Morgunblaðið - 02.11.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 02.11.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 45 Klukkustundir Sólarhringfs-lífklukka atferlis hvítra músa á tilraunastofu: (A) Atferlismynstur músar við stutta birtu (12 klukkustundir af sólarhring). (B) Atferlismynstur músar við langvarandi birtu (16 klukkustundir af sólarhring). (C) Atferlismynstur músar við stöðugt myrkur. (D) Atferlismynstur músar við stöðuga birtu. Atferli er skráð sem snúningar hjóls í búri músarinnar. Svörtu blettirnir gefa til kynna hversu lengi hjólið var notað í einu og hvenær sólarhrings það var. leiti. Og ekki vantar að mínum dómi kenningar um lífeðlisfræði hvala, sem vert og þarft væri að rann- saka. Ég hef farið upp í Hvalfjörð og kynnt mér rannsóknimar þar og ég verð að segja, að margt kom mér þar skemmtilega á óvart.“ „Iowa-sendirinn“ Dr. Folk hefur stuðst við svo- nefndan „Iowa-sendi“ eins og fyrr greinir, en hann sendir frá sér merki um líkamshita og hjartsláttartíðni. Með sendi þessum er unnt að gera eftirfarandi: 1. Kveða upp úr með það hvort viðkomandi spendýr vakni til lífsins um nætur eða að degi til. 2. Mæla dægursveiflu atferlis og ýmissa lífeðlisfræðilegra ferla. 3. Mæla nákvæmni sólarhrings- lífklukkunnar (sjá síðar). 4. Skrá grunnhjartsláttartíðni í hvíld hjá spendýri sem getur at- hafnað sig frjálst í náttúrunni og er ekki undir álagi athugana á rann- sóknarstofu. 5. Kanna lífeðlisfræði hjartavöð- vans - athuga t.d. hvaða dýrateg- undir tvöfalda (eða jafnvel þrefalda) hvíldarhjartsláttinn við hlaup eða fæðunám. 6. Bera saman hjartarafrit spen- dýra. 7. Kanna virkni dýra í stöðugu myrkri, þar sem ekki er unnt að beita annarri tækni. 8. Meta hvíldarástand spendýrs, sem lagst hefur í dvala. 9. Meta efnaskiptahraða dýrs út frá hjartsláttartíðninni. 10. Bera líkamshitastig saman við hjartsláttartíðnina. 11. Bera saman heilarafrit spen- dýra (EEG; electroencephalogram - oft nefnt heilalínurit). Því má skjóta hér inn í að út- varps-fjamámi hefur verið beitt á sjúklinga og má nefna mat á ár- angri endurhæfingar hjartasjúkl- inga. ígræðsla í kviðarhol Dr. Folk birti ásamt samstarfs- manni sínum Essler árið 1960 grein um „Iowa-sendinn“, en þá þegar höfðu ýmsir fræðimenn gert til- raunir með ýmsar gerðir útvarps- senda. Hins vegar má segja, að þeir félagar hafi orðið hvað fyrstir til að beina notkun útvarpssenda inn á braut skráningar lífeðlis- fræðilegra upplýsinga án vitundar tilraunadýrs. Fyrst í stað vom sendamir utan á tilraunadýmnum, en fljótt fór áhugi manna að bein- ast að kviðarholi dýranna. ígerðir hafa viljað skjóta upp kollinum, ef sendum hefur verið komið fýrir undir húð. Þetta hefur hins vegar ekki verið raunin með ígræðslu í kviðarhol og hafa sendar tollað á réttum stað (þeir em saumaðir við framhluta kviðveggjar) og sent góð merki gegnum líkamsveggi viðkom- andi tilraunadýrs án þess að tmfla líkamsstarfíð. Sendamir geta sent merki gegnum kjöt, en tvöfalt lag af álpappír þarf til að kæfa þau. Dr. Folk og samstarfsmenn hans hafa fengið nákvæmar niðurstöður með því að nota kviðarhol dýra, en þó hefur það ótrúlega gerst þríveg- is, að sendar hafa flust gegnum líkamsvegg tveggja apa og bjamar út á yfirborð dýranna. Vefimir grém þá saman í kjölfar ferðar sendanna úr kviðarholi út á yfir- borðið. Hins vegar hefur stundum orðið nokkur bandvefsmyndun um sendana í kviðarholi, en þó ekki þannig, að óþægindi hlytust af - hvorki fyrir visindamennina né dýr- in sjálf. Fyrst í stað sætti það nokkurri gagnrýni, að „Iowa-sendir“ dr. Folks og samstarfsmanna hans mældi hjartsláttartíðni samhliða