Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 33
 Til heiðurs Franco Hópur falangista á Spáni heilsar með fasistakveðjunni á úti- fundi, sem fram fór i Madrid í gær til þess að minnast þess, að 11 áru voru þá liðin frá dauða Franciscos Franco hershöfðingja, einræðisherra Spánar í áratugi. Kanada: Lögreglurannsóki^vegna skemmdarverka á Islandi Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum KANADÍSKA ríkislögreglan i hefðu óskað eftir rannsókn skömmu Vancouver rannsakar nú hvort skemmdarverkin á íslandi 9. nóv- ember síðastliðinn varði á einhvern hátt við kanadísk hegn- ingarlög. Opinberir aðilar vilja ekki staðfesta að lögreglurann- sóknin beinist að Paul Watson og Sea Shepherd samtökunum, en sjálfur efast Watson ekki um að svo sé. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við Brian Wiseman lögreglu- foringja í Vancouver í British Columbia-fylki á vesturströnd Kanada. Þar býr Paul Watson tals- maður Sea Shepherd samtakanna, sem hafa lýst ábyrgð á skemmdar- verkunum á hendur sér. Brian Wiseman sagði að yfirvöld dómsmála í British Columbia-fylki eftir að fréttir bárust af skemmdar- verkunum. Lögregluforinginn kvaðst ekki geta svarað því hvort íslensk stjómvöld hefðu óskað eftir þessari lögreglurannsókn, hvaða lögbrot væri um að ræða og vildi ekki nefna einstaklinga eða samtök sem rannsóknin beindist að. Paul Watson tjáði fréttaritara Morgunblaðsins að við þessu hefði mátt búast, samt hefði lögreglan ekki haft beint samband við sig og hann búist ekki við að verða hand- tekinn eða ákærður. „En þeir vita hvar mig er að finna og ég mun mæta í yfírheyrslur eða réttarhöld, ef þess er óskað. Ég tel að það hafí verið rétt að vinna skemmdar- verkin á íslandi, iðrast einskis og mun ekki fara huldu höfði," sagði Paul Watson. Watson taldi litlar líkur á að framsalssamningur milli Kanada og íslands gilti i þessu máli. í þeim samningi eru tilgreindar hugsanleg- ar ástæður fyrir framsali. Hann sagði að líklega kannaði kanadíska lögreglan að auki, hvort hægt væri að sanna á hann glæpsamlegt sam- særi um að vinna skemmdarverk. Watson kvaðst viss um að sími sinn væri hleraður og sagði að sér þætti undarlegt, að bæði kona sín og 6 ára dóttir hefðu að undanfömu ve- rið vaktaðar af mönnum sem að líkindum væru lögreglumenn. Salan á frönskum ríkis- „Styð sjálfstætt og óháð ríki í Afganistan“ - seg'ir leiðtogi Sovétríkjanna Nýju Delí, AP. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi fólk, sem er vinveitt okkur,“ sagði Sovétríkjanna, sagði í gær að Gorbachev í viðtalinu. „Við ætlum hann styddi sjálfstætt og óháð alls ekki að vera þar að eilífu og afganskt ríki og kvað Sovét- ég tel að hvorki afganska þjóðin, menn ekki hafa í hyggju að né stjómin, tæki það í mál.“ hersetulið yrði landinu til fram- búðar. „Við höfum ekki áætlanir á pijónunum um útþenslu," sagði Gorbachev í viðtali við indverska blaðamenn í Moskvu. Viðtalið var sýnt í indversku sjónvarpi á sunnudag. Gorbachev fer í fjögurra daga opinbera heimsókn til Indlands í dag. „Við viljum fínna pólitíska lausn á málum Afganistan," sagði Gorbachev. „Við samþykktum að koma til hjálpar um tíma til að aðstoða Gorbachev sagði að núverandi stjómvöld hefðu gert margt til að bæta félagslega stöðu þjóðarinn- ar. Hann kvaðst þess treysta á það að viðræðumar, sem Samein- uðu þjóðimar hafa milligöngu um, myndu varða leiðina að viðunandi lausn ef bæði Pakistanar og Bandaríkjamenn sýndu í verki vilja til friðar. Gorbachev mun ræða við Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, í heimsókn sinni. Gera má ráð fyrir því að þessar viðræður hafi áhrif á hvort Gorbachev ákveði að framlengja einhliða til- raunabann með kjamorkuvopn. V-þýsk skýrsla um mengun