Morgunblaðið - 25.11.1986, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
Orðsending
til alþjóðar
Þakkir til Islensku óperunnar og sjónvarpsins
eftir Önnu
Snorradóttur
Leónóra er dáin, ljósin slokknuð
og tónamir þagnaðir, en áður en
ég fer í rúmið ætla ég að senda
þjóðinni minni áskorunarbréf. Það
er langt síðan ég hefi farið jafn
glöð í hjarta í háttinn og eftir flutn-
inginn á Trúbador Verdis eða II
Trovatore, sem islenska óperan
flutti okkur í sjónvarpi í kvöld.
Bein útsending er alltaf jafn heill-
andi og spennandi a.m.k. fyrir
undirritaða. Það er eins og fæðing.
Hvemig tekst? Þarf að gera keis-
araskurð? Verður allt eðlilegt? Það
þurfti engan skurð í kvöld, allt gekk
snurðulaust og eðlilega eða því sem
næst, og ég er illa svikin ef þjóðin
upp til hópa hefír ekki hrifíst eitt-
hvað svipað og ég.
Þakkir til sjónvarpsins
Mig langar alveg sérstaklega til
að þakka sjónvarpinu okkar — verð-
um við nú ekki að fara að segja
Ríkissjónvarpinu? — fyrir það glæsi-
lega framtak, að bjóða þjóðinni allri
á óperusýningu á leikhústfma. Ekki
man ég lengur, hve mörg skammar-
bréf ég hefi sett í blöðin vegna
tímasetningar á besta efni sjón-
varpsins frá Metrópólítan-óperunni
í New York, og þá hófst útsending
klukkan að ganga ellefu um kvöld!
Einhvem tíma fyrir langa löngu
áttu böm mín, samkvæmt óskum
skólans, að sjá einhveija víkinga-
fræðslu, en sáu aldrei neinn þátt-
anna, vegna þess að blessaðir
mennimir á Suðurlandsbrautinni
hófu útsendingar svo seint, að böm-
in voru sofnuð.
Ég gafst upp á að finna að og
fór að skrifa annað. Nú er þetta
loks að breytast og hafi allir sem
hlut eiga að máli þakkir fyrir.
Ánægð með
fréttatímann
Ég varð afskaplega glöð, þegar
fréttatíminn var færður fram til
hálfátta vegna þess að dagskráin
færist öll fram og von til að hægt
sé að „fara í bíó“ án þess að yaka
fram á nótt. En ég beygi mig fyrir
meirihlutanum og hefí mikla samúð
með þvi fólki, sem hefir svo langan
vinnudag, að það kemst ekki heim
í tæka tíð og eins þeim, sem snæða
jafn seint og algengt virðist vera.
Allan minn búskap höfum við borð-
að snemma á kvöldin og mér fínnst
ijarska margt vinnast við það. Það
er heilsusamlegra að láta líða tíma,
áður en gengið er til náða, kvöldið
verður drýgra, meiri möguleikar til
að tala saman eða fara eitthvað út
og til að sjá sjónvarp fyrir þá, sem
það vilja helst. En ég segi með
manninum mínum, að sjónvarpið
má ekki vera miklu betra, þá færi
illa! Hugsið ykkur ef upp kæmi sú
staða, að sjónvarpið yrði svo for-
kunnargott, að engu mætti sleppa!
Nei, ég er ánægð ef ég fæ einn svo
ekki sé talað um tvo úrvalsþætti í
viku og þá strax á eftir fréttunum.
Anna Snorradóttir
„Þetta er áskorun til
þín, lesandi góður, sem
heyrðir og sást óperuna
hans Verdis í kvöld, að
borga aðgangseyri,
þótt þú sætir heima, og
senda óperunni.“
Það er stundum gaman að telja
lappimar á öllum skringilegu pödd-
unum og dýrunum, en ég er búin
að læra mína dýrafræði hjá honum
Steindóri frá Hlöðum og vil ekki
nota augun mín og tímann í meira
af því tagi. Samt heillast ég alltaf
af fuglamyndum og get endalaust
horft á fegurð þeirra og tign.
