Morgunblaðið - 02.11.1986, Page 60

Morgunblaðið - 02.11.1986, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 Hindawi ekið frá Old Bailey dómshúsinu í London eftir að hann var fnndinn sekur og dæmdur í 45 ára fangelsi. Assad hryðju- verkahöfðingi eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Nezar Hindawi, 32 ára gamall Jórdaníumaður, var föstudaginn 24. október fundinn sekur um það fyrir rétti í Lundúnum að hafa ætlað að sprengja þotu ísraelska flugfélagsins E1 A1 í loft upp með 375 farþegum innanborðs. Öryggisverðir ísraelska flugfélagsins fundu sprengju i tösku unnustu Hindawi áður en hún fór um borð i vélina, en hún fannst ekki í röngtenleitartækjum Heathrowflugvall- ar. Ann Murphy, sem var þunguð eftir Jórdaníumanninn, átti að fóma á blótstalli hryðjuverkamannsins Hindawi og samverkamanna kana { sýrlenska sendiráðinu í Lundúnum. í réttarhöldunum kom fram ótviræð vitneskja um að Hindawi hafði starfað með sýrlenzkum sendiráðsstarfsmönnum. Hindawi var dæmdur í 45 ára fangelsi. Breska ríkiastjómin greip til þess ráðs að ijúfa stjómmálasamband við Sýrland sama dag og rétturinn komst að niðurstöðu sinni. Hún kallaði heim sendimenn sína í Sýr- landi og bað alla brezka stjómarer- indreka, sérstaklega í Austurlönd- um nær, að vera varir um sig. Dagana á undan hafði stjómin látið boð út ganga um að engir Bretar skyldu vera í vesturhluta Beirút, sem er undir stjóm Sýrlendinga, nema þeir nauðsynlega þyrftu. Búizt er við því að hryðjuverkasveit- ir, sem eru á mála hjá Sýrlending- um, reyni að grípa til hefndarráð- stafana annað hvort í Mið-Austur- löndum eða Evrópu. Það verður vart annað sagt en að vitneskjan, sem komið hefur fram í réttarhöldunum, hafí vakið almennan viðbjóð meðal almenn- ings í Bretlandi. Hindawi hafði átt í ástarsambandi við Ann Murphy í um tvö ár þegar hann ættaði að nota hana sem „lifandi tíma- sprengju". Hindawi hafði sagt henni að hann hefði áður verið hryðjuverkamaður en væri nú hætt- ur því. Á ýmsu gekk á milli þeirra og í upphafí þessa árs leit Ann Murphy svo á að sambandi þeirra væri lokið, enda hafði ekki bólað á Hindawi í langan tfma. En þá birt- ist hann allt í einu, stakk upp á því að þau giftu sig í Landinu Helga og færði henni flugmiða. Sjálfur sagðist hann ekki fara með sama flugi, heldur mundi hann hitta hana síðar. Hann færði henni síðan nýja handtösku og gekk frá dótinu í hana, ók henni út á Heathrow- flugvöli og kvaddi hana þar. Dómarinn kallaði þetta forherta og grimmdarlega blekkingu. í þessum réttarhöldum hefur tekist með nokkum veginn óyggj- andi hætti að sýna fram á að Sýrlendingar stunda hryðjuverka- starfsemi f stórum stíl og beita til þess opinberum starfsmönnum og sendiráðsmönnum. Sama dag og Hindawi kvaddi unnustu sína á flugvellinum fór hann í sýrlenska sendiráðið í Lundúnum, þar sem sendiherrann tók á móti honum. Þá var ljóst að sprengjan hafði fundizt og hans var leitað um allt Bretland. Starfsmenn sendiráðsins földu hann um nóttina og morgun- inn eftir reyndu þeir að breyta útliti hans, lita á honum hárið og færa hann í ný föt. En Hindawi óttaðist að vemdarar hans yrðu böðlar sínir og flúði þvf næsta dag og gaf sig fram við lögregluna. Vöm hans var sú að hann væri fómarlamb ísraelsku leynilögregl- unnar sem hefði skipt um tösku á flugvellinum og sett tösku með sprengju í staðinn fyrir tösku Ann Murphy, sem hann hefði fært henni. Dómarinn neitaði að trúa þeirri sögu, enda bentu sönnunargögnin öll til þess, að