóstmr og aðstoðarmenn þeirra fái
mannsæmandi laun við gæzlu og
uppeldi barna okkar. Viljum við ei
una þeim sofandahætti yfírvalda,
sfem ríkt hefur í launamálum þess-
ara stétta og undirstrikum þá
nauðsyn að stöðva flótta hæfra
starfskrafta úr uppeldisstétt vegna
lélegra kjara. Við skomm á foreldra
um allt land að styðja við bak þeirra
og ýta á leiðréttingu launa þeirra."
Vflr