Styðjum óperuna
Ég hefí dáðst að þessu unga fólki
okkar við íslensku óperuna árum
saman og séð allar uppfærslur
hennar, held ég, og sýningin á
Trúbadomum í kvöld var ekki sú
fyrsta sem ég sá. Það gætir svo
mikillar bjartsýni hjá tónlistarfólk-
inu, það hefír svo mikið til bmnns
að bera, að við verðum að styðja
við bakið á því. Það er ekki nóg
að klappa, þótt það sé gott, það
þarf að gera eitthvað sem gerir
meira gagn og munar um, og er
þá ekki komið að þeim leiðinlega
þætti, sem heitir peningar? En það
þarf peninga. Mikla peninga. Húsið,
þetta hlýja og yndislega hús, er svo
lítið, að aðgangseyrir nægir hvergi
nærri til þess að rísa undir óperu-
flutningi. Við sáum í kvöld svolítið
á bak við tjöldin í fylgd með Guð-
rúnu Ásmundsdóttur og Ólafí
Ragnarssyni. Hugsið ykkur allan
fjöldann, sem vinnur að tjaldabaki:
Álla hljóðfæraleikarana, hljómsveit-
arstjóra, leikstjóra, sviðsfólk,
sýningarstjóra, búninga- og förðun-
arfólk, æfingastjóra o.fl. o.fl.
Ekkert fólk í dag getur unnið kaup-
laust. Hvers vegna ætti það líka
að gera það? Hvar fáum við
skemmtun, nema þá á göngu úti í
blessaðri náttúmnni, sem ekki kost-
ar peninga? Og ópemsýning er
geysilega dýr. Það gladdi mjög að
sjá, að nokkur fyrirtæki höfðu stutt
sýninguna í kvöld og vonandi fylgja
fleiri fordæmi. Og þá er ég komin
að kjama málsins, þér og mér, les-
andi góður. Hvað getum við gert?
Hvað getum við gert til þess að
koma í veg fyrir, að söngvaramir
okkar þurfí að fara í fískinn til
þess að draga fram lífíð og litla
óperan í Gamla bíói lognist útaf?
Ég skrifaði ávísun og bauð allri fjöl-
skyldunni, aðgangseyri að ópemnni
í kvöld, þótt ég sæti heima í stofu.
Þetta er ekki stór upphæð, en ef
við gemm það nógu mörg, þá
munar Islensku ópemna um það.
„Ef viö biðjum
nógu mörg“
Ég var um daginn úti í Þýska-
landi og hlustaði kvöld eitt á frétta-
auka í sjónvarpi. Það var verið að
ræða mál málanna, friðarmálin í
heiminum. Fréttamaðurinn lauk
þættinum með stuttu spjalli við litla
telpu og spurði hana, hvort hún
hefði hugsað um friðarmálin. „Já,“
svaraði bamið, „ég hefí hugsað."
„Og hvað heldurðu nú, að við getum
gert til þess að varðveita friðinn?"
spurði fréttamaðurinn. „Biðja Guð,“
svaraði telpan að bragði. „Heldurðu
að það muni duga?“ var spurt. Sú
litla svaraði um hæl: „Já, ef við
biðjum nógu mörg.“
Sendið aðgangseyri
Ef við greiðum nógu mörg fyrir
ánægjustundina í kvöld og sendum
til Islensku ópemnnar, hjálpar það
henni kannski yfír örðugan hjalla
og verður til þess að hún lifír áfram.
Ég hefi ekki sýnt nokkmm manni
þessar línur og þori ekki að segja
forsvarsmönnum ópemnnar frá
hugleiðingum mínum. Það hefír svo
mikið verið skrifað og skrafað um
safnanir nú um skeið, að kannski
myndu þeir ekki kæra sig um pen-
ingabetl eins og sumir nefna slíkt.
En hér er ekki um neina söfnun
að ræða.
Þetta er áskomn til þín, lesandi
góður, sem heyrðir og sást ópemna
hans Verdis í kvöld, að borga að-
gangseyri, þótt þú sætir heima, og
senda ópemnni. Ef þú hefír efni á
að „bjóða" einhverjum með þér, er
það ennþá betra. Fáein þúsund jafn
vel fáein hundmð, bara ef við emm
nógu mörg. Af ásettu ráði hefí ég
ekki minnst einu orði á ópemflutn-
ing í Þjóðleikhúsinu okkar né heldur
þá staðreynd, að í draumi sjáum
við rísa Tónlistarhús á íslandi þar
sem óperan ætti líka samastað.
Nei, það er Islenska óperan í Gamla
bíói sem á hug minn óskertan þessa
stundina og ég veit að svo er um
fjöldann allan af löndum mínum.
Ég held að heimilisfangið sé nóg
svona: ísienska óperan, Reykjavík.
Að kvöldi 16. nóv. 1986.
Höfundur er húsmóðir í
Reykjavík.