líkamshita (mikilvægi hins síðara var lítt umdeilt). Væri ekki nauð- synlegt að mæla slagrúmmál (það blóðmagn, sem hjartað dælir frá sér við hvem slátt/samdrátt) og blóð- þiýsting samhliða hjartsláttartíðni? Gæti ekki slagrúmmál breyst án þess að breytinga yrði vart í tíðninni? Rushmer sýndi fram á það árið 1970, að sú væri ekki raunin. Slagrúmmál breytist litið, jafnvel við íþróttaiðkun manna. Þvi þótti notagildi „Iowa-sendisins“ óvé- fengjanlegt. Fyrirkomulag rannsókna á lífklukkum Dr. Folk og samstarfsmenn hans hönnuðu „Iowa-sendinn“ með það markmið fyrir augum, að skrá lífeðlisfræðilegar stærðir, sem unnt væri að bera saman við atferlisat- huganir spendýra á tímabili, sem er nógu langt til lýsingar sólar- hrings-lífklukkunnar (sjá síðar). Þá skyldi samanburður gerður milli árstíma. Mikilvægt er að fylgjast náið með og skrá atferli dýranna meðan á rannsóknum stendur, t.d. með sjónvarpsupptökuvél. Vísinda- mennimir töldu bestar niðurstöður fást með skráningu líkamshita og hjartsláttartíðni með 15 eða 30 Bijóstmynd þessi af dr. Vilhjálmi Stefánssyni var afhjúpuð í ríkis- háskólanum i Iowa árið 1980. Hún er úr bronsi og gerð af kanadiska myndhöggvaranum Emanuel Otto Hahn. mínútna millibili daglega í mánuð, fjórum sinnum á ári. Hins vegar var einnig unnt að reyna mælingar í tíu daga mánaðarlega, tólf mán- uði ársins. Nú er algengast að skrá boð frá sendum í hálfa mínútu á hálftíma fresti í mánuð. í lítilli rás eins og „Iowa-sendi“ með miðlungsstórri rafhlöðu er ekki bæði unnt að senda merki yfir langa vegalengd (s.s. 50 m) og láta raf- hlöðuna endast nokkuð að ráði. Sendirinn getur verið nokkuð þung- ur, eða allt frá 8 g til 100 g. Dr. Folk fómaði vegalengdinni fyrir varanleika rafhlöðunnar. Niður- staðan varð því sú að rannsóknir vinnuhóps Folks fóm fram á svæði sem var 25 m á hvem kant - umluk- ið loftneti til móttöku merkja frá útvarpssendunum inni í dýmnum. í skóglendi var þó unnt að koma loftnetum fyrir víðs vegar um svæð- ið og kveikja á þeim til skiptis. Meðalævilengd hverrar rafhlöðu var innan við 18 mánuðir. Sú spuming hlýtur að vakna, hver áhrif ígræðsla útvarpssendis í kviðarhol dýrs hefur á dýrið sjálft. Kviðveggur spendýra hlýtur að vera nokkuð sterkbyggður þegar litið er til þess að 300 g kvendýr þarf að bera 67 g ungviði í móðurkviði við meðgöngu (sendar em oftast 8-20 g). Þetta hefur einnig sýnt sig. Hundur, sem grætt hefur verið í 20 g þungur útvarpssendir, sýnir engin merki um óþægindi daginn eftir skurðaðgerðina. Þessi er raun- in við athuganir dr. Folks og hefur vísindahópurinn aldrei orðið vitni að öðm en því, að sendamir valdi dýmnum alls engum óþægindum á nokkurn hátt. Ekkert dýranna hef- ur nokkm sinni veitt saumnum á kviðvegg athygli hvað þá reynt að klóra í skurðinn. Kanínur hafa gengið með unga samhliða allt að 80 g þungum sendum í kviðarholi og ungamir verið síðan á spena. Reynsla dr. Folks og samstarfs- manna hans er því sú, að tilrauna- dýrin hafi aldrei vitað af ígræddum útvarpssendum og þeir aldrei valdið þeim nokkmm óþægindum - nema hvað snertir þau undantekningartil- felli, sem þegar hafa verið nefnd, er líkaminn hafnaði tækjunum og flutti þau gegnum kviðvegginn út á yfírborð líkama þriggja dýra. Dýr elt „Iowa-sendirinn“ var ekki hann- aður af dr. Folk og samstarfsmönn- um hans til að elta dýr (tækni sem nefnist „tracking"), enda þótt send- um sé einnig beitt í þeim tilfellum. Hins vegar má nota sendi dr. Folks til þess ama með því að koma fyrir loftnetum í skóglendi, sem ná yfir svæði, sem em 25 m á hveija hlið. Forsenda þessa er sú, að hver út- varpssendir sendir út merki með ákveðinni