Morgunblaðið - 25.11.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986
27
1
Smjörþefur af
hryðjuverkum
Hugleiðing um öryggismál
eftirBaldur
Agústsson
Það strandhögg sem liðsmenn
Sea Shepherd gerðu á íslandi ný-
lega hefur verið á allra vörum síðan.
Eðlilega: hermdarverk og refsiað-
gerðir þekkja íslendingar úr erlend-
um fjölmiðlum, ekki af eigin reynslu
sem betur fer. Meðan sprengjur
springa, flugvélum er rænt og fyrir-
menn vegnir í öðrum löndum höfum
við ekki þurft að óttast um líf og
limi hér á íslandi. Hér er að vísu
alvarieg aukning á innbrotum, of-
beldi og eiturlyíjasölu — með
tilheyrandi vandamálum — en það
er af öðrum toga spunnið. Þetta
eru vandamál sem verður að taka
á en þau má leysa að mestu ef
nægur vilji er fyrir hendi.
Skæruhernaður hermdarverka-
manna er annað mál. Þar gjöldum
við sakleysis okkar. Því þó að þekk-
ing á sviði öryggismála, öryggis-
búnaðar og jafnvel hemaðar sé til
í landinu þá höfum við sloppið að
mestu við að beita henni. Fjarlægð-
in frá öðrum löndum, veðurfar og
nafn landsins hefur verið okkar
vöm. Vömin sú er ekki ókeypis:
Hún kostar sitt í samgöngum, vöm-
verði o.fl. en það er vel þess virði.
Ég hef raunar lengi verið þeirrar
skoðunar að fjarlægð okkar og
ákveðin einangmn verði að teljast
til gæða landsins.
Eftir aðgerðir Sea Shepherd urðu
umræður um málið á Alþingi. Vom
þingmenn sammála um að vinna
þyrfti að úrbótum á þessu sviði.
Sem dæmi um sakleysi okkar nefndi
einn ráðherrann að_ forsætisráð-
herra og forseti íslands fæm
óvemduð og fylgdarlaus milli heim-
ilis og vinnustaðar. Þetta er vissu-
lega rétt og næsta fátítt annars
staðar í heiminum. En svo lengi sem
önnur ráð duga tel ég að flestir
vilji hafa þetta svona. Það er gam-
an að sjá forsetann og ráðherrana
okkar á röltinu um borgina eða
ræðandi málin við „almenning" á
mannamótum. Það er einhvem-
veginn hluti af íslensku þjóðlífí. Ég
held ekki að fólk kynni við það að
sjá öryggisverði umkringja Vigdísi
hvar sem hún færi eða stjaka
Steingrími með hraði inn í skothelda
bifreið sem æki síðan á brott í lög-
reglufylgd.
Með þessu er ég ekki að segja
að allt sé I lagi eins og það er, alls
ekki. En á öryggismálum em marg-
ir fletir. Þau þarf að skoða í heild
Baldur Ágústsson
því vandinn er fjölþættur og leiðim-
ar margar.
Fyrirtæki og stofnanir þurfa að
gera átak til að veija eigur sínar —
í víðustu merkingu þess órð. Til
þess standa þeim til boða margs-
konar þjónusta og tækni sem þegar
hefur sannað gildi sitt á íslandi sem
annars staðar. Hér þurfa stjórnvöld
að sýna skilning og fella niður að-
flutningsgjöld og söluskatt af .
öryggisbúnaði. Það nær engri átt
t.d. að þessi gjöld af þjófavamar-
kerfum séu yfir 60% og peninga-
skápum jrfir 150%.
Öryggi sjónvarps, útvarps, al-
mannavama, sjúkrahúsa og Al-
þingis þarf að tryggja langtum
betur en nú er gert. Þessar stofnan-
ir og margar fleiri em þjóðinni
mikilvægar og á áhættutímum
gegna þær lykilhlutverki. Sendiráð
okkar erlendis em í vaxandi hættu
og ekki ólíkleg skotmök öfga-
manna. Þar þarf að gera átak án
tafar.