Opinber starfsmaður settur
á vatn og brauð í þijá mánuði
eftír Agúst H. Bjarna-
son
„Það sem rakið verður hér að
neðan, er að mínum dómi þvílík
svívirða af hálfu opinberra aðila
að ég get ekki látið málið liggja
í þagnargildi.“
Það er með hálfum huga, að ég
ræðst í að skrifa um skattamál. Til
þessa hef ég verið giska fálátur og
fávís um þau en hið opinbera hefur
sjálft séð um að taka sem því ber
af launum mínum. Lengst af hefur
þetta gengjð snuðrulaust enda ríkt
gagnkvæmt og einlægt traust okk-
ar í milli; aldrei hefur framtal mitt
verið vefengt né ég tortryggt álög-
ur á mig.
Það kom mér því mjög á óvart,
þegar ég kynntist í sumar innviðum
og starfsháttum Skattstofu
Reykjavíkur, hve óvægin og þjösna-
leg stofnunin er. Langar mig til
þess að rekja það í stuttu máli, því
að mér er ekki grunlaust um, að
fleiri hafí orðið fyrir barðinu á
óvönd- uðu vinnulagi starfsmanna
þar á bæ.
í stuttu máli er sagan sú, að sl.
haust leitaði ég ráða á Skattstofu
Reykjavíkur vegna þess, að ég átti
útistandandi óvissa peninga, sem
voru í innheimtu hjá lögfræðingi.
Fannst mér óþarft að telja þá fram
fyrr en þeir fengjust greiddir eða
fella þá að öðrum kosti undir lið
sem nefnist óvissar tekjur. Viðmæl-
andi minn féllst að því ég fékk bezt
skilið á þetta sjónarmið en bað mig
um að geta þessa í athugasemdum
á væntanlegu framtali. Varð ég við
þeirri bón hans af einskærum
barnaskap, illu heilli, því að síðar
varð ljóst að ógæfa mín fólst ein-
mitt í því.
Eins og lög gera ráð fyrir taldi
ég fram og skilaði skattaframtali á
tilskildum tíma. Hins vegar brá nú
svo við, að með bréfí dagsettu 9.
júní sl., var mér tjáð, að skattstjóri
hefði í hyggju að hafna framtali
mínu nema gerð væri grein fyrir
tilteknum atriðum innan tíu daga.
Vegna sannanlegrar flarvistar úr
Reykjavík barst mér bréfíð ekki í
hendur fyrr en þann 27. s.m. og
mánudaginn 30. hélt ég með öll
gögn á skattstofu og hitti að máli
starfsmanninn, sem undirritaði
bréfíð. Sagði hann mér, að eftir-
grennslun skattstofunnar væri til
komin vegna athugasemdar minnar
á framtalinu, og kom síðar í ljós,
að hún var að undirlagi sama manns
og ráðlagði mér að geta hennar
þar. í annan stað sagði hann, að
ég kæmi of seint, og var hann ekki
með neinu móti fáanlegur til þess
að rýna í gögn málsins. Ég yrði
bara að senda inn kæru, þegar þar
að kæmi. Sneri ég því bónleiður
heim aftur.
23. júlí barst annað bréf þess
efnis, að allir gjaldstofnar hefðu
verið áætlaðir að viðbættu 25%
álagi samkv. „3. ml. 1. mgr. sbr. 3
mgr. 96. greinar laga nr. 75/1981“,
þar sem umbeðin gögn voru ekki
lögð fram og skattframtalinu hafn-
að. Nú hafði ég engin úrræði og
beið þess sem verða vildi.
Þessu næst kom gjaldheimtu- og
álagningarseðillinn. Vissulega átti
ég ekki von á neinum glaðningi en
fyrr má nú rota en dauðrota. Seðill-
inn var í engu samræmi við bréfíð
frá 23. júlí, því að tekjuskattsstofn
var kr. 1.653.076, eignarskatts-
stofn kr. 1.554.930 og stofn til
álagningar útsvars o.fl. kr.
1.726.109. Samkvæmt þessum
tölum var mér gert að greiða sam-
tals krónur 793.989 í álögð gjöld
1986 eða m.ö.o. um 20% hærri
upphæð en heildartekjur mínar
námu. Og eftir því bar mér að
greiða um 138.500 næstu fímm
mánuði.
Nú blés ekki byrlega, föst laun
rúmur Qórðungur þeirrar upphæð-
ar, sem átti að greiða á hvetjum
mánuði. Nokkur huggun var þó, að
óheimilt er að taka meira en 75%
af launum. Laun menntaskólakenn-
ara þykja ekki ýkja há, en ofraun
er að ætla sér að framfleyta íjög-
urra manna fjölskyldu á fjórðungi
þeirra.
