Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 25.11.1986, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1986 66 ©1966 Umversal Press SyrxJicale „Hatóu munnina Lokö2»an á me&an þú borbour." Ast er... ... að vera ætíð draumaprinsinn hennar. TM Rog U.S. P»t Oíf.-a rlghts rnmd C1966 Los Angatot Tlmw SyndicaU Við vorum búnir að gera Ég tók heimilisköttinn og áætlun um að hreinsa hér baðaði hann i gær! til, en hún er horfin! HÖGNI HREKKVlSI , KAttagras v/i?E>isr ekki gera csagw.’' Ekki er allt sem sýnist um „fyrirmyndarsalemin" fyrir fatlaða í Miklagarði. Það er að vísu salerni fyr- ir fatlaða í Miklagarði en... Ágæti Velvakandi Fyrir um ári síðan birtist bréf í dálkum þínum frá fötluðum manni utan af landi sem fór í ónefndan stórmarkað. Hugðist hann fara þar á salemi því hann taldi víst að þar hlyti að vera aðstaða fyrir fólk í hjólastólum. Ekki fann hann salemi þar nema fyrir fullfríska menn. Stórmarkaðurinn Mikligarður tók þetta til sín og svaraði einhver starfsmaður þar bréfinu og hrósaði aðstöðunni, sem væri til fyrirmynd- ar og birti mynd af viðurkenningar- skjali sem þeir hlutu. Ég, sem er líka utan af landi, hugði mér gott til er ég var í versl- unarferð í Reykjavík um daginn. Þá sá ég strax hvers vegna maður- inn fann ekki rétta salemið. Það er nefnilega á allt öðrum stað en hin og að því er engin ör sem vísar veginn eins og að hinum. En það er ekki nóg að hrósa aðstöðunni og fá viðurkenningar- skjöl. Því þegar að saleminu kom var það læst. Ekki kom nokkur ljósskíma undan hurðinni svo ég taldi víst að þar inni væri ekki nokk- ur maður. Eg sneri mér til næstu afgreiðslustúlku, sem vildi ekkert gera í málinu vegna þess að hún var nýbyijuð að vinna á staðnum. Fór ég þá í upplýsingamar og fékk þar það svar að : Hurðin væri opin og vildi upplýsingadaman greini- lega ekki aðstoða meira. Loksins, eftir 20 mínútna bið við harðlæstar dyr, kom stúlka, sem hafði einhvem snefíl af framtaks- semi, og hafði upp á lykli. Hélt ég þá að allt væri í lagi og fór inn á fyrirmyndarsalemið. Vissulega er það rúmgott, en það er ekki nóg að hafa salemi, það þarf Iíka hjálpartæki til að komast á það og af. Ekkert slíkt var þar að fínna. En þá er eftir það sem stakk mig mest og skildi ég þá af hverju hurðin var læst. Salemið er nefni- lega notað sem geymsla. Þar ægði öllu saman, þvottabölum, fötum, grindum, brotnum stólum og allra- handa skrani, og varð maður að byrja á að rusla frá sér til að kom- ast að saleminu. Meira að segja var vaskurinn notaður undir drasl. Þetta kalla ég ekki nógu gott hjá fyrirtæki sem hrósar sér fyrir góða aðstöðu fyrir fatlað fólk. Svo í lokin, ef þið sjáið ástæðu til að mæla þessu bót í annað sinn, svo sem með því að segja saleraið sé sama og ekkert notað, þá afsak- ar það ekki neitt. Það er til staðar og á að vera opið og ekki fullt af drasli, því við fatlaðir eigum sama rétt og þið þótt við séum færri. Því má bæta við að afgreiðslu- kassamir standa svo þétt saman að hjólastólar komast ekki á milli þeirra ef manni skildi detta í hug að versla hjá ykkur. Andrés Viðarsson Yíkverji skrifar Undarlega má þessi íslenski huldumaður vera innréttaður sem kom fram í útvarpinu og sjón- varpinu í næstliðinni viku til þess nánast að hlakka yfír skemmdar- verkunum sem hér var búið að vinna undir yfírskini „náttúruvemdar“ eða hvað það nú heitir hjá þessum mönnum. Ofan á allt annað var garpurinn ekki sjálfum sér sam- kvæmur. Þegar útvarpsmaðurinn innti hann eftir því hversvegna hann vildi ekki koma fram í dags- ljósið og segja til nafns, þá svaraði hann meðal annars að hann óttað- ist viðbrögðin hér heima og jafnvel að spjöll yrðu unnin á eigum hans. En eins og kom á daginn þegar á hann var gengið, hafði hann á hinn bóginn alls ekkert á móti því að þeir fslendingar, sem honum sjálf- um þóknaðist að hafa vanþóknun á, yrðu fyrir barðinu á spellvirkjum. XXX Upptroðsla hans í útvarpi og sjónvarpi var líka vægast sagt ankannaleg. Ur því hann áræddi ekki að sýna á sér ásjónuna, hvað vildi hann þá vera að þvælast þama? Honum skyldi þó aldrei hafa fund- ist það „spennandi", verið að full- nægja einhverskonar innri þörf, hafa „fengið eitthvað útúr því“ eins og stundum er sagt? Fullorðinn maður í bófahasar er allavega held- ur svona óhugnanlegt fyrirbæri hér uppi á íslandi. Því er svo við að bæta að þetta hefur allavega verið mikil stund fyrir þennan landa okkar, einskonar tvöfaldur hátíðisdagur hvorki meira né minna. Eins og menn muna kannski var öðlingurinn Watson nýbúinn að heija upp raust sína, sjálfur ofurhuginn hjartstóri sem er forsprakki ofbeldisseggjanna var búinn að lýsa yfír í íjölmiðlum að hann ætti naumast nógu stór orð til þess að lýsa aðdáun sinni á íslensku köppunum sfnum. Það er ekki amalegt að fá með- mæli frá svona manni. xxx Víkveija bárust, segi og skrifa, tíu boð á málverkasýningar hér í Reykjavík á fyrstu tveimur vikum yfírstandandi mánaðar. Víkveiji (eða sá sem klæðir sætið hans í svipinn) hefur einhvemtíma í fymdinni hafnað á einhveijum lista sem listmálarar þessa lands virðast eiga greiðan aðgang að, með þeim árangri að allsenginn list- málari hér á höfuðborgarsvæðinu ber það við að efna til sýningar án þes að gera títtnefndum Víkveija viðvart og sárbæna hann að mæta við opnunina. Síst ber að vanþakka þetta eins og gefur að skilja, enda mörg sýn- ingin vel þess virði að litið sé inn, að maður nú ekki tali um frítt og ókeypis. Hinsvegar hvarflar það óneitanlega að manni annað slagið hvort við íslendingar séum ekki að verða ein afkastamesta þjóðin í heimi á sviði málaralistarinnar — miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu. Það vill svo til að Bandaríkja- menn em sem næst nákvæmlega þúsund sinnum fleiri en við, og svona til gamans má þá slá þvi fram, að bandarískur Víkveiji hefði eiginlega þurft að fá 10.000 boðs- kort á málverkasýningar á þessum fyrmefndu tveimur vikum til þess að hafa roð við íslenska Víkveijan- um. XXX Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari, sem skrifar hina ágætu móðurmálspistla hér í blaðið, vék snöggvast. um daginn að „veltun- um“ svokölluðu sem eitt sinn vom nær daglegt brauð í Dagbókinni. Hér er ein hörkugóð frá þessum ámm sem má ekki glatast: Ég er að velta því fyrir mér hvort Halla taki Degi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.