Bæta þarf öryggi æðstu manna
þjóðarinnar. Ég tel að það eigi ekki
að gerast með þeim aðferðum sem
við sáum á nýafstöðnum leiðtoga-
fundi með öllum þeim fyrirgangi
sem því fylgdi. Þær aðferðir em
neyðarúrræði þeirra þjóða sem að
miklu leyti hafa misst tökin á
ástandinu. Þar sem hver er sjálfum
sér. næstur og fólk þorir jafnvel
ekki út fyrir dyr eftir að skyggja
tekur. Öryggi æðstu manna hér á
að tryggja með lítt áberandi að-
ferðum sem falla að íslensku
þjóðfélagi. Þar kemur m.a. til
margskonar tækni, hönnun bygg-
inga, ákveðnar öryggisreglur og
margt fleira sem eðli málsins sam-
kvæmt er ekki rétt að ræða hér í
smáatriðum.
Við þurfum að eiga þrautþjálfað,
vel búið og vel agað lögreglulið sem
með árangursríkum vinnubrögðum
og fágaðri framkomu ávinnur sér
Nýkomið mikið úrval reyrhúsgagna,
sófar, stólar, borð og fleira.
Gjafavörur í úrvali
SUnflRHÚS Hf.
Háteigsvegi 20, Reykjavík. Sími 12811
Öryggi sjónvarps, út-
varps, almannavarna,
sjúkrahúsa og Alþingis
þarf að tryggja langt-
um betur en nú er gert.
Þessar stofnanir og
margar fleiri eru þjóð-
inni mikil vægar og á
áhættutímum gegna
þær lykilhlutverki.
Sendiráð okkar erlend-
is eru í vaxandi hættu
og ekki ólíkleg skot-
mörk öfgamanna. Þar
þarf að gera átak án
tafar.
traust og virðingu. Gott samstarf
lögreglu og almennings er ómetan-
legt. Ljóst er að verkefni lögregl-
unnar munu aukast og breytast á
næstunni og þá má ekki skorta fé
eða mannafla.
Við eigum að nota okkur ein-
angrun landsins og þá stjóm sem
hægt er að hafa á samgöngum til
að halda óæskilegu fólki í burtu.
Gestrisni er eitt, undirgefni við út-
lendinga er annað. Sjálfsagt er að
taka upp kvöð um vegabréfsáritan-
ir og eiga sem best samstarf við
Interpol og yfirvöld í öðrum löndum.
Einhverjir munu óttast að vega-
bréfsáritanir dragi úr ferðamanna-
straumnum. Það held ég verði
óverulegt, sérstaklega ef sendiráð
okkar — og jafnvel flugfélögin —
veita góða þjónustu á þessu sviði.
Nú á tölvuöld er það einfalt mál.
Og þegar til lengri tíma er litið
munu margir ferðamenn velja Is-
land m.a. vegna þess að það er
öruggt.
Menn standa agndofa eftir að-
gerðir Sea Shepherd. Þó má í raun
segja að við höftim sloppið vel. Þrátt
fyrir allt tal um að stofna ekki
mannslífum í hættu getur slíkum
öfgamönnum allt eins dottið í hug
að koma fyrir sprengju t.d. í sjávar-
útvegsráðuneytinu. Og tæpast væri
vaktmaður hvalbátanna til frásagn-
ar ef hann hefði komið að spellvirkj-
unum við iðju sína.
Við skulum líta á refsiaðgerðir
Sea Shepherd-manna hér sem
heimaverkefni. Eitthvað til að rýna
í og læra af. í rauninni skiptir ekki
öllu hvort glæpamennimir nást.
Málið er að sjá til þess að sagan
endurtaki sig ekki, e.t.v. með mun
alvarlegri afleiðingum.
Með þvf að nýta okkur einangrun
landsins, fámenni þjóðarinnar og
þá þekkingu sem hér er til á örygg-
ismálum eigum við alla möguleika
á að halda íslandi eins öruggu og
það hefur verið til þessa. Það hlýtur
að verða verðugt markmið.
Höfundur er forstjóri öryggis-
þjónustunnar Vara.
(fi) Husqvarna
UPPWmAVÉLAR
Q 3 - 30 3 V\
Ki . 3 1.5 13 stg r.
EC * 21 ( i
Kr . 3 >.8i »5 Jtg
Góð greiðslukjor
Hvoðerheimili dn ©Husqvama?
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 13* 91-35200
MIKIÐ ÚRVAL AUKAHLUTA
Sætaáklæði 9.980 kr.
Gólfmottur frá 2.485 kr.
Strípur
(Corolla, Tercel) frá 3.200 kr.
Hreinsiefnabakki 893 kr.
Mælaborðsbakki
(Hiace) 450 kr.
TOYOTA
VARAHLJUTIR
NÝBÝLAVEGI8 200 KÓPAVOGUR SIMI: 91-44144