Þótti mér sýnt, að hér væri um
mistök að ræða og trúði vart öðru
en að þessu yrði kippt í liðinn hið
snarasta. Öll gögn málsins voru til
reiðu og ekkert að fela. Annað átti
eftir að koma í ljós. Það gekk ekki
þrautalaust að fá svör á skattstof-
unni við þessari álagningu. Þrisvar
sinnum reyndi ég að ná tali af skatt-
stjóra, en hann var aldrei við (bréfí
svarar hann ekki), tvívegis voru þau
herbergi, sem mér var vísað á tóm
og þangað kom enginn þann tíma,
sem ég taldi mér fært að doka við.
Loks var mér vísað á varaskatt-
stjóra. Hann greindi mér frá, að
skattstofunni hefðu orðið á mistök
í meðferð talna. Þótt hann væri
fullur skilnings, dugði það skammt,
því að málið yrði „að hafa sinn
gang“.
Hér er komið að kjarna málsins.
„Gangur málsins" reyndist hinn
mesti seinagangur. í þtjá mánuði
hirti hið opinbera nær öll mín Iaun,
og fyrihugaðar ráðagerðir fjölskyld-
unnar runnu út í sandinn. Að öðru
leyti hvarflar ekki að mér að lýsa
opinberlega eigin högum. Hinu er
þó ekki að neita, að þessi málsmeð-
ferð Skattstofu Reykjvíkur jafngild-
ir í mínum huga því að setja mig
og fjölskyldu mína á vatn og brauð
í þtjá mánuði þangað til þessum
háu herrum þóknaðist að leiðrétta
eigin heimskupör.
Um miðjan síðasta mánuð fékk
ég loks endurgreitt frá Gjaldheimt-
unni, því að niðurstaða málsins
varð sú að lagt var á mig sam-
kvæmt framtali og lækkuðu
mánaðargreiðslur þá um rúmar 100
þúsund krónur. Og til þess að kór-
óna allt saman var mér neitað um
inneignarvexti, því að skilyrði fyrir
greiðslu þeirra er, að endurákvörð-
un gjalda leiði til hreinnar inneignar
gjaldanda samkvæmt eigin túlkun
Gjaldheimtunnar. í raun er þetta
slík ósvinna, að ég trúi ekki að
þetta fái staðist fyrir dómstólum,
enda hlýtur umframgreiðsla fram
yfír tilskildar greiðslur að leiða til
inneignar fram að gjalddaga hlut-
aðeigandi greiðslu.
Grein þessi er orðin lengri en
ætlað var og er því mál að linni.
Mér þykir þó rétt að draga saman
helztu efnisatriði. í fyrsta lagi vil
ég taka fram að ég hef ekkert við
það að athuga, að gerðar séu at-
hugasemdir við skattframtal. Hins
vegar er ótækt, að frestur til þess
að skýra mál sitt sé svo naumur,
að ekki megi bregða sér bæjarleið,
einmitt á þeim tíma sem sumar-
leyfí standa sem hæst. I öðru lagi
er eftirgrennslun skattstofu til kom-
in vegna athugasemdar minnar á
framtali, sem ég setti að ráði starfs-
Ágúst H. Bjarnason
manns skattstofu. í þriðja lagi
verða skattstofu á mistök í álagn-
ingu opinberra gjalda, sem leiða til
þess, að ég var nær án framfærslu-
eyris í þijá mánuði. í íjórða lagi
heldur hið opinbera drjúgum hluta
launa minna langan tíma og neitar
að greiða sanngjarna vexti. í
fímmta og síðasta lagi er ekki ýjað
að eigin mistökum skattstofu, því
síður beðizt velvirðingar.
Það sem rakið hefur verið hér á
undan, er að mínum dómi þvílík
svívirða af hálfu opinberra aðila að
ég get ekki látið málið liggja í þagn-
argildi. Ef lögum og reglum er svo
fyrir komið hér á landi, að aðgerðir
hins opinbera í minn garð hafí ver-
ið löglegar, skora ég á alþingismenn
að breyta þeim hið snarasta. Sjái
hins vegar einhver löglærður mað-
ur, sem les þessar línur, að mér
hafí verið brotið, vil ég feginn fá
honum í hendur að höfða mál á
hendur fjármálaráðherra, yfírmanni
skattheimtu í landinu, til þess að
ég að minnsta kosti fái greidda
vexti af fé, sem ríkið tók með órétt-
mætum hætti, svo að ekki sé minnzt
á greiðslu fyrir þann tíma, sem fór
í vafstur í kringum málið, armæðu
og hugarangur, sem þetta hefur
valdið.
Höfundur starfar sem mennta-
skólakennari.