Norðursjávar: Óbætanlegt tjón á öllu lífríkinu Bonn, Vestur-Þýskalandi og Basel, Sviss. RÍN og aðrar stórár bera aðeins lítillega minni eiturmengun út í Norðursjó en á 8. áratugnum og Dettifoss losar síld í Ábo Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbladsins. DETTIFOSS affermdi yfir 5.000 tunnur af íslenskri síld í hafnar- borginni Ábo á suðvesturhorni Finnlands á föstudaginn. Síldin er aðallega ætluð í jólasölu, en finnskum kaupmönnum þykir mjög brýnt að geta boðið við- skiptavinum íslenska síld i jólamat. Innflytjendur telja að meiri gæði síldarinnar hafi í för með sér að sala aukist frá því í fyrra. Þá hafa verið settar reglur sem skylda menn að gefa upp á umbúðum, hvort um er að ræða innlenda Eystrasaltssíld eða „alvöru" síld frá íslandsmiðum. ógnunin við lifriki sjávarins er engu minni en þá, að þvi er fram kemur í vestur-þýskri skýrslu, sem birt var í gær. í skýrslunni, sem unnin var á vegum vestur-þýsku stjómarinnar, segir, að frá árinu 1976 hafí ástand- ið lagast einungis að því er varðar eiturefnið DDT, svo að orð sé á gerandi. „Engin merkjanleg breyting hef- ur orðið á hlutfallslegu magni annarra klórblandaðra kolvatns- efna, þó að mengun frá stórám eins og Rín hafí minnkað lítillega," sagði Albert Probst, sem fer með rann- sóknarmálefni á vegum vestur- þýsku stjómarinnar, á fundi með fréttamönnum. „Ef engin breyting verður hér á, til hins betra, óttumst við, að óbætanlegt tjón verði óhjákvæmi- lega á öllu lífríki Norðursjávarins." Enn eitt mengunarslysið varð opinbert í Sviss í gær, þegar efna- gerðarfyrirtækið Hoffmann La Roche tilkynnti um eiturvökvaleka í verksmiðju í Sisseln í nágrenni Basel. Er þetta í fímmta sinn á ein- um mánuði, sem verksmiðja í eigu sama fyrirtækis tilkynnir megnun- aróhapp. fyrirtækjum hófst í gær ParÍB, AP. MIKIL eftirspurn varð í gær eft- ir hiutabréfum i franska stórfyr- irtækinu Saint-Gobain, en þá var riðið á vaðið með sölu hlutabréfa í fyrirtækjum í eigu franska ríkisins. Var þetta fyrsti áfang- inn í mikilli áætlun, sem stjórn borgaraflokkanna undir forystu Jacques Chirac forsætisráðherra hefur látið gera, i því skyni að breyta mörgum rikisfyrirtækjum i einkafyrirtæki á ný. Undirtektir almennings þóttu fara fram úr öllum vonum í gær og fyrir- spumum og pöntunum rigndi inn til verðbréfasala og banka. Salan á Saint-Gobain á að ná til 70% af hlutabréfum fyrirtækisins og mun hún standa yfír í tvær vikur. Fyrir- tækið er hið stærsta í sinni röð í Frakklandi á sviði glers og bygging- arvara og sá árangur, sem næst við sölu hlutabréfanna þar nú, á örugglega eftir að gefa mikla vísbendingu með tilliti til sölu á öðrum ríkisfyrirtækjum. Til þess að gera þessi hlutabréf gimilegri fyrir kaupendur, hefur stjómin gripið tilýmiss konar ráð- stafana. Þannig fá kaupendur skattafrádrátt, hagstæða greiðslu- skilmála og jafnvel aukahlutabréf eftir ákveðinn tíma, ef þeir eiga hlutabréfín nógu lengi. Alls em um 65 fyrirtæki á þeim lista, sem franska stjómin hyggst breyta í einkafyrirtæki á ný. Sum þeirra vom þjóðnýtt skömmu eftir heimsstyijöldina síðari, en önnur eftir að jafnaðarmenn komust til vaida í Frakklandi eftir kosninga- sigur þeirra 1981. Þau tvö fyrirtæki, sem seld verða næst - sennilega snemma á næsta ári - em Paribas-bankinn og trygg- ingafyrirtækið Assurances Genera- les de France. Ein af sjónvarps- stöðvum ríksins, TFl, verður væntanlega einnig sett á markaðinn á næsta ári. Eftirmáli regndropanna eftir Einar Má Guð- mundsson. „Frásagnarsnilld og heimssköpun." Þjóðviljinn. „Kröftugur skáldskap- ur og mögnuð orðlist bera uppi þessa sögu.“ Helgarpósturinn. Góð bók W 1/1 Einar Már Guðmundsson EFTIRMALI REGNDROPANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.