Morgunblaðið - 25.11.1986, Page 12
MQRqifNBLAfiiP, ÞfiJPJUPAGyff,25. NÓVEMBER ,Í986
Víðfrægur fiðluleikari
á sinfóníutónleikum
Ungverski fiðluleikarinn Gyorgy
Pauk, sem nú er í flokki allra
fremstu fiðluleikara í heimi, leikur
einleik með Sinfóníuhljómsveit Is-
lands í fiðlukonsert í e-moll, op. 64
eftir Mendelssohn, á fimmtu
áskriftartónleikum vetrarins í Há-
skólabíói á fimtudagskvöldið
kemur. Önnur verk á efnisskrá tón-
leikanna eru forleikur óperunnar
Oberon eftir Weber og tónaljóðið
„Svo mælti Zaraþústra" eftir Ric-
hard Strauss. Stjómandi tónleik-
anna er Miltiades Caridis og er
þetta í annað skiptið sem hann
stjómar tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands.
Eftirsóttur einleikari
Gyorgy Pauk er mjög eftirsóttur
einleikari og kemur reglulega fram
með mögum viðurkenndum hljóm-
sveitum og frægustu hljómsveitar-
stjómm bæði austan hafs og vestan.
Pauk er þekktur fyrir fjölbreytni í
verkefnavali. Hann hefur leikið inn
á margar hljómplötur og hlotið eft-
irsótt verðlaun fyrir sumar þeirra.
Mest lof hefur hann fengið fyrir
upptökur á konsetunum eftir Barók
og Alban Berg, undir stjóm Pierre
Boulez. Gyorgy Pauk leikur á
Stradivarius-fíðlu frá árinu 1714.
Pauk fæddist í Búdapest og hóf
komungur nám í fíðluleik. Hann
var aðeins 12 ára gamall þegar
hann fékk inngöngu í Franz Listz-
tónlistarháskólann. Um það leyti
hélt hann Qölda tónleika í Ungveija-
landi og annars staðar í Austur-
Evrópu og vann til margra
verðlauna. Hann kom fyrst fram í
Lundúnum árið 1961 og settist þá
þar að.
Fáir fíðlukonsertar njóta slíkra
vinsælda og em oftar leiknir en
e-moll konsertinn eftir Felix Mend-
elssohn-Bartholdy (1809—1847),
sem Gyorgy Pauk leikur með Sin-
fóníuhljómsveit íslands á fímmtu-
dagskvöldið. Form hans þykir
fullkomið og melódíur undurfagrar.
Konsertinn er í þremur þáttum og
em tveir hinir fyrstu leiknir í sam-
fellu. Hljómsveitin flytur ekki
inngang í upphafí, heldur kveður
einleiksfiðlan sér þegar hljóðs með
stefí, sem setur sterkan svip á allt
verkið. Ágætt jafnvægi er milli
hljómsveitar og einleiksfíðlu og
verkið býður upp á mörg tækifæri
fyrir einleikarann að láta ljós sitt
skína. Fiðlukonsertinn var fmm-
10ND0N fOLASGOW L<AUPMANNAHÖFN ÓSLÓ
,12.080. ,10.460, ,14.110, ,13.890,
IÚXEMBORG QTOKKHÓLMUR (QAUTABORG
La13.350, 0 ,16.150, 13.990,
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 ■ Símar 91-27077 & 91-28899 • Hótel Sögu við Hagatorg ■ 91-622277- Akureyri: Skipagötu 14 96-21400
FALLEGUR VITNISBURÐUR
UM SÖGULEGT ÁR
JÓLASKEIÐIN 1986
Jólaskeiöin í árerfallegursafngripur
sem minnir á 200 ára afmæli Reykja
víkurborgar og vígslu Hallgrímskirkju.
Söguleg skeið, Jólaskeiðin 1986.
GUÐLAUGUR
LAUGAVEGI 22
SÍMI 15272
Gyorgy Pauk, fiðluleikari. Miltiades Caridis
fluttur árið 1845 af fiðluleikaranum
Ferdinand David og Gewandhaus-
hljómsveitinni í Leipzig. Mendels-
sohn og David áttu mikla samvinnu
um frágang einleiksraddarinnar.
Þetta samstarf þeirra tókst svo
vel, að vandfundið er tónverk sem
er betur lagað fyrir einleikshljóð-
færið en einmitt þetta.
Forleikur að óperunni
Oberon eftir Weber
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar-
innar á fímmtudagskvöld he§ast á
forleik ópemnnar Oberon eftir Carl
Maria von Weber. Tvö af þremur
verkum sveitarinnar á þessum tón-
leikum em því eftir snillinga sem
einna mest kvað að í rómantískri
tónlist Þýskalands. Weber er talinn
einn af merkustu fmmkvöðlum
rómantísku stefnunnar í þýskri tón-
list og Mendelssohn, sem fjallað er
um hér að framan, var frá því
Weber leið einn helsti merkisberi
þessarar tónlistar.