hér væri um sömu tösku að ræða og Ann Murphy hafði komið með á flugvöllinn. Hindawi var sagður blaðamaður að atvinnu og formlega starfaði hann við arabískt blað í Lundúnum. En það eina, sem vitað er um störf hans við blaðamennsku, er að hann var sendill á Al-Arab 1982, en var rekinn eftir mánaðarstarf vegna skapofsa. Hindawi er kominn af velmeg- andi fjölskyldu, sem átti app- elsínubúgarð í Palestínu, áður en Ísraelsríki var stofnað, en varð að Hafez Assad Sýrlandsforseti flýja landið yfir til Jórdaníu. Þar gat fjölskyldan séð sinn gamla bú- garð handan landamæranna. Fjöl- skyldan varð illa úti í átökum ísraelsmanna við granna sína 1967. Hindawi var því alinn upp frá blautu bamsbeini við hatur á Israel. Hann var stofnfélagi í Byltingarhreyfíngu Jórdaníu og lét ítrekað í ljósi þá skoðun að réttlætanlegt væri að úthella blóði ísraelsmanna hvar og hvenær sem væri. Þegar lögreglan handtók hann var ekki mikið vitað um hlut hans í hryðjuverkum. En við yfírheyrslur kom í ljós víðtækt net hryðjuverka- manna í Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu og Austurlöndum nær, við Rauðu herdeildimar, Líbýu og Sýrland. Bróðir Hindawi, Ahmed Hasi, er í umsjá lögreglunnar í Vestur-Berlín vegna sprengingar hjá menningar- samtökum Þjóðverja og araba þar í borg, sem talið er að Hindawi hafi skipulagt. Það er einnig talið, að Hasi hafí tekið þátt í sprenging- unni á La Belle diskótekinu, sem varð tilefni til árásar Bandaríkja- manna á Líbýu. í júlí á sl. ári fór Hindawi ásamt öðmm félögum í hreyfíngunni til fundar við Gaddafi til að biðja um fé og aðstoð. Líbýu- mennimir bentu þeim á að leita til Sýrlendinga. í janúar á þessu ári var Hindawi í Damaskus og hitti þar yfirmenn í leyniþjónustu Sýr- lendinga. Leiðtogi þeirra var Vf* ari ákvörðun, en hann var staðráð- inn í að bjóða almenningsálitinu birginn. „Hún er konan mín og það er ekkert rangt við það“, sagði hann. Þegar þau stigu út úr vélinni á Heathrowflugvelli, hönd í hönd, flyktust blaðamenn og ljósmyndar- ar að þeim og spurðu hver hún væri. „Hún er konan mín“, sagði Jerry Lee og ljómaði af stolti. Blaða- menn spurðu og spurðu og Jerry Lee svaraði af samviskusemi nema að hann hnikaði aðeins til aldri konu sinnar og sagði að hún væri fímmtán. Daginn eftir vom flenni- fyrirsagnir í blöðunum og Daily Herald sagði í fyrirsögn: „Kona rokkstjömunnar er fímmtán ára, - og þetta er þriðja hjónaband hans“. Blöðin vestra tóku strax við sér og einn blaðamannanna gróf það upp að Myra Gale væri ekki fímmtán ára heldur þrettán. Mikil óvild greip nú um sig í Bretlandi, einkum vegna neikvæðra skrifa blaðanna og fólk var hvatt til að sækja ekki tónleika amerísku rokkstjömunnar. Jerry Lee Lewis lauk aldrei tónleikaferð sinni um Bretland. Eftir þriðju tónleikana var ferðinni aflýst og bresku blöðin kvöddu hann með fyrirsögnum á borð við þessa: „Barriaræninginn flýr“. Við brottförina á Heathrowflug- velli var hann spurður hvemig honum hefði iíkað við Breta: „Þeir em ágætir þegar á heildina er litið. En sumir ykkar þjást af afbrýði- semi“. Hann var þá spurður hvort honum fínndist í rauninni ekkert óeðlilegt við það að giftast þrettán ára stelpu. „Þú getur haft eitt eftir mér“, sagði Jerry Lee: „Hún er kona“. Jerry Lee hafði í fyrstu engar áhyggjur af þessu og taldi að allt yrði eins og áður er hann kæmi aftur heim. En blöðin vestra tóku kuldalega á móti honum og hann varð þess fljótlega var að fjölmarg- ir höfðu snúið við honum baki. Honum