tíðni, sem er frábmgðin tíðni annarra senda í öðmm dýmm (afleiðing þessa er aðgreining dýra). Víkjum aðeins að þeirri tækni, sem notuð er við að elta dýr („track- ing“), áður en lengra er haldið umræðunni um útvarps-íjamámið. Margir vísindamenn (s.s. vist- fræðingar) hafa áhuga á því, að vita hversu stórt landsvæði er nauð- synlegt dýri af ákveðinni tegund og um leið hvort dýrið getur lifað af loftslag eyðimerkur eða kulda mikils vetrar. Þessa þætti er unnt að kanna með tækni þeirri, er nefna mætti útvarps-eftirför („radio- tracking"). Margir vísindamenn hafa átt þátt í að þróa þessa að- ferð, en hún veitir engar lífeðlis- fræðilegar upplýsingar eins og útvarps-fjamámið. Storm sýndi fram á með þessari tækni, að refír þyrftu að hafa aðgang að svæði, sem væri a.m.k. 3,2 sinnum 2,4 km á kant þar sem þeir notuðu sjaldn- ast sama náttstaðinn oftar en einu sinni. Craighead-hjónin sýndu fram á það 1966, að bimir í Yellowstone- þjóðgarðinum þyrftu að hafa yfir að ráða allt frá 16 til 250 ferkíló- metrum. Hjón þessi hófu síðar (1971) að elta og safna upplýsing- um um bimi og elgi með aðstoð gervihnattar, en lífeðlisfræðilegar upplýsingar hafa ekki enn verið skráðar um gervihnött. Kostnaður við afnot af gervihnetti er mikill. Ofangreind tækni byggir á litlum útvarpssendum á eða í viðkomandi dýmm eins og útvarjis-fjamámið, en sendamir senda útvarpsbylgjur, sem síðan em numdar af loftnetum útvarps vísindamannsins. Merkin hafa hins vegar engu greiningar- hlutverki að gegna, þar sem þau em ekki nýtt til að selflytja lífeðlis- fræðilegar upplýsingar eins og útvarps-íjamámið. Víkjum að nýju að útvarps- fjamáminu. Leggjast bimir I dvala? Margir vísindamenn hafa einnig áhuga á því að vita, hvemig dýr lifa af loftslag eyðimerkur eða kulda mikils vetrar (þ.e. hvaða lífeðlisfræðilegir eiginleikar ráða þar mestu). Hér kemur útvarps- fjamám dr. Folks og félaga hans til skjalanna, því „Iowa-sendirinn“ hefur reynst best til skráningar lífeðlisfræðilegra upplýsinga frá dýmm sem em stór og erfið viður- eignar. Má nefna spendýr eins og bimi, úlfa, jarfa og múrmeldýr. Dr. Folk og samstarfsmenn hans hafa um árabil skráð líkamshitastig, hjartsláttartíðni og hjartarafrit þriggja bjamartegunda (svart- bjama, grábjama og ísbjama). Rafhlöður „Iowa-sendisins“ hafa dugað í allt að 18 mánuði. Tækni þessi leiddi til þess, að dr. Folk og vinnuhópur hans gat svarað þeirrn áleitnu spumingu hvort bimir legð- ust raunvemlega í dvala að vetrin- um (Folk, 1967 og 1970). Nokkrir svartbimir hafa verið skotnir í hýði sínu - en líkamshiti þeirra, 35 gráður á celsíus, var langtum hærri en sá líkamshiti, sem mældur hefur verið í litlum spendýr- um í dvala. Jarðíkomi getur lækkað líkamshita sinn úr 40 gráðum allt niður í 5 við dvala um hávetur. Bimimir virtust hins vegar aðeins lækka líkamshita sinn um 6 gráð- ur. Þetta gat bent til þess að ekki væri um eiginlegan dvala að ræða. Rannsóknir dr. Folks sýndu að allar þijár tegundir bjama lögðust í dvala seint að hausti. Bimimir hættu að éta og drekka og lögðust í hýðið með höfuðið nærri rófunni. Þeir héldu kyrm fyrir í þessari stöðu í allt að mánuð í einu, en í Alaska-ríki geta þeir víst legið hreyfingarlausir í allt að sjö mánuði samfleytt (okt- óberbjnjun til aprílloka). Bimimir neyta hvorki vatns né matar meðan á dvala stendur og losa engin úr- gangsefni. Spumingin var nú sú hvort líkamshiti og hjartsláttartíðni bjama í dvala lækkaði jafnmikið og hjá litlum spendýmm (hjartslátt- ur jarðíkoma í dvala getur fallið úr 300 slögum á mínútu niður í 6 slög á sama tíma). Utvarpssendirinn gaf svarið. Sendar sýna dvala Skráning