Carl Maria von Weber
(1786—1826) skrifaði ópemna
Oberon á ámnum 1824 til 1826
eftir pöntun framkvæmdastjóra
ópemhússins Covent Garden í
Lundúnum. Verkið var frumflutt
þar f apríl 1826 undir stjóm Web-
ers. Tónskáldið var þá dauðvona
af berklum og dó tveimur mánuðum
eftir fmmsýninguna. Það má ótrú-
legt teljast, að fársjúkur maður
skuli hafa samið svo þokkafulla,
innblásna og fjörlega tónlist sem
raun ber vitni.
Óperan Oberon er afar sjaldan
flutt í heild. Það er þó ekki vegna
tónlistarinnar, sem að mörgu þykir
falleg og meistaralega skrifuð,
heldur geldur verkið þess hve text-
amir em lélegir. Forleikurinn er
hins vegar vinsæl tónsmíð á efnis-
skrá flestra hljómsveita. Hann er
reistur á stefjum úr ópemnni og
var ritaður aðeins nokkmm dögum
fyrir fmmsýninguna.
Merkasta verk Webers á sviði
ópemtónlistar er Töfraskyttan, sem
frumsýnd var 1821 og markaði
tímamót. Um var að ræða braut-
ryðjendaverk, og á gmndvelli þess
byggði Wagner síðar hina stór-
brotnu rómantísku list sína.
Tónaljóðið „Svo mælti
Zaraþústra“ eftir
Richard Strauss
Tónleikum Sinfóníunnar á
fímmtudagskvöld lýkur með tóna-
ljóði op. 30 eftir Richard Strauss
(1864—1949), Svo mælti Zara-
þrústra (Als sprach Zarathustra).
Strauss samdi verkið árið 1896 og
sótti nafn þess og efni í samnefnt
rit þýska heimspekingsins Friedrich
Nietzsche, sem út kom 1892.
Strauss sagði um verkið: „Ég ætl-
aði ekki að semja heimspekilega
tónlist eða draga upp tónamynd af
þessu mikla verki Nietzsches. Ætl-
un mín var að túlka í tónum
hugmynd heimspekingsins um þró-
un mannkyns frá upphafí, stig af
stigi, jafnt á sviði trúar og vísinda,
allt til ofurmennisins, sem
Nietzsche lýsir.
Strauss varð víðfrægur þegar
hann sendi frá sér fyrsta tónaljóð
sitt, Don Juan, árið 1888, þá aðeins
24 ára. Hvert hljómsveitarverkið
rak annað næstu árin og áttu þau
öll að segja einhveija sögu, eða
hafa aðra ótónræna merkingu. Af
öllum þessum verkum stóð mikill
ljómi, ekki síst vegna glæsilegs rit-
háttar fyrir hljómsveitina, og áhrif
þeirra hafa verið mikil og langvinn
þótt mönnum sýnist sitt hverjum
um þau viðhorf til tónlistar, sem
þau byggjast á.
Stjórnandinn Miltiades
Caridis
Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar-
innar að þessu sinni er Miltiades
Caridis. Þetta er í annað skiptið sem
hann stjómar sveitinni. Hann var
áður gestur hennar í október í fyrra,
er hann stjómaði fyrstu tónleikum
starfsársins.
Caridis er af grísk-þýskum ætt-
um. Hann ólst upp í Dresden og
Aþenu, en nam við Tónlistarháskól-
ann í Vínarborg. Hann hefur
starfað víða um lönd. Meðal annars
var hann um tíma fastur stjómandi
Sinfóníuhljómsveitar danska út-
varpsins og í meira en áratug var
hann aðalstjórnandi Fílharmóníu-
hljómsveitarinnar í Ósló. Hann talar
reiprennandi bæði dönsku og
norsku. Á aldarafmæli ungverska
tónskáldsins Béla Bartóks var
Caridis sæmdur heiðurspeningi sem
kenndur er við tónskáldið og felst
í því mikil viðurkenning.
(Vilhelm G. Kristinsson tók sam-
an.)
Jólakaffi Hrings-
ins á Broadway
HIÐ árlega jólakaffi Kvenfélags-
ins Hringsins verður haldið í
veitingahúsinu Broadway laug-
ardaginn 29. nóvember næst-
komandi klukkan 13.00 til 17.00.
Að vanda verða skemmtiatriði á
dagskrá, meðal annars tískusýning
á bamafötum, jazzballettsýning og
fleira. Einnig verður efnt til skyndi-
happdrættis þar sem vinningar eru
meðal annars utanlandsferð, skart-
gripir og heimilistæki ásamt
mörgum góðum vinningum. Einnig
verða basarmunir og jólakort seld.
Allur ágóði af fjáröflunum
Hringsins svo sem basar, jólakaffi,
happdrætti og jójakortasölu rennur
til líknarmála. Á þessu ári hefur
félagið gefíð lækningatæki á tvær
deildir Bamaspítalans að andvirði
950 þúsund krónur á Vökudeild og
200 þúsund krónur á almenna deild.
Ennfremur tók félagið þátt í íbúðar-
kaupum ásamt Krabbameinsfélagi
íslands og Rauða krossinum, sú
íbúð er ætluð foreldrum bama utan
af landi sem haldin eru illkynja sjúk-
dómum. Alls hafa gjafír félagsins
á þessu ári numið einni og hálfri
milljón króna.
( Úr fréttatilkynningu.)