Morgunblaðið - 25.11.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
Arnar ÍS 125 frá Sandgerði fórst austan við Grindavík:
Tveggja manna saknað
NÍU tonna bátur frá Sandgerði, Amar ÍS 125, fórst við Selatanga
austan við Grindavík á sunnudag. Tveir menn voru á bátnum og er
þeirra saknað. Mannanna hefur verið leitað síðan á sunnudag, en
leitin hefur verið árangurslaus.
Mennimir heita Jón Eðvaldsson,
skipstjóri og eigandi Arnars, og
Jóhannes Pálsson. Jón á heima að
Suðurgötu 28 í Sandgerði. Hann
er 53 ára að aldri, fæddur 20. jan-
úar 1933 og lætur eftir sig eigin-
konu og þrjú uppkomin böm.
Jóhannes Pálsson á heima að Suð-
urgötu 16 í Sandgerði. Hann er 34
ára að aldri, fæddur 31. maí 1952
og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú
yngri böm.
Sjómennimir fóru í línuróður frá
Sandgerði um miðnættið aðfaranótt
sunnudags. Þeir töluðu við sjómenn
á öðrum bátum um talstöð um nótt-
ina, síðast klukkan rúmlega 8 á
laugardagsmorguninn. Þá voru þeir
skammt frá Selatöngum á sunnan-
verðu Reykjanesi. Var annar
maðurinn á svokallaðri baujuvakt
og er ekki vitað annað en að þá
hafí allt verið í lagi.
Um klukkan 14 á sunnudag
gengu síðan tvær ijúpnaskyttur frá
Hafnarfirði fram á björgunarbát í
fjörunni við Selatanga og var Amar
strandaður á giynningum um 100
metrum frá björgunarbátnum. Am-
ar hafði farið farið upp í grynnirigar
og kastast töluvert eftir þeim, en
stöðvast um 40—50 metra frá fjöru-
borðinu. Hann var þá þegar mikið
brotinn, stjómborðssíðan var alveg
farin úr honum ásamt hálfu dekkinu
og stórt gat var einnig á bakborðs-
síðunni. Björgunarbátur Amars var
uppblásinn en mannlaus. Rjúpna-
skyttumar leituðu fyrst í nágrenn-
inu en fóru síðan á lögreglustöðina
í Grindavík og tilkynntu um at-
burðinn, um klukkan 15.50. Sela-
tangar eru um 2 km austan við
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi (gœr: Yfir norðanverðu Grænlandi er 1020 milli-
bara hæð. Víðáttumikil 967 millibara djúp lægð um 400 km suður
af Vestmannaeyjum þokast austur. Heldur vaxandi lægðardrag
milli íslands og Noregs.
SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, allhvasst eða hvasst (7-8 vind-
stig), um norðvestanvert landiö, en kaldi eða stinningskaldi (5-6
vindstig) annars staðar. Víða snjókoma eða él norðanlands en yfir-
leitt þurrt syðra. Hiti nálægt frostmarki. .
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR: Minnkandi norðaustanátt og svalt í veðri með
éljum, einkum um norðanvert landið.
FIMMTUDAGUR: Suðaustanátt og hlýnar í bili. Víða mun rigna um
sunnan- og vestanvert landið en þurrt að kalla norðaustanlands
fram eftir degi.
TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■|Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius
Heiðskirt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V * Skúrir
V Él
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
A <(^gj| Hálfskýjað r r r * r * 5 Þokumóða Súld
'Ú8k Skýjað r * r * Slydda r * r OO Mistur
-I* Skafrenningur
/ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
VEÐURVÍÐA UMHEIM
kl. 12.00 i gær að ísl. tíma
hhi veAur
Akureyri 1 snjókoma
Reykjavfk 4 skýjað
Bergen vantar
Helsinkl vantar
Jan Mayen 0 snjóói
Kaupmannah. 8 alakýjað
Narssarssuaq -8 skýjað
Nuuk -8 skýjað
Osló vantar
Stokkhólmur 6 alskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve vantar
Amsterdam vantar
Aþena vantar
Barcelona 15 lóttskýjað
Berlín 8 skýjað
Chicago vantar
Gtasgow vantar
Feneyjar vantar
Frankfurt 9 skýjað
Hamborg 8 skýjað
LasPalmas vantar
London 13 alskýjað
Los Angeles vantar
Lúxemborg vantar
Madrfd 12 léttskýjað
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Miami vantar
Montreal 8 alskýjað
Nfce 17 heiðskfrt
NewYork vantar
Parfs 8 rigning
Washlngton vantar
Winnipeg -4 renningur
Yfirlitsmynd af slysstað við Selatanga austan við Grindavík. Félagar
úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík að störfum, flak Arnars
ÍS fjær. Björgunarbátinn rak upp í fjöruna um 100 metrum frá
bátnum.
ísólfsskála og 5—6 km austan við
Grindavík.
Lögreglan kallaði út björgunar-
sveitina Þorbjöm í Grindavík sem
fór til leitar, meðal annars með
björgunarbát sinn Odd V. Gíslason.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-
SIF, kom fljótlega á vettvang og
varðskip. Leitað var fram á kvöld
og höfð vakt á svæðinu alla nótt-
ina. Skipuleg leit hófst síðan strax
í birtingu á mánudagsmorgun. Um
miðjan dag komu félagar úr björg-
unarsveitinni Sigurvon í Sandgerði
til leitar með Grindvíkingum og
voru 40—50 manns við leit síðdegis
í gær að sögn Gunnars Tómassonar
formanns björgunarsveitarinnar í
Grindavík. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar var á svæðinu ásamt varð-
skipi, björgunarbátnum Oddi V.
Gíslasyni og gúmbátum. Björgunar-
sveitarmenn gengu fjörur og
kafarar leituðu í sjónum. Gunnar
bjóst við að leitað yrði frameftir
nóttu.
Að sögn Sigurður Agústssonar
varðstjóra í Grindavíkurlögreglunni
hefur fundist ýmislegt brak úr bátn-
um. Sigurður sagði að ekki væri
sjáanlegt að sjómennimir hefðu
komist í björgunarbátinn. Hann
sagði að báturinn hefði verið vel
útbúinn, meðal annars með sjálf-
virkum sleppibúnað fyrir björgunar-
bátinn og væri útlit fyrir að hann
hefði farið sjálfkrafa á flot. Á
sunnudagsmorguninn var norðaust-
an kaldi á þessu slóðum og einhver
alda.
Amar ÍS 125 var 9 tonna trébát-
ur, smíðaður í Stykkishólmi árið
1971. Hann var nýlega keyptur til
Sandgerðis.
Björgunarsveitarmenn ganga fjörur við erfið skilyrði.
Athugasemd við Staksteina
frá Jóni Signrðssyni, forstjóra
Þjóðhagsstofnunar
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt svohljóðandi athugasemd
frá Jóni Sigurðssyni:
„í Staksteinum Morgunblaðsins
var síðastliðinn laugardag, 22. nóv-
ember 1986, endurprentuð grein
úr Alþýðublaðinu með yfirskriftinni
„Seðlabankinn er úr Ieik“, sem þar
hafði birst án þess að höfundar
væri getið. Höfundur Staksteina —
hver sem það nú er — leggur síðan
út af greininni og lætur að því
liggja, að ég sé höfundur hennar.
Af þessu tilefni vil ég taka fram,
að svo er alls ekki. Eg hef hvorki
lagt í vana minn að skrifa nafn-
lausar greinar í blöðin né hef ég
það í hyggju. Mér fínnst ástæða til
að benda ritstjómm Morgunblaðs-
ins á, að það er varla samborið
virðingu blaðs, sem vill vera vett-
vangur ftjálsra og opinskárra
skoðanaskipta, að gera mönnum
upp skoðanir eins og gert var í
þessum Staksteinaskrifum."