hjartarafrits (ECG; electrocardiogram - oft nefnt hjartalínurit) með „Iowa-sendi“ hefur sýnt, að lögun rafrita margra dýrategunda er líkt rafriti manns- íns, en um 30 tegundir dýra hafa gengið með þessa gerð útvarps- senda. Það fást þrir toppar eða „takkar", sem nefndir em P, QRS og T og birtast í þessari röð. At- hygli dr. Folks beindist einkum að T-takkanum, en hann virðist tengd- ur slökun hjartavöðvans að aflokn- um samdrætti hans (hinir tveir em tengdir samdrættinum). Rannsókn- ir dr. Folks hafa sýnt að T-takkinn fæst strax á eftir QRS-toppnum hjá dýmm er leggjast í dvala. Slökun hjartans er því hröð. Þetta gildir hins vegar ekki að því er virðist um dýr er leggjast ekki í dvala. Þar er T-takkinn mitt á milli QRS- toppsins og næsta P-takka. Því virðist liggja á slökun hjartans hjá )eim fyrmefndu. I samræmi við jessa niðurstöðu sína og aðrar at- huganir telur dr. Folk bimi leggjast í dvala. Þá komst dr. Folk að því að líkamshiti virðist vera hinn sami og hjá bjömum er deyddir vom í hýði sínu. Hitastigslækkunin nam um 6 gráðum á celsíus. Ef bjöm reyndist hafa hjartsláttartíðnina 40 slög á mínútu að næturlagi við upphaf dvalans þá hélt hann þeirri tíðni fyrstu vikuna í hýðinu. Síðan varð tíðnin 30 slög á mínútu vikuna þar á eftir og lækkaði síðan enn frekar niður í 20 slög á mínútu þriðju vik-- una. I fjórðu vikunni yrði tíðnin um 10 slög á mínútu. Stæði dvalinn lengur, þá var tíðnin oft skráð sem 8 slög á mínútu. Samfara efnaskiptum fmmna bjamdýranna, sem lögst vom í dvala og dr. Folk rannsakaði, mynd- ast nægilegur hiti til viðhalds eðlilegum líkamshita að sumrinu. Lækkun líkamshita var því ekki að rekja beint til þessa. Hins vegar hefur dýrið talsverða stjóm á hjartslætti sínum og hér kom lausiP in: bimimir hægja hægt og sígandi á starfí hjarta- og blóðrásarkerfis eins og fyrr segir - nokkuð sem leiðir til minnkunar efnaskiptanna og þá um leið falls Kkamshita. Grábjörninn og forðafitan Til fróðleiks má skjóta því hér inn að mörg dýr treysta á fituforða sinn sem uppsprettu orku meðan á dvala stendur (og auðvitað við aðr- ar miskreflandi aðstasður skemmtilegt dæmi er úlfaldinn, en hann fær nægt vatn við bmna fítu í hnúð dýrsins til að geta ferðast vatnslaus dögum saman um eyði- merkumar). Grábjöminn nýtir sér fítuforðann dyggilega meðan á dvala stendur. Nefnt hefur verið hversu lítt líkamshiti dýrsins breyt- ist, en dýrið eyðir um 6.000 hitaein- ingum (kcal) á dag meðan það er í dvala. Grábjöminn er strax reiðu- búinn til að veija sig ef hann er óvart vakinn úr dvalanum. Rannsóknir hafa sýnt að grá- bjöminn brennir einungis forðafitu sinni til orkumyndunar meðan á dvala stendur. Við bmna (sammna við súrefni) fítunnar losnar nægileg orka til viðhalds líkamshita, fram- leiðslu amínósýma (byggingarein- inga próteina) og próteina (eggjahvítuefna) og annarra orku- kræfra ferla. Við bmnann losnar einnig mikið magn vatns, sem kem- ur í stað þess vatns, sem dýrið missir í útöndunarlofti. Þá myndast svonefnt glýceról við niðurbrot tríacýlglýceróls (forðafita bjamar- ins er að langstærstum hluta svonefnd tríacýlglýceról eða tríglýs- eríð), en glýeeróli er breytt í blóðsykur með ákveðnum efna- hvörfum í lifrarfrumum bjamarins. Þvagefni það, sem myndast við nið- urbrot amínósýma er endumýtt til myndunar nýrra amínósýma til við- halds próteinum Ifkamans. Bimir geta hlaðið utan á sig geysilegu magni fitu við undirbún- ing vetrardvalans. Fullorðinn grábjöm étur sem svarar 9.000 hitaeiningum á dag síðla vors og um sumar (fullorðinn maður, sem vinnur skrifstofuvinnu, þarf sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.