hafði verið hrint af stallin- um og framundan beið hans löng og erfíð eyðimerkurganga. EYÐIMERKURGANGAN Það em páskar árið 1962. Jerry Lee vaknar með hroðalega timbur- menn. Hann er staddur á hóteli í Minneapolis. Ekkert er eins og það á að vera. Síðan sumarið umtalaða árið 1958, hefur ekkert laga hans komist á toppinn. Hann ferðast að vísu enn um með hljómsveit sína en upphæðin á ávísununum verður sífellt lægri. Jafnvel rokktónlistin hefur breyst og er orðin máttlaus og leiðinleg. Honum fínnst hann vera utanveltu við allt og alla og viskíið verður sífellt ríkari þáttur í lífí hans. Mitt í þessum dapurlegu hugsunum berast honum boð að héiman um að þriggja ára sonur hans og Mym Gale, Steve Allen, hafí dmkknaði í sundlauginni. Eyðimerkurgangan var rétt að hefjast. Eftir dauða drengsins var hann vart mönnum sinnandi og í rauninni náði hann sér aldrei til fulls. Þó kom ein og ein glæta inn í líf hans af og til. Honum var boðið í hljómleikaferð til Bretlands og nú brá svo við, að þjóðin sem velti honum af stalli nokkmm ámm áður tók honum opnum örmum. Hann tók þó eftir því að hann stakk f stúf við þessa ungu bresku mú- síkanta. Strákar vom komnir með sítt hár og klæddu sig eins og fáráð- lingar. Auk þess átti hann erfítt með að átta sig á þessari músík, sem hann heyrði allt í kringum sig. Þegar hann kom heim tók hann eftir að amerískir unglingar höfðu einnig breyst og stelpumar vom komnar í ósiðlega stutta kjóla. Hon- um var boðið að koma fram í sjónvarpsþættinum „Shinding" og var vel tekið. En þegar hann leit í kringum sig í búningsherberginu fannst honum hann vera eini mað- urinn með viti. Sun-útgáfan var hætt og hann var nú á samningi hjá Smash-hljóm- plötufyrirtækinu. Hann fór æ sjaldnar í hljóðverið enda seldust þær lítið, þessar fáu plötur hans sem út komu. Hann var líka farinn að drekka upp á næstum hvem ein- asta dag. Samningurinn átti að renna út 1968 og nokkmm vikum áður en að því kom var gerð lokatil- raun til að ná einhveiju út úr Jeny Lee Lewis. Honum var skipað að gera „kántrý-plötu". Eitt laganna á plötunni var „Another Place, Another Time“ og viti menn, lagið komst á topp „kántrý-vinsældarlist- KÁNTRÝSTJARNAN Nýtt skeið var mnnið upp á ferli Jerry Lee Lewis og á næstu ámm var hann einn vinsælasti „kántrý- söngvari" í Suðurríkjunum og átti fjölmörg lög á vinsældarlistum. Hann fékk orðið 10 þúsund dollara fyrir kvöldið á hljómleikum og fjár- hagurinn rétti úr kútnum. Jerry Lee fór að ferðast um í eigin flugvél og naut þessarar endurheimtu vel- gengni. Hann reyndi að halda sig á mottunni í diykkjunni en Bakkus var þó aldrei langt fjarri. Þrátt fyrir velgengnina vom komnir brestir í hjónabandið og þegar Jerry Lee var á hljómleika- ferð í Astralíu f nóvember 1970 fór Myra Gale fram á skilnað. Þau áttu saman litla dóttur sem fór með móður sinni og hún var brúðarmær þegar Myra Gale giftist síðar Peter Malito, einkaspæjara, sem hún hafði ráðið til að njósna um eigin- mann sinn. Viku síðar gekk Jerry Lee í hjónaband með 27 ára gam- alli fráskilinni konu frá Memphis, Jaren Elizabeth. Þau skildu eftir hálfan mánuð en tóku saman aftur uns þau skildu fyrir fullt og allt 1979. Eftir skilnaðinn við Mym Gale ákvað Jerry Lee að hætta að drekka og neitaði að koma fram á skemmti- stöðum þar sem áfengi var afgreitt. Brátt sótti þó allt í sama farið og Jeny sökk dýpra en nokkm sinni fyrr. Eldri sonur hans ög Jean Mitc-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.